9 dagar í Ungverjaleik: Yrði jafnsögulegt fyrir Ungverja og fyrir Íslendinga Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. nóvember 2020 12:31 Hér munaði litlu í leik Íslands og Ungverjalands á Stade Velodrome leikvanginum í Marseille þegar þjóðirnar mættust þar á EM sumarið 2016. EPA/TIBOR ILLYES Í dag eru níu dagar í úrslitastund hjá strákunum okkar í karlalandsliðinu í fótbolta en 12. nóvember næstkomandi kemur í ljós á Ferenc Puskás leikvanginum í Búdapest hvort það verður Ungverjaland eða Ísland sem spilar í lokakeppni Evrópumótsins í sumar. Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu getur þar náð einstökum árangri í knattspyrnusögu þjóðarinnar með því að komast á þrjú stórmót í röð. Knattspyrnulið beggja þjóða geta reynda bæði náð sögulegum árangri í knattspyrnusögu sinnar þjóðar með sigri í Búdapest. Hvorug þjóðin hefur nefnilega átt lið á tveimur Evrópumótum karla í röð. Ísland og Ungverjaland voru bæði með á síðasta Evrópumóti sem fór fram í Frakklandi sumarið 2016 og voru meira að segja saman í riðli. Þetta var fyrsta Evrópumót íslenska karlalandsliðsins en Ungverjar höfðu að sama skapi ekki komist í lokaúrslitin í 44 ár. Ísland getur því komist á sitt annað Evrópumót í röð sem karlalandslið Íslands hefur aldrei náð. Þetta yrði líka jafnsögulegur árangur fyrir Ungverja. Ungverjar hafa komist í þrjár lokakeppnir Evrópumótsins en aldrei á tvö Evrópumót í röð. Ungverska landsliðið komst á EM 1964, á EM 1972 og svo á EM 2016. Ungverska liðið varð í þriðja sætið á EM á Spáni 1964 og í fjórða sæti á EM í Belgíu 1972. Í báðum þessum lokakeppnum komust bara fjórar þjóðir í úrslitin um Evrópumeistaratitilinn. Íslenska landsliðið getur einnig afrekað það að komast inn á þriðja stórmótið í röð. Það hefur ekkert íslensk knattspyrnulandslið náð fyrr því kvennalandsliðið hefur aldrei komist á HM. Ungverjar hafa einnig þurft að bíða í 54 ár eftir því að komast á þrjú stórmót í röð í knattspyrnunni en það gerðist síðast á árunum 1962 til 1966. Ungverjar urðu þá í fimmta sæti á HM í Síle 1962, í þriðja sæti á EM á Spáni 1964 og svo í sjötta sæti á HM í Englandi 1966. Leikur Ungverjalands og Íslands verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 fimmtudaginn 12. nóvember klukkan 19.45 en upphitun hefst klukkan 18.45. Áskrift er hægt að kaupa hér en einnig verður í boði að kaupa stakan viðburð á myndlyklum Vodafone og Símans á kr. 990, sem og í vefsjónvarpi Stöðvar 2. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Enski boltinn Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg Handbolti Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Golf „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Íslenski boltinn Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Fótbolti Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Fótbolti Sjáðu Albert skora gegn Juventus Fótbolti Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg Íslenski boltinn Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Enski boltinn Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Enski boltinn Fleiri fréttir Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Fyrirliði Kósóvó fór meiddur af velli „Vil ekki fara að sofa því mér líður eins og mig sé að dreyma“ Sjáðu Albert skora gegn Juventus Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn „Við áttum skilið að vinna í dag“ United nálgast efri hlutann Hinrik farinn til Noregs frá ÍA Stólarnir sóttu sinn fyrsta sigur Albert gulltryggði sigurinn gegn Juventus Sjötíu ára titlaþurrð á enda Brynjólfur í hetjuhlutverkinu í hollenska boltanum Merino aftur hetja Arsenal Karólína Lea lagði upp mark í stórsigri Cecilía fékk á sig tvö sjálfsmörk Fjórtán ára stelpa kom inn á í bandarísku atvinnumannadeildinni Íslendingaliðið tók dýrmæt stig af Napoli í toppbaráttunni Vantar fleiri klukkustundir í sólarhringinn Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Fyrsti titill Slot í boði en Newcastle búið að biða í 56 ár Tvíburarnir áttu Arnars og Bjarka stund með unglingaliði Man. Utd Matraðarendurkoma Deli Alli entist bara í níu mínútur Sjá meira
Í dag eru níu dagar í úrslitastund hjá strákunum okkar í karlalandsliðinu í fótbolta en 12. nóvember næstkomandi kemur í ljós á Ferenc Puskás leikvanginum í Búdapest hvort það verður Ungverjaland eða Ísland sem spilar í lokakeppni Evrópumótsins í sumar. Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu getur þar náð einstökum árangri í knattspyrnusögu þjóðarinnar með því að komast á þrjú stórmót í röð. Knattspyrnulið beggja þjóða geta reynda bæði náð sögulegum árangri í knattspyrnusögu sinnar þjóðar með sigri í Búdapest. Hvorug þjóðin hefur nefnilega átt lið á tveimur Evrópumótum karla í röð. Ísland og Ungverjaland voru bæði með á síðasta Evrópumóti sem fór fram í Frakklandi sumarið 2016 og voru meira að segja saman í riðli. Þetta var fyrsta Evrópumót íslenska karlalandsliðsins en Ungverjar höfðu að sama skapi ekki komist í lokaúrslitin í 44 ár. Ísland getur því komist á sitt annað Evrópumót í röð sem karlalandslið Íslands hefur aldrei náð. Þetta yrði líka jafnsögulegur árangur fyrir Ungverja. Ungverjar hafa komist í þrjár lokakeppnir Evrópumótsins en aldrei á tvö Evrópumót í röð. Ungverska landsliðið komst á EM 1964, á EM 1972 og svo á EM 2016. Ungverska liðið varð í þriðja sætið á EM á Spáni 1964 og í fjórða sæti á EM í Belgíu 1972. Í báðum þessum lokakeppnum komust bara fjórar þjóðir í úrslitin um Evrópumeistaratitilinn. Íslenska landsliðið getur einnig afrekað það að komast inn á þriðja stórmótið í röð. Það hefur ekkert íslensk knattspyrnulandslið náð fyrr því kvennalandsliðið hefur aldrei komist á HM. Ungverjar hafa einnig þurft að bíða í 54 ár eftir því að komast á þrjú stórmót í röð í knattspyrnunni en það gerðist síðast á árunum 1962 til 1966. Ungverjar urðu þá í fimmta sæti á HM í Síle 1962, í þriðja sæti á EM á Spáni 1964 og svo í sjötta sæti á HM í Englandi 1966. Leikur Ungverjalands og Íslands verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 fimmtudaginn 12. nóvember klukkan 19.45 en upphitun hefst klukkan 18.45. Áskrift er hægt að kaupa hér en einnig verður í boði að kaupa stakan viðburð á myndlyklum Vodafone og Símans á kr. 990, sem og í vefsjónvarpi Stöðvar 2.
Leikur Ungverjalands og Íslands verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 fimmtudaginn 12. nóvember klukkan 19.45 en upphitun hefst klukkan 18.45. Áskrift er hægt að kaupa hér en einnig verður í boði að kaupa stakan viðburð á myndlyklum Vodafone og Símans á kr. 990, sem og í vefsjónvarpi Stöðvar 2.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Enski boltinn Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg Handbolti Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Golf „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Íslenski boltinn Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Fótbolti Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Fótbolti Sjáðu Albert skora gegn Juventus Fótbolti Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg Íslenski boltinn Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Enski boltinn Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Enski boltinn Fleiri fréttir Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Fyrirliði Kósóvó fór meiddur af velli „Vil ekki fara að sofa því mér líður eins og mig sé að dreyma“ Sjáðu Albert skora gegn Juventus Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn „Við áttum skilið að vinna í dag“ United nálgast efri hlutann Hinrik farinn til Noregs frá ÍA Stólarnir sóttu sinn fyrsta sigur Albert gulltryggði sigurinn gegn Juventus Sjötíu ára titlaþurrð á enda Brynjólfur í hetjuhlutverkinu í hollenska boltanum Merino aftur hetja Arsenal Karólína Lea lagði upp mark í stórsigri Cecilía fékk á sig tvö sjálfsmörk Fjórtán ára stelpa kom inn á í bandarísku atvinnumannadeildinni Íslendingaliðið tók dýrmæt stig af Napoli í toppbaráttunni Vantar fleiri klukkustundir í sólarhringinn Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Fyrsti titill Slot í boði en Newcastle búið að biða í 56 ár Tvíburarnir áttu Arnars og Bjarka stund með unglingaliði Man. Utd Matraðarendurkoma Deli Alli entist bara í níu mínútur Sjá meira