Þrír Íslandsvinir í litháíska hópnum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. nóvember 2020 15:01 Vilius Rasimas hefur farið vel af stað með Selfossi í Olís-deild karla. vísir/hulda margrét Leið íslenska karlalandsliðsins í handbolta á tólfta Evrópumótið í röð hefst í kvöld þegar Ísland tekur á móti Litháen í fyrsta leik sínum í undankeppni EM 2022. Í litháíska landsliðshópnum má finna þrjá leikmenn sem spila eða hafa spilað á Íslandi. Þetta eru markverðirnir Vilius Rasimas og Giedrius Morkunas og örvhenta skyttan Mindaugas Dumcius. Rasimas leikur með Selfossi en hann gekk í raðir liðsins frá Aue í Þýskalandi fyrir þetta tímabil. Hann hefur farið vel af stað með Selfyssingum og varði 35,2 prósent þeirra skota sem hann fékk á sig í fyrstu fjórum leikjum liðsins í Olís-deildinni. „Það er margt nýtt fyrir mér hérna en ég nýt þess að vera hér, sem og fjölskylda mín. Við reynum að ferðast mikið þegar við höfum tíma. Hingað til hefur allt verið gott,“ sagði Rasimas í viðtali í Seinni bylgjunni á dögunum. Það má sjá hér fyrir neðan. Morkunas lék með Haukum við góðan orðstír á árunum 2012-17. Hann varð Íslandsmeistari með Haukum 2015 og 2016, bikarmeistari 2014 og deildarmeistari 2012, 2013, 2014 og 2016. Morkunas hefur undanfarin ár leikið með Riihimäki Cocks, besta liðinu í Finnlandi. Dumcius lék með Akureyri tímabilið 2016-17. Hann skoraði grimmt og var markahæsti leikmaður liðsins með 127 mörk. Þau dugðu þó ekki til að halda Akureyri í Olís-deildinni en liðið endaði í tíunda og neðsta sæti hennar. Dumcius leikur nú með Elbflorenz 2006 í B-deildinni í Þýskalandi. Hann er næstmarkahæsti leikmaður liðsins á tímabilinu með nítján mörk. Dumcius og Morkunas léku báðir með litháíska landsliðinu þegar það mætti því íslenska í umspili um sæti á HM sumarið 2018. Liðin gerðu jafntefli í fyrri leiknum í Litháen, 27-27, en Íslendingar tryggðu sér farseðilinn á HM með 34-31 sigri í seinni leiknum í Laugardalshöllinni. Leikstjórnandinn Aidenas Malasinskas reyndist íslenska liðinu erfiður í leikjunum gegn Litháen fyrir tveimur árum. Hann skoraði samtals fimmtán mörk í leikjunum tveimur og fór oft illa með íslensku vörnina. Malasinskas er langbesti leikmaður Litháa. Hann leikur með úkraínska liðinu Motor Zaporizhia sem er fastagestur í Meistaradeild Evrópu. Þjálfari liðsins er landi Malasinskas, Gintaras Savukynas. Hann er Íslendingum að góðu kunnur en hann lék með Aftureldingu og Gróttu/KR hér á landi og varð m.a. þrefaldur meistari með Mosfellingum tímabilið 1998-99. Þá þjálfaði Gintaras lið ÍBV um tíma. Leikur Íslands og Litháens hefst klukkan 19:45 og verður í beinni textalýsingu á Vísi. EM 2022 í handbolta Tengdar fréttir Þarf að hlusta vel og spyrja mikið „Ég er ótrúlega stoltur,“ segir Eyjamaðurinn Hákon Daði Styrmisson sem verður með íslenska landsliðinu í Laugardalshöll í kvöld þegar undankeppni EM í handbolta hefst. 4. nóvember 2020 13:00 Datt ekki í hug að hann yrði meðal þeirra markahæstu í Þýskalandi Viggó Kristjánsson hefur farið frábærlega af stað með nýja liðinu sínu, Stuttgart, og er í hópi markahæstu leikmanna þýsku úrvalsdeildarinnar í handbolta. 4. nóvember 2020 09:00 Guðmundur um HM í janúar: Ég sé þetta ekki fyrir mér Guðmundur Þórður Guðmundsson, landsliðsþjálfari í handbolta, efast um að HM í Egyptalandi, sem á að fara fram í janúar næstkomandi, verði haldið til streitu. 3. nóvember 2020 19:09 Mest lesið Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti Amorim vildi ekki ræða framtíðina Fótbolti Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins Körfubolti Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Fótbolti Fleiri fréttir Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Sjá meira
Leið íslenska karlalandsliðsins í handbolta á tólfta Evrópumótið í röð hefst í kvöld þegar Ísland tekur á móti Litháen í fyrsta leik sínum í undankeppni EM 2022. Í litháíska landsliðshópnum má finna þrjá leikmenn sem spila eða hafa spilað á Íslandi. Þetta eru markverðirnir Vilius Rasimas og Giedrius Morkunas og örvhenta skyttan Mindaugas Dumcius. Rasimas leikur með Selfossi en hann gekk í raðir liðsins frá Aue í Þýskalandi fyrir þetta tímabil. Hann hefur farið vel af stað með Selfyssingum og varði 35,2 prósent þeirra skota sem hann fékk á sig í fyrstu fjórum leikjum liðsins í Olís-deildinni. „Það er margt nýtt fyrir mér hérna en ég nýt þess að vera hér, sem og fjölskylda mín. Við reynum að ferðast mikið þegar við höfum tíma. Hingað til hefur allt verið gott,“ sagði Rasimas í viðtali í Seinni bylgjunni á dögunum. Það má sjá hér fyrir neðan. Morkunas lék með Haukum við góðan orðstír á árunum 2012-17. Hann varð Íslandsmeistari með Haukum 2015 og 2016, bikarmeistari 2014 og deildarmeistari 2012, 2013, 2014 og 2016. Morkunas hefur undanfarin ár leikið með Riihimäki Cocks, besta liðinu í Finnlandi. Dumcius lék með Akureyri tímabilið 2016-17. Hann skoraði grimmt og var markahæsti leikmaður liðsins með 127 mörk. Þau dugðu þó ekki til að halda Akureyri í Olís-deildinni en liðið endaði í tíunda og neðsta sæti hennar. Dumcius leikur nú með Elbflorenz 2006 í B-deildinni í Þýskalandi. Hann er næstmarkahæsti leikmaður liðsins á tímabilinu með nítján mörk. Dumcius og Morkunas léku báðir með litháíska landsliðinu þegar það mætti því íslenska í umspili um sæti á HM sumarið 2018. Liðin gerðu jafntefli í fyrri leiknum í Litháen, 27-27, en Íslendingar tryggðu sér farseðilinn á HM með 34-31 sigri í seinni leiknum í Laugardalshöllinni. Leikstjórnandinn Aidenas Malasinskas reyndist íslenska liðinu erfiður í leikjunum gegn Litháen fyrir tveimur árum. Hann skoraði samtals fimmtán mörk í leikjunum tveimur og fór oft illa með íslensku vörnina. Malasinskas er langbesti leikmaður Litháa. Hann leikur með úkraínska liðinu Motor Zaporizhia sem er fastagestur í Meistaradeild Evrópu. Þjálfari liðsins er landi Malasinskas, Gintaras Savukynas. Hann er Íslendingum að góðu kunnur en hann lék með Aftureldingu og Gróttu/KR hér á landi og varð m.a. þrefaldur meistari með Mosfellingum tímabilið 1998-99. Þá þjálfaði Gintaras lið ÍBV um tíma. Leikur Íslands og Litháens hefst klukkan 19:45 og verður í beinni textalýsingu á Vísi.
EM 2022 í handbolta Tengdar fréttir Þarf að hlusta vel og spyrja mikið „Ég er ótrúlega stoltur,“ segir Eyjamaðurinn Hákon Daði Styrmisson sem verður með íslenska landsliðinu í Laugardalshöll í kvöld þegar undankeppni EM í handbolta hefst. 4. nóvember 2020 13:00 Datt ekki í hug að hann yrði meðal þeirra markahæstu í Þýskalandi Viggó Kristjánsson hefur farið frábærlega af stað með nýja liðinu sínu, Stuttgart, og er í hópi markahæstu leikmanna þýsku úrvalsdeildarinnar í handbolta. 4. nóvember 2020 09:00 Guðmundur um HM í janúar: Ég sé þetta ekki fyrir mér Guðmundur Þórður Guðmundsson, landsliðsþjálfari í handbolta, efast um að HM í Egyptalandi, sem á að fara fram í janúar næstkomandi, verði haldið til streitu. 3. nóvember 2020 19:09 Mest lesið Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti Amorim vildi ekki ræða framtíðina Fótbolti Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins Körfubolti Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Fótbolti Fleiri fréttir Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Sjá meira
Þarf að hlusta vel og spyrja mikið „Ég er ótrúlega stoltur,“ segir Eyjamaðurinn Hákon Daði Styrmisson sem verður með íslenska landsliðinu í Laugardalshöll í kvöld þegar undankeppni EM í handbolta hefst. 4. nóvember 2020 13:00
Datt ekki í hug að hann yrði meðal þeirra markahæstu í Þýskalandi Viggó Kristjánsson hefur farið frábærlega af stað með nýja liðinu sínu, Stuttgart, og er í hópi markahæstu leikmanna þýsku úrvalsdeildarinnar í handbolta. 4. nóvember 2020 09:00
Guðmundur um HM í janúar: Ég sé þetta ekki fyrir mér Guðmundur Þórður Guðmundsson, landsliðsþjálfari í handbolta, efast um að HM í Egyptalandi, sem á að fara fram í janúar næstkomandi, verði haldið til streitu. 3. nóvember 2020 19:09