Átta smitaðir í hópsýkingu í Hvassaleiti Hólmfríður Gísladóttir skrifar 3. nóvember 2020 15:11 Íbúðirnar fyrir eldri borgara eru við Hvassaleiti 56-58. Reykjavíkurborg Átta hafa greinst með Covid-19 í hópsýkingu sem kom upp í íbúðum fyrir eldri borgara í Hvassaleiti 56-58 í síðustu viku. Meðal greindu eru tveir starfsmenn og sex íbúar en einn síðarnefndu lést á Landspítalanum um helgina. Alls dvelja 58 í umræddu húsi. „Staðan er sú að fyrripart síðustu viku greinist íbúi með smit og í kjölfarið greinast fleiri íbúar og tveir starfsmenn,“ segir Bryndís Hreiðarsdóttir, starfandi verkefnastjóri félagsstarfs Reykjavíkurborgar sem rekið er á fyrstu hæð hússins. „Þá var tekin ákvörðun um að stór hópur íbúa færi í skimun og þá bætast við tvö smit til viðbótar. Þá voru allir settir í sóttkví.“ Allir starfsmenn félagsstarfsins og nokkrir aðrir einstaklingar sem sinna þjónustu við íbúa voru sendir í sýnatöku en á morgun er stefnt að því að taka sýni hjá öllum íbúum hússins. Að sögn Bryndísar mun sýntatakan fara fram á heimilum fólks. Félagsstarfinu var lokað strax og smit komu upp. „Við vinnum þetta allt í samstarfi við Almannavarnir,“ segir Bryndís, ákvarðanir um framhaldið verði teknar þegar niðurstöður úr sýnatökum liggja fyrir á morgun. „Við vonum af öllu hjarta að það hafi náðst að komast fyrir þetta. Íbúarnir hafa staðið sig ótrúlega vel og sýnt mikið æðruleysi, og allir sem komið hafa að.“ Hún segir íbúann sem lést hafa verið vinsælan í húsinu og að hans verði sárt saknað. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Eldri borgarar Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Fleiri fréttir Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Sjá meira
Átta hafa greinst með Covid-19 í hópsýkingu sem kom upp í íbúðum fyrir eldri borgara í Hvassaleiti 56-58 í síðustu viku. Meðal greindu eru tveir starfsmenn og sex íbúar en einn síðarnefndu lést á Landspítalanum um helgina. Alls dvelja 58 í umræddu húsi. „Staðan er sú að fyrripart síðustu viku greinist íbúi með smit og í kjölfarið greinast fleiri íbúar og tveir starfsmenn,“ segir Bryndís Hreiðarsdóttir, starfandi verkefnastjóri félagsstarfs Reykjavíkurborgar sem rekið er á fyrstu hæð hússins. „Þá var tekin ákvörðun um að stór hópur íbúa færi í skimun og þá bætast við tvö smit til viðbótar. Þá voru allir settir í sóttkví.“ Allir starfsmenn félagsstarfsins og nokkrir aðrir einstaklingar sem sinna þjónustu við íbúa voru sendir í sýnatöku en á morgun er stefnt að því að taka sýni hjá öllum íbúum hússins. Að sögn Bryndísar mun sýntatakan fara fram á heimilum fólks. Félagsstarfinu var lokað strax og smit komu upp. „Við vinnum þetta allt í samstarfi við Almannavarnir,“ segir Bryndís, ákvarðanir um framhaldið verði teknar þegar niðurstöður úr sýnatökum liggja fyrir á morgun. „Við vonum af öllu hjarta að það hafi náðst að komast fyrir þetta. Íbúarnir hafa staðið sig ótrúlega vel og sýnt mikið æðruleysi, og allir sem komið hafa að.“ Hún segir íbúann sem lést hafa verið vinsælan í húsinu og að hans verði sárt saknað.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Eldri borgarar Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Fleiri fréttir Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Sjá meira