Fimmtíu þungaðar konur greinst með Covid-19 hér á landi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. nóvember 2020 13:14 Hulda Hjartardóttir, yfirlæknir á fæðingardeild Landspítalans, hvetur konur til að sækja sér aðstoð á heilsugæsluna ef eitthvað amar að. Almannavarnir Hulda Hjartardóttir, yfirlæknir á fæðingarþjónustu Landspítalans segir að um fimmtíu barnshafandi konur hafi greinst með Covid-19 hér á landi. Dæmi eru um að konurnar séu smitaðar í fæðingu. Ekkert bendi til þess að þær séu líklegri til að smitast. Þó séu merki þess að þær veikist verr en aðrir á sama aldri. Hulda var gestur á upplýsingafundi Almannavarna og Embætti landlæknis í dag. Hún sagði engin dæmi um að Covid-19 sýking hefði áhrif á nýbura. Þá nefndi hún að háþrýstingur, sykursýki, ofþyngd og hækkandi aldur gerðu þunguðum konum erfiðara fyrir í baráttunni við Covid-19 eins og öðrum. Lítið breyst frá því í vor Á dögunum var takmörkun sett á viðveru aðstandenda í ómskoðun og annarri rútínuskoðun í aðdraganda fæðingar. Sá háttur sé alls staðar á landinu. Bæði þurfi að vernda þungaðar konur en starfsmennina sömuleiðis. Þeir sinni viðkvæmri og sérhæfðri þjónustu sem slæmt væri að missa í sóttkví eða einangrun. Ekki væru annars miklar breytingar frá því í vor þegar fyrsta bylgjan skall á. Á tímabili hafi verið strangar reglur um viðveru aðstandenda en slakað hafi verið á þeim í maí. Síðan hafi lítið breyst. Þrátt fyrir að makar megi sem fyrr vera viðstaddir fæðingu merkir hún kvíða hjá konum í aðdraganda fæðingar. Einhvern ótta að þetta geti breyst þótt það standi ekki til. Þá sé mikilvægt að þeir sem fylgja móður og barni á sængurlegunni fari nákvæmlega eftir leiðbeiningum og sinni sóttvörnum mjög vel. Sæki sér aðstoð á heilsugæsluna Hún minnti að lokum þungaðar konur á að leita sér læknishjálpar hjá ljósmóður ef eitthvað bjáti á. Konur eigi ekki að forðast að sækja hjálp á heilsugæsluna. Þá sagði hún fjölda kvenna sem hefði smitast á meðgöngu vera fimmtíu. Sumar hafi verið smitaðar þegar fæðingin átti sér stað. Þá sé álagið heilmikið á konuna og sömuleiðis starfsfólk og aðstandendur. Það séu aðstæður sem allir vilji forðast. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir Hvetja almenning til að ferðast innanhúss um helgina Almannavarnir og sóttvarnayfirvöld hvetja almenning til þess að vera heima um komandi helgi og ferðast innanhúss. 5. nóvember 2020 11:38 Átjánda andlátið vegna Covid-19 hér á landi Sjúklingur á tíræðisaldri lést á Landspítalanum síðasta sólarhring vegna Covid-19. 5. nóvember 2020 11:11 Svona var 132. upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boða til upplýsingafundar klukkan 11 í dag. 5. nóvember 2020 10:12 Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Fleiri fréttir Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Sjá meira
Hulda Hjartardóttir, yfirlæknir á fæðingarþjónustu Landspítalans segir að um fimmtíu barnshafandi konur hafi greinst með Covid-19 hér á landi. Dæmi eru um að konurnar séu smitaðar í fæðingu. Ekkert bendi til þess að þær séu líklegri til að smitast. Þó séu merki þess að þær veikist verr en aðrir á sama aldri. Hulda var gestur á upplýsingafundi Almannavarna og Embætti landlæknis í dag. Hún sagði engin dæmi um að Covid-19 sýking hefði áhrif á nýbura. Þá nefndi hún að háþrýstingur, sykursýki, ofþyngd og hækkandi aldur gerðu þunguðum konum erfiðara fyrir í baráttunni við Covid-19 eins og öðrum. Lítið breyst frá því í vor Á dögunum var takmörkun sett á viðveru aðstandenda í ómskoðun og annarri rútínuskoðun í aðdraganda fæðingar. Sá háttur sé alls staðar á landinu. Bæði þurfi að vernda þungaðar konur en starfsmennina sömuleiðis. Þeir sinni viðkvæmri og sérhæfðri þjónustu sem slæmt væri að missa í sóttkví eða einangrun. Ekki væru annars miklar breytingar frá því í vor þegar fyrsta bylgjan skall á. Á tímabili hafi verið strangar reglur um viðveru aðstandenda en slakað hafi verið á þeim í maí. Síðan hafi lítið breyst. Þrátt fyrir að makar megi sem fyrr vera viðstaddir fæðingu merkir hún kvíða hjá konum í aðdraganda fæðingar. Einhvern ótta að þetta geti breyst þótt það standi ekki til. Þá sé mikilvægt að þeir sem fylgja móður og barni á sængurlegunni fari nákvæmlega eftir leiðbeiningum og sinni sóttvörnum mjög vel. Sæki sér aðstoð á heilsugæsluna Hún minnti að lokum þungaðar konur á að leita sér læknishjálpar hjá ljósmóður ef eitthvað bjáti á. Konur eigi ekki að forðast að sækja hjálp á heilsugæsluna. Þá sagði hún fjölda kvenna sem hefði smitast á meðgöngu vera fimmtíu. Sumar hafi verið smitaðar þegar fæðingin átti sér stað. Þá sé álagið heilmikið á konuna og sömuleiðis starfsfólk og aðstandendur. Það séu aðstæður sem allir vilji forðast.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir Hvetja almenning til að ferðast innanhúss um helgina Almannavarnir og sóttvarnayfirvöld hvetja almenning til þess að vera heima um komandi helgi og ferðast innanhúss. 5. nóvember 2020 11:38 Átjánda andlátið vegna Covid-19 hér á landi Sjúklingur á tíræðisaldri lést á Landspítalanum síðasta sólarhring vegna Covid-19. 5. nóvember 2020 11:11 Svona var 132. upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boða til upplýsingafundar klukkan 11 í dag. 5. nóvember 2020 10:12 Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Fleiri fréttir Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Sjá meira
Hvetja almenning til að ferðast innanhúss um helgina Almannavarnir og sóttvarnayfirvöld hvetja almenning til þess að vera heima um komandi helgi og ferðast innanhúss. 5. nóvember 2020 11:38
Átjánda andlátið vegna Covid-19 hér á landi Sjúklingur á tíræðisaldri lést á Landspítalanum síðasta sólarhring vegna Covid-19. 5. nóvember 2020 11:11
Svona var 132. upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boða til upplýsingafundar klukkan 11 í dag. 5. nóvember 2020 10:12