Skoðun

Að leyfa sér að elska

Anna Claessen skrifar

„Ég veit ekki hver þarf að heyra þetta en það er í lagi að láta aðra manneskju elska þig.”

ÚFF! Þetta hitti í hjartað.

Eftir skilnað og tinder fór ég að hætta að trúa á ástina.

Hvert stefnumót fór að láta mann halda að maður skipti ekki máli. Strákarnir virtust bara vilja eitt frá manni. Þá fór maður að loka á persónuleikann og gefa þeim það sem maður hélt að þeir vildu. Ég vildi ekki særa mig en sæll hvað ég var að gera það.

Það var ekki fyrr en ég kynntist yndislegum manni sem sýndi skilning og var tilbúinn að uppfylla mínar þarfir eftir mínum skilmálum. Manni sem vildi kynnast mér, minni persónu og mínum hugsunum. Fattaði þá hvað ég hafði sett upp mikinn vegg. Vegg svo að enginn kæmist inn.

Veggurinn var þarna svo enginn myndi særa mig. En ég var að særa sjálfa mig með því.

Ég var ekki að leyfa öðrum að elska mig.

Það fékk enginn að elska mig eins og ég er heldur bara manneskjuna sem ég hélt að þau vildu. People pleaserinn. Þóknarann!

Hvaða persónu ert þú að sýna?

Hvaða part af þér ert þú að leyfa öðrum að kynnast?

Hve stór er veggurinn sem þú hefur sett upp til að vernda þig?

Ef maður hefur orðið fyrir höfnun eru líkur á því að maður sýni bara þann part sem hefur verið samþykktur. Hvað þyrfti til að þú leyfðir þeim að sjá þig alla/n?

Hvað þyrfti til að þú leyfðir þér að elska...sjálfa/n þig og aðra?

Elskaðu þig og leyfðu öðrum að elska þig.




Skoðun

Skoðun

Kona, vertu ekki fyrir!

Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar

Sjá meira


×