Fótbolti

FCK vill fá fyrrum leik­mann FH sem að­stoðar­þjálfara

Anton Ingi Leifsson skrifar
Jacob hefur áður verið þjálfari hjá FCK en einnig spilað á Íslandi.
Jacob hefur áður verið þjálfari hjá FCK en einnig spilað á Íslandi. Lars Ronbog / FrontZoneSport

Það hefur mikið gengið á hjá danska stórliðinu FCK undanfarnar vikur. Í dag fengu Ragnar Sigurðsson og samherjar hans nýjan þjálfara er Jess Thorup var ráðinn.

Ráðning hans kom eins og þruma úr heiðskíru lofti. Thorup var nýlega tekinn við Gent í Belgíu en eftir einungis einn og hálfan mánuð þar freistaðist hann til þess að taka við danska stórliðinu.

Nú leitar FCK hins vegar að aðstoðarþjálfara og nafn Jacob Neestrup hefur þar verið nefnt til sögunnar. Danski miðillinn BT hefur það eftir heimildum sínum að FCK hafi boðið Viborg, þar sem Neestrup þjálfar nú, myndarlegt tilboð en því hafi þeir neitað.

Neestrup tók við Viborg í fyrra og hefur gert afar góða hluti með liðið. Liðið er nú í efstu sæti dönsku B-deildarinnar en áður en hann tók við Viborg þjálfaði hann U17-ára lið FCK og var einnig aðstoðarþjálfari aðalliðsins.

Hann er uppalinn hjá FCK en árið 2010 spilaði hann með FH. Mikið meiðsli plöguðu hann hins vegar hjá Hafnarfjarðarliðinu, líkt og allan ferilinn, en hann lék einungis sjö leiki með FH í deild og bikar.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×