Ekki ljóst hvort að málsóknir Trump breyti úrslitum Kjartan Kjartansson skrifar 5. nóvember 2020 15:29 Starfsmaður kjörstjórnar skannar atkvæði í Fíladelfíu í Pennsylvaníu. Enn er unnið að talningu í ríkinu sem ræður væntanlega úrslitum um hvort Trump eða Biden verður forseti. AP/Matt Slocum Dómsmál sem repúblikanar og forsetaframboð Donalds Trump hafa höfðað í fjórum lykilríkjum munu ekki endilega breyta niðurstöðum þar. Málin verða rekin fyrir ríkisdómstólum en ekki hæstarétti Bandaríkjanna, þvert á yfirlýsingar Trump. Endanleg úrslit forsetakosninganna í Bandaríkjunum liggja enn ekki fyrir þar sem talning stendur enn yfir í nokkrum lykilríkjum, þar á meðal Pennsylvaníu, Arizona, Nevada og Georgíu. Joe Biden, frambjóðandi demókratar, virðist þó nær því að ná þeim 270 kjörmönnum sem til þarf en Trump forseti miðað við það sem vitað er um þau atkvæði sem eftir á að telja. Enn er þó töluverð óvissa um úrslitin í ríkjunum sem skipta sköpum. Trump hefur reynt sem mest hann má að gera talningu póstatkvæða tortryggilega, jafnvel þó að mörg ríki heimili talningu í nokkra daga svo lengi sem að atkvæðin voru póstlögð fyrir kjördag. Forsetinn hefur fullyrt án raka eða sannana að verið sé að „stela“ af honum kosningasigri með því að telja öll atkvæði sem bárust kjörstjórnum. Framboð Trump höfðaði mál vegna framkvæmdar kosninganna í Pennsylvaníu, Michigan og Georgíu í gær. Í Michigan og Pennsylvaníu krefst Trump-framboðið þess að talning verði stöðvuð þegar í stað og að eftirlitsmenn þess fái að fara yfir atkvæði sem hafa þegar verið opnuð og talin. AP-fréttastofan hefur þegar lýst Biden sigurvegara í Michigan. Á meðal þeirra mála sem voru höfðuð er eitt sem kom til kasta Hæstaréttar Bandaríkjanna um hvort atkvæði sem berast allt að þremur dögum eftir kjördag verði talin. Ríkisdómstóll komst að þeirri niðurstöðu að atkvæði sem væru póstlögð fyrir kjördag en bærust allt að þremur dögum síðar yrðu talin gild. Hæstiréttur hafnaði því að ógilda þann úrskurð en hélt því þó opnu að taka málið upp aftur eftir kosningar. Trump-framboðið fór fram á að hæstiréttur tæki málið aftur upp í gær. Trump-framboðið hefur einnig farið fram á endurtalningu í Wisconsin þar sem AP og fleiri fjölmiðlar hafa lýst Biden sigurvegara. Bill Stepien, kosningastjóri Trump, sagði það vegna „misræmis“ í nokkrum sýslum en lagði ekki fram frekari rökstuðning fyrir því hvers vegna þyrfti að telja atkvæðin aftur. AP-fréttastofan segir að ekki séu skýr merki um að dómsmálin þrjú, auk þeirra sem repúblikanar höfðu þegar höfðað í Pennsylvaníu og Nevada, eigi eftir að hafa áhrif á úrslit kosninganna. Lögreglumaður kemur í veg fyrir að fólk með skoðanir á talningu atkvæða komist inn í talningarsal í Detroit í Michigan. Biden er talinn hafa unnið sigur í ríkinu.AP/Carlos Osorio Segja forsetann ekki skilja ferlið Trump tísti um að hann ætli að krefjast þess að Hæstiréttur Bandaríkjanna stöðvaði „kosninguna“ á kosninganótt. Málið sem framboð hans hefur höfðað eru þó öll fyrir ríkisdómstólum í hverju ríki fyrir sig. Þeir repúblikanar sem Politico hefur rætt við segja að Trump skilji ekki hvernig ferlið virkað. „Hann veit bara ekki hvernig þetta virkar. Þetta er bara vanþekking á ferlinu,“ hefur blaðið eftir repúblikana sem það segir standa Hvíta húsinu nærri. Það útilokar þó ekki að málin sem nú hafa verið höfðuð rati á endanum fyrir hæstarétt landsins í gegnum röð áfrýjana. Washington Post bendir á að þegar hart var deilt um úrslit kosninganna í Flórída árið 2000 hafi mál ekki komið á borð Hæstaréttar fyrr en mánuði eftir kjördag. Úrskurður réttarins þá um að talning í Flórída skyldi stöðvuð tryggði repúblikananum George W. Bush sigur yfir demókratanum Al Gore. Hæstiréttur hefur í tvígang hafnað kröfum repúblikana um að ógilda póstatkvæði sem berast eftir kjördag en eins og áður segir gæti hann enn tekið upp eitt slíkt mál í Pennsylvaníu. Rétturinn er nú skipaður sex dómurum sem voru skipaðir af repúblikönum, þar á meðal þremur af Trump, og þremur dómurum skipuðum af demókrötum. Trump og sumir aðrir repúblikanar lögðu mikla áherslu á að staðfesta Amy Coney Barrett, íhaldssaman áfrýjunardómara, sem nýjan hæstaréttardómara fyrir kosningar ef mál sem tengdust framkvæmd eða talningu eftir kosningarnar kæmu til kasta réttarins.
