Alltaf hópar sem vilja ekki eiga í samskiptum við yfirvöld Kolbeinn Tumi Daðason og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 29. október 2020 12:59 Víðir Reynisson segir erfitt fyrir lögreglu þegar smit komast í jaðarhópa sem vilja ekkert af yfirvöldum vita. Vísir/Vilhelm Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn segir fólk almennt virða reglur um einangrun og sóttkví hér á landi. En auðviðað séu þó dæmi þess að slíkt sé ekki virt. Fram kom í fréttum í gær að góðkunningi lögreglunnar á Akureyri gerði yfirvöldum erfitt fyrir norðan heiða. Hann kom í leitirnar í gær. Þá þurfti lögreglan á höfuðborgarsvæðinu að hafa afskipti af karlmanni í Mosfellsbæ í morgun sem virti ekki reglur um einangrun. Hann er smitaður af Covid-19. „Við höfum verið að lenda í þessu með einstaklinga, góðkunningja lögreglunnar, bæði hér og fyrir norðan sem hefur verið dálítið mikil vinna fyrir lögregluna að eiga í samskiptum við,“ segir Víðir. Svona mál séu unnin sem heilbrigðisverkefni og yfirvöld njóti stuðnings frá Frú Ragnheiði á höfuðborgarsvæðinu og Ungfrú Ragnheiði á Akureyri. Aðalatriði sé að tryggja öryggi hinna veiku. „Það eru auðvitað hópar sem vilja ekki eiga í samskiptum við yfirvöld, sama hvort það eru heilbrigðisyfirvöld eða lögregla. Þegar við erum komin með smit í svoleiðis hópa verður málið miklu snúnara.“ Víðir segir að smit í svona hópum skipti tugum. Að mestu á höfuðborgarsvæðinu en líka fyrir norðan. „Við erum fyrst og fremst að hugsa um að þetta fólk fái þá þjónustu sem þarf. Við þurfum að huga að þeirra öryggi.“ Nokkuð hefur verið um handtökur vegna þessa en þau tilfelli séu ekki mörg. Þá sé um að ræða Íslendinga í slíkum jaðarhópum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lögreglumál Akureyri Reykjavík Mest lesið „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent Fleiri fréttir Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Sjá meira
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn segir fólk almennt virða reglur um einangrun og sóttkví hér á landi. En auðviðað séu þó dæmi þess að slíkt sé ekki virt. Fram kom í fréttum í gær að góðkunningi lögreglunnar á Akureyri gerði yfirvöldum erfitt fyrir norðan heiða. Hann kom í leitirnar í gær. Þá þurfti lögreglan á höfuðborgarsvæðinu að hafa afskipti af karlmanni í Mosfellsbæ í morgun sem virti ekki reglur um einangrun. Hann er smitaður af Covid-19. „Við höfum verið að lenda í þessu með einstaklinga, góðkunningja lögreglunnar, bæði hér og fyrir norðan sem hefur verið dálítið mikil vinna fyrir lögregluna að eiga í samskiptum við,“ segir Víðir. Svona mál séu unnin sem heilbrigðisverkefni og yfirvöld njóti stuðnings frá Frú Ragnheiði á höfuðborgarsvæðinu og Ungfrú Ragnheiði á Akureyri. Aðalatriði sé að tryggja öryggi hinna veiku. „Það eru auðvitað hópar sem vilja ekki eiga í samskiptum við yfirvöld, sama hvort það eru heilbrigðisyfirvöld eða lögregla. Þegar við erum komin með smit í svoleiðis hópa verður málið miklu snúnara.“ Víðir segir að smit í svona hópum skipti tugum. Að mestu á höfuðborgarsvæðinu en líka fyrir norðan. „Við erum fyrst og fremst að hugsa um að þetta fólk fái þá þjónustu sem þarf. Við þurfum að huga að þeirra öryggi.“ Nokkuð hefur verið um handtökur vegna þessa en þau tilfelli séu ekki mörg. Þá sé um að ræða Íslendinga í slíkum jaðarhópum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lögreglumál Akureyri Reykjavík Mest lesið „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent Fleiri fréttir Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Sjá meira