Veitti sitt fyrsta viðtal eftir hvarfið og sagðist saklaus Sylvía Hall skrifar 31. október 2020 21:58 Anne-Elisabeth Hagen hvarf af heimili sínu og eiginmanns síns, Tom Hagen, 31. október 2018. Rannsókn málsins teygir anga sína víða og náði óvæntum vendipunkti í gær, þegar Tom Hagen var handtekinn. Samsett/EPA Tvö ár eru liðin frá hvarfi Anne-Elisabeth Hagen, eiginkonu norska auðkýfingsins Tom Hagen, sem hvarf af heimili þeirra í Lorenskógi í Noregi þann 31. október árið 2018. Tom veitti sitt fyrsta viðtal vegna málsins af því tilefni og var það sýnt í norska ríkissjónvarpinu í kvöld. Í viðtalinu segir Tom það vera þungt að sitja undir ásökunum um að hafa myrt eiginkonu sína til fimmtíu ára. „Ég hef ekkert að játa,“ sagði Tom þegar fréttamaður spurði hann hvort hann hefði haft aðkomu að hvarfi eða morði eiginkonu sinnar. Hann fór yfir þeirra fyrstu kynni, en þau kynntust á námsárum sínum í keilusal og segir Tom þau hafa smollið saman um leið. Það sé erfitt að vera einn núna eftir að hafa eytt nánast öllu lífi sínu með eiginkonunni. Anne-Elisabeth Falkevik Hagen hvarf af heimili þeirra hjóna þann 31. október 2018. Þau höfðu verið gift í 49 ár.AP Trúir því að almenningur búi yfir upplýsingum Aðspurður hvers vegna hann ákvað að veita viðtal sagðist Tom hafa gert það vegna þess að hann trúir því að einhver búi yfir upplýsingum um hvarf eiginkonu sinnar. Sjálfur hefur hann stöðu grunaðs í málinu en segir það fráleitt. Þrátt fyrir að vera einn af ríkustu mönnum Noregs var Tom Hagen tiltölulega óþekktur fram til ársins 2018. EPA Tom var settur í gæsluvarðhald fyrr á árinu en var sleppt eftir að Hæstiréttur Noregs hafnaði framlengingu. Neðra dómstig úrskurðaði að Hagen skyldi sleppt vegna skorts á sönnunargögnum. Meðal sönnunargagna í málinu eru skilnaðarpappírar sem fundust á heimili þeirra hjóna. Voru þeir taldir ýta undir þá kenningu að Anne-Elisabeth vildi skilja við Tom, en aðeins hún hafði undirritað pappírana. Tom segir hjónabandið hafa verið sterkt, en þau hafi skiljanlega upplifað erfiðleika eins og önnur hjón. „Hjónaband sem hefur varað í um það bil fimmtíu ár, það eru ekki margir sem hafa upplifað það. Þau sem hafa upplifað það vita að lífið er upp og niður. Ég og Lisbeth töldum okkur eiga gott hjónaband. En það hafa verið áskoranir, eins og hjá öllum. Það er ekkert til þess að leyna.“ Ósanngjarn kaupmáli Greint var frá því í sumar að Tom sagðist hafa orðið hræddur um að honum yrði úthýst af heimili sínu og eiginkonu sinnar á tíunda áratug síðustu aldar. Hann hafi þess vegna fengið kaupmála þeirra hjóna breytt og látið skrá húsið alfarið á sitt nafn. Lögfræðingar í Noregi hafa bent á að kaupmálinn hafi verið svo ósanngjarn að hann hefði varla haldið gildi sínu. Við skilnað ætti Anne-Elisabeth þannig tilkall til mun umfangsmeiri eigna en kveður á um í kaupmálanum. Í viðtalinu segir Tom kaupmálabreytinguna hafa verið gerða árið 1993 þegar þau hjónin gengu í gegnum erfiða tíma í hjónabandi sínu. Breytingin hafi aldrei komið til tals eftir það, en Anne-Elisabeth hafi þó alla tíð vitað af breytingunni. Hann segist vona að upplýsingar komi fram í kjölfar viðtalsins sem geti hjálpað til við rannsókn málsins. Sjálfum þyki honum erfitt að vera málaður upp sem morðingi í fjölmiðlum. Anne-Elisabeth Hagen Noregur Tengdar fréttir Lýsa eftir dularfullum bíl á ferð morguninn sem Anne-Elisabeth hvarf Lögregla í Noregi lýsir nú eftir dularfullum bíl sem ekið var eftir göngustíg í grennd við heimili Anne-Elisabeth Hagen og eiginmanns hennar stuttu áður en hún hvarf. 21. október 2020 17:02 Ættingi Tom Hagen ákærður fyrir afskipti af framburði vitnis Lögreglan í Lørenskog hefur grun um að ættingi norska auðkýfingsins Tom Hagen hafi reynt að hafa áhrif á vitnisburð eins vitnis í rannsókn lögreglunnar á hvarfi Anne-Elisabeth Hagen. 3. október 2020 21:59 Lögregla sneri aftur að heimili Hagen-hjónanna Lögregla í Noregi hélt áfram rannsókn á heimili hjónanna Tom og Anne-Elisabeth Hagen í Lørenskog í morgun. 3. september 2020 16:56 Síðasta símtalið var við soninn Anne-Elisabeth Hagen hringdi í son sinn að morgni 31. október 2018. 30. júní 2020 23:27 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Fleiri fréttir Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Sjá meira
Tvö ár eru liðin frá hvarfi Anne-Elisabeth Hagen, eiginkonu norska auðkýfingsins Tom Hagen, sem hvarf af heimili þeirra í Lorenskógi í Noregi þann 31. október árið 2018. Tom veitti sitt fyrsta viðtal vegna málsins af því tilefni og var það sýnt í norska ríkissjónvarpinu í kvöld. Í viðtalinu segir Tom það vera þungt að sitja undir ásökunum um að hafa myrt eiginkonu sína til fimmtíu ára. „Ég hef ekkert að játa,“ sagði Tom þegar fréttamaður spurði hann hvort hann hefði haft aðkomu að hvarfi eða morði eiginkonu sinnar. Hann fór yfir þeirra fyrstu kynni, en þau kynntust á námsárum sínum í keilusal og segir Tom þau hafa smollið saman um leið. Það sé erfitt að vera einn núna eftir að hafa eytt nánast öllu lífi sínu með eiginkonunni. Anne-Elisabeth Falkevik Hagen hvarf af heimili þeirra hjóna þann 31. október 2018. Þau höfðu verið gift í 49 ár.AP Trúir því að almenningur búi yfir upplýsingum Aðspurður hvers vegna hann ákvað að veita viðtal sagðist Tom hafa gert það vegna þess að hann trúir því að einhver búi yfir upplýsingum um hvarf eiginkonu sinnar. Sjálfur hefur hann stöðu grunaðs í málinu en segir það fráleitt. Þrátt fyrir að vera einn af ríkustu mönnum Noregs var Tom Hagen tiltölulega óþekktur fram til ársins 2018. EPA Tom var settur í gæsluvarðhald fyrr á árinu en var sleppt eftir að Hæstiréttur Noregs hafnaði framlengingu. Neðra dómstig úrskurðaði að Hagen skyldi sleppt vegna skorts á sönnunargögnum. Meðal sönnunargagna í málinu eru skilnaðarpappírar sem fundust á heimili þeirra hjóna. Voru þeir taldir ýta undir þá kenningu að Anne-Elisabeth vildi skilja við Tom, en aðeins hún hafði undirritað pappírana. Tom segir hjónabandið hafa verið sterkt, en þau hafi skiljanlega upplifað erfiðleika eins og önnur hjón. „Hjónaband sem hefur varað í um það bil fimmtíu ár, það eru ekki margir sem hafa upplifað það. Þau sem hafa upplifað það vita að lífið er upp og niður. Ég og Lisbeth töldum okkur eiga gott hjónaband. En það hafa verið áskoranir, eins og hjá öllum. Það er ekkert til þess að leyna.“ Ósanngjarn kaupmáli Greint var frá því í sumar að Tom sagðist hafa orðið hræddur um að honum yrði úthýst af heimili sínu og eiginkonu sinnar á tíunda áratug síðustu aldar. Hann hafi þess vegna fengið kaupmála þeirra hjóna breytt og látið skrá húsið alfarið á sitt nafn. Lögfræðingar í Noregi hafa bent á að kaupmálinn hafi verið svo ósanngjarn að hann hefði varla haldið gildi sínu. Við skilnað ætti Anne-Elisabeth þannig tilkall til mun umfangsmeiri eigna en kveður á um í kaupmálanum. Í viðtalinu segir Tom kaupmálabreytinguna hafa verið gerða árið 1993 þegar þau hjónin gengu í gegnum erfiða tíma í hjónabandi sínu. Breytingin hafi aldrei komið til tals eftir það, en Anne-Elisabeth hafi þó alla tíð vitað af breytingunni. Hann segist vona að upplýsingar komi fram í kjölfar viðtalsins sem geti hjálpað til við rannsókn málsins. Sjálfum þyki honum erfitt að vera málaður upp sem morðingi í fjölmiðlum.
Anne-Elisabeth Hagen Noregur Tengdar fréttir Lýsa eftir dularfullum bíl á ferð morguninn sem Anne-Elisabeth hvarf Lögregla í Noregi lýsir nú eftir dularfullum bíl sem ekið var eftir göngustíg í grennd við heimili Anne-Elisabeth Hagen og eiginmanns hennar stuttu áður en hún hvarf. 21. október 2020 17:02 Ættingi Tom Hagen ákærður fyrir afskipti af framburði vitnis Lögreglan í Lørenskog hefur grun um að ættingi norska auðkýfingsins Tom Hagen hafi reynt að hafa áhrif á vitnisburð eins vitnis í rannsókn lögreglunnar á hvarfi Anne-Elisabeth Hagen. 3. október 2020 21:59 Lögregla sneri aftur að heimili Hagen-hjónanna Lögregla í Noregi hélt áfram rannsókn á heimili hjónanna Tom og Anne-Elisabeth Hagen í Lørenskog í morgun. 3. september 2020 16:56 Síðasta símtalið var við soninn Anne-Elisabeth Hagen hringdi í son sinn að morgni 31. október 2018. 30. júní 2020 23:27 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Fleiri fréttir Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Sjá meira
Lýsa eftir dularfullum bíl á ferð morguninn sem Anne-Elisabeth hvarf Lögregla í Noregi lýsir nú eftir dularfullum bíl sem ekið var eftir göngustíg í grennd við heimili Anne-Elisabeth Hagen og eiginmanns hennar stuttu áður en hún hvarf. 21. október 2020 17:02
Ættingi Tom Hagen ákærður fyrir afskipti af framburði vitnis Lögreglan í Lørenskog hefur grun um að ættingi norska auðkýfingsins Tom Hagen hafi reynt að hafa áhrif á vitnisburð eins vitnis í rannsókn lögreglunnar á hvarfi Anne-Elisabeth Hagen. 3. október 2020 21:59
Lögregla sneri aftur að heimili Hagen-hjónanna Lögregla í Noregi hélt áfram rannsókn á heimili hjónanna Tom og Anne-Elisabeth Hagen í Lørenskog í morgun. 3. september 2020 16:56
Síðasta símtalið var við soninn Anne-Elisabeth Hagen hringdi í son sinn að morgni 31. október 2018. 30. júní 2020 23:27