Covid-19 smit á sambýli fyrir konur með heilabilun Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. nóvember 2020 14:42 Frá Foldabæ í Grafarvogi. Úrræðið hefur verið starfrækt í 24 ár. Reykjavíkurborg Einn starfsmaður og einn íbúi á Foldabæ, sem er sambýli fyrir konur með heilabilun, hafa greinst með Covid-19. Sjö starfsmenn velferðarsviðs og allir íbúar heimilisins eru í sóttkví. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Þar segir að einn starfsmaður í Foldabæ, sem er herbergjasambýli fyrir konur með heilabilun, hafi greinst með Covid-19 í síðustu viku. „Þegar upp komst um smitið var tekin ákvörðun um að taka sýni úr öllum konunum sem búa í Foldabæ, þrátt fyrir að þær væru allar einkennalausar. Úr þeirri sýnatöku kom í ljós að ein kvennanna var með Covid-19 og var hún flutt á Landspítalann. Hún hefur enn lítil einkenni og sömu sögu er að segja af starfsmanninum sem er í einangrun heimafyrir.“ Foldabær er opið herbergjasambýli og konurnar sem þar búa eru í miklu návígi hver við aðra. „Þær borða saman og verja bróðurparti dagsins saman við ýmsa afþreyingu. Þar sem þær eru allar með heilabilun er ekki hægt að einangra þær hverja frá annarri og koma í veg fyrir að þær eigi í samskiptum sín á milli. Þær eru því allar í sóttkví og heimilið meðhöndlað líkt og þær hafi allar smitast. Starfsmenn sinna þeim í fullum skrúða – með hanska, grímur og í hlífðarbúningi.“ Jórunn Frímannsdóttir, forstöðukona hjúkrunarheimilisins Droplaugarstaða sem Foldabær tilheyrir, segir að nauðsynlegt hafi verið að bregðast hratt við með markvissum aðgerðum, þegar ljóst var að smit hefði komið upp í Foldabæ. „Þetta hefur gengið ótrúlega vel. Kerfið allt brást hratt við og strax á mánudag vorum við komin með gáma fyrir utan húsið með starfsmannaaðstöðu, þar sem er salerni og sturta.“ Hún segir konunum í Foldabæ líða ágætlega, þó þær séu sumar hverjar hissa á viðbúnaðinum og eigi erfitt með að skilja hvers vegna starfsfólk sé klætt í búninga. Allt kapp sé lagt á að þeim líði sem best við þessar aðstæður. Þá sé áhersla lögð á að halda aðstandendum upplýstum. Hringt hafi verið í aðstandendur allra íbúa strax á mánudagsmorgun og síðan þá séu daglegir upplýsingapóstar sendir út. Þá séu upplýsingar og myndir settar reglulega inn á lokaða síðu fyrir aðstandendur. Það sé nauðsynlegt því aðstandendum þyki mörgum hverjum erfitt að fá ekki að koma í heimsókn. Jórunn er afar þakklát hjúkrunarstjóra Droplaugarstaða sem og starfsfólki Foldabæjar sem hefur lagt mikið á sig. „Ég tek ofan fyrir starfsfólkinu í Foldabæ sem leggur það á sig að vinna við svona flóknar aðstæður. Hjúkrunarstjóri Droplaugarstaða hefur staðið eins og klettur í þessu með mér og okkur hefur gengið vel að manna vaktir. Það er svo mikils virði að finna hvað margir eru tilbúnir að stíga inn og aðstoða þegar á reynir.“ Tveir starfsmanna í Foldabæ losna úr sóttkví í dag eða á morgun, reynist sýni úr þeim neikvæð. Á sunnudag fara aðrir starfsmenn og konurnar í Foldabæ aftur í sýnatöku og eru því laus úr sóttkví, greinist ekkert þeirra með smit þá. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Mest lesið Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Fleiri fréttir „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Sjá meira
Einn starfsmaður og einn íbúi á Foldabæ, sem er sambýli fyrir konur með heilabilun, hafa greinst með Covid-19. Sjö starfsmenn velferðarsviðs og allir íbúar heimilisins eru í sóttkví. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Þar segir að einn starfsmaður í Foldabæ, sem er herbergjasambýli fyrir konur með heilabilun, hafi greinst með Covid-19 í síðustu viku. „Þegar upp komst um smitið var tekin ákvörðun um að taka sýni úr öllum konunum sem búa í Foldabæ, þrátt fyrir að þær væru allar einkennalausar. Úr þeirri sýnatöku kom í ljós að ein kvennanna var með Covid-19 og var hún flutt á Landspítalann. Hún hefur enn lítil einkenni og sömu sögu er að segja af starfsmanninum sem er í einangrun heimafyrir.“ Foldabær er opið herbergjasambýli og konurnar sem þar búa eru í miklu návígi hver við aðra. „Þær borða saman og verja bróðurparti dagsins saman við ýmsa afþreyingu. Þar sem þær eru allar með heilabilun er ekki hægt að einangra þær hverja frá annarri og koma í veg fyrir að þær eigi í samskiptum sín á milli. Þær eru því allar í sóttkví og heimilið meðhöndlað líkt og þær hafi allar smitast. Starfsmenn sinna þeim í fullum skrúða – með hanska, grímur og í hlífðarbúningi.“ Jórunn Frímannsdóttir, forstöðukona hjúkrunarheimilisins Droplaugarstaða sem Foldabær tilheyrir, segir að nauðsynlegt hafi verið að bregðast hratt við með markvissum aðgerðum, þegar ljóst var að smit hefði komið upp í Foldabæ. „Þetta hefur gengið ótrúlega vel. Kerfið allt brást hratt við og strax á mánudag vorum við komin með gáma fyrir utan húsið með starfsmannaaðstöðu, þar sem er salerni og sturta.“ Hún segir konunum í Foldabæ líða ágætlega, þó þær séu sumar hverjar hissa á viðbúnaðinum og eigi erfitt með að skilja hvers vegna starfsfólk sé klætt í búninga. Allt kapp sé lagt á að þeim líði sem best við þessar aðstæður. Þá sé áhersla lögð á að halda aðstandendum upplýstum. Hringt hafi verið í aðstandendur allra íbúa strax á mánudagsmorgun og síðan þá séu daglegir upplýsingapóstar sendir út. Þá séu upplýsingar og myndir settar reglulega inn á lokaða síðu fyrir aðstandendur. Það sé nauðsynlegt því aðstandendum þyki mörgum hverjum erfitt að fá ekki að koma í heimsókn. Jórunn er afar þakklát hjúkrunarstjóra Droplaugarstaða sem og starfsfólki Foldabæjar sem hefur lagt mikið á sig. „Ég tek ofan fyrir starfsfólkinu í Foldabæ sem leggur það á sig að vinna við svona flóknar aðstæður. Hjúkrunarstjóri Droplaugarstaða hefur staðið eins og klettur í þessu með mér og okkur hefur gengið vel að manna vaktir. Það er svo mikils virði að finna hvað margir eru tilbúnir að stíga inn og aðstoða þegar á reynir.“ Tveir starfsmanna í Foldabæ losna úr sóttkví í dag eða á morgun, reynist sýni úr þeim neikvæð. Á sunnudag fara aðrir starfsmenn og konurnar í Foldabæ aftur í sýnatöku og eru því laus úr sóttkví, greinist ekkert þeirra með smit þá.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Mest lesið Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Fleiri fréttir „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Sjá meira