Gunnhildur Yrsa: Búnar að spila saman í allt sumar og það gleymist ekki á einum mánuði Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 4. nóvember 2020 18:31 Gunnhildur Yrsa átti flottan leik á miðju Vals í dag. Vísir/Hulda Margrét Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, einn af markaskorurum Vals í öruggum 3-0 sigri á HJK Helsinki frá Finnlandi í undankeppni Meistaradeildar Evrópu, var eðlilega mjög ánægð með sigur dagsins. Sigurinn þýðir að Valur er komið áfram í næstu umferð undankeppninnar sem leikin verður 18. og 19. nóvember. „Þetta var bara glæsilegur sigur. Þetta er mjög erfitt lið og við erum ekkert búnar að æfa mikið saman, held við náð tveimur æfingum fyrir þennan leik á einum mánuði svo ég er ánægð með þennan sigur. Það var barátta í kvöld og mér fannst þær koma frábærar til leiks en það var gott að fá mark í byrjun og svo var bara að halda hreinu,“ sagði Gunnhildur Yrsa sem kom Val á bragðið með fyrsta marki leiksins í dag. „Þetta gekk mjög vel. Við erum náttúrulega búnar að spila saman í allt sumar og þetta gleymist ekki á einum mánuði. Kannski aðallega leikformið sem fer fljótt en mér fannst við leysa það vel í dag, ég var ánægð með stelpurnar og allt liðið,“ sagði miðjumaðurinn öflugi aðspurð út í upplegg Vals sem gekk nær fullkomlega upp þrátt fyrir fáar sem engar æfingar undanfarnar vikur. Gunnhildur Yrsa þurfti að bíða aðeins eftir að komast í viðtal þar sem Pétur Pétursson, þjálfari hennar, talaði út í eitt eftir leik eins og hann er þekktur fyrir. Aðspurð hvort kuldinn væri farinn að segja til sín þá neitaði hún því, verandi Íslendingur þá væri maður orðinn öllu vanur sagði Gunnhildur. Að lokum var Gunnhildur spurð út í hvernig það væri að spila í nóvember á Íslandi. „Þetta er náttúrulega gott fyrir okkur að geta æft, við fengum undanþágu til að æfa og spila þennan leik. Svo eru náttúrulega landsleikir í lok nóvember og byrjun desember svo þetta er mjög gott fyrir okkur að geta haldið okkur í leikformið og haldið áfram. Þetta er gott fyrir okkur og íslenskan fótbolta, að geta fylgst með okkur í Meistaradeildinni,“ sagði Gunnhildur Yrsa að endingu. Fótbolti Íslenski boltinn Meistaradeild Evrópu Valur Tengdar fréttir Frábært pressa Vals skilaði þeim örugglega áfram í Evrópu Leikur Vals og HJK frá Helsinki í Finnlandi í undankeppni Meistaradeildar Evrópu í dag. Valur byrjaði leikinn hreint frábærlega og gekk í raun frá finnska liðinu á rúmum hálftíma, staðan þá 3-0. Reyndust það lokatölur leiksins að Hlíðarenda í dag. 4. nóvember 2020 16:50 Pétur Péturs: Spennandi að spila í Meistaradeildinni, spennandi að ná árangri Pétur Pétursson var eðlilega mjög sáttur með 3-0 sigur Vals á HJK Helsinki í undankeppni Meistaradeildar Evrópu í dag. Sigurinn einkar öruggur og segja má að upplegg Vals hafi gengið nær fullkomlega upp í dag. 4. nóvember 2020 17:31 Fyrirliði Vals vonast til að tvær æfingar séu nóg til að komast áfram í Meistaradeildinni Valur mætir HJK frá Helsinki á morgun í undankeppni Meistaradeildar Evrópu. Undirbúningurinn hefur verið sérstakur segir fyrirliði liðsins, Hallbera Guðný Gísladóttir. 3. nóvember 2020 21:00 Mest lesið Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Fleiri fréttir Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Óvænt tap Þýskalands og Belgía skoraði sex Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Ólafur Ingi: „Sjálfum okkur verstir“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Uppgjörið: Ísland - Færeyjar 1-2 | Íslendingar í gjafastuði Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Sjá meira
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, einn af markaskorurum Vals í öruggum 3-0 sigri á HJK Helsinki frá Finnlandi í undankeppni Meistaradeildar Evrópu, var eðlilega mjög ánægð með sigur dagsins. Sigurinn þýðir að Valur er komið áfram í næstu umferð undankeppninnar sem leikin verður 18. og 19. nóvember. „Þetta var bara glæsilegur sigur. Þetta er mjög erfitt lið og við erum ekkert búnar að æfa mikið saman, held við náð tveimur æfingum fyrir þennan leik á einum mánuði svo ég er ánægð með þennan sigur. Það var barátta í kvöld og mér fannst þær koma frábærar til leiks en það var gott að fá mark í byrjun og svo var bara að halda hreinu,“ sagði Gunnhildur Yrsa sem kom Val á bragðið með fyrsta marki leiksins í dag. „Þetta gekk mjög vel. Við erum náttúrulega búnar að spila saman í allt sumar og þetta gleymist ekki á einum mánuði. Kannski aðallega leikformið sem fer fljótt en mér fannst við leysa það vel í dag, ég var ánægð með stelpurnar og allt liðið,“ sagði miðjumaðurinn öflugi aðspurð út í upplegg Vals sem gekk nær fullkomlega upp þrátt fyrir fáar sem engar æfingar undanfarnar vikur. Gunnhildur Yrsa þurfti að bíða aðeins eftir að komast í viðtal þar sem Pétur Pétursson, þjálfari hennar, talaði út í eitt eftir leik eins og hann er þekktur fyrir. Aðspurð hvort kuldinn væri farinn að segja til sín þá neitaði hún því, verandi Íslendingur þá væri maður orðinn öllu vanur sagði Gunnhildur. Að lokum var Gunnhildur spurð út í hvernig það væri að spila í nóvember á Íslandi. „Þetta er náttúrulega gott fyrir okkur að geta æft, við fengum undanþágu til að æfa og spila þennan leik. Svo eru náttúrulega landsleikir í lok nóvember og byrjun desember svo þetta er mjög gott fyrir okkur að geta haldið okkur í leikformið og haldið áfram. Þetta er gott fyrir okkur og íslenskan fótbolta, að geta fylgst með okkur í Meistaradeildinni,“ sagði Gunnhildur Yrsa að endingu.
Fótbolti Íslenski boltinn Meistaradeild Evrópu Valur Tengdar fréttir Frábært pressa Vals skilaði þeim örugglega áfram í Evrópu Leikur Vals og HJK frá Helsinki í Finnlandi í undankeppni Meistaradeildar Evrópu í dag. Valur byrjaði leikinn hreint frábærlega og gekk í raun frá finnska liðinu á rúmum hálftíma, staðan þá 3-0. Reyndust það lokatölur leiksins að Hlíðarenda í dag. 4. nóvember 2020 16:50 Pétur Péturs: Spennandi að spila í Meistaradeildinni, spennandi að ná árangri Pétur Pétursson var eðlilega mjög sáttur með 3-0 sigur Vals á HJK Helsinki í undankeppni Meistaradeildar Evrópu í dag. Sigurinn einkar öruggur og segja má að upplegg Vals hafi gengið nær fullkomlega upp í dag. 4. nóvember 2020 17:31 Fyrirliði Vals vonast til að tvær æfingar séu nóg til að komast áfram í Meistaradeildinni Valur mætir HJK frá Helsinki á morgun í undankeppni Meistaradeildar Evrópu. Undirbúningurinn hefur verið sérstakur segir fyrirliði liðsins, Hallbera Guðný Gísladóttir. 3. nóvember 2020 21:00 Mest lesið Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Fleiri fréttir Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Óvænt tap Þýskalands og Belgía skoraði sex Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Ólafur Ingi: „Sjálfum okkur verstir“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Uppgjörið: Ísland - Færeyjar 1-2 | Íslendingar í gjafastuði Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Sjá meira
Frábært pressa Vals skilaði þeim örugglega áfram í Evrópu Leikur Vals og HJK frá Helsinki í Finnlandi í undankeppni Meistaradeildar Evrópu í dag. Valur byrjaði leikinn hreint frábærlega og gekk í raun frá finnska liðinu á rúmum hálftíma, staðan þá 3-0. Reyndust það lokatölur leiksins að Hlíðarenda í dag. 4. nóvember 2020 16:50
Pétur Péturs: Spennandi að spila í Meistaradeildinni, spennandi að ná árangri Pétur Pétursson var eðlilega mjög sáttur með 3-0 sigur Vals á HJK Helsinki í undankeppni Meistaradeildar Evrópu í dag. Sigurinn einkar öruggur og segja má að upplegg Vals hafi gengið nær fullkomlega upp í dag. 4. nóvember 2020 17:31
Fyrirliði Vals vonast til að tvær æfingar séu nóg til að komast áfram í Meistaradeildinni Valur mætir HJK frá Helsinki á morgun í undankeppni Meistaradeildar Evrópu. Undirbúningurinn hefur verið sérstakur segir fyrirliði liðsins, Hallbera Guðný Gísladóttir. 3. nóvember 2020 21:00
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn