Hundrað viðtöl og ýmsir ferlar en vonandi niðurstaða eftir viku Kolbeinn Tumi Daðason og Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifa 2. nóvember 2020 14:34 Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, ásamt Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðhera við opnun nýs sjúkrahótels Landspítalans. Vísir/Vilhelm Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, telur ýmislegt benda til þess að Landspítalinn hafi náð góðum tökum á málum á Landakoti eftir að hópsýking kom upp á spítalanum þann 22. október. Hann reiknar með niðurstöðu eftir viku úr rannsókn á því hvað aflaga fór. 140 einstaklingar hafa greinst með Covid-19 undanfarna tíu daga sem rekja má til hópsmitsins á Landakoti. Þar af eru 41 sjúklingur á Landakoti, sem hýsir aldraða sjúklinga, og 54 starfsmenn. Starfsfólk lyft grettistaki Á upplýsingafundinum í dag kom fram að gríðarleg vinna hefði verið unnin í því að endurskipuleggja starfsemina á Landakoti. Þar hefur starfsfólk lyft grettistaki að sögn Páls. Varðandi rannsókn á því hvað miður fór og endurskipulagningarvinnuna segir Páll býsna viðamikið mál að reyna að skilja það almennilega. Landakotspítali stendur við samnefnd tún við Túngötu í Vesturbæ Reykjavíkur.Vísir/Vilhelm „Við erum með sérstakt fólk í því. Það þarf meðal annars að taka viðtöl við og ítarleg viðtöl við um 100 manns og rekja alls kyns ferla. Ég geri ráð fyrir því að eftir um það bil viku liggi fyrir niðurstaða,“ segir Páll. Mönnun og húsnæðið áskorun „En við sjáum svona almenna þætti sem ég hef nefnt áður að það eru meðverkandi þættir að minnsta kosti og það eru hlutir eins og það að þessi veira virðist vera um margt vera meira smitandi heldur en fyrri afbrigði.“ Hann bætir við að húsnæðið sé áskorun. „Síðan er vissulega mönnun áskorun að því leyti að það hefur valdið okkur vanda við að hólfaskipta sem við vitum að myndi takmarka sýkingar frekar. En við höfum að því er virðist og ég vona að það sé rétt þá erum við að ná ágætis tökum á þessu hópsmiti núna.“ Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Hópsýking á Landakoti Tengdar fréttir Mökum og aðstandendum óheimilt að fylgja konum í ómskoðun Hvorki mökum né aðstandendum verður heimilt að fylgja konum í ómskoðun á fósturgreiningu 21B á Landspítalanum frá morgundeginum. 2. nóvember 2020 12:59 Alls greindust 26 með kórónuveiruna í gær Alls greindust 26 með kórónuveiruna í gær. 71 er nú á sjúkrahúsi og þar af fjórir á gjörgæslu. 2. nóvember 2020 10:59 Svona var 130. upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boða til upplýsingafundar klukkan 11 í dag. 2. nóvember 2020 10:09 Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent Gjörólíkt gengi frá kosningum Innlent Fleiri fréttir 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Sjá meira
Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, telur ýmislegt benda til þess að Landspítalinn hafi náð góðum tökum á málum á Landakoti eftir að hópsýking kom upp á spítalanum þann 22. október. Hann reiknar með niðurstöðu eftir viku úr rannsókn á því hvað aflaga fór. 140 einstaklingar hafa greinst með Covid-19 undanfarna tíu daga sem rekja má til hópsmitsins á Landakoti. Þar af eru 41 sjúklingur á Landakoti, sem hýsir aldraða sjúklinga, og 54 starfsmenn. Starfsfólk lyft grettistaki Á upplýsingafundinum í dag kom fram að gríðarleg vinna hefði verið unnin í því að endurskipuleggja starfsemina á Landakoti. Þar hefur starfsfólk lyft grettistaki að sögn Páls. Varðandi rannsókn á því hvað miður fór og endurskipulagningarvinnuna segir Páll býsna viðamikið mál að reyna að skilja það almennilega. Landakotspítali stendur við samnefnd tún við Túngötu í Vesturbæ Reykjavíkur.Vísir/Vilhelm „Við erum með sérstakt fólk í því. Það þarf meðal annars að taka viðtöl við og ítarleg viðtöl við um 100 manns og rekja alls kyns ferla. Ég geri ráð fyrir því að eftir um það bil viku liggi fyrir niðurstaða,“ segir Páll. Mönnun og húsnæðið áskorun „En við sjáum svona almenna þætti sem ég hef nefnt áður að það eru meðverkandi þættir að minnsta kosti og það eru hlutir eins og það að þessi veira virðist vera um margt vera meira smitandi heldur en fyrri afbrigði.“ Hann bætir við að húsnæðið sé áskorun. „Síðan er vissulega mönnun áskorun að því leyti að það hefur valdið okkur vanda við að hólfaskipta sem við vitum að myndi takmarka sýkingar frekar. En við höfum að því er virðist og ég vona að það sé rétt þá erum við að ná ágætis tökum á þessu hópsmiti núna.“
Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Hópsýking á Landakoti Tengdar fréttir Mökum og aðstandendum óheimilt að fylgja konum í ómskoðun Hvorki mökum né aðstandendum verður heimilt að fylgja konum í ómskoðun á fósturgreiningu 21B á Landspítalanum frá morgundeginum. 2. nóvember 2020 12:59 Alls greindust 26 með kórónuveiruna í gær Alls greindust 26 með kórónuveiruna í gær. 71 er nú á sjúkrahúsi og þar af fjórir á gjörgæslu. 2. nóvember 2020 10:59 Svona var 130. upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boða til upplýsingafundar klukkan 11 í dag. 2. nóvember 2020 10:09 Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent Gjörólíkt gengi frá kosningum Innlent Fleiri fréttir 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Sjá meira
Mökum og aðstandendum óheimilt að fylgja konum í ómskoðun Hvorki mökum né aðstandendum verður heimilt að fylgja konum í ómskoðun á fósturgreiningu 21B á Landspítalanum frá morgundeginum. 2. nóvember 2020 12:59
Alls greindust 26 með kórónuveiruna í gær Alls greindust 26 með kórónuveiruna í gær. 71 er nú á sjúkrahúsi og þar af fjórir á gjörgæslu. 2. nóvember 2020 10:59
Svona var 130. upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boða til upplýsingafundar klukkan 11 í dag. 2. nóvember 2020 10:09