Umdeilda KSÍ auglýsingin verðlaunuð Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. október 2020 13:43 Í auglýsingunni birtist meðal annars griðungur sem hræðir vopnaða menn. Auglýsingastofan Brandenburg hefur verið verðlaunuð fyrir nýja ásýnd íslensku landsliðanna í knattspyrnu. Stofan vann verkefnið fyrir KSÍ og vakti auglýsingin mikil viðbrögð síðastliðið sumar. Griðungur, gammur, dreki og bergrisi voru í forgrunni auglýsingarinnar þar sem lögð var áhersla á vættirnar fjórar sem vakið hafa yfir landinu og varið fyrir óvinum. Þingmenn lýstu yfir ólíkum skoðunum sínum á auglýsingunni. Á meðan Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinar, gagnrýndi auglýsinguna á meðan Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, hrósaði henni í hástert: „Flott merki og myndband!“ sagði Sigmundur Davíð. „Mér finnst nú heldur mikið í lagt í nýju KSÍ-auglýsingunni að láta líf þjóðarinnar í þúsund ár snúast um að verjast grimmum innrásarherjum, og nota til þess heilaspunann úr Snorra Sturlusyni um ófreskjur sem magnaðar voru að hans sögn upp gegn útsendara Haraldar Gormssonar, og urðu svo löngu síðar að táknmyndum landsfjórðunganna undir heitinu „landvættir“. Þetta er í grundvallaratriðum röng sýn. Og það er slæmt að ýta undir hana,“ sagði Guðmundur Andri. Í tilkynningu frá Brandenburg segir að auglýsingin hafi fengið verðlaun í stórum flokki íþróttatengdra verkefna (Clio Sports Winners) ásamt Nike, Budweiser, ESPN og Adidas. Hrafn Gunnarsson og Dóri Andrésson, hönnunarstjórar á Brandenburg, fagna verðlaununum. „Þetta er dálítið eins og að fá Grammy-verðlaunin í faginu. Ferlið var langt og strangt og talsverð áskorun en á sama tíma mjög gefandi og lærdómsríkt.“ segir Dóri. „Svo erum við auðvitað afar þakklát fyrir það traust sem KSÍ hefur sýnt okkur. Dálítið eins og í fótboltanum, liðsheildin skilaði þessu alla leið,“ bætir Hrafn við. Stefán Sveinn Gunnarsson, markaðsstjóri KSÍ, tekur í sama streng. „Við erum auðvitað mjög ánægð með þessa viðurkenningu. Merkið sjálft hefur fengið frábærar viðtökur, hérlendis jafnt sem erlendis, og var auðvitað toppurinn á þeim ísjaka sem heildarendurskoðun vörumerkja KSÍ er.” Í tilkynningu frá Brandenburg segir að Clio verðlaunin, sem stofnuð voru 1959, séu með þeim virtustu á alþjóðavísu og keppi þar stærstu auglýsingastofur hvaðanæva að fyrir heimsþekkt vörumerki. Clio verðlaunin hljóti þau verk sem dómnefnd telur eftirtektarverð, faglega leyst og líkleg til að verða öðrum hvatning í faginu. Auglýsinga- og markaðsmál KSÍ Mest lesið Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Framkvæmdir Starbucks við Laugaveg langt komnar Viðskipti innlent Áfram hagkvæmara að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Áfram hagkvæmara að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Sjá meira
Auglýsingastofan Brandenburg hefur verið verðlaunuð fyrir nýja ásýnd íslensku landsliðanna í knattspyrnu. Stofan vann verkefnið fyrir KSÍ og vakti auglýsingin mikil viðbrögð síðastliðið sumar. Griðungur, gammur, dreki og bergrisi voru í forgrunni auglýsingarinnar þar sem lögð var áhersla á vættirnar fjórar sem vakið hafa yfir landinu og varið fyrir óvinum. Þingmenn lýstu yfir ólíkum skoðunum sínum á auglýsingunni. Á meðan Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinar, gagnrýndi auglýsinguna á meðan Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, hrósaði henni í hástert: „Flott merki og myndband!“ sagði Sigmundur Davíð. „Mér finnst nú heldur mikið í lagt í nýju KSÍ-auglýsingunni að láta líf þjóðarinnar í þúsund ár snúast um að verjast grimmum innrásarherjum, og nota til þess heilaspunann úr Snorra Sturlusyni um ófreskjur sem magnaðar voru að hans sögn upp gegn útsendara Haraldar Gormssonar, og urðu svo löngu síðar að táknmyndum landsfjórðunganna undir heitinu „landvættir“. Þetta er í grundvallaratriðum röng sýn. Og það er slæmt að ýta undir hana,“ sagði Guðmundur Andri. Í tilkynningu frá Brandenburg segir að auglýsingin hafi fengið verðlaun í stórum flokki íþróttatengdra verkefna (Clio Sports Winners) ásamt Nike, Budweiser, ESPN og Adidas. Hrafn Gunnarsson og Dóri Andrésson, hönnunarstjórar á Brandenburg, fagna verðlaununum. „Þetta er dálítið eins og að fá Grammy-verðlaunin í faginu. Ferlið var langt og strangt og talsverð áskorun en á sama tíma mjög gefandi og lærdómsríkt.“ segir Dóri. „Svo erum við auðvitað afar þakklát fyrir það traust sem KSÍ hefur sýnt okkur. Dálítið eins og í fótboltanum, liðsheildin skilaði þessu alla leið,“ bætir Hrafn við. Stefán Sveinn Gunnarsson, markaðsstjóri KSÍ, tekur í sama streng. „Við erum auðvitað mjög ánægð með þessa viðurkenningu. Merkið sjálft hefur fengið frábærar viðtökur, hérlendis jafnt sem erlendis, og var auðvitað toppurinn á þeim ísjaka sem heildarendurskoðun vörumerkja KSÍ er.” Í tilkynningu frá Brandenburg segir að Clio verðlaunin, sem stofnuð voru 1959, séu með þeim virtustu á alþjóðavísu og keppi þar stærstu auglýsingastofur hvaðanæva að fyrir heimsþekkt vörumerki. Clio verðlaunin hljóti þau verk sem dómnefnd telur eftirtektarverð, faglega leyst og líkleg til að verða öðrum hvatning í faginu.
Auglýsinga- og markaðsmál KSÍ Mest lesið Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Framkvæmdir Starbucks við Laugaveg langt komnar Viðskipti innlent Áfram hagkvæmara að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Áfram hagkvæmara að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Sjá meira