Trump-liðar dreifa ósannindum og grafa undan kosningunum Samúel Karl Ólason skrifar 5. nóvember 2020 11:37 Stuðningsmenn Trump við mótmæli fyrir utan þar sem verið var að telja kjörseðla í Las Vegas. AP/John Locher Þegar forskot Donald Trump hófst að dragast saman í mikilvægum ríkjum, með talningu utankjörfundaratkvæða, byrjuðu bandamenn forsetans, stuðningsmenn hans og jafnvel hann sjálfur, að dreifa ósannindum um kosningarnar. Breytingar fylgis frambjóðenanna þótti til marks um gífurlega spillingu og bellibrögð Demókrata sem voru jafnvel sakaðir um að framleiða atkvæði í skjóli nætur. Ásakanir um spillingu og kosningasvik fóru eins og eldur í sinu um samfélagsmiðla. Meðal annars má nefna færslur um að í Wisconsin væru atkvæðin orðin fleiri en skráðir kjósendur. Þar höfðu óprúttnir netverjar sett talin atkvæði í þessum kosningum í samræmi við skráða kjósendur í kosningunum 2018. Trump sjálfur, og aðrir, héldu því fram að Biden hefði fengið hundrað prósent af vel yfir hundrað þúsund atkvæðum í Michigan. Uppruni þeirra ásakana virðist eiga rætur í innsláttarvillu. Höfundur upprunalega tístsins eyddi því en ósannindin voru þegar í mikilli dreifingu meðal stuðningsmanna Trump. „Þeir eru að finna Biden atkvæði út um allt. Í Pennsylvaníu, Wisconsin og Michigan. Svo slæmt fyrir landið okkar!“ sagði Trump á Twitter. Framboð hans höfðaði svo mál í öllum ríkjunum og segir AP fréttaveitan að þar sé um að ræða undirbúning fyrir áætlanir Trump um að að draga úrslit kosninganna í efa. They are finding Biden votes all over the place in Pennsylvania, Wisconsin, and Michigan. So bad for our Country!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 4, 2020 Hið rétta er þó að það er alvanalegt að telja atkvæði í nokkra daga og jafnvel vikur eftir kosningar í Bandaríkjunum. Mikill fjöldi utankjörfundaratkvæða hefur gert það erfiðara og víða eru reglur um að kjörstjórnir megi ekki byrja að telja atkvæði fyrr en á sjálfan kjördag. Það hefur lengi legið fyrir að kjósendur Demókrataflokksins og Joe Biden, hafa verið líklegri til að nýta sér póstatkvæði en kjósendur Donald Trump, sem hefur gagnrýnt notkun slíkra kjörseðla harðlega á undanförnum mánuðum. AP segir einnig að sérfræðingar hafi greint mikla aukningu í svokallaðri upplýsingaóreiðu á samfélagsmiðlum í kjölfar yfirlýsinga Trump um svik og pretti. Á Twitter var ásökunum um kosningastuld dreift minnst 221 þúsund sinnum á kjördag. Það var gert tíu þúsund sinnum á mánudeginum. Myllumerkjum eins og #StopTheSteal var dreift nærri því 120 þúsund sinum á kjördag og oftast í tengslum við Pennsylvaníu og Philadelphia. Eric Trump, sonur forsetans, dreifði myndbandi sem átti að sýna einhvern brenna kjörseðla. Þar var um að ræða sviðsett myndband af aðila sem var að brenna sýnishorn af kjörseðlum. Ekki raunverulega kjörseðla. Eric staðhæfði einnig á samfélagsmiðlum að faðir hans hefði unnið í Pennsylvaníu og tók Kayleigh McEnany, talskona Hvíta hússins, undir það. Þá hafði enginn formlegur aðili eða fjölmiðill komist að þeirri niðurstöðu. Starfsmenn Facebook og Twitter hafa reynt að draga úr útbreiðslu þessa áróðurs en það hefur ekki borið árangur. Dreifing þessara ásakana er mikil. Samhliða þessum áróðri hefur framboð Trump sent skilaboð til minnst níu milljóna Bandaríkjamanna þar sem því er haldið fram að Demókratar séu að reyna að stela kosningunum og er fólkið beðið um að gefa framboðinu peninga svo hægt sé að verjast þessum „þjófnaði“. Þetta kemur fram í frétt Washington Post sem segir að samtök sem styðji við bakið á Trump hafi sömuleiðis sent mikinn fjölda sambærilegra smáskilaboða og þingmaðurinn Matt Gaetz, einn ötulasti stuðningsmaður Trump á þingi, hafi gert það einnig. The video was shot by Kellye SoRelle a Texas attorney and member of Lawyers for Trump. I m hoping she s a better lawyer than she is a detective.— Ross Jones (@rossjonesWXYZ) November 5, 2020 Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Allt útlit fyrir að meirihlutinn haldi í öldungadeildinni Allt útlit er fyrir það repúblikanar muni áfram vera í meirihluta í öldungadeild Bandaríkjaþings. Demókrötum hefur aðeins tekið að bæta við sig einu sæti en hefðu þurft þrjú til fjögur, eftir því hver sigrar forsetakosningunum, til að ná meirihluta. 5. nóvember 2020 09:06 Afar mjótt á munum í nokkrum lykilríkjum Enn er beðið eftir úrslitum í nokkrum lykilríkjum í bandarísku forsetakosningunum sem fram fóru á þriðjudag. 5. nóvember 2020 06:56 Siguryfirlýsingar Trumps í kvöld hafa enga þýðingu Donald Trump Bandaríkjaforseti lýsti sig í kvöld sigurvegara í Pennsylvaníu, Georgíu, Norður-Karólínu og Michigan. 4. nóvember 2020 23:47 „Lýðræðið er hjartsláttur þessarar þjóðar“ Joe Biden, forsetaefni Demókrataflokksins, ávarpaði bandarísku þjóðina rétt í þessu og sagðist þess viss að þegar talningu atkvæða yrði lokið stæði hann uppi sem sigurvegari. „Kæru landar. Í gær sannaðist enn og aftur að lýðræðið er hjartsláttur þessarar þjóðar,“ sagði Biden m.a. 4. nóvember 2020 21:37 Trump lýsti yfir sigri þótt úrslit séu hvergi nærri ráðin Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lýsti yfir sigri í kosningum í nótt þegar hann steig á svið með Mike Pence, varaforseta. 4. nóvember 2020 07:44 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Fleiri fréttir Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Sjá meira
Þegar forskot Donald Trump hófst að dragast saman í mikilvægum ríkjum, með talningu utankjörfundaratkvæða, byrjuðu bandamenn forsetans, stuðningsmenn hans og jafnvel hann sjálfur, að dreifa ósannindum um kosningarnar. Breytingar fylgis frambjóðenanna þótti til marks um gífurlega spillingu og bellibrögð Demókrata sem voru jafnvel sakaðir um að framleiða atkvæði í skjóli nætur. Ásakanir um spillingu og kosningasvik fóru eins og eldur í sinu um samfélagsmiðla. Meðal annars má nefna færslur um að í Wisconsin væru atkvæðin orðin fleiri en skráðir kjósendur. Þar höfðu óprúttnir netverjar sett talin atkvæði í þessum kosningum í samræmi við skráða kjósendur í kosningunum 2018. Trump sjálfur, og aðrir, héldu því fram að Biden hefði fengið hundrað prósent af vel yfir hundrað þúsund atkvæðum í Michigan. Uppruni þeirra ásakana virðist eiga rætur í innsláttarvillu. Höfundur upprunalega tístsins eyddi því en ósannindin voru þegar í mikilli dreifingu meðal stuðningsmanna Trump. „Þeir eru að finna Biden atkvæði út um allt. Í Pennsylvaníu, Wisconsin og Michigan. Svo slæmt fyrir landið okkar!“ sagði Trump á Twitter. Framboð hans höfðaði svo mál í öllum ríkjunum og segir AP fréttaveitan að þar sé um að ræða undirbúning fyrir áætlanir Trump um að að draga úrslit kosninganna í efa. They are finding Biden votes all over the place in Pennsylvania, Wisconsin, and Michigan. So bad for our Country!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 4, 2020 Hið rétta er þó að það er alvanalegt að telja atkvæði í nokkra daga og jafnvel vikur eftir kosningar í Bandaríkjunum. Mikill fjöldi utankjörfundaratkvæða hefur gert það erfiðara og víða eru reglur um að kjörstjórnir megi ekki byrja að telja atkvæði fyrr en á sjálfan kjördag. Það hefur lengi legið fyrir að kjósendur Demókrataflokksins og Joe Biden, hafa verið líklegri til að nýta sér póstatkvæði en kjósendur Donald Trump, sem hefur gagnrýnt notkun slíkra kjörseðla harðlega á undanförnum mánuðum. AP segir einnig að sérfræðingar hafi greint mikla aukningu í svokallaðri upplýsingaóreiðu á samfélagsmiðlum í kjölfar yfirlýsinga Trump um svik og pretti. Á Twitter var ásökunum um kosningastuld dreift minnst 221 þúsund sinnum á kjördag. Það var gert tíu þúsund sinnum á mánudeginum. Myllumerkjum eins og #StopTheSteal var dreift nærri því 120 þúsund sinum á kjördag og oftast í tengslum við Pennsylvaníu og Philadelphia. Eric Trump, sonur forsetans, dreifði myndbandi sem átti að sýna einhvern brenna kjörseðla. Þar var um að ræða sviðsett myndband af aðila sem var að brenna sýnishorn af kjörseðlum. Ekki raunverulega kjörseðla. Eric staðhæfði einnig á samfélagsmiðlum að faðir hans hefði unnið í Pennsylvaníu og tók Kayleigh McEnany, talskona Hvíta hússins, undir það. Þá hafði enginn formlegur aðili eða fjölmiðill komist að þeirri niðurstöðu. Starfsmenn Facebook og Twitter hafa reynt að draga úr útbreiðslu þessa áróðurs en það hefur ekki borið árangur. Dreifing þessara ásakana er mikil. Samhliða þessum áróðri hefur framboð Trump sent skilaboð til minnst níu milljóna Bandaríkjamanna þar sem því er haldið fram að Demókratar séu að reyna að stela kosningunum og er fólkið beðið um að gefa framboðinu peninga svo hægt sé að verjast þessum „þjófnaði“. Þetta kemur fram í frétt Washington Post sem segir að samtök sem styðji við bakið á Trump hafi sömuleiðis sent mikinn fjölda sambærilegra smáskilaboða og þingmaðurinn Matt Gaetz, einn ötulasti stuðningsmaður Trump á þingi, hafi gert það einnig. The video was shot by Kellye SoRelle a Texas attorney and member of Lawyers for Trump. I m hoping she s a better lawyer than she is a detective.— Ross Jones (@rossjonesWXYZ) November 5, 2020
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Allt útlit fyrir að meirihlutinn haldi í öldungadeildinni Allt útlit er fyrir það repúblikanar muni áfram vera í meirihluta í öldungadeild Bandaríkjaþings. Demókrötum hefur aðeins tekið að bæta við sig einu sæti en hefðu þurft þrjú til fjögur, eftir því hver sigrar forsetakosningunum, til að ná meirihluta. 5. nóvember 2020 09:06 Afar mjótt á munum í nokkrum lykilríkjum Enn er beðið eftir úrslitum í nokkrum lykilríkjum í bandarísku forsetakosningunum sem fram fóru á þriðjudag. 5. nóvember 2020 06:56 Siguryfirlýsingar Trumps í kvöld hafa enga þýðingu Donald Trump Bandaríkjaforseti lýsti sig í kvöld sigurvegara í Pennsylvaníu, Georgíu, Norður-Karólínu og Michigan. 4. nóvember 2020 23:47 „Lýðræðið er hjartsláttur þessarar þjóðar“ Joe Biden, forsetaefni Demókrataflokksins, ávarpaði bandarísku þjóðina rétt í þessu og sagðist þess viss að þegar talningu atkvæða yrði lokið stæði hann uppi sem sigurvegari. „Kæru landar. Í gær sannaðist enn og aftur að lýðræðið er hjartsláttur þessarar þjóðar,“ sagði Biden m.a. 4. nóvember 2020 21:37 Trump lýsti yfir sigri þótt úrslit séu hvergi nærri ráðin Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lýsti yfir sigri í kosningum í nótt þegar hann steig á svið með Mike Pence, varaforseta. 4. nóvember 2020 07:44 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Fleiri fréttir Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Sjá meira
Allt útlit fyrir að meirihlutinn haldi í öldungadeildinni Allt útlit er fyrir það repúblikanar muni áfram vera í meirihluta í öldungadeild Bandaríkjaþings. Demókrötum hefur aðeins tekið að bæta við sig einu sæti en hefðu þurft þrjú til fjögur, eftir því hver sigrar forsetakosningunum, til að ná meirihluta. 5. nóvember 2020 09:06
Afar mjótt á munum í nokkrum lykilríkjum Enn er beðið eftir úrslitum í nokkrum lykilríkjum í bandarísku forsetakosningunum sem fram fóru á þriðjudag. 5. nóvember 2020 06:56
Siguryfirlýsingar Trumps í kvöld hafa enga þýðingu Donald Trump Bandaríkjaforseti lýsti sig í kvöld sigurvegara í Pennsylvaníu, Georgíu, Norður-Karólínu og Michigan. 4. nóvember 2020 23:47
„Lýðræðið er hjartsláttur þessarar þjóðar“ Joe Biden, forsetaefni Demókrataflokksins, ávarpaði bandarísku þjóðina rétt í þessu og sagðist þess viss að þegar talningu atkvæða yrði lokið stæði hann uppi sem sigurvegari. „Kæru landar. Í gær sannaðist enn og aftur að lýðræðið er hjartsláttur þessarar þjóðar,“ sagði Biden m.a. 4. nóvember 2020 21:37
Trump lýsti yfir sigri þótt úrslit séu hvergi nærri ráðin Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lýsti yfir sigri í kosningum í nótt þegar hann steig á svið með Mike Pence, varaforseta. 4. nóvember 2020 07:44