Fullyrða að Trump muni lýsa yfir sigri áður en úrslit liggja fyrir Sylvía Hall skrifar 1. nóvember 2020 23:00 Donald Trump er sagður búa sig undir ýmsar niðurstöður í kosningunum á þriðjudag. Getty/John Moore Donald Trump Bandaríkjaforseti er sagður hafa fullyrt við sína nánustu bandamenn að hann ætli sér að lýsa yfir sigri á þriðjudag ef útlit verður fyrir að hann sé með forskot. Þetta hefur Axios eftir þremur heimildarmönnum sínum. Til þess að það gerist telja bandamenn hans nauðsynlegt að hann sé með öruggan sigur eða þokkalegt forskot í ákveðnum ríkjum; Ohio, Flórída, Norður-Karólínu, Texas, Iowa, Arizona og Georgíu. Forsetinn er sagður hafa farið yfir þessi áform sín í smáatriðum og lýst því hvernig hann ætli sér að lýsa yfir sigri í pontu á kosningakvöldinu. Spekingar hafa áður sagt að tölur kosningakvöldsins gætu gefið skakka mynd af niðurstöðum. Þannig sé líklegt að Trump verði með forskot í Pennsylvaníu kosningakvöldið sjálft en það myndi að öllum líkindum breytast eftir talningu póstatkvæða. Sjaldan hafa jafn margir greitt atkvæði með pósti og í ár. Kórónuveirufaraldurinn hefur mikið með þá þróun að gera.Getty/Joe Raedle Ætla að láta reyna á lögmæti póstatkvæðanna Trump hefur ítrekað ráðist á póstatkvæði í kosningabaráttu sinni og fullyrt að þau leiði til stórfelldra kosningasvika. Þannig hafa póstatkvæði og talning þeirra orðið að einum helsta óvissuþættinum í úrslitum forsetakosninganna vestanhafs. Gaf hann þannig í skyn í kosningabaráttu sinni að hann myndi ekki viðurkenna ósigur við tap, nema hætt yrði að bjóða upp á póstatkvæðagreiðslu. Repúblikanar hafa höfðað mál í mörgum ríkjum til þess að takmarka póstatkvæði og hvenær þau skuli teljast gild. Reglur um hvenær póstatkvæði þurfa að berast eru ólíkar á milli einstakra ríkja Bandaríkjanna og fara kosningar raunar fram að mestu með slíkum hætti í fimm ríkjum Bandaríkjanna. Það er í Colorado, Hawaii, Oregon, Utah og Washington, Líklegra að póstatkvæðin verði demókrötum í vil Axios fullyrðir að Trump og lögfræðingateymi hans búi sig nú undir að láta reyna á gildi þeirra póstatkvæða sem talin eru eftir 3. nóvember. Munu þeir halda því fram að þeir atkvæðaseðlar séu hluti af kosningasvindli. Miklar líkur eru á því að póstatkvæðin verði demókrötum í vil samkvæmt sérfræðingum vestanhafs. Þess vegna hafi ráðgjafar Trump hafið undirbúning að þessari áætlun fyrir einhverjum vikum síðan. Trump myndi þá lýsa yfir sigri áður en úrslit liggja fullkomlega fyrir. Ef úrslitin myndu svo breytast í Pennsylvaníu eftir kosningakvöldið sjálft með póstatkvæðatalningu myndi hann fullyrða að demókratar hefðu „stolið kosningunum.“ Gríðarlegur fjöldi Bandaríkjamanna er þegar búinn að kjósa, þar á meðal báðir forsetaframbjóðendurnir. Útlit er fyrir að kjörsókn verði sú mesta í meira en heila öld. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Tengdar fréttir Kosningaþátttakan í Bandaríkjunum slær öll met Rúmlega áttatíu milljónir Bandaríkjamanna hafa nú þegar greitt atkvæði í komandi forsetakosningum í Bandaríkjunum sem fram fara þann þriðja nóvember næstkomandi. 30. október 2020 08:59 Bandaríkjamenn á Íslandi uggandi um atkvæði sín Tafir hjá bandarísku póstþjónustunni og herferð Donalds Trump forseta gegn póstatkvæðum veldur Bandaríkjamönnum búsettum á Íslandi áhyggjum af því að atkvæði þeirra í kosningunum í næsta mánuði verði ekki talin. 5. október 2020 07:15 „Snjóflóð“ lyga frá forsetanum Frammistöðu Trumps hefur verið líkt við framgöngu hans á kosningafundum hans, þar sem forsetinn hefur sjaldan látið sannleikann standa í vegi fyrir sér. 30. september 2020 09:25 Telur að úrslit kosninganna fari fyrir Hæstarétt Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði í dag að hann teldi að Hæstiréttur Bandaríkjanna þyrfti að skera út um úrslit forsetakosninganna í nóvember. Þessa vegna segir hann mikilvægt að skipa nýjan dómara í sæti Ruth Bader Ginsburg eins hratt og auðið sé. 23. september 2020 22:00 Mest lesið Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Fleiri fréttir Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti er sagður hafa fullyrt við sína nánustu bandamenn að hann ætli sér að lýsa yfir sigri á þriðjudag ef útlit verður fyrir að hann sé með forskot. Þetta hefur Axios eftir þremur heimildarmönnum sínum. Til þess að það gerist telja bandamenn hans nauðsynlegt að hann sé með öruggan sigur eða þokkalegt forskot í ákveðnum ríkjum; Ohio, Flórída, Norður-Karólínu, Texas, Iowa, Arizona og Georgíu. Forsetinn er sagður hafa farið yfir þessi áform sín í smáatriðum og lýst því hvernig hann ætli sér að lýsa yfir sigri í pontu á kosningakvöldinu. Spekingar hafa áður sagt að tölur kosningakvöldsins gætu gefið skakka mynd af niðurstöðum. Þannig sé líklegt að Trump verði með forskot í Pennsylvaníu kosningakvöldið sjálft en það myndi að öllum líkindum breytast eftir talningu póstatkvæða. Sjaldan hafa jafn margir greitt atkvæði með pósti og í ár. Kórónuveirufaraldurinn hefur mikið með þá þróun að gera.Getty/Joe Raedle Ætla að láta reyna á lögmæti póstatkvæðanna Trump hefur ítrekað ráðist á póstatkvæði í kosningabaráttu sinni og fullyrt að þau leiði til stórfelldra kosningasvika. Þannig hafa póstatkvæði og talning þeirra orðið að einum helsta óvissuþættinum í úrslitum forsetakosninganna vestanhafs. Gaf hann þannig í skyn í kosningabaráttu sinni að hann myndi ekki viðurkenna ósigur við tap, nema hætt yrði að bjóða upp á póstatkvæðagreiðslu. Repúblikanar hafa höfðað mál í mörgum ríkjum til þess að takmarka póstatkvæði og hvenær þau skuli teljast gild. Reglur um hvenær póstatkvæði þurfa að berast eru ólíkar á milli einstakra ríkja Bandaríkjanna og fara kosningar raunar fram að mestu með slíkum hætti í fimm ríkjum Bandaríkjanna. Það er í Colorado, Hawaii, Oregon, Utah og Washington, Líklegra að póstatkvæðin verði demókrötum í vil Axios fullyrðir að Trump og lögfræðingateymi hans búi sig nú undir að láta reyna á gildi þeirra póstatkvæða sem talin eru eftir 3. nóvember. Munu þeir halda því fram að þeir atkvæðaseðlar séu hluti af kosningasvindli. Miklar líkur eru á því að póstatkvæðin verði demókrötum í vil samkvæmt sérfræðingum vestanhafs. Þess vegna hafi ráðgjafar Trump hafið undirbúning að þessari áætlun fyrir einhverjum vikum síðan. Trump myndi þá lýsa yfir sigri áður en úrslit liggja fullkomlega fyrir. Ef úrslitin myndu svo breytast í Pennsylvaníu eftir kosningakvöldið sjálft með póstatkvæðatalningu myndi hann fullyrða að demókratar hefðu „stolið kosningunum.“ Gríðarlegur fjöldi Bandaríkjamanna er þegar búinn að kjósa, þar á meðal báðir forsetaframbjóðendurnir. Útlit er fyrir að kjörsókn verði sú mesta í meira en heila öld.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Tengdar fréttir Kosningaþátttakan í Bandaríkjunum slær öll met Rúmlega áttatíu milljónir Bandaríkjamanna hafa nú þegar greitt atkvæði í komandi forsetakosningum í Bandaríkjunum sem fram fara þann þriðja nóvember næstkomandi. 30. október 2020 08:59 Bandaríkjamenn á Íslandi uggandi um atkvæði sín Tafir hjá bandarísku póstþjónustunni og herferð Donalds Trump forseta gegn póstatkvæðum veldur Bandaríkjamönnum búsettum á Íslandi áhyggjum af því að atkvæði þeirra í kosningunum í næsta mánuði verði ekki talin. 5. október 2020 07:15 „Snjóflóð“ lyga frá forsetanum Frammistöðu Trumps hefur verið líkt við framgöngu hans á kosningafundum hans, þar sem forsetinn hefur sjaldan látið sannleikann standa í vegi fyrir sér. 30. september 2020 09:25 Telur að úrslit kosninganna fari fyrir Hæstarétt Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði í dag að hann teldi að Hæstiréttur Bandaríkjanna þyrfti að skera út um úrslit forsetakosninganna í nóvember. Þessa vegna segir hann mikilvægt að skipa nýjan dómara í sæti Ruth Bader Ginsburg eins hratt og auðið sé. 23. september 2020 22:00 Mest lesið Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Fleiri fréttir Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís Sjá meira
Kosningaþátttakan í Bandaríkjunum slær öll met Rúmlega áttatíu milljónir Bandaríkjamanna hafa nú þegar greitt atkvæði í komandi forsetakosningum í Bandaríkjunum sem fram fara þann þriðja nóvember næstkomandi. 30. október 2020 08:59
Bandaríkjamenn á Íslandi uggandi um atkvæði sín Tafir hjá bandarísku póstþjónustunni og herferð Donalds Trump forseta gegn póstatkvæðum veldur Bandaríkjamönnum búsettum á Íslandi áhyggjum af því að atkvæði þeirra í kosningunum í næsta mánuði verði ekki talin. 5. október 2020 07:15
„Snjóflóð“ lyga frá forsetanum Frammistöðu Trumps hefur verið líkt við framgöngu hans á kosningafundum hans, þar sem forsetinn hefur sjaldan látið sannleikann standa í vegi fyrir sér. 30. september 2020 09:25
Telur að úrslit kosninganna fari fyrir Hæstarétt Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði í dag að hann teldi að Hæstiréttur Bandaríkjanna þyrfti að skera út um úrslit forsetakosninganna í nóvember. Þessa vegna segir hann mikilvægt að skipa nýjan dómara í sæti Ruth Bader Ginsburg eins hratt og auðið sé. 23. september 2020 22:00