Arsenal hélt loks hreinu á heimavelli með Rúnar Alex milli stanganna 29. október 2020 21:55 Rúnar Alex var ekki í miklum vandræðum í sínum fyrsta leik fyrir Arsenal. Mike Hewitt/Getty Images Íslenski landsliðsmarkvörðurinn Rúnar Alex Rúnarsson hafði ekki beint mikið að gera í sínum fyrsta leik fyrir enska knattspyrnufélagið Arsenal. Liðið vann Dundalk örugglega 3-0 í annarri umferð Evrópudeildarinnar í kvöld. Rúnar Alex er þar með fjórði Íslendingurinn til að leika með Arsenal. Það voru ekki aðeins við Íslendingar sem vorum spennt að sjá Rúnar Alex í marki Arsenal í kvöld en goðsögnin David Seaman – fyrrum markvörður liðsins sem og enska landsliðsins – beið í ofvæni eftir að sjá íslenska markvörðinn leika listir sínar. Just turned the @Arsenal game on and looking forward to seeing @runaralex in goal tonight #goalkeepersunion #EuropaLeague #ARSDUN— David Seaman (@thedavidseaman) October 29, 2020 Gestirnir frá Írlandi byrjuðu ágætlega og áttu skot af löngu færi sem Rúnar Alex varði vel í horn. Hann greip hornspyrnuna sem kom í kjölfarið sem og aðra síðar í fyrri hálfleik. Þar með var verki hans í leiknum svo gott sem lokið en heimamenn tóku hægt og rólega öll völd á vellinum þrátt fyrir að eiga erfitt með að brjóta ísinn. Stíflan brast svo á 42. mínútu þegar Edward Nketiah skoraði eftir hornspyrnu og aðeins tveimur mínútum síðar kom Joesph Willock Arsenal í 2-0 með góðu skoti innan vítateigs. 16 - Arsenal have had 16 shots in the first half against Dundalk, the most attempts they have had in the opening 45 minutes of a game since October 2017 against Everton (17), under Arsene Wenger. Firing. #UEL pic.twitter.com/kzFMBIhX4n— OptaJoe (@OptaJoe) October 29, 2020 Staðan var því 2-0 í hálfleik og ef gestirnir höfðu gert sér einhverjar vonir um endurkomu í þeim síðari þá hurfu þær þegar aðeins hál mínúta eða svo var liðin. Nicolas Pepe skoraði þá þriðja mark Arsenal með góðu skoti fyrir utan teig. Fleira markvert gerðist ekki í leiknum og lokatölur því 3-0 fyrir Arsenal sem er með tvo sigra eftir tvo leiki í B-riðli Evrópudeildarinnar. Er þetta í fyrsta sinn sem Arsenal heldur hreinu á Emirates-vellinum í síðan liðið mætti Norwich City þann 1. júlí, síðan þá hafa liðið sex leikir. Arsenal have kept a home clean sheet for the first time across all competitions since July 1st (vs. Norwich), ending a six-game run without one.The Runar Runarsson effect. pic.twitter.com/JiHeTQtJs7— Squawka Football (@Squawka) October 29, 2020 Molde vann svo 1-0 sigur á Rapid Vín í hinum leik riðilsins. Evrópudeild UEFA Fótbolti Tengdar fréttir Rúnar Alex sá fjórði sem spilar fyrir Arsenal Landsliðsmarkvörðurinn Rúnar Alex Rúnarsson er fjórði Íslendingurinn sem leikur fyrir enska úrvalsdeildarfélagið Arsenal. 29. október 2020 20:51 Íslendingarnir léku í jafntefli | Zlatan klúðraði vítaspyrnu Fjöldinn allur af leikjum er nú búinn í Evrópudeildinni í knattspyrnu. Íslendingalið CSKA Moskva gerði markalaust jafntefli á heimavelli og þá brenndi Zlatan Ibrahimovic af vítaspyrnu fyrir AC Milan og var tekinn út af í hálfleik. 29. október 2020 20:30
