Biden leiðir í ríkjum sem samtals myndu tryggja 270 kjörmenn Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 4. nóvember 2020 14:49 Joe Biden var sigurviss í morgun þegar þessi mynd var tekin. AP/Paul Sancya Joe Biden, frambjóðandi Demókrata í forsetakosningnum í Bandaríkjunum er nú með forystu í ríkjum sem samtals myndu tryggja honum 270 kjörmenn verði þetta endanleg niðurstaða kosninganna. Enn er þó langt í að hægt sé að skera úr um hvort hann eða Trump hafi borið sigur úr býtum. Talan 270 kjörmenn er mikilvæg því það er lágmarksfjöldi kjörmanna sem þarf til þess að sigra í forsetakosningunum. Biden leiðir nú í ríkjum sem duga til að ná í þessa töfratölu samkvæmt talningu Decision Desk HQ, sérhæfðs fjölmiðils sem er einn af sjö sem treyst er til þess að geta sagt til um niðurstöður kosninganna. Biden has taken the lead in Michigan, according to the APAlong with AZ, NV and WI, he now leads in states worth 270 electoral votes--the number needed to winhttps://t.co/8bdQchP5zB— Nate Cohn (@Nate_Cohn) November 4, 2020 Taka skal þó þessu með þeim fyrirvara að talningu er ekki lokið í þessum fjórum ríkjum auk þess sem að talningu er ekki lokið í Georgíu, Pennsylvaníu og Norður-Karólínu þar sem Trump leiðir eins og er. Staðan gæti því vel breyst í báðar áttir eftir því sem líður á daginn og fleiri atkvæði verða talin. Biden er talin vera öruggur með alls 227 kjörmenn og Trump með 213. Decision Desk metur það sem svo að Biden hafi náð forskoti á Trump í Arizona, Nevada, Michigan og Wisconsin og nái þar með 270 kjörmönnum verði þetta endanleg niðurstaða. For the first time, AP's running vote tally now shows Biden ahead in Michigan pic.twitter.com/K1Fr9RR7Nr— Jonathan Oosting (@jonathanoosting) November 4, 2020 Biden has taken the lead in Michigan, according to the APAlong with AZ, NV and WI, he now leads in states worth 270 electoral votes--the number needed to winhttps://t.co/8bdQchP5zB— Nate Cohn (@Nate_Cohn) November 4, 2020 Fylgið hefur breyst töluvert eftir því sem liður hefur á daginn. Hefur Biden náð að salla niður forskot Trumps í Wisconsin og Michigan eftir því sem fleiri utankjörfundaratkvæði hafa verið talin, en demókratar voru líklegri til þess að nýta sér póstatkvæði svo dæmi séu tekin. Það sama má segja um Pennsylvaníu en þar hefur Trump ágætt forskot, sem þó eru uppi efasemdir um að muni duga honum. Nate Cohn, sem hefur verið að skoða mögulegar sviðsmyndir í kosningunum fyrir New York Times, segir fólk ekki átta sig á því hversu „blá“ utankjörfundar- og póstatkvæðin verða í Pennsylvaníu, Michigan og Wisconsin. Síðasta klukkutímann hefur Biden unnið á í Michigan og er nú með fleiri atkvæði en Trump, en litlu munar. Staðan sem stendur: Wisconsin - Biden +0,6 Norður Karólína - Trump +1,4 Georgía - Trump +2 Michigan - Biden +0,2 Nevada - Biden +0,6 Arizona - Biden +5 Pennsylvanía - Trump +11 Greinendur telja líklegt að Arizona og Wisconin muni enda í dálki Bidens en afar mjótt er á munum í Nevada þar sem aðeins átta þúsund atkvæði skilja að Biden og Trump, Biden í vil. Kjörstjórnin þar hefur sagt að frekari niðurstöður þar verði ekki gefnar út fyrr en á fimmtudaginn. Búist er við niðurstöðum í Wisconsin, Michigan, Arizona og Georgíu í dag, Pennsylvaníu á föstudaginn og Nevada mögulega á fimmtudaginn.
Joe Biden, frambjóðandi Demókrata í forsetakosningnum í Bandaríkjunum er nú með forystu í ríkjum sem samtals myndu tryggja honum 270 kjörmenn verði þetta endanleg niðurstaða kosninganna. Enn er þó langt í að hægt sé að skera úr um hvort hann eða Trump hafi borið sigur úr býtum. Talan 270 kjörmenn er mikilvæg því það er lágmarksfjöldi kjörmanna sem þarf til þess að sigra í forsetakosningunum. Biden leiðir nú í ríkjum sem duga til að ná í þessa töfratölu samkvæmt talningu Decision Desk HQ, sérhæfðs fjölmiðils sem er einn af sjö sem treyst er til þess að geta sagt til um niðurstöður kosninganna. Biden has taken the lead in Michigan, according to the APAlong with AZ, NV and WI, he now leads in states worth 270 electoral votes--the number needed to winhttps://t.co/8bdQchP5zB— Nate Cohn (@Nate_Cohn) November 4, 2020 Taka skal þó þessu með þeim fyrirvara að talningu er ekki lokið í þessum fjórum ríkjum auk þess sem að talningu er ekki lokið í Georgíu, Pennsylvaníu og Norður-Karólínu þar sem Trump leiðir eins og er. Staðan gæti því vel breyst í báðar áttir eftir því sem líður á daginn og fleiri atkvæði verða talin. Biden er talin vera öruggur með alls 227 kjörmenn og Trump með 213. Decision Desk metur það sem svo að Biden hafi náð forskoti á Trump í Arizona, Nevada, Michigan og Wisconsin og nái þar með 270 kjörmönnum verði þetta endanleg niðurstaða. For the first time, AP's running vote tally now shows Biden ahead in Michigan pic.twitter.com/K1Fr9RR7Nr— Jonathan Oosting (@jonathanoosting) November 4, 2020 Biden has taken the lead in Michigan, according to the APAlong with AZ, NV and WI, he now leads in states worth 270 electoral votes--the number needed to winhttps://t.co/8bdQchP5zB— Nate Cohn (@Nate_Cohn) November 4, 2020 Fylgið hefur breyst töluvert eftir því sem liður hefur á daginn. Hefur Biden náð að salla niður forskot Trumps í Wisconsin og Michigan eftir því sem fleiri utankjörfundaratkvæði hafa verið talin, en demókratar voru líklegri til þess að nýta sér póstatkvæði svo dæmi séu tekin. Það sama má segja um Pennsylvaníu en þar hefur Trump ágætt forskot, sem þó eru uppi efasemdir um að muni duga honum. Nate Cohn, sem hefur verið að skoða mögulegar sviðsmyndir í kosningunum fyrir New York Times, segir fólk ekki átta sig á því hversu „blá“ utankjörfundar- og póstatkvæðin verða í Pennsylvaníu, Michigan og Wisconsin. Síðasta klukkutímann hefur Biden unnið á í Michigan og er nú með fleiri atkvæði en Trump, en litlu munar. Staðan sem stendur: Wisconsin - Biden +0,6 Norður Karólína - Trump +1,4 Georgía - Trump +2 Michigan - Biden +0,2 Nevada - Biden +0,6 Arizona - Biden +5 Pennsylvanía - Trump +11 Greinendur telja líklegt að Arizona og Wisconin muni enda í dálki Bidens en afar mjótt er á munum í Nevada þar sem aðeins átta þúsund atkvæði skilja að Biden og Trump, Biden í vil. Kjörstjórnin þar hefur sagt að frekari niðurstöður þar verði ekki gefnar út fyrr en á fimmtudaginn. Búist er við niðurstöðum í Wisconsin, Michigan, Arizona og Georgíu í dag, Pennsylvaníu á föstudaginn og Nevada mögulega á fimmtudaginn.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Fleiri leiðir til sigurs fyrir Joe Biden Hulda Þórisdóttir, dósent í stjórnmálafræði, segir að staðan daginn eftir kosningar í Bandaríkjunum rími við það sem sérfræðingar í skoðanakönnunum vestan hafs, sem hún taki mark á, hafi sagt fyrir kosningar; að úrslitin myndi alls ekki ráðast strax morguninn eftir. 4. nóvember 2020 14:37 Setti sjö hundruð milljónir á Donald Trump Breskur maður veðjaði á sigur Donalds Trump í forsetakosningunum í Bandaríkjunum. Hann lagði fimm milljónir dollara undir eða sem svarar um sjö hundruð milljónum íslenskra króna. 4. nóvember 2020 14:27 Afar mjótt á munum í fjölda ríkja Enn er ekki ljóst hver vann forsetakosningarnar sem fram fóru í Bandaríkjunum í gær. Donald Trump forseti hefur þó lýst yfir sigri. 4. nóvember 2020 12:28 Trump lýsti yfir sigri þótt úrslit séu hvergi nærri ráðin Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lýsti yfir sigri í kosningum í nótt þegar hann steig á svið með Mike Pence, varaforseta. 4. nóvember 2020 07:44 Mest lesið Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Fleiri fréttir Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Sjá meira
Fleiri leiðir til sigurs fyrir Joe Biden Hulda Þórisdóttir, dósent í stjórnmálafræði, segir að staðan daginn eftir kosningar í Bandaríkjunum rími við það sem sérfræðingar í skoðanakönnunum vestan hafs, sem hún taki mark á, hafi sagt fyrir kosningar; að úrslitin myndi alls ekki ráðast strax morguninn eftir. 4. nóvember 2020 14:37
Setti sjö hundruð milljónir á Donald Trump Breskur maður veðjaði á sigur Donalds Trump í forsetakosningunum í Bandaríkjunum. Hann lagði fimm milljónir dollara undir eða sem svarar um sjö hundruð milljónum íslenskra króna. 4. nóvember 2020 14:27
Afar mjótt á munum í fjölda ríkja Enn er ekki ljóst hver vann forsetakosningarnar sem fram fóru í Bandaríkjunum í gær. Donald Trump forseti hefur þó lýst yfir sigri. 4. nóvember 2020 12:28
Trump lýsti yfir sigri þótt úrslit séu hvergi nærri ráðin Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lýsti yfir sigri í kosningum í nótt þegar hann steig á svið með Mike Pence, varaforseta. 4. nóvember 2020 07:44
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent