Sport

Dag­skráin í dag: Man. United, Valur í Meistara­deild kvenna og úr­vals­deildin í eFót­bolta

Anton Ingi Leifsson skrifar
Hallbera Guðný Gísladóttir
Hallbera Guðný Gísladóttir vísir/bára

Miðvikudagar eru nánast orðnir hátíðardagar á sportrásum Stöðvar 2 um þessar mundir en Meistaradeildin er á dagskránni þriðju vikuna í röð.

Fyrsti leikur dagsins er þó í Meistaradeild kvenna og hér frá Íslandi en klukkan 15.00 verður flautað til leiks í leik Vals og HJK Helsinki í undankeppni Meistaradeild kvenna.

Omega Dubai Moonlight Classic hefst svo á Stöð 2 Golf, einnig klukkan 15.00, og klukkan 16.00 er það leikur Genoa og Torino. Man. United vonast eftir að komast aftur á sigurbrautina er liðið mætir svo Istanbul Basaksehir klukkan 17.55 í Tyrklandi.

Meistaradeildarmessan er á sínum stað klukkan 19.30 þar sem hitað verður upp fyrir leiki kvöldsins en í kvöld má sjá leikina Barcelona og Dynamo Kiev, Leipzig og PSG og Chelsea og Rennes.

Allir leikirnir verða svo gerðir upp í Meildarmörkunum í kvöld en á Stöð 2 eSport er einnig nóg um að vera. Úrvalsdeidin í eFótbolta klukkan 19.30 og svo klukkan 21.30 er það GTS Iceland: Tier 1.

Alla dagskrá dagsins má sjá hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×