Veitti sitt fyrsta viðtal eftir hvarfið og sagðist saklaus Sylvía Hall skrifar 31. október 2020 21:58 Anne-Elisabeth Hagen hvarf af heimili sínu og eiginmanns síns, Tom Hagen, 31. október 2018. Rannsókn málsins teygir anga sína víða og náði óvæntum vendipunkti í gær, þegar Tom Hagen var handtekinn. Samsett/EPA Tvö ár eru liðin frá hvarfi Anne-Elisabeth Hagen, eiginkonu norska auðkýfingsins Tom Hagen, sem hvarf af heimili þeirra í Lorenskógi í Noregi þann 31. október árið 2018. Tom veitti sitt fyrsta viðtal vegna málsins af því tilefni og var það sýnt í norska ríkissjónvarpinu í kvöld. Í viðtalinu segir Tom það vera þungt að sitja undir ásökunum um að hafa myrt eiginkonu sína til fimmtíu ára. „Ég hef ekkert að játa,“ sagði Tom þegar fréttamaður spurði hann hvort hann hefði haft aðkomu að hvarfi eða morði eiginkonu sinnar. Hann fór yfir þeirra fyrstu kynni, en þau kynntust á námsárum sínum í keilusal og segir Tom þau hafa smollið saman um leið. Það sé erfitt að vera einn núna eftir að hafa eytt nánast öllu lífi sínu með eiginkonunni. Anne-Elisabeth Falkevik Hagen hvarf af heimili þeirra hjóna þann 31. október 2018. Þau höfðu verið gift í 49 ár.AP Trúir því að almenningur búi yfir upplýsingum Aðspurður hvers vegna hann ákvað að veita viðtal sagðist Tom hafa gert það vegna þess að hann trúir því að einhver búi yfir upplýsingum um hvarf eiginkonu sinnar. Sjálfur hefur hann stöðu grunaðs í málinu en segir það fráleitt. Þrátt fyrir að vera einn af ríkustu mönnum Noregs var Tom Hagen tiltölulega óþekktur fram til ársins 2018. EPA Tom var settur í gæsluvarðhald fyrr á árinu en var sleppt eftir að Hæstiréttur Noregs hafnaði framlengingu. Neðra dómstig úrskurðaði að Hagen skyldi sleppt vegna skorts á sönnunargögnum. Meðal sönnunargagna í málinu eru skilnaðarpappírar sem fundust á heimili þeirra hjóna. Voru þeir taldir ýta undir þá kenningu að Anne-Elisabeth vildi skilja við Tom, en aðeins hún hafði undirritað pappírana. Tom segir hjónabandið hafa verið sterkt, en þau hafi skiljanlega upplifað erfiðleika eins og önnur hjón. „Hjónaband sem hefur varað í um það bil fimmtíu ár, það eru ekki margir sem hafa upplifað það. Þau sem hafa upplifað það vita að lífið er upp og niður. Ég og Lisbeth töldum okkur eiga gott hjónaband. En það hafa verið áskoranir, eins og hjá öllum. Það er ekkert til þess að leyna.“ Ósanngjarn kaupmáli Greint var frá því í sumar að Tom sagðist hafa orðið hræddur um að honum yrði úthýst af heimili sínu og eiginkonu sinnar á tíunda áratug síðustu aldar. Hann hafi þess vegna fengið kaupmála þeirra hjóna breytt og látið skrá húsið alfarið á sitt nafn. Lögfræðingar í Noregi hafa bent á að kaupmálinn hafi verið svo ósanngjarn að hann hefði varla haldið gildi sínu. Við skilnað ætti Anne-Elisabeth þannig tilkall til mun umfangsmeiri eigna en kveður á um í kaupmálanum. Í viðtalinu segir Tom kaupmálabreytinguna hafa verið gerða árið 1993 þegar þau hjónin gengu í gegnum erfiða tíma í hjónabandi sínu. Breytingin hafi aldrei komið til tals eftir