Gagnrýni og heilbrigðisþjónusta Sigrún Huld Þorgrímsdóttir skrifar 30. október 2020 16:06 Ég finn mig knúna til að bregðast við þegar ég sé virtan kollega minn í ábyrgðarstöðu lýsa því yfir að það sé „voða auðvelt“ að gagnrýna heilbrigðisþjónustuna, þar talar hún sérstaklega um atburðina á Landakoti. Vera má að það sé auðvelt fyrir suma, og þá sennilega þá sem fjarri standa þjónustunni og þekkja lítið til hennar. En fyrir notendur þjónustunnar er það sannarlega erfitt og kvíðvænlegt spor. Séu þeir í ofanálag tengdir þjónustunni sem starfsmenn er það enn erfiðara. Þegar dóttir mín ákvað að koma í viðtal og gagnrýna viðbrögð Landakots við Covid sýkingunni leið henni sannarlega ekki vel. Hún átti í baráttu við sjálfa sig og var andvaka af kvíða. En þá var staða hennar sú að hún hafði ekki hugmynd um hvort hún og tvö systkini hennar væru smituð ásamt tíu börnum þeirra þar af tveimur sem eru sérlega viðkvæm vegna fötlunar. Enginn frá Landakoti hafði haft samband í tvo sólarhringa (og þegar samband var haft voru þau skilaboð þveröfug við það sem smitrakningarteymi sóttvarnalæknis sagði deginum síðar). Flutningur föður hennar til Stykkishólms var óskiljanlegur - og er enn þótt stjórnendur hafi komið með skýringar á því eftir að málið fór í fjölmiðla þá finnst okkur þær ekki alveg sannfærandi.En á þessum tíma virtist heldur ekki von um skýringar yfirleitt. Upplýsingagjöf varðandi föður hennar hafði þá um nokkurt skeið verið með þeim hætti að traust hennar (en hún var sú sem stóð mest í samskiptunum) til starfseiningarinnar var hreint út sagt ekki mikið. Er það hennar sök? Ætti hún af einhverjum annarlegum ástæðum að óska eftir að faðir hennar liggi á deild þar sem þjónustan er ekki fullnægjandi? Hvaða afstöðu hefur Landspítali til notenda þjónustu hans? Bara að þeir þegi og þakki?! Svo það sé sagt var margt vel gert líka á Landakoti. Þessi einstaklingur átti hins vegar aldrei að fara þangað, því hann var með nýlega helftarlömun og alvarlega fötlun eftir heilablóðfall. Hann fékk hins vegar ekki að fara á Grensásdeild þar sem aðal sérþekkingin er - og vitið þið hvers vegna? Jú, hann er fæddur 1949. Hefði hann bara verið fæddur 1954 þá hefði hann farið á Grensásdeild. Honum var sagt að Landakot væri albesti staðurinn fyrir hann. Hann varð því að vonum hissa þegar þangað kom. Hann sagði við mig (sem er fv. eiginkona hans): „Hér eru allir miklu eldri en ég og þeir labba allir af stað með göngugrindur! Hér er enginn nema ég sem er lamaður öðrum megin, enginn sem er bundinn við hjólastól.“ Förum (um leið og hægt er fyrir covid 19) að horfa í alvöru á þessa mismunun einstaklinga til heilbrigðisþjónustu vegna aldurs. Förum í alvöru að hætta henni. Það er mikilvægara en að taka gagnrýni sem einhverju pirrandi sem notendur og/eða aðstandendur þeirra komi með nánast að gamin sínu. Það bað enginn heilbrigðisstarfsmenn um að gera þetta að lífsstarfi sínu. Þeir völdu það sjálfir - ég og aðrir. En dóttir mín valdi ekki að vera miður sín af áhyggjum vikum og mánuðum saman vegna þess að alvarlega fatlaður faðir hennar var ekki á rétta staðnum og að stöðugt þurfti að vera á vaktinni til að sjá um að hann virkilega fengi þjónustu og endurhæfingu eins og hann þurfti. Faðir hennar valdi ekki að fá heilablæðingu og missa máttinn í helmingi líkamans. Hann var nýkominn í góða íbúð, búinn að fá góða vinnuaðstöðu sem myndlistarmaður og allt brosti við honum. Hann var á 71. aldursári þegar áfallið dundi yfir, hann var virkur, með stórfjölskylduna allt í kring og naut lífsins. Hann hefði valið allt annað. Höfundur er sérfræðingur í öldrunarhjúkrun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigrún Huld Þorgrímsdóttir Hópsýking á Landakoti Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Ég finn mig knúna til að bregðast við þegar ég sé virtan kollega minn í ábyrgðarstöðu lýsa því yfir að það sé „voða auðvelt“ að gagnrýna heilbrigðisþjónustuna, þar talar hún sérstaklega um atburðina á Landakoti. Vera má að það sé auðvelt fyrir suma, og þá sennilega þá sem fjarri standa þjónustunni og þekkja lítið til hennar. En fyrir notendur þjónustunnar er það sannarlega erfitt og kvíðvænlegt spor. Séu þeir í ofanálag tengdir þjónustunni sem starfsmenn er það enn erfiðara. Þegar dóttir mín ákvað að koma í viðtal og gagnrýna viðbrögð Landakots við Covid sýkingunni leið henni sannarlega ekki vel. Hún átti í baráttu við sjálfa sig og var andvaka af kvíða. En þá var staða hennar sú að hún hafði ekki hugmynd um hvort hún og tvö systkini hennar væru smituð ásamt tíu börnum þeirra þar af tveimur sem eru sérlega viðkvæm vegna fötlunar. Enginn frá Landakoti hafði haft samband í tvo sólarhringa (og þegar samband var haft voru þau skilaboð þveröfug við það sem smitrakningarteymi sóttvarnalæknis sagði deginum síðar). Flutningur föður hennar til Stykkishólms var óskiljanlegur - og er enn þótt stjórnendur hafi komið með skýringar á því eftir að málið fór í fjölmiðla þá finnst okkur þær ekki alveg sannfærandi.En á þessum tíma virtist heldur ekki von um skýringar yfirleitt. Upplýsingagjöf varðandi föður hennar hafði þá um nokkurt skeið verið með þeim hætti að traust hennar (en hún var sú sem stóð mest í samskiptunum) til starfseiningarinnar var hreint út sagt ekki mikið. Er það hennar sök? Ætti hún af einhverjum annarlegum ástæðum að óska eftir að faðir hennar liggi á deild þar sem þjónustan er ekki fullnægjandi? Hvaða afstöðu hefur Landspítali til notenda þjónustu hans? Bara að þeir þegi og þakki?! Svo það sé sagt var margt vel gert líka á Landakoti. Þessi einstaklingur átti hins vegar aldrei að fara þangað, því hann var með nýlega helftarlömun og alvarlega fötlun eftir heilablóðfall. Hann fékk hins vegar ekki að fara á Grensásdeild þar sem aðal sérþekkingin er - og vitið þið hvers vegna? Jú, hann er fæddur 1949. Hefði hann bara verið fæddur 1954 þá hefði hann farið á Grensásdeild. Honum var sagt að Landakot væri albesti staðurinn fyrir hann. Hann varð því að vonum hissa þegar þangað kom. Hann sagði við mig (sem er fv. eiginkona hans): „Hér eru allir miklu eldri en ég og þeir labba allir af stað með göngugrindur! Hér er enginn nema ég sem er lamaður öðrum megin, enginn sem er bundinn við hjólastól.“ Förum (um leið og hægt er fyrir covid 19) að horfa í alvöru á þessa mismunun einstaklinga til heilbrigðisþjónustu vegna aldurs. Förum í alvöru að hætta henni. Það er mikilvægara en að taka gagnrýni sem einhverju pirrandi sem notendur og/eða aðstandendur þeirra komi með nánast að gamin sínu. Það bað enginn heilbrigðisstarfsmenn um að gera þetta að lífsstarfi sínu. Þeir völdu það sjálfir - ég og aðrir. En dóttir mín valdi ekki að vera miður sín af áhyggjum vikum og mánuðum saman vegna þess að alvarlega fatlaður faðir hennar var ekki á rétta staðnum og að stöðugt þurfti að vera á vaktinni til að sjá um að hann virkilega fengi þjónustu og endurhæfingu eins og hann þurfti. Faðir hennar valdi ekki að fá heilablæðingu og missa máttinn í helmingi líkamans. Hann var nýkominn í góða íbúð, búinn að fá góða vinnuaðstöðu sem myndlistarmaður og allt brosti við honum. Hann var á 71. aldursári þegar áfallið dundi yfir, hann var virkur, með stórfjölskylduna allt í kring og naut lífsins. Hann hefði valið allt annað. Höfundur er sérfræðingur í öldrunarhjúkrun.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun