Lenti vél Icelandair án heimildar eftir óhapp á Keflavíkurflugvelli Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 29. október 2020 22:10 Boeing 757-200 vél Icelandair á Keflavíkurflugvelli. Samskonar vél og var lent án heimildar umræddan dag. Vísir/Vilhelm Rannsóknarnefnd samgönguslysa rannsakar nú tvö atvik sem komu upp á Keflavíkurflugvelli eftir að sjúkraflugvél rann út af flugbrautarenda sem varð til þess að flugvöllurinn lokaðist. Vél Icelandair á leið frá Seattle á sama tíma var sett í biðflug vegna atviksins en flugmenn vélarinnar lentu henni á lokaðri flugbraut án heimildar. RÚV greindi fyrst frá. Þetta kemur fram í tveimur stöðuskýrslum nefndarinnar vegna atvikanna sem áttu sér stað þann 28. október á síðasta ári. Þar segir að snemma morguns þann dag hafi sjúkraflugvél lent á Keflavíkurflugvelli. Að lokinni lendingu ók flugmaður flugvélarinnar henni út að enda flugbrautarinnar, þar sem að flugumferðarstjóri hafði beðið hann að rýma flugbrautina á akvegi N við norðurenda flugbrautarinnar. Þegar flugvélin nálgaðist enda flugbrautarinnar, náði flugmaður hennar ekki að hægja nægilega á flugvélinni vegna hálku á flugbrautarendanum og rann flugvélin út af flugbrautarendanum og inn á öryggissvæði utan flugbrautarinnar. Stöðvaðist flugvélin að lokum við enda öryggissvæðisins. Á meðan unnið var að því að fjarlægja flugvélina, var flugbraut 01/19 á Keflavíkurflugvelli lokuð. Við það lokaðist flugvöllurinn þar sem að flugbrautum 10/28 hafði ekki verið haldið opnum þessa nótt. Rannsóknin nefndarinnar beindist að hálkuvörnum á Keflavíkurflugvelli. Lýsti yfir neyðarástandi Á sama tíma umræddan morgun var flugvél Icelandair á leið frá Seattle að nálgast Keflavíkurflugvöll. Eftir að flugvöllurinn lokaðist vegna sjúkraflugvélarinnar var Icelandair-vélin sett í biðflug nálægt Keflavíkurflugvelli. Á meðan á biðfluginu stóð lýsti flugstjóri flugvélar Icelandair yfir neyðarástandi og sagðist verða að lenda á flugbraut 01 á Keflavíkurflugvelli vegna lágrar eldsneytisstöðu. Skömmu síðar lenti flugvél TF-ISF, án heimildar, á lokaðri flugbraut 01 á Keflavíkurflugvelli. Rannsókn nefndarinnar á þessu atviki snýr meðal annars meðal annars að eldsneytismálum flugrekandans, undirbúningi flugsins, eldsneyti flugsins, veðri, þjónustustigi Keflavíkurflugvallar, hálkuvarna á Keflavíkurflugvelli, viðbragðsgetu við opnun varaflugvalla, viðbragðsgetu við hálkuvarnir varaflugvalla, sem og kerfislægra misbresta. Icelandair Keflavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Samgönguslys Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Rannsóknarnefnd samgönguslysa rannsakar nú tvö atvik sem komu upp á Keflavíkurflugvelli eftir að sjúkraflugvél rann út af flugbrautarenda sem varð til þess að flugvöllurinn lokaðist. Vél Icelandair á leið frá Seattle á sama tíma var sett í biðflug vegna atviksins en flugmenn vélarinnar lentu henni á lokaðri flugbraut án heimildar. RÚV greindi fyrst frá. Þetta kemur fram í tveimur stöðuskýrslum nefndarinnar vegna atvikanna sem áttu sér stað þann 28. október á síðasta ári. Þar segir að snemma morguns þann dag hafi sjúkraflugvél lent á Keflavíkurflugvelli. Að lokinni lendingu ók flugmaður flugvélarinnar henni út að enda flugbrautarinnar, þar sem að flugumferðarstjóri hafði beðið hann að rýma flugbrautina á akvegi N við norðurenda flugbrautarinnar. Þegar flugvélin nálgaðist enda flugbrautarinnar, náði flugmaður hennar ekki að hægja nægilega á flugvélinni vegna hálku á flugbrautarendanum og rann flugvélin út af flugbrautarendanum og inn á öryggissvæði utan flugbrautarinnar. Stöðvaðist flugvélin að lokum við enda öryggissvæðisins. Á meðan unnið var að því að fjarlægja flugvélina, var flugbraut 01/19 á Keflavíkurflugvelli lokuð. Við það lokaðist flugvöllurinn þar sem að flugbrautum 10/28 hafði ekki verið haldið opnum þessa nótt. Rannsóknin nefndarinnar beindist að hálkuvörnum á Keflavíkurflugvelli. Lýsti yfir neyðarástandi Á sama tíma umræddan morgun var flugvél Icelandair á leið frá Seattle að nálgast Keflavíkurflugvöll. Eftir að flugvöllurinn lokaðist vegna sjúkraflugvélarinnar var Icelandair-vélin sett í biðflug nálægt Keflavíkurflugvelli. Á meðan á biðfluginu stóð lýsti flugstjóri flugvélar Icelandair yfir neyðarástandi og sagðist verða að lenda á flugbraut 01 á Keflavíkurflugvelli vegna lágrar eldsneytisstöðu. Skömmu síðar lenti flugvél TF-ISF, án heimildar, á lokaðri flugbraut 01 á Keflavíkurflugvelli. Rannsókn nefndarinnar á þessu atviki snýr meðal annars meðal annars að eldsneytismálum flugrekandans, undirbúningi flugsins, eldsneyti flugsins, veðri, þjónustustigi Keflavíkurflugvallar, hálkuvarna á Keflavíkurflugvelli, viðbragðsgetu við opnun varaflugvalla, viðbragðsgetu við hálkuvarnir varaflugvalla, sem og kerfislægra misbresta.
Icelandair Keflavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Samgönguslys Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira