Dagskráin í dag: Enski, ítalski, spænski og golf Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 31. október 2020 06:01 Spánarmeistarar Real eru í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport í dag. Alex Caparros/Getty Images Það er nóg um að vera á Stöð 2 Sport og hliðarrásum í dag. Um að gera að hlýða Víði og koma sér vel fyrir á sófanum og njóta dagsins heima. Við sýnum alls sjö knattspyrnuleiki í beinni útsendingu í dag, frá Englandi, Ítalíu og Spáni. Þá eru tvær beinar útsendingar á Golfstöðinni. Stöð 2 Sport 2 Við hefjum leikinn snemma en klukkan 12.50 hefst útsending frá leik Real Madrid og Huesca. Lærisveinar Zinedine Zidane unnu góðan sigur á Barcelona í síðustu umferð og því ætti smálið Huesca ekki að vera mikil mótstaða, eða hvað? Klukkan 16.50 þá færum við okkur til Ítalíu og fylgjumst með leik Inter Milan og Parma. Heimamenn verða að vinna ætli þeir sér að vera í toppbaráttunni á Ítalíu í vetur. Romelu Lukaku hefur hafið tímabilið af miklum krafti og aldrei að vita nema hann skori eitt eða fleiri mörk í dag. Klukkan 19.50 förum við svo aftur til Spánar og sjáum leik Alavés og Barcelona. Gestirnir frá Katalóníu unnu frábæran sigur á Juventus í Meistaradeild Evrópu í vikunni en þurfa að fara næla í stig heimafyrir. Stöð 2 Sport 4 Fyrir aðdáendur enska boltans sýnum við leik Bristol City og Norwich City í ensku B-deildinni klukkan 12.20. Kanarífuglarnir féllu úr ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð og stefna eflaust upp á nýjan leik. Bristol er alltaf nálægt því að komast í umspil en nær aldrei að klára dæmið. Breytist það í dag? Klukkan 15.05 er leikur Athletic Bilbao og Sevilla í spænsku úrvalsdeildinni. Að honum loknum er komið að ævintýrum Luis Suarez og Diego Costa með Atletico Madrid en lið þeirra heimsækir Osasuna kl. 17.20. Svo förum við til Ítalíu þar sem við sjáum leik Bologna og Cagliari. Golfstöðin Klukkan 10.00 hefst bein útsending frá Aphrodite Hills Cyprus Open-mótinu en það er hluti af Evrópumótaröðinni. Stendur það yfir til 14.35. Klukkan 16.00 hefst svo Bermuda Championship-mótið sem er hluti af PGA-mótaröðinni. Hér má sjá dagskrá Stöðvar 2 Sport og hliðarrása í dag. Hér má sjá hvað er framundan í beinni. Fótbolti Enski boltinn Ítalski boltinn Spænski boltinn Golf Mest lesið Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Körfubolti Hafþór Júlíus keppir á móti í Síberíu Sport Stórefast um framtíð íslenska körfuboltans ef ekkert verði gert Körfubolti Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Enski boltinn Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Enski boltinn Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Skoraði Messi þá ólöglegt mark í úrslitaleik HM í Katar? Fótbolti Sjáðu Körfuknattleiksþingið í beinni Körfubolti „Hefur verið draumur minn síðan ég var lítill“ Handbolti Liðsfélaga landsliðsfyrirliðans var ekki hleypt inn í landið Fótbolti Fleiri fréttir Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Guardiola: „Ég hlusta á allt sem fólk segir um mig, passið ykkur“ Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn „Viljum klára það eins fljótt og hægt er“ Sjáðu Körfuknattleiksþingið í beinni Aron verður heldur ekki með í dag Justin Thomas jafnaði vallarmetið á öðrum degi Players Skoraði Messi þá ólöglegt mark í úrslitaleik HM í Katar? Stórefast um framtíð íslenska körfuboltans ef ekkert verði gert Guðrún Karítas bætti tvö met tvisvar á sama kvöldinu Liðsfélaga landsliðsfyrirliðans var ekki hleypt inn í landið McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins Hafþór Júlíus keppir á móti í Síberíu „Hefur verið draumur minn síðan ég var lítill“ Dagskráin: Fótbolti, hestar og NBA í dag og kvöld en formúla í nótt Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð „Að fá að gera þetta alla daga er draumur“ Uppgjör: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar björguðu sér á síðustu stundu Víkingskonur síðasta liðið í undanúrslitin „Ég er ánægður en á sama tíma er ég brjálaður“ „Vorum með bakið upp við vegg og urðum að vinna“ Neymar snýr ekki aftur í brasilíska landsliðið Uppgjörið: Keflavík-Stjarnan 107-98 | Keflvíkingar eiga enn von Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Sara Björk og félagar hoppuðu upp í þriðja sætið Liverpool liðin fengu stóru mánaðarverðlaunin í enska Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Blóðguð Glódís Perla fagnaði sigri á móti Sveindísi Donni: Ekki spilað með helmingnum af þessum strákum Kolbeinn mætir ósigruðum kappa Sjá meira
Það er nóg um að vera á Stöð 2 Sport og hliðarrásum í dag. Um að gera að hlýða Víði og koma sér vel fyrir á sófanum og njóta dagsins heima. Við sýnum alls sjö knattspyrnuleiki í beinni útsendingu í dag, frá Englandi, Ítalíu og Spáni. Þá eru tvær beinar útsendingar á Golfstöðinni. Stöð 2 Sport 2 Við hefjum leikinn snemma en klukkan 12.50 hefst útsending frá leik Real Madrid og Huesca. Lærisveinar Zinedine Zidane unnu góðan sigur á Barcelona í síðustu umferð og því ætti smálið Huesca ekki að vera mikil mótstaða, eða hvað? Klukkan 16.50 þá færum við okkur til Ítalíu og fylgjumst með leik Inter Milan og Parma. Heimamenn verða að vinna ætli þeir sér að vera í toppbaráttunni á Ítalíu í vetur. Romelu Lukaku hefur hafið tímabilið af miklum krafti og aldrei að vita nema hann skori eitt eða fleiri mörk í dag. Klukkan 19.50 förum við svo aftur til Spánar og sjáum leik Alavés og Barcelona. Gestirnir frá Katalóníu unnu frábæran sigur á Juventus í Meistaradeild Evrópu í vikunni en þurfa að fara næla í stig heimafyrir. Stöð 2 Sport 4 Fyrir aðdáendur enska boltans sýnum við leik Bristol City og Norwich City í ensku B-deildinni klukkan 12.20. Kanarífuglarnir féllu úr ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð og stefna eflaust upp á nýjan leik. Bristol er alltaf nálægt því að komast í umspil en nær aldrei að klára dæmið. Breytist það í dag? Klukkan 15.05 er leikur Athletic Bilbao og Sevilla í spænsku úrvalsdeildinni. Að honum loknum er komið að ævintýrum Luis Suarez og Diego Costa með Atletico Madrid en lið þeirra heimsækir Osasuna kl. 17.20. Svo förum við til Ítalíu þar sem við sjáum leik Bologna og Cagliari. Golfstöðin Klukkan 10.00 hefst bein útsending frá Aphrodite Hills Cyprus Open-mótinu en það er hluti af Evrópumótaröðinni. Stendur það yfir til 14.35. Klukkan 16.00 hefst svo Bermuda Championship-mótið sem er hluti af PGA-mótaröðinni. Hér má sjá dagskrá Stöðvar 2 Sport og hliðarrása í dag. Hér má sjá hvað er framundan í beinni.
Fótbolti Enski boltinn Ítalski boltinn Spænski boltinn Golf Mest lesið Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Körfubolti Hafþór Júlíus keppir á móti í Síberíu Sport Stórefast um framtíð íslenska körfuboltans ef ekkert verði gert Körfubolti Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Enski boltinn Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Enski boltinn Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Skoraði Messi þá ólöglegt mark í úrslitaleik HM í Katar? Fótbolti Sjáðu Körfuknattleiksþingið í beinni Körfubolti „Hefur verið draumur minn síðan ég var lítill“ Handbolti Liðsfélaga landsliðsfyrirliðans var ekki hleypt inn í landið Fótbolti Fleiri fréttir Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Guardiola: „Ég hlusta á allt sem fólk segir um mig, passið ykkur“ Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn „Viljum klára það eins fljótt og hægt er“ Sjáðu Körfuknattleiksþingið í beinni Aron verður heldur ekki með í dag Justin Thomas jafnaði vallarmetið á öðrum degi Players Skoraði Messi þá ólöglegt mark í úrslitaleik HM í Katar? Stórefast um framtíð íslenska körfuboltans ef ekkert verði gert Guðrún Karítas bætti tvö met tvisvar á sama kvöldinu Liðsfélaga landsliðsfyrirliðans var ekki hleypt inn í landið McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins Hafþór Júlíus keppir á móti í Síberíu „Hefur verið draumur minn síðan ég var lítill“ Dagskráin: Fótbolti, hestar og NBA í dag og kvöld en formúla í nótt Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð „Að fá að gera þetta alla daga er draumur“ Uppgjör: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar björguðu sér á síðustu stundu Víkingskonur síðasta liðið í undanúrslitin „Ég er ánægður en á sama tíma er ég brjálaður“ „Vorum með bakið upp við vegg og urðum að vinna“ Neymar snýr ekki aftur í brasilíska landsliðið Uppgjörið: Keflavík-Stjarnan 107-98 | Keflvíkingar eiga enn von Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Sara Björk og félagar hoppuðu upp í þriðja sætið Liverpool liðin fengu stóru mánaðarverðlaunin í enska Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Blóðguð Glódís Perla fagnaði sigri á móti Sveindísi Donni: Ekki spilað með helmingnum af þessum strákum Kolbeinn mætir ósigruðum kappa Sjá meira