Hvernig þjóðfélag viljum við? Árný Björg Blandon skrifar 2. nóvember 2020 11:01 Þegar ég fór að sofa í gærkvöldi var ég bæði reið og leið en ég bægði því frá mér til að geta sofið almennilega, sem og ég gerði sem betur fer. Í morgun þegar ég vaknaði var ég ekki eins reið en ég var mjög leið. Það sem olli þessu í byrjun var myndin sem ég sá á Mbl.is, af fjölskyldunni frá Senegal sem á nú að reka úr landi þótt þau hafi búið hér í 7 ár og eignast 2 börn á þessu tímabili. En, leiðinn stoppaði ekki þar. Ég fór að hugsa um allt það fólk hér á landi sem á erfitt með að bera höfuðið hátt þegar það stendur fyrir framan Rauða krossinn og/eða Mæðrastyrksnefnd af því að það hefur ekki það viðurværi sem þau þurfa fyrir sig og börnin sín. Það nístir hjarta mitt. Og leiðinn heldur áfram þegar ég hugsa um allt fólkið sem hefur þurft að hætta að vinna og eldra fólkið sem lætur af störfum og þurfa að lifa ýmist á örorkubótum, lífeyrissjóðum og ellilífeyri sem eru svo skorin við nögl að það hálfa væri nóg. Svo er þeim refsað fyrir að reyna að bæta tekjurnar á einhvern hátt með því að að rýra bæturnar þeirra. Eitt enn sem fékk leiðann til að rísa var hugsunin um Alþingi Íslendinga sem að mínu mati er ábyrgt fyrir þessu. Það getur alveg breytt lögum til að fólk geti lifað rúmlega sómasamlegu lífi fjárhagslega. Svo kom ein hugsun fljúgandi. Hvað myndi Alþingi gera ef þau stæðu frammi fyrir því að missa húsnæðið sitt, þurfa að skera við nögl til að eiga steik á sunnudögum og þyrftu jafnvel að ná sér í aðstoð frá Mæðrastyrksnefnd og/eða Rauða krossinum. Myndu þau þá breyta lögum? Síðasta hugsunin var, hvort er dýrmætara, mannslíf eða byggingar og breytingar? Hvar erum við stödd sem þjóðfélag? Það eru allt of margir í hvínandi þörf til lífsviðurværis. Alþingi Íslendinga, hættið að refsa fólki fyrir að vera veikt, fatlað og gamalt. Það er bara hreint út ljótt. Og hættið að lofa öllu fögru fyrir kosningar. Farið að standa við loforðin og ríflega það! Höfundur er þýðandi og textaritari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árný Björg Blandon Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Uppruni ADHD Óttar Guðmundsson Bakþankar Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar ég fór að sofa í gærkvöldi var ég bæði reið og leið en ég bægði því frá mér til að geta sofið almennilega, sem og ég gerði sem betur fer. Í morgun þegar ég vaknaði var ég ekki eins reið en ég var mjög leið. Það sem olli þessu í byrjun var myndin sem ég sá á Mbl.is, af fjölskyldunni frá Senegal sem á nú að reka úr landi þótt þau hafi búið hér í 7 ár og eignast 2 börn á þessu tímabili. En, leiðinn stoppaði ekki þar. Ég fór að hugsa um allt það fólk hér á landi sem á erfitt með að bera höfuðið hátt þegar það stendur fyrir framan Rauða krossinn og/eða Mæðrastyrksnefnd af því að það hefur ekki það viðurværi sem þau þurfa fyrir sig og börnin sín. Það nístir hjarta mitt. Og leiðinn heldur áfram þegar ég hugsa um allt fólkið sem hefur þurft að hætta að vinna og eldra fólkið sem lætur af störfum og þurfa að lifa ýmist á örorkubótum, lífeyrissjóðum og ellilífeyri sem eru svo skorin við nögl að það hálfa væri nóg. Svo er þeim refsað fyrir að reyna að bæta tekjurnar á einhvern hátt með því að að rýra bæturnar þeirra. Eitt enn sem fékk leiðann til að rísa var hugsunin um Alþingi Íslendinga sem að mínu mati er ábyrgt fyrir þessu. Það getur alveg breytt lögum til að fólk geti lifað rúmlega sómasamlegu lífi fjárhagslega. Svo kom ein hugsun fljúgandi. Hvað myndi Alþingi gera ef þau stæðu frammi fyrir því að missa húsnæðið sitt, þurfa að skera við nögl til að eiga steik á sunnudögum og þyrftu jafnvel að ná sér í aðstoð frá Mæðrastyrksnefnd og/eða Rauða krossinum. Myndu þau þá breyta lögum? Síðasta hugsunin var, hvort er dýrmætara, mannslíf eða byggingar og breytingar? Hvar erum við stödd sem þjóðfélag? Það eru allt of margir í hvínandi þörf til lífsviðurværis. Alþingi Íslendinga, hættið að refsa fólki fyrir að vera veikt, fatlað og gamalt. Það er bara hreint út ljótt. Og hættið að lofa öllu fögru fyrir kosningar. Farið að standa við loforðin og ríflega það! Höfundur er þýðandi og textaritari.
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar