Fram og Magni taka undir með KR Ísak Hallmundarson skrifar 31. október 2020 16:22 Framarar vilja leita réttar síns. Fram.is Stjórnir knattspyrnudeilda Fram og Magna hafa sent frá sér yfirlýsingu og líst yfir óánægju með ákvörðun KSÍ frá því í gær um að aflýsa mótinu. Ákvörðunin þýðir það að Fram fær ekki tækifæri til að komast upp í efstu deild og Magni fellur niður í 2. deild, en bæði lið léku í Lengjudeildinni í sumar. Fram var með jafnmörg stig og Leiknir sem fór upp um deild og Magni með jafnmörg stig og Þróttur sem hélt sæti sínu í deildinni, en markatala var látin ráða úrslitum í báðum tilvikum. Framarar senda frá sér yfirlýsingu og vilja láta reyna á að fjölga liðum í efstu og næstefstu deild á næsta ári í ljósi aðstæðna: Knattspyrnudeild Fram harmar ákvörðun stjórnar KSÍ um að ljúka deildarkeppni í Lengjudeildinni áður en keppnistímabilinu er lokið. Knattspyrnudeild Fram gerir athugasemd við að stjórn KSÍ hafi heimild til að ákveða að Leiknir Reykjavík skuli hljóta sæti í úrvaldsdeild á næsta tímabili. Í reglugerð sem stjórn KSÍ byggir á segir að við ákvörðun um endanlega niðurröðun ráði: „meðalfjöldi stiga hvers liðs fyrir sig í hverjum leik sem það hefur lokið á þeim degi þegar móti er aflýst“. Fram og Leiknir voru með sama meðalfjölda stiga er mótinu var aflýst. Samkvæmt skýru orðalagi reglugerðarinnar eru félögin því jafnstæð og sama má segja um þrjú neðstu lið deildarinnar. Ákvörðun stjórnar KSÍ er því markleysa enda í andstöðu við reglugerð KSÍ. Jafnframt er gerður fyrirvari um heimild stjórnar KSÍ um setningu reglugerðarinnar í júlí 2020. Þegar uppi eru sérstakar aðstæður sem þessar verður að taka tillit til þeirrar stöðu sem uppi er og leysa mál á sem sanngjarnastan og eðlilegastan hátt. Það mætti t.d. láta reyna á að fjölga liðum í efstu deild og næst efstu deild á næsta keppnistímabili vegna þeirra aðstæðna sem eru uppi. Knattspyrnudeild Fram íhugar að láta reyna á réttarstöðu sína fyrir viðkomandi úrlausnaraðilum. Stjórn Knattspyrnudeildar Fram Á meðan segist stjórn Íþróttafélagsins Magna taka undir málflutning og málatilbúnað KR og vonar að ákvörðun um að ljúka mótinu með þessum hætti verði felld úr gildi. Stjórn Íþróttafélagsins Magna á Grenivík harmar þá ákvörðun stjórnar KSÍ, dags. 30. október 2020, að hætta keppni í Íslandsmótum-og bikarkeppni KSÍ. Að mati stjórnar Magna hefur stjórn KSÍ ekki haft heildarhagsmuni íslenskrar knattspyrnu í huga, sem henni þó ber, og ákvörðunin því sem slík andstæð hlutverki stjórnar KSÍ. Stjórn Magna lýsir yfir stuðningi við þann málflutning og málatilbúnað sem stjórn knattspyrnudeildar KR hefur haft uppi undanfarna daga og styður ennfremur þá ákvörðun KR að vísa ákvörðun stjórnar KSÍ til áfrýjunardómstóls sambandsins. Líkt og KR, telur Magni verulegan vafa leika á því hvort ákvörðun stjórnar KSÍ standist lög sambandsins og leyfir sér að vona að áfrýjunardómstóll sambandsins felli ákvörðunina úr gildi. Stjórn Íþróttafélagsins Magna Lengjudeildin Fram Tengdar fréttir „Auðvitað munu alltaf einhverjir sitja eftir með sárt ennið“ KSÍ tók þá erfiðu ákvörðun í gær að flauta af Íslandsmótið í knattspyrnu og láta núverandi stöðutöflur gilda. Sú ákvörðun kemur sér misvel fyrir knattspyrnulið á Íslandi, sum þeirra njóta góðs af á meðan önnur sem sáu fram á að bæta stöðu sína með góðum lokaspretti sitja eftir í súpunni. 31. október 2020 10:12 KR ætlar að áfrýja ákvörðun KSÍ Stjórn Knattspyrnudeildar KR hefur ákveðið að áfrýja ákvörðun KSÍ um að hætta keppni í Íslandsmótinu í knattspyrnu og láta núverandi stöðutöflu gilda. KR er það lið í Pepsi Max deildinni sem fer hvað verst út úr ákvörðuninni, enda þýðir hún að liðið muni ekki leika í Evrópukeppni næsta tímabil. 31. október 2020 13:16 Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Leik lokið: Ísland - Ítalía 71-95 | Ítalir ekki í vandræðum þrátt fyrir fjarveru lykilmanna Körfubolti McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Ísland tapaði með minnsta mun Handbolti Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Fleiri fréttir Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Sjá meira