Dómsmál sem repúblikanar og forsetaframboð Donalds Trump hafa höfðað í fjórum lykilríkjum munu ekki endilega breyta niðurstöðum þar. Málin verða rekin fyrir ríkisdómstólum en ekki hæstarétti Bandaríkjanna, þvert á yfirlýsingar Trump. Endanleg úrslit forsetakosninganna í Bandaríkjunum liggja enn ekki fyrir þar sem talning stendur enn yfir í nokkrum lykilríkjum, þar á meðal Pennsylvaníu, Arizona, Nevada og Georgíu. Joe Biden, frambjóðandi demókratar, virðist þó nær því að ná þeim 270 kjörmönnum sem til þarf en Trump forseti miðað við það sem vitað er um þau atkvæði sem eftir á að telja. Enn er þó töluverð óvissa um úrslitin í ríkjunum sem skipta sköpum. Trump hefur reynt sem mest hann má að gera talningu póstatkvæða tortryggilega, jafnvel þó að mörg ríki heimili talningu í nokkra daga svo lengi sem að atkvæðin voru póstlögð fyrir kjördag. Forsetinn hefur fullyrt án raka eða sannana að verið sé að „stela“ af honum kosningasigri með því að telja öll atkvæði sem bárust kjörstjórnum. Framboð Trump höfðaði mál vegna framkvæmdar kosninganna í Pennsylvaníu, Michigan og Georgíu í gær. Í Michigan og Pennsylvaníu krefst Trump-framboðið þess að talning verði stöðvuð þegar í stað og að eftirlitsmenn þess fái að fara yfir atkvæði sem hafa þegar verið opnuð og talin. AP-fréttastofan hefur þegar lýst Biden sigurvegara í Michigan. Á meðal þeirra mála sem voru höfðuð er eitt sem kom til kasta Hæstaréttar Bandaríkjanna um hvort atkvæði sem berast allt að þremur dögum eftir kjördag verði talin. Ríkisdómstóll komst að þeirri niðurstöðu að atkvæði sem væru póstlögð fyrir kjördag en bærust allt að þremur dögum síðar yrðu talin gild. Hæstiréttur hafnaði því að ógilda þann úrskurð en hélt því þó opnu að taka málið upp aftur eftir kosningar. Trump-framboðið fór fram á að hæstiréttur tæki málið aftur upp í gær. Trump-framboðið hefur einnig farið fram á endurtalningu í Wisconsin þar sem AP og fleiri fjölmiðlar hafa lýst Biden sigurvegara. Bill Stepien, kosningastjóri Trump, sagði það vegna „misræmis“ í nokkrum sýslum en lagði ekki fram frekari rökstuðning fyrir því hvers vegna þyrfti að telja atkvæðin aftur. AP-fréttastofan segir að ekki séu skýr merki um að dómsmálin þrjú, auk þeirra sem repúblikanar höfðu þegar höfðað í Pennsylvaníu og Nevada, eigi eftir að hafa áhrif á úrslit kosninganna. Lögreglumaður kemur í veg fyrir að fólk með skoðanir á talningu atkvæða komist inn í talningarsal í Detroit í Michigan. Biden er talinn hafa unnið sigur í ríkinu.AP/Carlos Osorio Segja forsetann ekki skilja ferlið Trump tísti um að hann ætli að krefjast þess að Hæstiréttur Bandaríkjanna stöðvaði „kosninguna“ á kosninganótt. Málið sem framboð hans hefur höfðað eru þó öll fyrir ríkisdómstólum í hverju ríki fyrir sig. Þeir repúblikanar sem Politico hefur rætt við segja að Trump skilji ekki hvernig ferlið virkað. „Hann veit bara ekki hvernig þetta virkar. Þetta er bara vanþekking á ferlinu,“ hefur blaðið eftir repúblikana sem það segir standa Hvíta húsinu nærri. Það útilokar þó ekki að málin sem nú hafa verið höfðuð rati á endanum fyrir hæstarétt landsins í gegnum röð áfrýjana. Washington Post bendir á að þegar hart var deilt um úrslit kosninganna í Flórída árið 2000 hafi mál ekki komið á borð Hæstaréttar fyrr en mánuði eftir kjördag. Úrskurður réttarins þá um að talning í Flórída skyldi stöðvuð tryggði repúblikananum George W. Bush sigur yfir demókratanum Al Gore. Hæstiréttur hefur í tvígang hafnað kröfum repúblikana um að ógilda póstatkvæði sem berast eftir kjördag en eins og áður segir gæti hann enn tekið upp eitt slíkt mál í Pennsylvaníu. Rétturinn er nú skipaður sex dómurum sem voru skipaðir af repúblikönum, þar á meðal þremur af Trump, og þremur dómurum skipuðum af demókrötum. Trump og sumir aðrir repúblikanar lögðu mikla áherslu á að staðfesta Amy Coney Barrett, íhaldssaman áfrýjunardómara, sem nýjan hæstaréttardómara fyrir kosningar ef mál sem tengdust framkvæmd eða talningu eftir kosningarnar kæmu til kasta réttarins.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump-liðar dreifa ósannindum og grafa undan kosningunum Þegar forskot Donald Trump hófst að dragast saman í mikilvægum ríkjum, með talningu utankjörfundaratkvæða, byrjuðu bandamenn forsetans, stuðningsmenn hans og jafnvel hann sjálfur, að dreifa ósannindum um kosningarnar. 5. nóvember 2020 11:37 Allt útlit fyrir að meirihlutinn haldi í öldungadeildinni Allt útlit er fyrir það repúblikanar muni áfram vera í meirihluta í öldungadeild Bandaríkjaþings. Demókrötum hefur aðeins tekið að bæta við sig einu sæti en hefðu þurft þrjú til fjögur, eftir því hver sigrar forsetakosningunum, til að ná meirihluta. 5. nóvember 2020 09:06 Afar mjótt á munum í nokkrum lykilríkjum Enn er beðið eftir úrslitum í nokkrum lykilríkjum í bandarísku forsetakosningunum sem fram fóru á þriðjudag. 5. nóvember 2020 06:56 Mest lesið Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Fleiri fréttir Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Sjá meira
Trump-liðar dreifa ósannindum og grafa undan kosningunum Þegar forskot Donald Trump hófst að dragast saman í mikilvægum ríkjum, með talningu utankjörfundaratkvæða, byrjuðu bandamenn forsetans, stuðningsmenn hans og jafnvel hann sjálfur, að dreifa ósannindum um kosningarnar. 5. nóvember 2020 11:37
Allt útlit fyrir að meirihlutinn haldi í öldungadeildinni Allt útlit er fyrir það repúblikanar muni áfram vera í meirihluta í öldungadeild Bandaríkjaþings. Demókrötum hefur aðeins tekið að bæta við sig einu sæti en hefðu þurft þrjú til fjögur, eftir því hver sigrar forsetakosningunum, til að ná meirihluta. 5. nóvember 2020 09:06
Afar mjótt á munum í nokkrum lykilríkjum Enn er beðið eftir úrslitum í nokkrum lykilríkjum í bandarísku forsetakosningunum sem fram fóru á þriðjudag. 5. nóvember 2020 06:56
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent