Birkir klár í slaginn við Ungverja en Jóhann enn tæpur Sindri Sverrisson skrifar 5. nóvember 2020 11:31 Birkir Bjarnason meiddist í leiknum við Belgíu í Þjóðadeildinni, þar sem hann var fyrirliði. vísir/vilhelm Birkir Bjarnason er kominn á gott ról eftir að hafa meiðst undir lok leiks gegn Belgíu á Laugardalsvelli 14. október. Hann er klár í úrslitaleikinn við Ungverja eftir viku. Birkir hefur ekkert spilað með liði sínu Brescia á Ítalíu eftir að hann meiddist í ökkla í lokin á leiknum við Belgíu. Hann bar þá fyrirliðabandið og lék 90 mínútur í þriðja landsleiknum í röð á einni viku. „Ég er búinn að ná mér af ökklameiðslunum og er búinn að æfa á fullu síðustu tíu daga. Ég fékk reyndar smáhögg á ökklann daginn fyrir leikinn um síðustu helgi en ég er klár í slaginn,“ sagði Birkir við Vísi. Það er því hugsanlegt að Birkir spili með Brescia gegn Cosenza á laugardaginn í síðasta leiknum fyrir landsleikjahléið. Jóhann Berg Guðmundsson var með íslenska landsliðinu í 2-1 sigrinum gegn Rúmeníu í síðasta mánuði.vísir/vilhelm Jóhann Berg Guðmundsson missti af missti af síðasta leik Burnley, 3-0 tapi gegn Chelsea síðastliðinn laugardag, vegna meiðsla í kálfa. Hann hafði þá byrjað síðustu tvo leiki Burnley. Að sögn Sean Dyche, knattspyrnustjóra Burnley, er enn óvíst hvort Jóhann verði klár í slaginn gegn Brighton á morgun, vegna meiðslanna. Búast má þó við því að Birkir og Jóhann verði báðir í landsliðshópi Íslands sem Erik Hamrén tilkynnir um hádegisbil á morgun. Íslenski hópurinn kemur saman í Augsburg í Þýskalandi á mánudaginn og leikur svo við Ungverja í Búdapest fimmtudaginn 12. nóvember. Leikur Ungverjalands og Íslands verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 fimmtudaginn 12. nóvember klukkan 19.45 en upphitun hefst klukkan 18.45. Áskrift er hægt að kaupa hér en einnig verður í boði að kaupa stakan viðburð á myndlyklum Vodafone og Símans á kr. 990, sem og í vefsjónvarpi Stöðvar 2. Ítalski boltinn EM 2020 í fótbolta Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Ragnar meiddur en reiknað með að hann byrji að æfa í vikunni Ragnar Sigurðsson er enn á meiðslalistanum og var ekki í leikmannahópi FCK sem vann í kvöld 2-1 sigur á C-deildarliðinu Avarta í danska bikarnum. 4. nóvember 2020 20:30 Kári vonast til að mega æfa: Gæti hjálpað geðheilsu þjóðarinnar Kári Árnason hefur jafnað sig eftir að hann meiddist í sigrinum á Rúmeníu. Hann segir unnið að lausn svo hann geti æft fótbolta fram að úrslitaleiknum við Ungverjaland um sæti á EM. 2. nóvember 2020 13:00 Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Í beinni: Arsenal - Wolves | Toppliðið tekur á móti botnliðinu Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sjá meira
Birkir Bjarnason er kominn á gott ról eftir að hafa meiðst undir lok leiks gegn Belgíu á Laugardalsvelli 14. október. Hann er klár í úrslitaleikinn við Ungverja eftir viku. Birkir hefur ekkert spilað með liði sínu Brescia á Ítalíu eftir að hann meiddist í ökkla í lokin á leiknum við Belgíu. Hann bar þá fyrirliðabandið og lék 90 mínútur í þriðja landsleiknum í röð á einni viku. „Ég er búinn að ná mér af ökklameiðslunum og er búinn að æfa á fullu síðustu tíu daga. Ég fékk reyndar smáhögg á ökklann daginn fyrir leikinn um síðustu helgi en ég er klár í slaginn,“ sagði Birkir við Vísi. Það er því hugsanlegt að Birkir spili með Brescia gegn Cosenza á laugardaginn í síðasta leiknum fyrir landsleikjahléið. Jóhann Berg Guðmundsson var með íslenska landsliðinu í 2-1 sigrinum gegn Rúmeníu í síðasta mánuði.vísir/vilhelm Jóhann Berg Guðmundsson missti af missti af síðasta leik Burnley, 3-0 tapi gegn Chelsea síðastliðinn laugardag, vegna meiðsla í kálfa. Hann hafði þá byrjað síðustu tvo leiki Burnley. Að sögn Sean Dyche, knattspyrnustjóra Burnley, er enn óvíst hvort Jóhann verði klár í slaginn gegn Brighton á morgun, vegna meiðslanna. Búast má þó við því að Birkir og Jóhann verði báðir í landsliðshópi Íslands sem Erik Hamrén tilkynnir um hádegisbil á morgun. Íslenski hópurinn kemur saman í Augsburg í Þýskalandi á mánudaginn og leikur svo við Ungverja í Búdapest fimmtudaginn 12. nóvember. Leikur Ungverjalands og Íslands verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 fimmtudaginn 12. nóvember klukkan 19.45 en upphitun hefst klukkan 18.45. Áskrift er hægt að kaupa hér en einnig verður í boði að kaupa stakan viðburð á myndlyklum Vodafone og Símans á kr. 990, sem og í vefsjónvarpi Stöðvar 2.
Leikur Ungverjalands og Íslands verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 fimmtudaginn 12. nóvember klukkan 19.45 en upphitun hefst klukkan 18.45. Áskrift er hægt að kaupa hér en einnig verður í boði að kaupa stakan viðburð á myndlyklum Vodafone og Símans á kr. 990, sem og í vefsjónvarpi Stöðvar 2.
Ítalski boltinn EM 2020 í fótbolta Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Ragnar meiddur en reiknað með að hann byrji að æfa í vikunni Ragnar Sigurðsson er enn á meiðslalistanum og var ekki í leikmannahópi FCK sem vann í kvöld 2-1 sigur á C-deildarliðinu Avarta í danska bikarnum. 4. nóvember 2020 20:30 Kári vonast til að mega æfa: Gæti hjálpað geðheilsu þjóðarinnar Kári Árnason hefur jafnað sig eftir að hann meiddist í sigrinum á Rúmeníu. Hann segir unnið að lausn svo hann geti æft fótbolta fram að úrslitaleiknum við Ungverjaland um sæti á EM. 2. nóvember 2020 13:00 Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Í beinni: Arsenal - Wolves | Toppliðið tekur á móti botnliðinu Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sjá meira
Ragnar meiddur en reiknað með að hann byrji að æfa í vikunni Ragnar Sigurðsson er enn á meiðslalistanum og var ekki í leikmannahópi FCK sem vann í kvöld 2-1 sigur á C-deildarliðinu Avarta í danska bikarnum. 4. nóvember 2020 20:30
Kári vonast til að mega æfa: Gæti hjálpað geðheilsu þjóðarinnar Kári Árnason hefur jafnað sig eftir að hann meiddist í sigrinum á Rúmeníu. Hann segir unnið að lausn svo hann geti æft fótbolta fram að úrslitaleiknum við Ungverjaland um sæti á EM. 2. nóvember 2020 13:00