Hundrað viðtöl og ýmsir ferlar en vonandi niðurstaða eftir viku Kolbeinn Tumi Daðason og Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifa 2. nóvember 2020 14:34 Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, ásamt Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðhera við opnun nýs sjúkrahótels Landspítalans. Vísir/Vilhelm Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, telur ýmislegt benda til þess að Landspítalinn hafi náð góðum tökum á málum á Landakoti eftir að hópsýking kom upp á spítalanum þann 22. október. Hann reiknar með niðurstöðu eftir viku úr rannsókn á því hvað aflaga fór. 140 einstaklingar hafa greinst með Covid-19 undanfarna tíu daga sem rekja má til hópsmitsins á Landakoti. Þar af eru 41 sjúklingur á Landakoti, sem hýsir aldraða sjúklinga, og 54 starfsmenn. Starfsfólk lyft grettistaki Á upplýsingafundinum í dag kom fram að gríðarleg vinna hefði verið unnin í því að endurskipuleggja starfsemina á Landakoti. Þar hefur starfsfólk lyft grettistaki að sögn Páls. Varðandi rannsókn á því hvað miður fór og endurskipulagningarvinnuna segir Páll býsna viðamikið mál að reyna að skilja það almennilega. Landakotspítali stendur við samnefnd tún við Túngötu í Vesturbæ Reykjavíkur.Vísir/Vilhelm „Við erum með sérstakt fólk í því. Það þarf meðal annars að taka viðtöl við og ítarleg viðtöl við um 100 manns og rekja alls kyns ferla. Ég geri ráð fyrir því að eftir um það bil viku liggi fyrir niðurstaða,“ segir Páll. Mönnun og húsnæðið áskorun „En við sjáum svona almenna þætti sem ég hef nefnt áður að það eru meðverkandi þættir að minnsta kosti og það eru hlutir eins og það að þessi veira virðist vera um margt vera meira smitandi heldur en fyrri afbrigði.“ Hann bætir við að húsnæðið sé áskorun. „Síðan er vissulega mönnun áskorun að því leyti að það hefur valdið okkur vanda við að hólfaskipta sem við vitum að myndi takmarka sýkingar frekar. En við höfum að því er virðist og ég vona að það sé rétt þá erum við að ná ágætis tökum á þessu hópsmiti núna.“ Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Hópsýking á Landakoti Tengdar fréttir Mökum og aðstandendum óheimilt að fylgja konum í ómskoðun Hvorki mökum né aðstandendum verður heimilt að fylgja konum í ómskoðun á fósturgreiningu 21B á Landspítalanum frá morgundeginum. 2. nóvember 2020 12:59 Alls greindust 26 með kórónuveiruna í gær Alls greindust 26 með kórónuveiruna í gær. 71 er nú á sjúkrahúsi og þar af fjórir á gjörgæslu. 2. nóvember 2020 10:59 Svona var 130. upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boða til upplýsingafundar klukkan 11 í dag. 2. nóvember 2020 10:09 Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Fleiri fréttir Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Sjá meira
Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, telur ýmislegt benda til þess að Landspítalinn hafi náð góðum tökum á málum á Landakoti eftir að hópsýking kom upp á spítalanum þann 22. október. Hann reiknar með niðurstöðu eftir viku úr rannsókn á því hvað aflaga fór. 140 einstaklingar hafa greinst með Covid-19 undanfarna tíu daga sem rekja má til hópsmitsins á Landakoti. Þar af eru 41 sjúklingur á Landakoti, sem hýsir aldraða sjúklinga, og 54 starfsmenn. Starfsfólk lyft grettistaki Á upplýsingafundinum í dag kom fram að gríðarleg vinna hefði verið unnin í því að endurskipuleggja starfsemina á Landakoti. Þar hefur starfsfólk lyft grettistaki að sögn Páls. Varðandi rannsókn á því hvað miður fór og endurskipulagningarvinnuna segir Páll býsna viðamikið mál að reyna að skilja það almennilega. Landakotspítali stendur við samnefnd tún við Túngötu í Vesturbæ Reykjavíkur.Vísir/Vilhelm „Við erum með sérstakt fólk í því. Það þarf meðal annars að taka viðtöl við og ítarleg viðtöl við um 100 manns og rekja alls kyns ferla. Ég geri ráð fyrir því að eftir um það bil viku liggi fyrir niðurstaða,“ segir Páll. Mönnun og húsnæðið áskorun „En við sjáum svona almenna þætti sem ég hef nefnt áður að það eru meðverkandi þættir að minnsta kosti og það eru hlutir eins og það að þessi veira virðist vera um margt vera meira smitandi heldur en fyrri afbrigði.“ Hann bætir við að húsnæðið sé áskorun. „Síðan er vissulega mönnun áskorun að því leyti að það hefur valdið okkur vanda við að hólfaskipta sem við vitum að myndi takmarka sýkingar frekar. En við höfum að því er virðist og ég vona að það sé rétt þá erum við að ná ágætis tökum á þessu hópsmiti núna.“
Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Hópsýking á Landakoti Tengdar fréttir Mökum og aðstandendum óheimilt að fylgja konum í ómskoðun Hvorki mökum né aðstandendum verður heimilt að fylgja konum í ómskoðun á fósturgreiningu 21B á Landspítalanum frá morgundeginum. 2. nóvember 2020 12:59 Alls greindust 26 með kórónuveiruna í gær Alls greindust 26 með kórónuveiruna í gær. 71 er nú á sjúkrahúsi og þar af fjórir á gjörgæslu. 2. nóvember 2020 10:59 Svona var 130. upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boða til upplýsingafundar klukkan 11 í dag. 2. nóvember 2020 10:09 Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Fleiri fréttir Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Sjá meira
Mökum og aðstandendum óheimilt að fylgja konum í ómskoðun Hvorki mökum né aðstandendum verður heimilt að fylgja konum í ómskoðun á fósturgreiningu 21B á Landspítalanum frá morgundeginum. 2. nóvember 2020 12:59
Alls greindust 26 með kórónuveiruna í gær Alls greindust 26 með kórónuveiruna í gær. 71 er nú á sjúkrahúsi og þar af fjórir á gjörgæslu. 2. nóvember 2020 10:59
Svona var 130. upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boða til upplýsingafundar klukkan 11 í dag. 2. nóvember 2020 10:09