9 dagar í Ungverjaleik: Yrði jafnsögulegt fyrir Ungverja og fyrir Íslendinga Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. nóvember 2020 12:31 Hér munaði litlu í leik Íslands og Ungverjalands á Stade Velodrome leikvanginum í Marseille þegar þjóðirnar mættust þar á EM sumarið 2016. EPA/TIBOR ILLYES Í dag eru níu dagar í úrslitastund hjá strákunum okkar í karlalandsliðinu í fótbolta en 12. nóvember næstkomandi kemur í ljós á Ferenc Puskás leikvanginum í Búdapest hvort það verður Ungverjaland eða Ísland sem spilar í lokakeppni Evrópumótsins í sumar. Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu getur þar náð einstökum árangri í knattspyrnusögu þjóðarinnar með því að komast á þrjú stórmót í röð. Knattspyrnulið beggja þjóða geta reynda bæði náð sögulegum árangri í knattspyrnusögu sinnar þjóðar með sigri í Búdapest. Hvorug þjóðin hefur nefnilega átt lið á tveimur Evrópumótum karla í röð. Ísland og Ungverjaland voru bæði með á síðasta Evrópumóti sem fór fram í Frakklandi sumarið 2016 og voru meira að segja saman í riðli. Þetta var fyrsta Evrópumót íslenska karlalandsliðsins en Ungverjar höfðu að sama skapi ekki komist í lokaúrslitin í 44 ár. Ísland getur því komist á sitt annað Evrópumót í röð sem karlalandslið Íslands hefur aldrei náð. Þetta yrði líka jafnsögulegur árangur fyrir Ungverja. Ungverjar hafa komist í þrjár lokakeppnir Evrópumótsins en aldrei á tvö Evrópumót í röð. Ungverska landsliðið komst á EM 1964, á EM 1972 og svo á EM 2016. Ungverska liðið varð í þriðja sætið á EM á Spáni 1964 og í fjórða sæti á EM í Belgíu 1972. Í báðum þessum lokakeppnum komust bara fjórar þjóðir í úrslitin um Evrópumeistaratitilinn. Íslenska landsliðið getur einnig afrekað það að komast inn á þriðja stórmótið í röð. Það hefur ekkert íslensk knattspyrnulandslið náð fyrr því kvennalandsliðið hefur aldrei komist á HM. Ungverjar hafa einnig þurft að bíða í 54 ár eftir því að komast á þrjú stórmót í röð í knattspyrnunni en það gerðist síðast á árunum 1962 til 1966. Ungverjar urðu þá í fimmta sæti á HM í Síle 1962, í þriðja sæti á EM á Spáni 1964 og svo í sjötta sæti á HM í Englandi 1966. Leikur Ungverjalands og Íslands verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 fimmtudaginn 12. nóvember klukkan 19.45 en upphitun hefst klukkan 18.45. Áskrift er hægt að kaupa hér en einnig verður í boði að kaupa stakan viðburð á myndlyklum Vodafone og Símans á kr. 990, sem og í vefsjónvarpi Stöðvar 2. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Fótbolti Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Golf Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Fótbolti Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Handbolti Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn Fótbolti „Við áttum skilið að vinna í dag“ Fótbolti United nálgast efri hlutann Enski boltinn Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Fótbolti Sjötíu ára titlaþurrð á enda Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmóti í keilu og Lögmál leiksins Sport Fleiri fréttir „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn „Við áttum skilið að vinna í dag“ United nálgast efri hlutann Hinrik farinn til Noregs frá ÍA Stólarnir sóttu sinn fyrsta sigur Albert gulltryggði sigurinn gegn Juventus Sjötíu ára titlaþurrð á enda Brynjólfur í hetjuhlutverkinu í hollenska boltanum Merino aftur hetja Arsenal Karólína Lea lagði upp mark í stórsigri Cecilía fékk á sig tvö sjálfsmörk Fjórtán ára stelpa kom inn á í bandarísku atvinnumannadeildinni Íslendingaliðið tók dýrmæt stig af Napoli í toppbaráttunni Vantar fleiri klukkustundir í sólarhringinn Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Fyrsti titill Slot í boði en Newcastle búið að biða í 56 ár Tvíburarnir áttu Arnars og Bjarka stund með unglingaliði Man. Utd Matraðarendurkoma Deli Alli entist bara í níu mínútur „Hver einasti blettur ætti að vera hluti af leiknum“ Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Haaland sló enn eitt metið í gær Býflugurnar kláruðu Bournemouth Stefán Teitur hetja Preston Madrídingar lyftu sér á toppinn Sjá meira
Í dag eru níu dagar í úrslitastund hjá strákunum okkar í karlalandsliðinu í fótbolta en 12. nóvember næstkomandi kemur í ljós á Ferenc Puskás leikvanginum í Búdapest hvort það verður Ungverjaland eða Ísland sem spilar í lokakeppni Evrópumótsins í sumar. Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu getur þar náð einstökum árangri í knattspyrnusögu þjóðarinnar með því að komast á þrjú stórmót í röð. Knattspyrnulið beggja þjóða geta reynda bæði náð sögulegum árangri í knattspyrnusögu sinnar þjóðar með sigri í Búdapest. Hvorug þjóðin hefur nefnilega átt lið á tveimur Evrópumótum karla í röð. Ísland og Ungverjaland voru bæði með á síðasta Evrópumóti sem fór fram í Frakklandi sumarið 2016 og voru meira að segja saman í riðli. Þetta var fyrsta Evrópumót íslenska karlalandsliðsins en Ungverjar höfðu að sama skapi ekki komist í lokaúrslitin í 44 ár. Ísland getur því komist á sitt annað Evrópumót í röð sem karlalandslið Íslands hefur aldrei náð. Þetta yrði líka jafnsögulegur árangur fyrir Ungverja. Ungverjar hafa komist í þrjár lokakeppnir Evrópumótsins en aldrei á tvö Evrópumót í röð. Ungverska landsliðið komst á EM 1964, á EM 1972 og svo á EM 2016. Ungverska liðið varð í þriðja sætið á EM á Spáni 1964 og í fjórða sæti á EM í Belgíu 1972. Í báðum þessum lokakeppnum komust bara fjórar þjóðir í úrslitin um Evrópumeistaratitilinn. Íslenska landsliðið getur einnig afrekað það að komast inn á þriðja stórmótið í röð. Það hefur ekkert íslensk knattspyrnulandslið náð fyrr því kvennalandsliðið hefur aldrei komist á HM. Ungverjar hafa einnig þurft að bíða í 54 ár eftir því að komast á þrjú stórmót í röð í knattspyrnunni en það gerðist síðast á árunum 1962 til 1966. Ungverjar urðu þá í fimmta sæti á HM í Síle 1962, í þriðja sæti á EM á Spáni 1964 og svo í sjötta sæti á HM í Englandi 1966. Leikur Ungverjalands og Íslands verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 fimmtudaginn 12. nóvember klukkan 19.45 en upphitun hefst klukkan 18.45. Áskrift er hægt að kaupa hér en einnig verður í boði að kaupa stakan viðburð á myndlyklum Vodafone og Símans á kr. 990, sem og í vefsjónvarpi Stöðvar 2.
Leikur Ungverjalands og Íslands verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 fimmtudaginn 12. nóvember klukkan 19.45 en upphitun hefst klukkan 18.45. Áskrift er hægt að kaupa hér en einnig verður í boði að kaupa stakan viðburð á myndlyklum Vodafone og Símans á kr. 990, sem og í vefsjónvarpi Stöðvar 2.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Fótbolti Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Golf Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Fótbolti Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Handbolti Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn Fótbolti „Við áttum skilið að vinna í dag“ Fótbolti United nálgast efri hlutann Enski boltinn Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Fótbolti Sjötíu ára titlaþurrð á enda Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmóti í keilu og Lögmál leiksins Sport Fleiri fréttir „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn „Við áttum skilið að vinna í dag“ United nálgast efri hlutann Hinrik farinn til Noregs frá ÍA Stólarnir sóttu sinn fyrsta sigur Albert gulltryggði sigurinn gegn Juventus Sjötíu ára titlaþurrð á enda Brynjólfur í hetjuhlutverkinu í hollenska boltanum Merino aftur hetja Arsenal Karólína Lea lagði upp mark í stórsigri Cecilía fékk á sig tvö sjálfsmörk Fjórtán ára stelpa kom inn á í bandarísku atvinnumannadeildinni Íslendingaliðið tók dýrmæt stig af Napoli í toppbaráttunni Vantar fleiri klukkustundir í sólarhringinn Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Fyrsti titill Slot í boði en Newcastle búið að biða í 56 ár Tvíburarnir áttu Arnars og Bjarka stund með unglingaliði Man. Utd Matraðarendurkoma Deli Alli entist bara í níu mínútur „Hver einasti blettur ætti að vera hluti af leiknum“ Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Haaland sló enn eitt metið í gær Býflugurnar kláruðu Bournemouth Stefán Teitur hetja Preston Madrídingar lyftu sér á toppinn Sjá meira