Formaðurinn vill ekki tjá sig um fögnuð Leiknismanna Kolbeinn Tumi Daðason og Ísak Hallmundarson skrifa 31. október 2020 14:17 Ekki virðist hafa verið gætt að tveggja metra reglu og grímuskyldu í búningsklefa Leiknis í gær. vísir/skjáskot Leiknir Reykjavík er komið upp í Pepsi Max deildina 2021 eftir að KSÍ tók ákvörðun um að blása Íslandsmótið í knattspyrnu af í gær, þar sem Leiknir var í öðru sæti þegar einungis tvær umferðir voru eftir af mótinu. Leiknismenn voru á æfingu síðdegis í gær um það leyti sem KSÍ greindi frá ákvörðun sinni í kjölfar hertra aðgerða á landinu vegna kórónuveirunnar, sem tóku gildi á miðnætti. Eftir æfingu brutust út mikil fagnaðarlæti þegar leikmenn fengu fréttirnar að þeir væru komnir í efstu deild. Tveggja metra reglan er tekin alla leið í Breiðholtinu. Reyndar tóku þeir fjögurra metra reglu King Mæk alvarlega líka. pic.twitter.com/PkOvNW0aGT— Kristján Óli Sigurðsson (@kristjanoli) October 30, 2020 Kristján Óli Sigurðsson, einn þáttastjórnenda í hlaðvarpsþættinum Dr. Football, birtir mynd á Twitter úr búningsklefanum og bendir á að þar hafi tveggja metra regla ekki verið virt. Fyrr í dag kom fram í frétt á Vísi að leikmenn og starfsmenn meistaraflokks Vals í knattspyrnu hafi fagnað Íslandsmeistaratitli sínum í Fjósinu, félagsheimili félagsins, í gærkvöldi. Svo virðist sem reglur um samkomubann hafi gleymst í fögnuði Valsmanna þar sem staðið var á stólum og sungið. Formaður Vals vissi ekki af hittingnum og sagði hann ekki í anda félagsins. Fögnuður Leiknismanna í klefanum var þó ekki skipulagður fögnuður heldur var myndin eins og áður segir tekin í búningsklefa eftir æfingu, en á myndinni má telja 21 leikmann. Þá eru engar grímur á andlitum leikmanna. Íþróttadeild barst myndband úr félagsheimili Leiknismanna í gær þar sem kampavíni eða freyðivíni er sprautað af svölum í heimilinu. Íþróttadeild náði tali af Oscari Clausen, formanni Leiknis, en hann vildi ekki tjá sig um fögnuð Breiðhyltinga. Leiknir Reykjavík Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Pepsi Max-deild karla Samkomubann á Íslandi Reykjavík Tengdar fréttir Þórólfur um fögnuð Valsmanna: Hópsýkingar geti komið upp við slíkar aðstæður „Mér finnst leitt að heyra að menn séu ekki að vanda sig meira,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir, í um Íslandsmeistarafögnuð Valsmanna í gærkvöldi. 31. október 2020 11:37 Umdeildur fögnuður Valsmanna ekki með blessun formanns Leikmenn og starfsmenn meistaraflokks Vals í knattspyrnu fögnuðu Íslandsmeistaratitli sínum í Fjósinu, félagsheimili félagsins, í gærkvöldi. Svo virðist sem reglur um samkomubann hafi gleymst í fögnuði Valsmanna þar sem staðið var á stólum og sungið. Formaður Vals vissi ekki af hittingnum og segir hann ekki í anda félagsins. 31. október 2020 10:53 Mest lesið Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fótbolti Fyrrum forkólfar KSÍ á eftir Fjallinu á toppi tekjulistans Sport Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila Handbolti Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Íslenski boltinn Svona er hópur Íslands sem fer á EM Körfubolti Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Enski boltinn Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Fótbolti Hóta að sniðganga NFL leiki vegna karlkyns klappstýra Sport Sá ekki fram á tækifæri hjá Rosenborg og getur ekki hætt að skora fyrir Lyngby Fótbolti Fleiri fréttir Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Sjá meira
Leiknir Reykjavík er komið upp í Pepsi Max deildina 2021 eftir að KSÍ tók ákvörðun um að blása Íslandsmótið í knattspyrnu af í gær, þar sem Leiknir var í öðru sæti þegar einungis tvær umferðir voru eftir af mótinu. Leiknismenn voru á æfingu síðdegis í gær um það leyti sem KSÍ greindi frá ákvörðun sinni í kjölfar hertra aðgerða á landinu vegna kórónuveirunnar, sem tóku gildi á miðnætti. Eftir æfingu brutust út mikil fagnaðarlæti þegar leikmenn fengu fréttirnar að þeir væru komnir í efstu deild. Tveggja metra reglan er tekin alla leið í Breiðholtinu. Reyndar tóku þeir fjögurra metra reglu King Mæk alvarlega líka. pic.twitter.com/PkOvNW0aGT— Kristján Óli Sigurðsson (@kristjanoli) October 30, 2020 Kristján Óli Sigurðsson, einn þáttastjórnenda í hlaðvarpsþættinum Dr. Football, birtir mynd á Twitter úr búningsklefanum og bendir á að þar hafi tveggja metra regla ekki verið virt. Fyrr í dag kom fram í frétt á Vísi að leikmenn og starfsmenn meistaraflokks Vals í knattspyrnu hafi fagnað Íslandsmeistaratitli sínum í Fjósinu, félagsheimili félagsins, í gærkvöldi. Svo virðist sem reglur um samkomubann hafi gleymst í fögnuði Valsmanna þar sem staðið var á stólum og sungið. Formaður Vals vissi ekki af hittingnum og sagði hann ekki í anda félagsins. Fögnuður Leiknismanna í klefanum var þó ekki skipulagður fögnuður heldur var myndin eins og áður segir tekin í búningsklefa eftir æfingu, en á myndinni má telja 21 leikmann. Þá eru engar grímur á andlitum leikmanna. Íþróttadeild barst myndband úr félagsheimili Leiknismanna í gær þar sem kampavíni eða freyðivíni er sprautað af svölum í heimilinu. Íþróttadeild náði tali af Oscari Clausen, formanni Leiknis, en hann vildi ekki tjá sig um fögnuð Breiðhyltinga.
Leiknir Reykjavík Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Pepsi Max-deild karla Samkomubann á Íslandi Reykjavík Tengdar fréttir Þórólfur um fögnuð Valsmanna: Hópsýkingar geti komið upp við slíkar aðstæður „Mér finnst leitt að heyra að menn séu ekki að vanda sig meira,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir, í um Íslandsmeistarafögnuð Valsmanna í gærkvöldi. 31. október 2020 11:37 Umdeildur fögnuður Valsmanna ekki með blessun formanns Leikmenn og starfsmenn meistaraflokks Vals í knattspyrnu fögnuðu Íslandsmeistaratitli sínum í Fjósinu, félagsheimili félagsins, í gærkvöldi. Svo virðist sem reglur um samkomubann hafi gleymst í fögnuði Valsmanna þar sem staðið var á stólum og sungið. Formaður Vals vissi ekki af hittingnum og segir hann ekki í anda félagsins. 31. október 2020 10:53 Mest lesið Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fótbolti Fyrrum forkólfar KSÍ á eftir Fjallinu á toppi tekjulistans Sport Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila Handbolti Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Íslenski boltinn Svona er hópur Íslands sem fer á EM Körfubolti Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Enski boltinn Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Fótbolti Hóta að sniðganga NFL leiki vegna karlkyns klappstýra Sport Sá ekki fram á tækifæri hjá Rosenborg og getur ekki hætt að skora fyrir Lyngby Fótbolti Fleiri fréttir Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Sjá meira
Þórólfur um fögnuð Valsmanna: Hópsýkingar geti komið upp við slíkar aðstæður „Mér finnst leitt að heyra að menn séu ekki að vanda sig meira,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir, í um Íslandsmeistarafögnuð Valsmanna í gærkvöldi. 31. október 2020 11:37
Umdeildur fögnuður Valsmanna ekki með blessun formanns Leikmenn og starfsmenn meistaraflokks Vals í knattspyrnu fögnuðu Íslandsmeistaratitli sínum í Fjósinu, félagsheimili félagsins, í gærkvöldi. Svo virðist sem reglur um samkomubann hafi gleymst í fögnuði Valsmanna þar sem staðið var á stólum og sungið. Formaður Vals vissi ekki af hittingnum og segir hann ekki í anda félagsins. 31. október 2020 10:53