Elías Már gæti gefið Hamrén og Frey höfuðverk fyrir næsta landsliðshóp Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. nóvember 2020 08:00 Elías Már fagnar marki fyrr á leiktíðinni en Suðurnesjamaðurinn hefur staðið sig afar vel í hollenska boltanum. Pim Waslander/Soccrates/Getty Images Elías Már Ómarsson hefur farið mikinn það sem af er tímabili í Hollandi. Þar leikur hann með B-deildarliði Excelsior og gengur vel, hefur hann skorað tíu mörk í tíu leikjum til þessa. Þó hann hafi ekki skorað í leik helgarinnar þá hefur myndast sú umræða hvort Elías Már eigi að fá tækifæri með íslenska landsliðinu á nýjan leik. Á fimmtudaginn birti Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke hjá Fótbolti.net samantekt á gengi Kolbeins Sigþórssonar hjá sænska úrvalsdeildarfélaginu AIK. Kolbeinn kom þann sama dag inn á sem varamaður hjá AIK þriðja leikinn í röð. Raunar þarf að fara tvo mánuði aftur í tímann til að finna síðasta leik sem Kolbeinn byrjaði fyrir félagið. Þá þarf að fara aftur næstum ár í tímann, það er 2. nóvember 2019 til að finna síðasta mark Kolbeins fyrir AIK. Eftir innkomu Kolbeins með íslenska landsliðinu gegn Rúmeníu var því velt upp hvort hann væri einfaldlega ekki í nægilega góðu standi. Hann hafi virkað þreyttur og ekki verið líkur sjálfum sér. Með jafn mikilvægan leik og Ungverjaleikinn nú í nóvember – leikurinn sem sker úr um hvort Ísland komist á EM næsta sumar – þá er spurning hvort Erik Hamrén og Freyr Alexandersson geti horft fram hjá leikmönnum sem eru jafn heitir og Elías um þessar mundir. Kolbeinn í leiknum gegn Rúmeníu.Vísir/Vilhelm Sama dag og greinin um Kolbein birtist á Fótbolti.net þá birtist viðtal Hjörvars Ólafssonar við hinn 25 ára gamla Elías Má á Fréttablaðinu. Þar fer Elías yfir gengi sitt til þessa á leiktíðinni. „Það tók við nýr þjálfari um mitt síðasta tímabil og við það breyttist hlutverk mitt hjá liðinu. Ég byrja nær alla leiki uppi á topp sem framherji og svo fer ég vanalega niður í tíuna þegar við skiptum um framherja í miðjum leik. Ég hef leikið alla leiki nema tvo til enda á þessari leiktíð og ég finn fyrir miklu trausti frá þjálfarateyminu. Fæ þá tilfinningu í hverjum leik að það sé stutt í að ég muni skora og það er erfitt að útskýra af hverju sú tilfinning kemur, sagði Elías Már í viðtali við Fréttablaðið. Þar kemur einnig fram að níu af 12 mörkum framherjans á síðustu leiktíð komu eftir að núverandi þjálfari tók við liðinu. „Félagið er þannig rekið að hér eru ungir leikmenn sem fara til stærri félaga þegar það býðst og svo er nokkur velta á lánsmönnum, aðallega úr hollensku efstu deildinni og frá Belgíu," segir framherjinn markheppni um Excelsior. Þá tekur Elías Már fram að samningur sinn renni út næsta sumar og hann stefni á sterkari deild. „Mér líður mjög vel hérna en félagið veit það vel að ég stefni á að spila í sterkari deild á næstu tímabilum. Ég renn út á samningi hér næsta sumar en félagið hefur rétt á því að framlengja samninginn við mig. Þeir vita hins vegar af því eins og áður segir að ég hef hug á því að fara í sterkari deild ef það verður í boði.“ „Eins og alla íslenska knattspyrnumenn dreymir mig um að spila reglulega með landsliðinu. Ég hef hins vegar ekki verið valinn í þó nokkurn tíma og því er þetta ekki eitthvað sem ég er mikið að pæla í þessa stundina. Ef kallið kemur yrði ég auðvitað ofboðslega stoltur og ánægður en á meðan þeir leikmenn sem eru að spila standa sigvel þá er ekki mikil ástæða til þess að breyta,“ sagði Elías Már að lokum um möguleikann á landsliðssæti á næstunni. Má þessi ekkert fara fá tækifæri í landsliðinu? Er það frekja að biðja um það? #fotbolti https://t.co/VAXkd1RKC7— Garðar Örn Arnarson (@gardarorn23) October 23, 2020 Viðtal Elías Más við Fréttablaðið má lesa í heild sinni á vef blaðsins. Elías hefur alls leikið níu landsleiki fyrir íslenska A-landsliðið en hefur ekki enn skorað. Sá síðasti kom árið 2017. Þá á hann að baki 33 landsleiki fyrir yngri lið Íslands, skoraði hann í þeim sjö mörk. Fótbolti Hollenski boltinn Sænski boltinn Mest lesið „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Fótbolti Fékk tilboð sem hann gat ekki hafnað Sport Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Fótbolti Tia-Clair Toomey í sömu sporum og Anníe Mist Sport Fleiri fréttir Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja Sjá meira
Elías Már Ómarsson hefur farið mikinn það sem af er tímabili í Hollandi. Þar leikur hann með B-deildarliði Excelsior og gengur vel, hefur hann skorað tíu mörk í tíu leikjum til þessa. Þó hann hafi ekki skorað í leik helgarinnar þá hefur myndast sú umræða hvort Elías Már eigi að fá tækifæri með íslenska landsliðinu á nýjan leik. Á fimmtudaginn birti Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke hjá Fótbolti.net samantekt á gengi Kolbeins Sigþórssonar hjá sænska úrvalsdeildarfélaginu AIK. Kolbeinn kom þann sama dag inn á sem varamaður hjá AIK þriðja leikinn í röð. Raunar þarf að fara tvo mánuði aftur í tímann til að finna síðasta leik sem Kolbeinn byrjaði fyrir félagið. Þá þarf að fara aftur næstum ár í tímann, það er 2. nóvember 2019 til að finna síðasta mark Kolbeins fyrir AIK. Eftir innkomu Kolbeins með íslenska landsliðinu gegn Rúmeníu var því velt upp hvort hann væri einfaldlega ekki í nægilega góðu standi. Hann hafi virkað þreyttur og ekki verið líkur sjálfum sér. Með jafn mikilvægan leik og Ungverjaleikinn nú í nóvember – leikurinn sem sker úr um hvort Ísland komist á EM næsta sumar – þá er spurning hvort Erik Hamrén og Freyr Alexandersson geti horft fram hjá leikmönnum sem eru jafn heitir og Elías um þessar mundir. Kolbeinn í leiknum gegn Rúmeníu.Vísir/Vilhelm Sama dag og greinin um Kolbein birtist á Fótbolti.net þá birtist viðtal Hjörvars Ólafssonar við hinn 25 ára gamla Elías Má á Fréttablaðinu. Þar fer Elías yfir gengi sitt til þessa á leiktíðinni. „Það tók við nýr þjálfari um mitt síðasta tímabil og við það breyttist hlutverk mitt hjá liðinu. Ég byrja nær alla leiki uppi á topp sem framherji og svo fer ég vanalega niður í tíuna þegar við skiptum um framherja í miðjum leik. Ég hef leikið alla leiki nema tvo til enda á þessari leiktíð og ég finn fyrir miklu trausti frá þjálfarateyminu. Fæ þá tilfinningu í hverjum leik að það sé stutt í að ég muni skora og það er erfitt að útskýra af hverju sú tilfinning kemur, sagði Elías Már í viðtali við Fréttablaðið. Þar kemur einnig fram að níu af 12 mörkum framherjans á síðustu leiktíð komu eftir að núverandi þjálfari tók við liðinu. „Félagið er þannig rekið að hér eru ungir leikmenn sem fara til stærri félaga þegar það býðst og svo er nokkur velta á lánsmönnum, aðallega úr hollensku efstu deildinni og frá Belgíu," segir framherjinn markheppni um Excelsior. Þá tekur Elías Már fram að samningur sinn renni út næsta sumar og hann stefni á sterkari deild. „Mér líður mjög vel hérna en félagið veit það vel að ég stefni á að spila í sterkari deild á næstu tímabilum. Ég renn út á samningi hér næsta sumar en félagið hefur rétt á því að framlengja samninginn við mig. Þeir vita hins vegar af því eins og áður segir að ég hef hug á því að fara í sterkari deild ef það verður í boði.“ „Eins og alla íslenska knattspyrnumenn dreymir mig um að spila reglulega með landsliðinu. Ég hef hins vegar ekki verið valinn í þó nokkurn tíma og því er þetta ekki eitthvað sem ég er mikið að pæla í þessa stundina. Ef kallið kemur yrði ég auðvitað ofboðslega stoltur og ánægður en á meðan þeir leikmenn sem eru að spila standa sigvel þá er ekki mikil ástæða til þess að breyta,“ sagði Elías Már að lokum um möguleikann á landsliðssæti á næstunni. Má þessi ekkert fara fá tækifæri í landsliðinu? Er það frekja að biðja um það? #fotbolti https://t.co/VAXkd1RKC7— Garðar Örn Arnarson (@gardarorn23) October 23, 2020 Viðtal Elías Más við Fréttablaðið má lesa í heild sinni á vef blaðsins. Elías hefur alls leikið níu landsleiki fyrir íslenska A-landsliðið en hefur ekki enn skorað. Sá síðasti kom árið 2017. Þá á hann að baki 33 landsleiki fyrir yngri lið Íslands, skoraði hann í þeim sjö mörk.
Fótbolti Hollenski boltinn Sænski boltinn Mest lesið „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Fótbolti Fékk tilboð sem hann gat ekki hafnað Sport Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Fótbolti Tia-Clair Toomey í sömu sporum og Anníe Mist Sport Fleiri fréttir Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja Sjá meira