Knúðu dyra og stálu síma og 600 þúsund krónum Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 4. nóvember 2020 18:48 Guðrún Jack rannsóknarlögreglumaður segir að þrátt fyrir aukningu á innbrotum sé óvarlegt að tala um faraldur. Hún segir að lögreglueftirlit hafi verið aukið en bendir á kosti nágrannavörslu. Vísir/Sigurjón Innbrotahrina hefur verið í nokkrum hverfum höfuðborgarinnar að undanförnu og dæmi eru um að fólk hafi orðið fyrir stórtjóni. Rannsóknarlögreglumaður hvetur fólk til þess að huga vel að nærumhverfi sínu. Mikil umræða hefur átt sér stað um innbrotahrinu, meðal annars í Mosfellsbæ en þar eru íbúar uggandi yfir ástandinu. Dæmi eru um að brotist hafi verið inn í eitt og sama fjölbýlishúsið fjórum sinnum og íbúi sem fréttastofa ræddi við segist hafa orðið fyrir tugmilljóna tjóni, sem sé ekki síður tilfinningalegt tjón. Einn var handtekinn í tengslum við innbrotin í dag eftir að húsleit var gerð á tveimur stöðum í Mosfellsbæ, þar sem lagt var hald muni sem taldir eru vera þýfi. Þá eru íbúar í Háleitis- og Bústaðahverfi einnig áhyggjufullir, en innbrotin á svæðinu eru orðin 82 talsins á meðan þau voru 50 allt árið í fyrra. „Ég vil ekki meina að það sé neinn faraldur í gangi frekar en í öðrum hverfum en í þessu tilfelli eru við bara óheppin, vil ég meina. Hér er fólk sem er að stela og taka eigur annarra og það þýðir bara að við þurfum að vera meira vakandi,“ segir Guðrún Jack, rannsóknarlögreglumaður hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. „Það hefur til dæmis verið farið inn í geymslur, íbúðir, brotist inn í bíla, bílum stolið og svo framvegis.“ Hún nefnir dæmi um konu sem opnaði í sakleysi sínu fyrir fólki sem hafði knúið dyra. „Þeir fóru inn til hennar og stálu úlpunni hennar með síma og kortum og tóku út af kortinu fyrir sex hundruð þúsund,“ segir Guðrún. Einhverjir hafi verið handteknir og sum mál séu í ákæruferli. „Við vitum hverjir einhverjir þessara einstaklinga eru. Og þeir hafa verið handteknir, við höfum fundið þýfi heima hjá þeim og í fórum þeirra en þeir eiga ekkert endilega allt sem er stolið eða tengjast öllum innbrotum í hverfinu, alls ekki.“ Lögreglumál Reykjavík Mosfellsbær Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Fleiri fréttir Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Sjá meira
Innbrotahrina hefur verið í nokkrum hverfum höfuðborgarinnar að undanförnu og dæmi eru um að fólk hafi orðið fyrir stórtjóni. Rannsóknarlögreglumaður hvetur fólk til þess að huga vel að nærumhverfi sínu. Mikil umræða hefur átt sér stað um innbrotahrinu, meðal annars í Mosfellsbæ en þar eru íbúar uggandi yfir ástandinu. Dæmi eru um að brotist hafi verið inn í eitt og sama fjölbýlishúsið fjórum sinnum og íbúi sem fréttastofa ræddi við segist hafa orðið fyrir tugmilljóna tjóni, sem sé ekki síður tilfinningalegt tjón. Einn var handtekinn í tengslum við innbrotin í dag eftir að húsleit var gerð á tveimur stöðum í Mosfellsbæ, þar sem lagt var hald muni sem taldir eru vera þýfi. Þá eru íbúar í Háleitis- og Bústaðahverfi einnig áhyggjufullir, en innbrotin á svæðinu eru orðin 82 talsins á meðan þau voru 50 allt árið í fyrra. „Ég vil ekki meina að það sé neinn faraldur í gangi frekar en í öðrum hverfum en í þessu tilfelli eru við bara óheppin, vil ég meina. Hér er fólk sem er að stela og taka eigur annarra og það þýðir bara að við þurfum að vera meira vakandi,“ segir Guðrún Jack, rannsóknarlögreglumaður hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. „Það hefur til dæmis verið farið inn í geymslur, íbúðir, brotist inn í bíla, bílum stolið og svo framvegis.“ Hún nefnir dæmi um konu sem opnaði í sakleysi sínu fyrir fólki sem hafði knúið dyra. „Þeir fóru inn til hennar og stálu úlpunni hennar með síma og kortum og tóku út af kortinu fyrir sex hundruð þúsund,“ segir Guðrún. Einhverjir hafi verið handteknir og sum mál séu í ákæruferli. „Við vitum hverjir einhverjir þessara einstaklinga eru. Og þeir hafa verið handteknir, við höfum fundið þýfi heima hjá þeim og í fórum þeirra en þeir eiga ekkert endilega allt sem er stolið eða tengjast öllum innbrotum í hverfinu, alls ekki.“
Lögreglumál Reykjavík Mosfellsbær Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Fleiri fréttir Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Sjá meira