Greiðir tíu milljónir vegna saknæmrar sölu á stóðhesti Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. nóvember 2020 11:32 Guðmundur í viðtali við Fjölni Þorgeirsson eftir keppni í hestaíþróttum. Vísir Guðmundur Friðrik Björgvinsson, einn færasti knapi Íslands og landsliðsmaður í íþróttinni, hefur verið dæmdur til að greiða rúmlega tíu milljónir króna í skaðabætur fyrir svik við sölu á stóðhestinum Byl til Noregs. ´ Landsréttur staðfesti á föstudag dóm Héraðsdóms Suðurlands þess efnis. Er það niðurstaða dómstóla að Guðmundur Friðrik hafi hagnast með ólögmætum hætti á viðskiptum á kostnað fyrri eiganda hestins. Forsaga málsins er sú að Gunnar Ingvarsson, upprunalegur eigandi Byls, höfðaði einkamál á hendur Guðmundi og fyrirtækinu Takthestar sem er í eigu Guðmundar og konu hans. Vildi Gunnar meina að Guðmundur hefði með saknæmri háttsemi blekkt sig til að selja Byl til Takthesta í því skyni að geta síðar selt hestinn fyrir rúmlega tvöfalt það verði. Tjón Gunnars næmi mismuninum. Í dómnum kemur fram að Guðmundur sá um að selja Byl fyrir Gunnar til Taktesta á 9,5 milljónir króna í nóvember 2014. Nokkrum vikum síðar var hesturinn seldur til norska hestamannsins Stians Pedersen og norsks félags á 19,9 milljónir. Hagnaður félags Gunnars var því 10,4 milljónir króna. Í niðurstöðu Landsréttar kemur fram að Guðmundur hafi verið með Byl í umboðssölu fyrir Gunnar. Á honum hafi því hvílt rík skylda að gæta hagsmuna Gunnars. Hann hefði átt að skilja að Gunnar hefði falið honum að selja hestinn fyrir mesta mögulega verð. Vísaði Landsréttur til framburðar vitnis að Guðmundur Friðrik hefði, um það leyti sem hann samdi um kaup á Byl fyrir 9,5 milljónir króna, talið unnt að selja hestinn á tvöföldu því verði. Með því að upplýsa ekki Gunnar um það mat sitt og gefa honum þannig tækifæri til að fá hærra verð fyrir hestinn hefði Guðmundur Friðrik unnið gegn hagsmunum Gunnars. Því leit dómurinn svo á að Guðmundur Friðrik hefði brotið gegn trúnaðarskyldum sínum og komið því til leiðar með saknæmum hætti að Takthestar, félag í eigu hans og eiginkonu hans, hagnaðist með ólögmætum hætti á viðskiptunum á kostnað Gunnars. Var Guðmundur Friðrik því dæmdur til að greiða Gunnari 10,4 milljónir króna. Hestar Dómsmál Hestaíþróttir Mest lesið Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Viðskipti erlent Strætómiðinn dýrari Neytendur „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Viðskipti innlent Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Viðskipti innlent Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Fleiri fréttir Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Sjá meira
Guðmundur Friðrik Björgvinsson, einn færasti knapi Íslands og landsliðsmaður í íþróttinni, hefur verið dæmdur til að greiða rúmlega tíu milljónir króna í skaðabætur fyrir svik við sölu á stóðhestinum Byl til Noregs. ´ Landsréttur staðfesti á föstudag dóm Héraðsdóms Suðurlands þess efnis. Er það niðurstaða dómstóla að Guðmundur Friðrik hafi hagnast með ólögmætum hætti á viðskiptum á kostnað fyrri eiganda hestins. Forsaga málsins er sú að Gunnar Ingvarsson, upprunalegur eigandi Byls, höfðaði einkamál á hendur Guðmundi og fyrirtækinu Takthestar sem er í eigu Guðmundar og konu hans. Vildi Gunnar meina að Guðmundur hefði með saknæmri háttsemi blekkt sig til að selja Byl til Takthesta í því skyni að geta síðar selt hestinn fyrir rúmlega tvöfalt það verði. Tjón Gunnars næmi mismuninum. Í dómnum kemur fram að Guðmundur sá um að selja Byl fyrir Gunnar til Taktesta á 9,5 milljónir króna í nóvember 2014. Nokkrum vikum síðar var hesturinn seldur til norska hestamannsins Stians Pedersen og norsks félags á 19,9 milljónir. Hagnaður félags Gunnars var því 10,4 milljónir króna. Í niðurstöðu Landsréttar kemur fram að Guðmundur hafi verið með Byl í umboðssölu fyrir Gunnar. Á honum hafi því hvílt rík skylda að gæta hagsmuna Gunnars. Hann hefði átt að skilja að Gunnar hefði falið honum að selja hestinn fyrir mesta mögulega verð. Vísaði Landsréttur til framburðar vitnis að Guðmundur Friðrik hefði, um það leyti sem hann samdi um kaup á Byl fyrir 9,5 milljónir króna, talið unnt að selja hestinn á tvöföldu því verði. Með því að upplýsa ekki Gunnar um það mat sitt og gefa honum þannig tækifæri til að fá hærra verð fyrir hestinn hefði Guðmundur Friðrik unnið gegn hagsmunum Gunnars. Því leit dómurinn svo á að Guðmundur Friðrik hefði brotið gegn trúnaðarskyldum sínum og komið því til leiðar með saknæmum hætti að Takthestar, félag í eigu hans og eiginkonu hans, hagnaðist með ólögmætum hætti á viðskiptunum á kostnað Gunnars. Var Guðmundur Friðrik því dæmdur til að greiða Gunnari 10,4 milljónir króna.
Hestar Dómsmál Hestaíþróttir Mest lesið Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Viðskipti erlent Strætómiðinn dýrari Neytendur „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Viðskipti innlent Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Viðskipti innlent Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Fleiri fréttir Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Sjá meira