Afar mjótt á munum í fjölda ríkja Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 4. nóvember 2020 12:28 Trump er nú með forskot í nokkrum ríkjum en Biden gæti vel náð yfirhöndinni. Vísir Enn er ekki ljóst hver vann forsetakosningarnar sem fram fóru í Bandaríkjunum í gær. Donald Trump forseti hefur þó lýst yfir sigri. Eins og staðan er núna hefur Trump tryggt sér sigur í ríkjum sem veita honum stuðning 213 kjörmanna. Demókratinn Joe Biden er kominn með 238. Alls þarf 270 til að vinna og ekki tímabært enn að lýsa yfir sigurvegara í sjö ríkjum. Trump leiðir víða Trump leiðir núna í Georgíu með tveimur prósentum þegar 94 prósent atkvæða eru talin, samkvæmt AP fréttaveitunni. Þá leiðir hann í Norður-Karólínu með um einu prósenti þegar 94 prósent atkvæða hafa verið talin. Í Michigan leiðir Trump með einu prósenti samkvæmt AP og hafa 87 prósent atkvæða verið talin. Í Pennsylvaníu með 13 prósentum, 64 prósent hafa verið talin. Og með þrjátíu prósentum í Alaska, þriðjungur hefur verið talinn. Biden leiðir í Nevada með einu prósenti, búið að telja 67 prósent. Einnig í Wisconsin með 0.2 prósentum, 95 prósent talin. Ef staðan helst óbreytt fær Biden 252 kjörmenn, Trump 283 og myndi þannig ná endurkjöri. Ótímabær yfirlýsing Forsetinn lýsti yfir sigri í morgun og fór fram á að atkvæðagreiðslu yrði hætt, henni er raunar þegar lokið, og sagðist ætla með kosningarnar fyrir hæstarétt. Trump hefur áður sagt, án rökstuðnings, að póstatkvæði muni leiða til svindls. Hingað til hafa þau einkum fallið með Biden og stór hluti þeirra atkvæða sem eftir á að telja eru einmitt póstatkvæði. Forsetinn má ekki við því að missa forskot sitt í neinu þeirra ríkja sem hann leiðir, utan reyndar Alaska, og vegna þess að eftir á að telja fjölda póstatkvæða sem og atkvæða úr stórborgum búast greinendur í Bandaríkjunum við því að Biden eigi góðar líkur á að ná kjöri. Einnig var kosið til fulltrúadeildar þingsins og um þriðjung sæta í öldungadeildinni. Ljóst er að Demókratar halda meirihluta sínum í fulltrúadeildinni en óljóst er hvorum megin öldungadeildin fellur.
Enn er ekki ljóst hver vann forsetakosningarnar sem fram fóru í Bandaríkjunum í gær. Donald Trump forseti hefur þó lýst yfir sigri. Eins og staðan er núna hefur Trump tryggt sér sigur í ríkjum sem veita honum stuðning 213 kjörmanna. Demókratinn Joe Biden er kominn með 238. Alls þarf 270 til að vinna og ekki tímabært enn að lýsa yfir sigurvegara í sjö ríkjum. Trump leiðir víða Trump leiðir núna í Georgíu með tveimur prósentum þegar 94 prósent atkvæða eru talin, samkvæmt AP fréttaveitunni. Þá leiðir hann í Norður-Karólínu með um einu prósenti þegar 94 prósent atkvæða hafa verið talin. Í Michigan leiðir Trump með einu prósenti samkvæmt AP og hafa 87 prósent atkvæða verið talin. Í Pennsylvaníu með 13 prósentum, 64 prósent hafa verið talin. Og með þrjátíu prósentum í Alaska, þriðjungur hefur verið talinn. Biden leiðir í Nevada með einu prósenti, búið að telja 67 prósent. Einnig í Wisconsin með 0.2 prósentum, 95 prósent talin. Ef staðan helst óbreytt fær Biden 252 kjörmenn, Trump 283 og myndi þannig ná endurkjöri. Ótímabær yfirlýsing Forsetinn lýsti yfir sigri í morgun og fór fram á að atkvæðagreiðslu yrði hætt, henni er raunar þegar lokið, og sagðist ætla með kosningarnar fyrir hæstarétt. Trump hefur áður sagt, án rökstuðnings, að póstatkvæði muni leiða til svindls. Hingað til hafa þau einkum fallið með Biden og stór hluti þeirra atkvæða sem eftir á að telja eru einmitt póstatkvæði. Forsetinn má ekki við því að missa forskot sitt í neinu þeirra ríkja sem hann leiðir, utan reyndar Alaska, og vegna þess að eftir á að telja fjölda póstatkvæða sem og atkvæða úr stórborgum búast greinendur í Bandaríkjunum við því að Biden eigi góðar líkur á að ná kjöri. Einnig var kosið til fulltrúadeildar þingsins og um þriðjung sæta í öldungadeildinni. Ljóst er að Demókratar halda meirihluta sínum í fulltrúadeildinni en óljóst er hvorum megin öldungadeildin fellur.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir „Virkilega ömurlegt að vakna í dag!“ Veruleg vonbrigði hafa brotist út á samfélagsmiðlum í nótt og í morgun, þar eru margir frústreraðir vegna stöðunnar í Bandaríkjunum. 4. nóvember 2020 11:39 Trump lýsti yfir sigri þótt úrslit séu hvergi nærri ráðin Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lýsti yfir sigri í kosningum í nótt þegar hann steig á svið með Mike Pence, varaforseta. 4. nóvember 2020 07:44 Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fleiri fréttir Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Sjá meira
„Virkilega ömurlegt að vakna í dag!“ Veruleg vonbrigði hafa brotist út á samfélagsmiðlum í nótt og í morgun, þar eru margir frústreraðir vegna stöðunnar í Bandaríkjunum. 4. nóvember 2020 11:39
Trump lýsti yfir sigri þótt úrslit séu hvergi nærri ráðin Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lýsti yfir sigri í kosningum í nótt þegar hann steig á svið með Mike Pence, varaforseta. 4. nóvember 2020 07:44