það, en Anne-Elisabeth hafi þó alla tíð vitað af breytingunni. Hann segist vona að upplýsingar komi fram í kjölfar viðtalsins sem geti hjálpað til við rannsókn málsins. Sjálfum þyki honum erfitt að vera málaður upp sem morðingi í fjölmiðlum. Anne-Elisabeth Hagen Noregur Tengdar fréttir Lýsa eftir dularfullum bíl á ferð morguninn sem Anne-Elisabeth hvarf Lögregla í Noregi lýsir nú eftir dularfullum bíl sem ekið var eftir göngustíg í grennd við heimili Anne-Elisabeth Hagen og eiginmanns hennar stuttu áður en hún hvarf. 21. október 2020 17:02 Ættingi Tom Hagen ákærður fyrir afskipti af framburði vitnis Lögreglan í Lørenskog hefur grun um að ættingi norska auðkýfingsins Tom Hagen hafi reynt að hafa áhrif á vitnisburð eins vitnis í rannsókn lögreglunnar á hvarfi Anne-Elisabeth Hagen. 3. október 2020 21:59 Lögregla sneri aftur að heimili Hagen-hjónanna Lögregla í Noregi hélt áfram rannsókn á heimili hjónanna Tom og Anne-Elisabeth Hagen í Lørenskog í morgun. 3. september 2020 16:56 Síðasta símtalið var við soninn Anne-Elisabeth Hagen hringdi í son sinn að morgni 31. október 2018. 30. júní 2020 23:27 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Fleiri fréttir Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Sjá meira
Tvö ár eru liðin frá hvarfi Anne-Elisabeth Hagen, eiginkonu norska auðkýfingsins Tom Hagen, sem hvarf af heimili þeirra í Lorenskógi í Noregi þann 31. október árið 2018. Tom veitti sitt fyrsta viðtal vegna málsins af því tilefni og var það sýnt í norska ríkissjónvarpinu í kvöld. Í viðtalinu segir Tom það vera þungt að sitja undir ásökunum um að hafa myrt eiginkonu sína til fimmtíu ára. „Ég hef ekkert að játa,“ sagði Tom þegar fréttamaður spurði hann hvort hann hefði haft aðkomu að hvarfi eða morði eiginkonu sinnar. Hann fór yfir þeirra fyrstu kynni, en þau kynntust á námsárum sínum í keilusal og segir Tom þau hafa smollið saman um leið. Það sé erfitt að vera einn núna eftir að hafa eytt nánast öllu lífi sínu með eiginkonunni. Anne-Elisabeth Falkevik Hagen hvarf af heimili þeirra hjóna þann 31. október 2018. Þau höfðu verið gift í 49 ár.AP Trúir því að almenningur búi yfir upplýsingum Aðspurður hvers vegna hann ákvað að veita viðtal sagðist Tom hafa gert það vegna þess að hann trúir því að einhver búi yfir upplýsingum um hvarf eiginkonu sinnar. Sjálfur hefur hann stöðu grunaðs í málinu en segir það fráleitt. Þrátt fyrir að vera einn af ríkustu mönnum Noregs var Tom Hagen tiltölulega óþekktur fram til ársins 2018. EPA Tom var settur í gæsluvarðhald fyrr á árinu en var sleppt eftir að Hæstiréttur Noregs hafnaði framlengingu. Neðra dómstig úrskurðaði að Hagen skyldi sleppt vegna skorts á sönnunargögnum. Meðal sönnunargagna í málinu eru skilnaðarpappírar sem fundust á heimili þeirra hjóna. Voru þeir taldir ýta undir þá kenningu að Anne-Elisabeth vildi skilja við Tom, en aðeins hún hafði undirritað pappírana. Tom segir hjónabandið hafa verið sterkt, en þau hafi skiljanlega upplifað erfiðleika eins og önnur hjón. „Hjónaband sem hefur varað í um það bil fimmtíu ár, það eru ekki margir sem hafa upplifað það. Þau sem hafa upplifað það vita að lífið er upp og niður. Ég og Lisbeth töldum okkur eiga gott hjónaband. En það hafa verið áskoranir, eins og hjá öllum. Það er ekkert til þess að leyna.“ Ósanngjarn kaupmáli Greint var frá því í sumar að Tom sagðist hafa orðið hræddur um að honum yrði úthýst af heimili sínu og eiginkonu sinnar á tíunda áratug síðustu aldar. Hann hafi þess vegna fengið kaupmála þeirra hjóna breytt og látið skrá húsið alfarið á sitt nafn. Lögfræðingar í Noregi hafa bent á að kaupmálinn hafi verið svo ósanngjarn að hann hefði varla haldið gildi sínu. Við skilnað ætti Anne-Elisabeth þannig tilkall til mun umfangsmeiri eigna en kveður á um í kaupmálanum. Í viðtalinu segir Tom kaupmálabreytinguna hafa verið gerða árið 1993 þegar þau hjónin gengu í gegnum erfiða tíma í hjónabandi sínu. Breytingin hafi aldrei komið til tals eftir það, en Anne-Elisabeth hafi þó alla tíð vitað af breytingunni. Hann segist vona að upplýsingar komi fram í kjölfar viðtalsins sem geti hjálpað til við rannsókn málsins. Sjálfum þyki honum erfitt að vera málaður upp sem morðingi í fjölmiðlum.
Anne-Elisabeth Hagen Noregur Tengdar fréttir Lýsa eftir dularfullum bíl á ferð morguninn sem Anne-Elisabeth hvarf Lögregla í Noregi lýsir nú eftir dularfullum bíl sem ekið var eftir göngustíg í grennd við heimili Anne-Elisabeth Hagen og eiginmanns hennar stuttu áður en hún hvarf. 21. október 2020 17:02 Ættingi Tom Hagen ákærður fyrir afskipti af framburði vitnis Lögreglan í Lørenskog hefur grun um að ættingi norska auðkýfingsins Tom Hagen hafi reynt að hafa áhrif á vitnisburð eins vitnis í rannsókn lögreglunnar á hvarfi Anne-Elisabeth Hagen. 3. október 2020 21:59 Lögregla sneri aftur að heimili Hagen-hjónanna Lögregla í Noregi hélt áfram rannsókn á heimili hjónanna Tom og Anne-Elisabeth Hagen í Lørenskog í morgun. 3. september 2020 16:56 Síðasta símtalið var við soninn Anne-Elisabeth Hagen hringdi í son sinn að morgni 31. október 2018. 30. júní 2020 23:27 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Fleiri fréttir Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Sjá meira
Lýsa eftir dularfullum bíl á ferð morguninn sem Anne-Elisabeth hvarf Lögregla í Noregi lýsir nú eftir dularfullum bíl sem ekið var eftir göngustíg í grennd við heimili Anne-Elisabeth Hagen og eiginmanns hennar stuttu áður en hún hvarf. 21. október 2020 17:02
Ættingi Tom Hagen ákærður fyrir afskipti af framburði vitnis Lögreglan í Lørenskog hefur grun um að ættingi norska auðkýfingsins Tom Hagen hafi reynt að hafa áhrif á vitnisburð eins vitnis í rannsókn lögreglunnar á hvarfi Anne-Elisabeth Hagen. 3. október 2020 21:59
Lögregla sneri aftur að heimili Hagen-hjónanna Lögregla í Noregi hélt áfram rannsókn á heimili hjónanna Tom og Anne-Elisabeth Hagen í Lørenskog í morgun. 3. september 2020 16:56
Síðasta símtalið var við soninn Anne-Elisabeth Hagen hringdi í son sinn að morgni 31. október 2018. 30. júní 2020 23:27