Áfall fyrir „litla og saklausa borg“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 3. nóvember 2020 20:46 Hjónin Elma Stefanía og Mikael búa steinsnar frá vettvangi hryðjuverkanna í gærkvöldi. Þau héldu sig innandyra líkt og yfirvöld höfðu sagt fólki að gera og fylgdust með fréttum. Vísir Enn sem komið er bendir ekkert í rannsókn lögreglu til þess að fleiri en einn hafi verið að verki þegar skotárás var gerð á sex stöðum í Vín í gær að sögn Karls Nehammer, innanríkisráðherra. Fjórir fórust í árásinni en lögregla leitaði mögulegra vitorðsmanna í dag. Nokkur vitni hafa þó sagst séð fleiri árásarmenn í gærkvöldi. Innanríkisráðherrann sagðist ekki geta útilokað með öllu að fleiri hafi ekki komið að hryðjuverkunum því lögregluyfirvöld eigi eftir að yfirfara um fimmtíu prósent af myndefni sem þeim hefur borist frá vettvangi árásanna. Íbúum Vínarborgar var sagt að halda sig innandyra í dag á meðan rannsóknin stæði yfir. Lögregla hefur ráðist í húsleit á fjórtán stöðum og handtekið fleiri en tíu. Sautján særðust í árásunum, þar af sjö lífshættulega. Lögreglan skaut árásarmanninn til bana, tuttugu ára karlmann sem losnaði úr fangelsi í desember. Í tilkynningu er honum lýst sem hryðjuverkamanni en hann fékk dóm í apríl fyrir að hafa reynt að komast til Sýrlands og ganga til liðs við hryðjuverkasamtökin sem kenna sig við íslamskt ríki. Hjónin Elma Stefanía Ágústsdóttir og Mikael Torfason eru búsett í Vín og eiga heima steinsnar frá vettvangi árásanna. Elma Stefanía er leikkona við Burgleikhúsið í Vínarborg og Mikael fæst við ritstörf. Elma Stefanía lýsti andrúmsloftinu í borginni í skugga voðaverkanna. „Það er mikill ótti og óöryggi. Vín hefur verið þekkt fyrir að vera örugg. Hún hefur oft verið á lista yfir öruggustu borgir í heimi þannig að þetta kemur manni á óvart. Persónulega hef ég verið örugg hérna þannig að það er áfall þegar svona gerist.“ Elma Stefanía og Mikael voru heima hjá sér þegar voðaverkin áttu sér stað. „Fljótlega eftir að okkur bárust fréttir af þessu þá heyrðum við í lögreglubílum og þyrlum fljúga hérna yfir. Það hefur greinilega verið mikill viðbúnaður. Við höfðum nú vit á að vera ekkert að fara út þannig að við vorum bara inni og fylgdumst með þessu í fréttum,“ sagði Mikael en Elma Stefanía tók við. „Já, ég ætlaði nú út með ruslið og fattaði bara að ég þorði ekki“. Austurríkismönnum hefur verið tíðrætt um ótta í dag en kanslari Austurríkis, Sebastian Kurz, sagði voðaverkin í gær vera árás á frjálst samfélag. Mikael sagði hryðjuverkin áfall fyrir Austurríkismenn, og sér í lagi íbúa Vínarborgar. Þrátt fyrir að vera stórborg sé Vín á sinn hátt „lítil og saklaus“. Fólk upplifi sig öruggt í henni. Elma Stefanía segir eðlilegt að fyllast ótta svo skömmu eftir árás en þó mikilvægt, þegar fram líða stundir, að gefa sig ekki óttanum á vald nú í skugga ógnvekjandi atburða eins og hryðjuverka og heimsfaraldurs. „Þótt þeir veki ótta og óöryggi í fyrstu þá hafa þeir samt þau áhrif að við hristum upp í gildum okkar og því sem skiptir okkur máli, og gerir okkur, kannski, eftir allt saman sterkari sem manneskjur og sem hópur“. Hryðjuverk í Vín Austurríki Tengdar fréttir Árásarmaðurinn í Vín hafði hlotið dóm fyrir tengsl við Íslamska ríkið Árásarmaðurinn í Vínarborg sem lögregla skaut til bana í gærkvöldi hét Kujtim Fejzulai. Hann var tvítugur og bæði ríkisborgari í Austurríki og Norður-Makedóníu. 3. nóvember 2020 10:24 Mikael segir íbúa Vínar í áfalli vegna skotárásarinnar í gær Mikael Torfason og Elma Stefanía búa steinsnar frá vettvangi hörmunganna í Vínarborg. 3. nóvember 2020 09:55 Tala látinna hækkar eftir hryðjuverkaárás í Vínarborg Að minnsta kosti fjórir almennir borgarar, tveir karlmenn og tvær konur, eru látnir eftir hryðjuverkaárás í Vínarborg í Austurríki í gærkvöldi. 3. nóvember 2020 06:35 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Enn sem komið er bendir ekkert í rannsókn lögreglu til þess að fleiri en einn hafi verið að verki þegar skotárás var gerð á sex stöðum í Vín í gær að sögn Karls Nehammer, innanríkisráðherra. Fjórir fórust í árásinni en lögregla leitaði mögulegra vitorðsmanna í dag. Nokkur vitni hafa þó sagst séð fleiri árásarmenn í gærkvöldi. Innanríkisráðherrann sagðist ekki geta útilokað með öllu að fleiri hafi ekki komið að hryðjuverkunum því lögregluyfirvöld eigi eftir að yfirfara um fimmtíu prósent af myndefni sem þeim hefur borist frá vettvangi árásanna. Íbúum Vínarborgar var sagt að halda sig innandyra í dag á meðan rannsóknin stæði yfir. Lögregla hefur ráðist í húsleit á fjórtán stöðum og handtekið fleiri en tíu. Sautján særðust í árásunum, þar af sjö lífshættulega. Lögreglan skaut árásarmanninn til bana, tuttugu ára karlmann sem losnaði úr fangelsi í desember. Í tilkynningu er honum lýst sem hryðjuverkamanni en hann fékk dóm í apríl fyrir að hafa reynt að komast til Sýrlands og ganga til liðs við hryðjuverkasamtökin sem kenna sig við íslamskt ríki. Hjónin Elma Stefanía Ágústsdóttir og Mikael Torfason eru búsett í Vín og eiga heima steinsnar frá vettvangi árásanna. Elma Stefanía er leikkona við Burgleikhúsið í Vínarborg og Mikael fæst við ritstörf. Elma Stefanía lýsti andrúmsloftinu í borginni í skugga voðaverkanna. „Það er mikill ótti og óöryggi. Vín hefur verið þekkt fyrir að vera örugg. Hún hefur oft verið á lista yfir öruggustu borgir í heimi þannig að þetta kemur manni á óvart. Persónulega hef ég verið örugg hérna þannig að það er áfall þegar svona gerist.“ Elma Stefanía og Mikael voru heima hjá sér þegar voðaverkin áttu sér stað. „Fljótlega eftir að okkur bárust fréttir af þessu þá heyrðum við í lögreglubílum og þyrlum fljúga hérna yfir. Það hefur greinilega verið mikill viðbúnaður. Við höfðum nú vit á að vera ekkert að fara út þannig að við vorum bara inni og fylgdumst með þessu í fréttum,“ sagði Mikael en Elma Stefanía tók við. „Já, ég ætlaði nú út með ruslið og fattaði bara að ég þorði ekki“. Austurríkismönnum hefur verið tíðrætt um ótta í dag en kanslari Austurríkis, Sebastian Kurz, sagði voðaverkin í gær vera árás á frjálst samfélag. Mikael sagði hryðjuverkin áfall fyrir Austurríkismenn, og sér í lagi íbúa Vínarborgar. Þrátt fyrir að vera stórborg sé Vín á sinn hátt „lítil og saklaus“. Fólk upplifi sig öruggt í henni. Elma Stefanía segir eðlilegt að fyllast ótta svo skömmu eftir árás en þó mikilvægt, þegar fram líða stundir, að gefa sig ekki óttanum á vald nú í skugga ógnvekjandi atburða eins og hryðjuverka og heimsfaraldurs. „Þótt þeir veki ótta og óöryggi í fyrstu þá hafa þeir samt þau áhrif að við hristum upp í gildum okkar og því sem skiptir okkur máli, og gerir okkur, kannski, eftir allt saman sterkari sem manneskjur og sem hópur“.
Hryðjuverk í Vín Austurríki Tengdar fréttir Árásarmaðurinn í Vín hafði hlotið dóm fyrir tengsl við Íslamska ríkið Árásarmaðurinn í Vínarborg sem lögregla skaut til bana í gærkvöldi hét Kujtim Fejzulai. Hann var tvítugur og bæði ríkisborgari í Austurríki og Norður-Makedóníu. 3. nóvember 2020 10:24 Mikael segir íbúa Vínar í áfalli vegna skotárásarinnar í gær Mikael Torfason og Elma Stefanía búa steinsnar frá vettvangi hörmunganna í Vínarborg. 3. nóvember 2020 09:55 Tala látinna hækkar eftir hryðjuverkaárás í Vínarborg Að minnsta kosti fjórir almennir borgarar, tveir karlmenn og tvær konur, eru látnir eftir hryðjuverkaárás í Vínarborg í Austurríki í gærkvöldi. 3. nóvember 2020 06:35 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Árásarmaðurinn í Vín hafði hlotið dóm fyrir tengsl við Íslamska ríkið Árásarmaðurinn í Vínarborg sem lögregla skaut til bana í gærkvöldi hét Kujtim Fejzulai. Hann var tvítugur og bæði ríkisborgari í Austurríki og Norður-Makedóníu. 3. nóvember 2020 10:24
Mikael segir íbúa Vínar í áfalli vegna skotárásarinnar í gær Mikael Torfason og Elma Stefanía búa steinsnar frá vettvangi hörmunganna í Vínarborg. 3. nóvember 2020 09:55
Tala látinna hækkar eftir hryðjuverkaárás í Vínarborg Að minnsta kosti fjórir almennir borgarar, tveir karlmenn og tvær konur, eru látnir eftir hryðjuverkaárás í Vínarborg í Austurríki í gærkvöldi. 3. nóvember 2020 06:35