Áfall fyrir „litla og saklausa borg“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 3. nóvember 2020 20:46 Hjónin Elma Stefanía og Mikael búa steinsnar frá vettvangi hryðjuverkanna í gærkvöldi. Þau héldu sig innandyra líkt og yfirvöld höfðu sagt fólki að gera og fylgdust með fréttum. Vísir Enn sem komið er bendir ekkert í rannsókn lögreglu til þess að fleiri en einn hafi verið að verki þegar skotárás var gerð á sex stöðum í Vín í gær að sögn Karls Nehammer, innanríkisráðherra. Fjórir fórust í árásinni en lögregla leitaði mögulegra vitorðsmanna í dag. Nokkur vitni hafa þó sagst séð fleiri árásarmenn í gærkvöldi. Innanríkisráðherrann sagðist ekki geta útilokað með öllu að fleiri hafi ekki komið að hryðjuverkunum því lögregluyfirvöld eigi eftir að yfirfara um fimmtíu prósent af myndefni sem þeim hefur borist frá vettvangi árásanna. Íbúum Vínarborgar var sagt að halda sig innandyra í dag á meðan rannsóknin stæði yfir. Lögregla hefur ráðist í húsleit á fjórtán stöðum og handtekið fleiri en tíu. Sautján særðust í árásunum, þar af sjö lífshættulega. Lögreglan skaut árásarmanninn til bana, tuttugu ára karlmann sem losnaði úr fangelsi í desember. Í tilkynningu er honum lýst sem hryðjuverkamanni en hann fékk dóm í apríl fyrir að hafa reynt að komast til Sýrlands og ganga til liðs við hryðjuverkasamtökin sem kenna sig við íslamskt ríki. Hjónin Elma Stefanía Ágústsdóttir og Mikael Torfason eru búsett í Vín og eiga heima steinsnar frá vettvangi árásanna. Elma Stefanía er leikkona við Burgleikhúsið í Vínarborg og Mikael fæst við ritstörf. Elma Stefanía lýsti andrúmsloftinu í borginni í skugga voðaverkanna. „Það er mikill ótti og óöryggi. Vín hefur verið þekkt fyrir að vera örugg. Hún hefur oft verið á lista yfir öruggustu borgir í heimi þannig að þetta kemur manni á óvart. Persónulega hef ég verið örugg hérna þannig að það er áfall þegar svona gerist.“ Elma Stefanía og Mikael voru heima hjá sér þegar voðaverkin áttu sér stað. „Fljótlega eftir að okkur bárust fréttir af þessu þá heyrðum við í lögreglubílum og þyrlum fljúga hérna yfir. Það hefur greinilega verið mikill viðbúnaður. Við höfðum nú vit á að vera ekkert að fara út þannig að við vorum bara inni og fylgdumst með þessu í fréttum,“ sagði Mikael en Elma Stefanía tók við. „Já, ég ætlaði nú út með ruslið og fattaði bara að ég þorði ekki“. Austurríkismönnum hefur verið tíðrætt um ótta í dag en kanslari Austurríkis, Sebastian Kurz, sagði voðaverkin í gær vera árás á frjálst samfélag. Mikael sagði hryðjuverkin áfall fyrir Austurríkismenn, og sér í lagi íbúa Vínarborgar. Þrátt fyrir að vera stórborg sé Vín á sinn hátt „lítil og saklaus“. Fólk upplifi sig öruggt í henni. Elma Stefanía segir eðlilegt að fyllast ótta svo skömmu eftir árás en þó mikilvægt, þegar fram líða stundir, að gefa sig ekki óttanum á vald nú í skugga ógnvekjandi atburða eins og hryðjuverka og heimsfaraldurs. „Þótt þeir veki ótta og óöryggi í fyrstu þá hafa þeir samt þau áhrif að við hristum upp í gildum okkar og því sem skiptir okkur máli, og gerir okkur, kannski, eftir allt saman sterkari sem manneskjur og sem hópur“. Hryðjuverk í Vín Austurríki Tengdar fréttir Árásarmaðurinn í Vín hafði hlotið dóm fyrir tengsl við Íslamska ríkið Árásarmaðurinn í Vínarborg sem lögregla skaut til bana í gærkvöldi hét Kujtim Fejzulai. Hann var tvítugur og bæði ríkisborgari í Austurríki og Norður-Makedóníu. 3. nóvember 2020 10:24 Mikael segir íbúa Vínar í áfalli vegna skotárásarinnar í gær Mikael Torfason og Elma Stefanía búa steinsnar frá vettvangi hörmunganna í Vínarborg. 3. nóvember 2020 09:55 Tala látinna hækkar eftir hryðjuverkaárás í Vínarborg Að minnsta kosti fjórir almennir borgarar, tveir karlmenn og tvær konur, eru látnir eftir hryðjuverkaárás í Vínarborg í Austurríki í gærkvöldi. 3. nóvember 2020 06:35 Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Fleiri fréttir Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Sjá meira
Enn sem komið er bendir ekkert í rannsókn lögreglu til þess að fleiri en einn hafi verið að verki þegar skotárás var gerð á sex stöðum í Vín í gær að sögn Karls Nehammer, innanríkisráðherra. Fjórir fórust í árásinni en lögregla leitaði mögulegra vitorðsmanna í dag. Nokkur vitni hafa þó sagst séð fleiri árásarmenn í gærkvöldi. Innanríkisráðherrann sagðist ekki geta útilokað með öllu að fleiri hafi ekki komið að hryðjuverkunum því lögregluyfirvöld eigi eftir að yfirfara um fimmtíu prósent af myndefni sem þeim hefur borist frá vettvangi árásanna. Íbúum Vínarborgar var sagt að halda sig innandyra í dag á meðan rannsóknin stæði yfir. Lögregla hefur ráðist í húsleit á fjórtán stöðum og handtekið fleiri en tíu. Sautján særðust í árásunum, þar af sjö lífshættulega. Lögreglan skaut árásarmanninn til bana, tuttugu ára karlmann sem losnaði úr fangelsi í desember. Í tilkynningu er honum lýst sem hryðjuverkamanni en hann fékk dóm í apríl fyrir að hafa reynt að komast til Sýrlands og ganga til liðs við hryðjuverkasamtökin sem kenna sig við íslamskt ríki. Hjónin Elma Stefanía Ágústsdóttir og Mikael Torfason eru búsett í Vín og eiga heima steinsnar frá vettvangi árásanna. Elma Stefanía er leikkona við Burgleikhúsið í Vínarborg og Mikael fæst við ritstörf. Elma Stefanía lýsti andrúmsloftinu í borginni í skugga voðaverkanna. „Það er mikill ótti og óöryggi. Vín hefur verið þekkt fyrir að vera örugg. Hún hefur oft verið á lista yfir öruggustu borgir í heimi þannig að þetta kemur manni á óvart. Persónulega hef ég verið örugg hérna þannig að það er áfall þegar svona gerist.“ Elma Stefanía og Mikael voru heima hjá sér þegar voðaverkin áttu sér stað. „Fljótlega eftir að okkur bárust fréttir af þessu þá heyrðum við í lögreglubílum og þyrlum fljúga hérna yfir. Það hefur greinilega verið mikill viðbúnaður. Við höfðum nú vit á að vera ekkert að fara út þannig að við vorum bara inni og fylgdumst með þessu í fréttum,“ sagði Mikael en Elma Stefanía tók við. „Já, ég ætlaði nú út með ruslið og fattaði bara að ég þorði ekki“. Austurríkismönnum hefur verið tíðrætt um ótta í dag en kanslari Austurríkis, Sebastian Kurz, sagði voðaverkin í gær vera árás á frjálst samfélag. Mikael sagði hryðjuverkin áfall fyrir Austurríkismenn, og sér í lagi íbúa Vínarborgar. Þrátt fyrir að vera stórborg sé Vín á sinn hátt „lítil og saklaus“. Fólk upplifi sig öruggt í henni. Elma Stefanía segir eðlilegt að fyllast ótta svo skömmu eftir árás en þó mikilvægt, þegar fram líða stundir, að gefa sig ekki óttanum á vald nú í skugga ógnvekjandi atburða eins og hryðjuverka og heimsfaraldurs. „Þótt þeir veki ótta og óöryggi í fyrstu þá hafa þeir samt þau áhrif að við hristum upp í gildum okkar og því sem skiptir okkur máli, og gerir okkur, kannski, eftir allt saman sterkari sem manneskjur og sem hópur“.
Hryðjuverk í Vín Austurríki Tengdar fréttir Árásarmaðurinn í Vín hafði hlotið dóm fyrir tengsl við Íslamska ríkið Árásarmaðurinn í Vínarborg sem lögregla skaut til bana í gærkvöldi hét Kujtim Fejzulai. Hann var tvítugur og bæði ríkisborgari í Austurríki og Norður-Makedóníu. 3. nóvember 2020 10:24 Mikael segir íbúa Vínar í áfalli vegna skotárásarinnar í gær Mikael Torfason og Elma Stefanía búa steinsnar frá vettvangi hörmunganna í Vínarborg. 3. nóvember 2020 09:55 Tala látinna hækkar eftir hryðjuverkaárás í Vínarborg Að minnsta kosti fjórir almennir borgarar, tveir karlmenn og tvær konur, eru látnir eftir hryðjuverkaárás í Vínarborg í Austurríki í gærkvöldi. 3. nóvember 2020 06:35 Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Fleiri fréttir Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Sjá meira
Árásarmaðurinn í Vín hafði hlotið dóm fyrir tengsl við Íslamska ríkið Árásarmaðurinn í Vínarborg sem lögregla skaut til bana í gærkvöldi hét Kujtim Fejzulai. Hann var tvítugur og bæði ríkisborgari í Austurríki og Norður-Makedóníu. 3. nóvember 2020 10:24
Mikael segir íbúa Vínar í áfalli vegna skotárásarinnar í gær Mikael Torfason og Elma Stefanía búa steinsnar frá vettvangi hörmunganna í Vínarborg. 3. nóvember 2020 09:55
Tala látinna hækkar eftir hryðjuverkaárás í Vínarborg Að minnsta kosti fjórir almennir borgarar, tveir karlmenn og tvær konur, eru látnir eftir hryðjuverkaárás í Vínarborg í Austurríki í gærkvöldi. 3. nóvember 2020 06:35