„Kerfið er ekki að virka“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 28. október 2020 19:20 Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar. Vísir/Vilhelm Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, kveðst ósammála sjávarútvegsráðherra um að kerfið um innheimtu veiðigjalda sé að virka. Jafnvel þótt gert sé ráð fyrir að tekjur ríkissjóðs af veiðigjöldum aukist um tæpa þrjá milljarða á næsta ári, skili tekjur af auðlindinni sér ennþá í allt of litlum mæli til þjóðarinnar að mati þingmannsins. Gert er ráð fyrir að tekjur af veiðigjaldi á næsta ári verði um 7,5 milljarðar á næsta ári, samanborið við 4,8 milljarða áætlaðar tekjur á þessu ári. „Það er auðvitað ánægjulegt að það gangi vel í sjávarútvegi og það skiptir máli fyrir okkur öll. En kerfið er engan veginn að virka þegar þjóðin, sem er eigandi að þessari auðlind er ekki að fá hærri hlutdeild af arðinum,“ sagði Ágúst Ólafur í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Við sjáum að undanfarin ár hafa útgerðarmenn verið að greiða sjálfum sér hærri arð heldur en það sem þjóðin fær í gegnum veiðigjöldin. Við sjáum veiðileyfagjaldið, sem veitir aðgang að einu bestu fiskimiðum jarðar, en fyrir þetta ár það lágt að það er svipað og útvarpsgjaldið og það nær ekki einu sinni að dekka þann kostnað sem ríkið verður fyrir vegna greinarinnar. Þannig að nei, kerfið er ekki að virka. Við þurfum að auka hér hlutdeild þjóðarinnar í okkar megin náttúruauðlind.“ Með breyttum reglum um útreikning veiðigjalds er það nú Skatturinn sem reiknar út gjaldið á grundvelli rekstrarupplýsinga frá sjávarútvegsfyrirtækjum en ekki pólitískt skipuð nefnd sem áður sá um að gera tillögur til ráðherra um fjárhæð veiðigjalda. Ágúst Ólafur segir engu að síður um pólitíska ákvörðun að ræða. „Þetta er pólitísk ákvörðun vegna þess að þetta byggist á lögum sem þessi ríkisstjórn setti í upphafi kjörtímabilsins. Og við sjáum það að veiðileyfagjöld munu lækka í lok þessa kjörtímabils um einn þriðja. Á sama tíma hefur eigið fé sjávarútvegsfyrirtækja batnað um 60% á fimm árum. Arðgreiðslurnar sem útgerðarmenn eru að greiða sjálfum sér og fjölskyldum sínum, eru yfir 60 milljarðar á 5 árum. Þannig að jú, þetta er mannanna verk,“ segir Ágúst Ólafur. „Við þurfum bara að gera hér einfaldlega betur og tryggja hér að þjóðin fái aukinn arð af þessari auðlind. Við þurfum svo sannarlega á því að halda. Hér er kallað eftir því að við stöndum saman, velferðarkerfið þarf á því að halda og við hljótum að vera sammála um að hér er hægt að gera betur.“ Sjávarútvegur Alþingi Skattar og tollar Samfylkingin Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Sjá meira
Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, kveðst ósammála sjávarútvegsráðherra um að kerfið um innheimtu veiðigjalda sé að virka. Jafnvel þótt gert sé ráð fyrir að tekjur ríkissjóðs af veiðigjöldum aukist um tæpa þrjá milljarða á næsta ári, skili tekjur af auðlindinni sér ennþá í allt of litlum mæli til þjóðarinnar að mati þingmannsins. Gert er ráð fyrir að tekjur af veiðigjaldi á næsta ári verði um 7,5 milljarðar á næsta ári, samanborið við 4,8 milljarða áætlaðar tekjur á þessu ári. „Það er auðvitað ánægjulegt að það gangi vel í sjávarútvegi og það skiptir máli fyrir okkur öll. En kerfið er engan veginn að virka þegar þjóðin, sem er eigandi að þessari auðlind er ekki að fá hærri hlutdeild af arðinum,“ sagði Ágúst Ólafur í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Við sjáum að undanfarin ár hafa útgerðarmenn verið að greiða sjálfum sér hærri arð heldur en það sem þjóðin fær í gegnum veiðigjöldin. Við sjáum veiðileyfagjaldið, sem veitir aðgang að einu bestu fiskimiðum jarðar, en fyrir þetta ár það lágt að það er svipað og útvarpsgjaldið og það nær ekki einu sinni að dekka þann kostnað sem ríkið verður fyrir vegna greinarinnar. Þannig að nei, kerfið er ekki að virka. Við þurfum að auka hér hlutdeild þjóðarinnar í okkar megin náttúruauðlind.“ Með breyttum reglum um útreikning veiðigjalds er það nú Skatturinn sem reiknar út gjaldið á grundvelli rekstrarupplýsinga frá sjávarútvegsfyrirtækjum en ekki pólitískt skipuð nefnd sem áður sá um að gera tillögur til ráðherra um fjárhæð veiðigjalda. Ágúst Ólafur segir engu að síður um pólitíska ákvörðun að ræða. „Þetta er pólitísk ákvörðun vegna þess að þetta byggist á lögum sem þessi ríkisstjórn setti í upphafi kjörtímabilsins. Og við sjáum það að veiðileyfagjöld munu lækka í lok þessa kjörtímabils um einn þriðja. Á sama tíma hefur eigið fé sjávarútvegsfyrirtækja batnað um 60% á fimm árum. Arðgreiðslurnar sem útgerðarmenn eru að greiða sjálfum sér og fjölskyldum sínum, eru yfir 60 milljarðar á 5 árum. Þannig að jú, þetta er mannanna verk,“ segir Ágúst Ólafur. „Við þurfum bara að gera hér einfaldlega betur og tryggja hér að þjóðin fái aukinn arð af þessari auðlind. Við þurfum svo sannarlega á því að halda. Hér er kallað eftir því að við stöndum saman, velferðarkerfið þarf á því að halda og við hljótum að vera sammála um að hér er hægt að gera betur.“
Sjávarútvegur Alþingi Skattar og tollar Samfylkingin Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Sjá meira