Stjórnir knattspyrnudeilda Fram og Magna hafa sent frá sér yfirlýsingu og líst yfir óánægju með ákvörðun KSÍ frá því í gær um að aflýsa mótinu. Ákvörðunin þýðir það að Fram fær ekki tækifæri til að komast upp í efstu deild og Magni fellur niður í 2. deild, en bæði lið léku í Lengjudeildinni í sumar. Fram var með jafnmörg stig og Leiknir sem fór upp um deild og Magni með jafnmörg stig og Þróttur sem hélt sæti sínu í deildinni, en markatala var látin ráða úrslitum í báðum tilvikum. Framarar senda frá sér yfirlýsingu og vilja láta reyna á að fjölga liðum í efstu og næstefstu deild á næsta ári í ljósi aðstæðna: Knattspyrnudeild Fram harmar ákvörðun stjórnar KSÍ um að ljúka deildarkeppni í Lengjudeildinni áður en keppnistímabilinu er lokið. Knattspyrnudeild Fram gerir athugasemd við að stjórn KSÍ hafi heimild til að ákveða að Leiknir Reykjavík skuli hljóta sæti í úrvaldsdeild á næsta tímabili. Í reglugerð sem stjórn KSÍ byggir á segir að við ákvörðun um endanlega niðurröðun ráði: „meðalfjöldi stiga hvers liðs fyrir sig í hverjum leik sem það hefur lokið á þeim degi þegar móti er aflýst“. Fram og Leiknir voru með sama meðalfjölda stiga er mótinu var aflýst. Samkvæmt skýru orðalagi reglugerðarinnar eru félögin því jafnstæð og sama má segja um þrjú neðstu lið deildarinnar. Ákvörðun stjórnar KSÍ er því markleysa enda í andstöðu við reglugerð KSÍ. Jafnframt er gerður fyrirvari um heimild stjórnar KSÍ um setningu reglugerðarinnar í júlí 2020. Þegar uppi eru sérstakar aðstæður sem þessar verður að taka tillit til þeirrar stöðu sem uppi er og leysa mál á sem sanngjarnastan og eðlilegastan hátt. Það mætti t.d. láta reyna á að fjölga liðum í efstu deild og næst efstu deild á næsta keppnistímabili vegna þeirra aðstæðna sem eru uppi. Knattspyrnudeild Fram íhugar að láta reyna á réttarstöðu sína fyrir viðkomandi úrlausnaraðilum. Stjórn Knattspyrnudeildar Fram Á meðan segist stjórn Íþróttafélagsins Magna taka undir málflutning og málatilbúnað KR og vonar að ákvörðun um að ljúka mótinu með þessum hætti verði felld úr gildi. Stjórn Íþróttafélagsins Magna á Grenivík harmar þá ákvörðun stjórnar KSÍ, dags. 30. október 2020, að hætta keppni í Íslandsmótum-og bikarkeppni KSÍ. Að mati stjórnar Magna hefur stjórn KSÍ ekki haft heildarhagsmuni íslenskrar knattspyrnu í huga, sem henni þó ber, og ákvörðunin því sem slík andstæð hlutverki stjórnar KSÍ. Stjórn Magna lýsir yfir stuðningi við þann málflutning og málatilbúnað sem stjórn knattspyrnudeildar KR hefur haft uppi undanfarna daga og styður ennfremur þá ákvörðun KR að vísa ákvörðun stjórnar KSÍ til áfrýjunardómstóls sambandsins. Líkt og KR, telur Magni verulegan vafa leika á því hvort ákvörðun stjórnar KSÍ standist lög sambandsins og leyfir sér að vona að áfrýjunardómstóll sambandsins felli ákvörðunina úr gildi. Stjórn Íþróttafélagsins Magna
Knattspyrnudeild Fram harmar ákvörðun stjórnar KSÍ um að ljúka deildarkeppni í Lengjudeildinni áður en keppnistímabilinu er lokið. Knattspyrnudeild Fram gerir athugasemd við að stjórn KSÍ hafi heimild til að ákveða að Leiknir Reykjavík skuli hljóta sæti í úrvaldsdeild á næsta tímabili. Í reglugerð sem stjórn KSÍ byggir á segir að við ákvörðun um endanlega niðurröðun ráði: „meðalfjöldi stiga hvers liðs fyrir sig í hverjum leik sem það hefur lokið á þeim degi þegar móti er aflýst“. Fram og Leiknir voru með sama meðalfjölda stiga er mótinu var aflýst. Samkvæmt skýru orðalagi reglugerðarinnar eru félögin því jafnstæð og sama má segja um þrjú neðstu lið deildarinnar. Ákvörðun stjórnar KSÍ er því markleysa enda í andstöðu við reglugerð KSÍ. Jafnframt er gerður fyrirvari um heimild stjórnar KSÍ um setningu reglugerðarinnar í júlí 2020. Þegar uppi eru sérstakar aðstæður sem þessar verður að taka tillit til þeirrar stöðu sem uppi er og leysa mál á sem sanngjarnastan og eðlilegastan hátt. Það mætti t.d. láta reyna á að fjölga liðum í efstu deild og næst efstu deild á næsta keppnistímabili vegna þeirra aðstæðna sem eru uppi. Knattspyrnudeild Fram íhugar að láta reyna á réttarstöðu sína fyrir viðkomandi úrlausnaraðilum. Stjórn Knattspyrnudeildar Fram
Stjórn Íþróttafélagsins Magna á Grenivík harmar þá ákvörðun stjórnar KSÍ, dags. 30. október 2020, að hætta keppni í Íslandsmótum-og bikarkeppni KSÍ. Að mati stjórnar Magna hefur stjórn KSÍ ekki haft heildarhagsmuni íslenskrar knattspyrnu í huga, sem henni þó ber, og ákvörðunin því sem slík andstæð hlutverki stjórnar KSÍ. Stjórn Magna lýsir yfir stuðningi við þann málflutning og málatilbúnað sem stjórn knattspyrnudeildar KR hefur haft uppi undanfarna daga og styður ennfremur þá ákvörðun KR að vísa ákvörðun stjórnar KSÍ til áfrýjunardómstóls sambandsins. Líkt og KR, telur Magni verulegan vafa leika á því hvort ákvörðun stjórnar KSÍ standist lög sambandsins og leyfir sér að vona að áfrýjunardómstóll sambandsins felli ákvörðunina úr gildi. Stjórn Íþróttafélagsins Magna
Lengjudeildin Fram Tengdar fréttir „Auðvitað munu alltaf einhverjir sitja eftir með sárt ennið“ KSÍ tók þá erfiðu ákvörðun í gær að flauta af Íslandsmótið í knattspyrnu og láta núverandi stöðutöflur gilda. Sú ákvörðun kemur sér misvel fyrir knattspyrnulið á Íslandi, sum þeirra njóta góðs af á meðan önnur sem sáu fram á að bæta stöðu sína með góðum lokaspretti sitja eftir í súpunni. 31. október 2020 10:12 KR ætlar að áfrýja ákvörðun KSÍ Stjórn Knattspyrnudeildar KR hefur ákveðið að áfrýja ákvörðun KSÍ um að hætta keppni í Íslandsmótinu í knattspyrnu og láta núverandi stöðutöflu gilda. KR er það lið í Pepsi Max deildinni sem fer hvað verst út úr ákvörðuninni, enda þýðir hún að liðið muni ekki leika í Evrópukeppni næsta tímabil. 31. október 2020 13:16 Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Leik lokið: Ísland - Ítalía 71-95 | Ítalir ekki í vandræðum þrátt fyrir fjarveru lykilmanna Körfubolti McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Ísland tapaði með minnsta mun Handbolti Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Fleiri fréttir Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Sjá meira
„Auðvitað munu alltaf einhverjir sitja eftir með sárt ennið“ KSÍ tók þá erfiðu ákvörðun í gær að flauta af Íslandsmótið í knattspyrnu og láta núverandi stöðutöflur gilda. Sú ákvörðun kemur sér misvel fyrir knattspyrnulið á Íslandi, sum þeirra njóta góðs af á meðan önnur sem sáu fram á að bæta stöðu sína með góðum lokaspretti sitja eftir í súpunni. 31. október 2020 10:12
KR ætlar að áfrýja ákvörðun KSÍ Stjórn Knattspyrnudeildar KR hefur ákveðið að áfrýja ákvörðun KSÍ um að hætta keppni í Íslandsmótinu í knattspyrnu og láta núverandi stöðutöflu gilda. KR er það lið í Pepsi Max deildinni sem fer hvað verst út úr ákvörðuninni, enda þýðir hún að liðið muni ekki leika í Evrópukeppni næsta tímabil. 31. október 2020 13:16
Leik lokið: Ísland - Ítalía 71-95 | Ítalir ekki í vandræðum þrátt fyrir fjarveru lykilmanna Körfubolti
Leik lokið: Ísland - Ítalía 71-95 | Ítalir ekki í vandræðum þrátt fyrir fjarveru lykilmanna Körfubolti