Íslenski landsliðsmarkvörðurinn Rúnar Alex Rúnarsson hafði ekki beint mikið að gera í sínum fyrsta leik fyrir enska knattspyrnufélagið Arsenal. Liðið vann Dundalk örugglega 3-0 í annarri umferð Evrópudeildarinnar í kvöld. Rúnar Alex er þar með fjórði Íslendingurinn til að leika með Arsenal. Það voru ekki aðeins við Íslendingar sem vorum spennt að sjá Rúnar Alex í marki Arsenal í kvöld en goðsögnin David Seaman – fyrrum markvörður liðsins sem og enska landsliðsins – beið í ofvæni eftir að sjá íslenska markvörðinn leika listir sínar. Just turned the @Arsenal game on and looking forward to seeing @runaralex in goal tonight #goalkeepersunion #EuropaLeague #ARSDUN— David Seaman (@thedavidseaman) October 29, 2020 Gestirnir frá Írlandi byrjuðu ágætlega og áttu skot af löngu færi sem Rúnar Alex varði vel í horn. Hann greip hornspyrnuna sem kom í kjölfarið sem og aðra síðar í fyrri hálfleik. Þar með var verki hans í leiknum svo gott sem lokið en heimamenn tóku hægt og rólega öll völd á vellinum þrátt fyrir að eiga erfitt með að brjóta ísinn. Stíflan brast svo á 42. mínútu þegar Edward Nketiah skoraði eftir hornspyrnu og aðeins tveimur mínútum síðar kom Joesph Willock Arsenal í 2-0 með góðu skoti innan vítateigs. 16 - Arsenal have had 16 shots in the first half against Dundalk, the most attempts they have had in the opening 45 minutes of a game since October 2017 against Everton (17), under Arsene Wenger. Firing. #UEL pic.twitter.com/kzFMBIhX4n— OptaJoe (@OptaJoe) October 29, 2020 Staðan var því 2-0 í hálfleik og ef gestirnir höfðu gert sér einhverjar vonir um endurkomu í þeim síðari þá hurfu þær þegar aðeins hál mínúta eða svo var liðin. Nicolas Pepe skoraði þá þriðja mark Arsenal með góðu skoti fyrir utan teig. Fleira markvert gerðist ekki í leiknum og lokatölur því 3-0 fyrir Arsenal sem er með tvo sigra eftir tvo leiki í B-riðli Evrópudeildarinnar. Er þetta í fyrsta sinn sem Arsenal heldur hreinu á Emirates-vellinum í síðan liðið mætti Norwich City þann 1. júlí, síðan þá hafa liðið sex leikir. Arsenal have kept a home clean sheet for the first time across all competitions since July 1st (vs. Norwich), ending a six-game run without one.The Runar Runarsson effect. pic.twitter.com/JiHeTQtJs7— Squawka Football (@Squawka) October 29, 2020 Molde vann svo 1-0 sigur á Rapid Vín í hinum leik riðilsins.
Evrópudeild UEFA Fótbolti Tengdar fréttir Rúnar Alex sá fjórði sem spilar fyrir Arsenal Landsliðsmarkvörðurinn Rúnar Alex Rúnarsson er fjórði Íslendingurinn sem leikur fyrir enska úrvalsdeildarfélagið Arsenal. 29. október 2020 20:51 Íslendingarnir léku í jafntefli | Zlatan klúðraði vítaspyrnu Fjöldinn allur af leikjum er nú búinn í Evrópudeildinni í knattspyrnu. Íslendingalið CSKA Moskva gerði markalaust jafntefli á heimavelli og þá brenndi Zlatan Ibrahimovic af vítaspyrnu fyrir AC Milan og var tekinn út af í hálfleik. 29. október 2020 20:30
Rúnar Alex sá fjórði sem spilar fyrir Arsenal Landsliðsmarkvörðurinn Rúnar Alex Rúnarsson er fjórði Íslendingurinn sem leikur fyrir enska úrvalsdeildarfélagið Arsenal. 29. október 2020 20:51
Íslendingarnir léku í jafntefli | Zlatan klúðraði vítaspyrnu Fjöldinn allur af leikjum er nú búinn í Evrópudeildinni í knattspyrnu. Íslendingalið CSKA Moskva gerði markalaust jafntefli á heimavelli og þá brenndi Zlatan Ibrahimovic af vítaspyrnu fyrir AC Milan og var tekinn út af í hálfleik. 29. október 2020 20:30
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti