Endaði ellefu ára bið í sigrinum á Man. United í gær Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. nóvember 2020 13:31 Slóvakinn Martin Skrtel var búinn að bíða mjög lengi eftir því að fagna sigri í Meistaradeildinni. Samsett/Getty Slóvakinn Martin Skrtel vann langþráðan sigur í Meistaradeildinni í gær þegar Manchester United kom í heimsókn til Istanbul. Lið Basaksehir frá Istanbul kom mörgum á óvart með því að vinna 2-1 sigur á Manchester United í þriðju umferð riðlakeppninnar í gær en þetta er fyrsta tímabil tyrkneska liðsins í Meistaradeildinni og einnig í fyrsta sinn sem félagið fagnar sigri í Meistaradeildinni. Í miðri vörn Basaksehir spilar hinn gamalreyndi slóvakíski miðvörður Martin Skrtel. Martin Skrtel mun fagna 36 ára afmæli sínu í næsta mánuði en hann er á síðu öðru tímabili með Basaksehir liðinu. Skrtel er örugglega frægastur fyrir tíma sinn hjá Liverpool en Slóvakinn spilað í átta ár með Liverpool liðinu eða frá 2008 til 2016. Frá þeim tíma hann spilað lengstum í Tyrklandi fyrir utan þriggja vikna tíma hjá ítalska félaginu Atalanta. Martin Skrtel náði vissulega að spila sigurleik með Liverpool í Meistaradeildinni en það var orðið langt síðan að hann kynntist þeirri sigurtilfinningu. 11y 49d - Martin Skrtel ended on the winning side in a Champions League game for the first time since September 2009 (Liverpool vs Debreceni), the second biggest gap between wins in the competition for a player after Denny Landzaat (14y 227d between 1996 and 2010). Overdue. pic.twitter.com/6u5ZN8cS9u— OptaJoe (@OptaJoe) November 4, 2020 Með sigrinum á Manchester United í gær þá endaði Martin Skrtel nefnlega meira en ellefu ára bið eftir því að vera í sigurliði í Meistaradeildinni. Síðasti sigurleikur hans í keppninni var með Liverpool á móti ungverska félaginu Debreceni 16. september 2009. Liverpool tapaði hinum þremur leikjunum sem hann spilaði í Meistaradeildinni 2009-10. Tímabilið á eftir var Liverpool einnig í Meistaradeildinni en vann þá bara einn leik í riðlakeppninni. Það var einmitt fyrsti leikurinn og um leið eini leikurinn sem Martin Skrtel missti af. Hann spilaði hina fimm en þrír þeirra töpuðust og tveir enduðu með jafntefli. Martin Skrtel var síðan búinn að spila tvo leiki með Basaksehir í Meistaradeildinni á þessari leiktíð en þeir töpuðust báðir 2-0 á móti RB Leipzig og Paris Saint Germain. Í gær voru því liðin ellefu ár og 49 dagar frá síðasta sigurleik Skrtel í Meistaradeildinni. Þetta var þó ekki met því Hollendingurinn Denny Landzaat beið í næstum því fimmtán ár eftir sigurleik í Meistataradeildinni frá því að hann vann leik með Ajax árið 1996 þar til að hann fangaði sigri með Twente árið 2010. Denny Landzaat beið í 14 ár og 227 daga eftir sigri. Martin krtel: "It s our first win in the Champions League ever, we wish we could play Manchester United every week." #UCL #MUFC #LFC pic.twitter.com/UHEeVNYPLt— GiveMeSport (@GiveMeSport) November 5, 2020 Meistaradeild Evrópu Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Jorge Costa látinn Fótbolti Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Sjá meira
Slóvakinn Martin Skrtel vann langþráðan sigur í Meistaradeildinni í gær þegar Manchester United kom í heimsókn til Istanbul. Lið Basaksehir frá Istanbul kom mörgum á óvart með því að vinna 2-1 sigur á Manchester United í þriðju umferð riðlakeppninnar í gær en þetta er fyrsta tímabil tyrkneska liðsins í Meistaradeildinni og einnig í fyrsta sinn sem félagið fagnar sigri í Meistaradeildinni. Í miðri vörn Basaksehir spilar hinn gamalreyndi slóvakíski miðvörður Martin Skrtel. Martin Skrtel mun fagna 36 ára afmæli sínu í næsta mánuði en hann er á síðu öðru tímabili með Basaksehir liðinu. Skrtel er örugglega frægastur fyrir tíma sinn hjá Liverpool en Slóvakinn spilað í átta ár með Liverpool liðinu eða frá 2008 til 2016. Frá þeim tíma hann spilað lengstum í Tyrklandi fyrir utan þriggja vikna tíma hjá ítalska félaginu Atalanta. Martin Skrtel náði vissulega að spila sigurleik með Liverpool í Meistaradeildinni en það var orðið langt síðan að hann kynntist þeirri sigurtilfinningu. 11y 49d - Martin Skrtel ended on the winning side in a Champions League game for the first time since September 2009 (Liverpool vs Debreceni), the second biggest gap between wins in the competition for a player after Denny Landzaat (14y 227d between 1996 and 2010). Overdue. pic.twitter.com/6u5ZN8cS9u— OptaJoe (@OptaJoe) November 4, 2020 Með sigrinum á Manchester United í gær þá endaði Martin Skrtel nefnlega meira en ellefu ára bið eftir því að vera í sigurliði í Meistaradeildinni. Síðasti sigurleikur hans í keppninni var með Liverpool á móti ungverska félaginu Debreceni 16. september 2009. Liverpool tapaði hinum þremur leikjunum sem hann spilaði í Meistaradeildinni 2009-10. Tímabilið á eftir var Liverpool einnig í Meistaradeildinni en vann þá bara einn leik í riðlakeppninni. Það var einmitt fyrsti leikurinn og um leið eini leikurinn sem Martin Skrtel missti af. Hann spilaði hina fimm en þrír þeirra töpuðust og tveir enduðu með jafntefli. Martin Skrtel var síðan búinn að spila tvo leiki með Basaksehir í Meistaradeildinni á þessari leiktíð en þeir töpuðust báðir 2-0 á móti RB Leipzig og Paris Saint Germain. Í gær voru því liðin ellefu ár og 49 dagar frá síðasta sigurleik Skrtel í Meistaradeildinni. Þetta var þó ekki met því Hollendingurinn Denny Landzaat beið í næstum því fimmtán ár eftir sigurleik í Meistataradeildinni frá því að hann vann leik með Ajax árið 1996 þar til að hann fangaði sigri með Twente árið 2010. Denny Landzaat beið í 14 ár og 227 daga eftir sigri. Martin krtel: "It s our first win in the Champions League ever, we wish we could play Manchester United every week." #UCL #MUFC #LFC pic.twitter.com/UHEeVNYPLt— GiveMeSport (@GiveMeSport) November 5, 2020
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Jorge Costa látinn Fótbolti Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Sjá meira