Gæti tekið tíu til tólf vikur að farga sauðfénu sem þarf að skera niður Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 28. október 2020 21:43 Riða hefur greinst á fjórum bæjum í Akrahreppi. Vísir/Vilhelm Umhverfisstofnun hefur lagt það til við Matvælastofnun að hún óski eftir nánari framkvæmdaáætlun frá Kölku Sorpeyðingarstöð um brennslu þess sauðfés sem skera þarf niður í Skagafirði vegna riðusmits sem þar er komið upp. Kalka telur sig geta tekið á móti hræjunum, en í nokkrum áföngum. Búast má við að hægt væri að farga hræjunum á tíu til tólf vikum, fari þau í brennslu. Skera þarf niður um 2.400 fjár eftir að riðusmit var staðfest á fjórum bæum í Skagafirði. Héraðsdýralæknirinn á svæðinu hefur sagt að eitt helsta vandamálið í tengslum við riðusmitið sé það hvernig eigi að farga hræjunum á öruggan hátt, til þess að koma í veg fyrir smit í framtíðinni. Talið var ólíklegt að Kalka, sem starfrækir sorpbrennslu, gæti tekið við hræjunum sökum þess hversu mikið magn er um að ræða. Matvælastofnun óskaði eftir leiðsögn frá Umhverfisstofnun um hvað væri hægt að gera í málinu og nefndi í erindi sínu þangað hvort unnt væri að urða hræin á urðunarstað Norðurár í Stekkjarvík. Í svari Umhverfisstofnunar við fyrirspurn Matvælastofnunar, sem fréttastofa hefur undir höndum, virðist Umhverfisstofnun frekar á því að stefnt verði að því hræin verði brennd. Þannig hafi stofnunin upplýsingar um það frá Kölku að sorpeyðingarstöðin telji sig mögulega hafa tök á því að taka á móti úrganginum til vinnslu, en þó í nokkrum áföngum. Miðað við vinnsluhraða Kölku geti förgunin hins vegar tekið tíu til tólf vikur. „Umhverfisstofnun leggur til við Matvælastofnun að óskað verði eftir nánari framkvæmdaáætlun frá Kölku Sorpeyðingastöð sf. um brennslu úrgangsins og möguleika á að geyma þann úrgang sem bíði brennslu með öruggum hætti á lóð fyrirtækisins til þess að unnt sé leggja endanlegt mat á þennan förgunarmöguleika. Umhverfisstofnun leggur jafnframt til að í kjölfarið verði unnin tímasett áætlun um niðurskurð fjár og förgun sóttmengaðs úrgangs frá umræddum búum. Mikilvægt er að slík áætlun sé í samræmi við framkvæmdaráætlun Kölku Sorpeyðingastöðvar sf,“ segir í svari Umhverfisstofnunar. Riða í Skagafirði Umhverfismál Dýr Dýraheilbrigði Akrahreppur Skagafjörður Tengdar fréttir Fleiri sýni tekin í Tröllaskagahólfi en ekki grunur um smit á fleiri bæjum Enn er óvíst hvort grunur sem vaknaði um riðusmit á fleiri bæjum í Tröllaskagahólfi hafi reynst á rökum reistur. 26. október 2020 12:05 „Þetta er harmleikur“ Bóndi á bænum Grænumýri á Tröllaskaga, sem sér fram á að þurfa að farga hátt í 1100 fjár vegna riðu sem greindist í hrúti á bænum, segir það harmleik. Samfélagið sé lamað eftir þennan mikla skell. 23. október 2020 20:01 Staðfesta riðutilfelli á bæjunum þremur Matvælastofnun hefur staðfest að riða hefur greinst í sauðfé á þeim þremur bæjum í Skagafirði þar sem sterkur grunur lék á riðusmiti. 27. október 2020 17:50 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira
Umhverfisstofnun hefur lagt það til við Matvælastofnun að hún óski eftir nánari framkvæmdaáætlun frá Kölku Sorpeyðingarstöð um brennslu þess sauðfés sem skera þarf niður í Skagafirði vegna riðusmits sem þar er komið upp. Kalka telur sig geta tekið á móti hræjunum, en í nokkrum áföngum. Búast má við að hægt væri að farga hræjunum á tíu til tólf vikum, fari þau í brennslu. Skera þarf niður um 2.400 fjár eftir að riðusmit var staðfest á fjórum bæum í Skagafirði. Héraðsdýralæknirinn á svæðinu hefur sagt að eitt helsta vandamálið í tengslum við riðusmitið sé það hvernig eigi að farga hræjunum á öruggan hátt, til þess að koma í veg fyrir smit í framtíðinni. Talið var ólíklegt að Kalka, sem starfrækir sorpbrennslu, gæti tekið við hræjunum sökum þess hversu mikið magn er um að ræða. Matvælastofnun óskaði eftir leiðsögn frá Umhverfisstofnun um hvað væri hægt að gera í málinu og nefndi í erindi sínu þangað hvort unnt væri að urða hræin á urðunarstað Norðurár í Stekkjarvík. Í svari Umhverfisstofnunar við fyrirspurn Matvælastofnunar, sem fréttastofa hefur undir höndum, virðist Umhverfisstofnun frekar á því að stefnt verði að því hræin verði brennd. Þannig hafi stofnunin upplýsingar um það frá Kölku að sorpeyðingarstöðin telji sig mögulega hafa tök á því að taka á móti úrganginum til vinnslu, en þó í nokkrum áföngum. Miðað við vinnsluhraða Kölku geti förgunin hins vegar tekið tíu til tólf vikur. „Umhverfisstofnun leggur til við Matvælastofnun að óskað verði eftir nánari framkvæmdaáætlun frá Kölku Sorpeyðingastöð sf. um brennslu úrgangsins og möguleika á að geyma þann úrgang sem bíði brennslu með öruggum hætti á lóð fyrirtækisins til þess að unnt sé leggja endanlegt mat á þennan förgunarmöguleika. Umhverfisstofnun leggur jafnframt til að í kjölfarið verði unnin tímasett áætlun um niðurskurð fjár og förgun sóttmengaðs úrgangs frá umræddum búum. Mikilvægt er að slík áætlun sé í samræmi við framkvæmdaráætlun Kölku Sorpeyðingastöðvar sf,“ segir í svari Umhverfisstofnunar.
Riða í Skagafirði Umhverfismál Dýr Dýraheilbrigði Akrahreppur Skagafjörður Tengdar fréttir Fleiri sýni tekin í Tröllaskagahólfi en ekki grunur um smit á fleiri bæjum Enn er óvíst hvort grunur sem vaknaði um riðusmit á fleiri bæjum í Tröllaskagahólfi hafi reynst á rökum reistur. 26. október 2020 12:05 „Þetta er harmleikur“ Bóndi á bænum Grænumýri á Tröllaskaga, sem sér fram á að þurfa að farga hátt í 1100 fjár vegna riðu sem greindist í hrúti á bænum, segir það harmleik. Samfélagið sé lamað eftir þennan mikla skell. 23. október 2020 20:01 Staðfesta riðutilfelli á bæjunum þremur Matvælastofnun hefur staðfest að riða hefur greinst í sauðfé á þeim þremur bæjum í Skagafirði þar sem sterkur grunur lék á riðusmiti. 27. október 2020 17:50 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira
Fleiri sýni tekin í Tröllaskagahólfi en ekki grunur um smit á fleiri bæjum Enn er óvíst hvort grunur sem vaknaði um riðusmit á fleiri bæjum í Tröllaskagahólfi hafi reynst á rökum reistur. 26. október 2020 12:05
„Þetta er harmleikur“ Bóndi á bænum Grænumýri á Tröllaskaga, sem sér fram á að þurfa að farga hátt í 1100 fjár vegna riðu sem greindist í hrúti á bænum, segir það harmleik. Samfélagið sé lamað eftir þennan mikla skell. 23. október 2020 20:01
Staðfesta riðutilfelli á bæjunum þremur Matvælastofnun hefur staðfest að riða hefur greinst í sauðfé á þeim þremur bæjum í Skagafirði þar sem sterkur grunur lék á riðusmiti. 27. október 2020 17:50