Börn með sjálfsvígshugsanir vegna nektarmynda Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 5. nóvember 2020 20:30 Vonast er til að börnin þori að segja foreldrum eða kennurum frá vanda sínum eftir að hafa haft samband við hjálparsímann. Mikilvægt sé að börnin ræði við einhvern. Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Dæmi eru um að börn fái sjálfsvígshuganir eftir að nektarmynd af þeim fer í dreifingu á netinu. Verkefnastjóri Hjálparsíma Rauða krossins segir nokkuð algengt að börn í slíkri stöðu hafi samband. Í Kompás sem birtist í gær kemur fram að börn niður í sjö ára aldur sendi af sér nektarmyndir og algengt sé að myndirnar fari í dreifingu. Sandra Björk Birgisdóttir, verkefnastjóri hjálparsíma Rauða krossins, segir slík mál koma á þeirra borð. Sandra Birgisdóttir, verkefnastjóri hjálparsímans 1717, segir frekar algengt að börn hringi í mikilli vanlíðan og ótta um frekari dreifingu myndanna. Oft hafi þau ekki sagt neinum frá málinu. Vísir/Stöð 2 „Þetta er frekar algengt og er reglulega að koma inn til okkar. Þetta er miklu algengara en fólk gerir sér grein fyrir og þetta er allt niður í mjög ung börn. Ég held að fólk geri sér ekki grein fyrir hversu alvarlegt þetta er, hversu mikið er um þetta og hvað þetta hefur alvarlegar afleiðingar í för með sér,“ segir Sandra. Bönin sem hafi samband við Hjálparsímann séu allt niður í tólf ára gömul og líði mjög illa. „Þau upplifa að það sé ómögulegt að ná yfir þetta og koma í veg fyrir að myndirnar fari í frekari dreifingu eða að fjarlægja þær,“ segir hún og bætir við að stundum sé þetta orðið svo alvarlegt að þau séu farin að skaða sig. „Og svo upplifa þau líka sjálfsvígshugsanir.“ Eins og kemur fram í Kompás eiga börn oft mjög erfitt með að segja frá myndunum og dreifingunni því þau kenna sjálfum sér um. En oft er fyrsta skrefið að hringja í hjálparsímann þar sem er nafnleysi og trúnaður. „Og þá kannski eftir okkar samtal treysta þau sér frekar að ræða við einhvern eða við hjálpum þeim að tilkynna í gegnum ábendingarlínu Barnaheilla,“ segir Sandra Björk. Hér má sjá Kompásþáttinn um kynferðisofbeldi gegn börnum á netinu. Kompás Ofbeldi gegn börnum Kynferðisofbeldi Lögreglumál Geðheilbrigði Tengdar fréttir „Ég óska engum að lenda í þessu“ Allt niður í sjö ára íslensk börn senda af sér nektarmyndir á netinu og eru mörg dæmi um að myndirnar endi á klámsíðu. Einnig hefur málum fjölgað hjá lögreglu þar sem börn eru þvinguð af fullorðnum til að senda af sér kynferðislegt myndefni, til dæmis samneyti við yngri systkini. 4. nóvember 2020 09:00 Hefur fengið hundruð reynslusagna um kynferðislegt ofbeldi á netinu gegn ungum konum Kona sem heldur úti instagramsíðu um stafrænt kynferðisofbeldi segir hundruð ungra kvenna hafa sent sér reynslusögur af slíku ofbeldi. Það vanti úrræði og auka þurfi kynfræðslu. 4. nóvember 2020 20:01 Vill aukna réttarvernd þeirra sem verða fyrir því að nektarmyndum af þeim er dreift Dómsmálaráðherra segir núverandi löggjöf veita aðeins brotakennda réttarvernd þegar kemur að kynferðisbrotum sem framin eru með stafrænum hætti. Hún mun mæla fyrir frumvarpi í næstu viku sem felur meðal annars í sér aukna vernd þeirra sem verða fyrir því að nektarmyndum af þeim sé dreift. 5. nóvember 2020 12:51 Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Fleiri fréttir Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Sjá meira
Dæmi eru um að börn fái sjálfsvígshuganir eftir að nektarmynd af þeim fer í dreifingu á netinu. Verkefnastjóri Hjálparsíma Rauða krossins segir nokkuð algengt að börn í slíkri stöðu hafi samband. Í Kompás sem birtist í gær kemur fram að börn niður í sjö ára aldur sendi af sér nektarmyndir og algengt sé að myndirnar fari í dreifingu. Sandra Björk Birgisdóttir, verkefnastjóri hjálparsíma Rauða krossins, segir slík mál koma á þeirra borð. Sandra Birgisdóttir, verkefnastjóri hjálparsímans 1717, segir frekar algengt að börn hringi í mikilli vanlíðan og ótta um frekari dreifingu myndanna. Oft hafi þau ekki sagt neinum frá málinu. Vísir/Stöð 2 „Þetta er frekar algengt og er reglulega að koma inn til okkar. Þetta er miklu algengara en fólk gerir sér grein fyrir og þetta er allt niður í mjög ung börn. Ég held að fólk geri sér ekki grein fyrir hversu alvarlegt þetta er, hversu mikið er um þetta og hvað þetta hefur alvarlegar afleiðingar í för með sér,“ segir Sandra. Bönin sem hafi samband við Hjálparsímann séu allt niður í tólf ára gömul og líði mjög illa. „Þau upplifa að það sé ómögulegt að ná yfir þetta og koma í veg fyrir að myndirnar fari í frekari dreifingu eða að fjarlægja þær,“ segir hún og bætir við að stundum sé þetta orðið svo alvarlegt að þau séu farin að skaða sig. „Og svo upplifa þau líka sjálfsvígshugsanir.“ Eins og kemur fram í Kompás eiga börn oft mjög erfitt með að segja frá myndunum og dreifingunni því þau kenna sjálfum sér um. En oft er fyrsta skrefið að hringja í hjálparsímann þar sem er nafnleysi og trúnaður. „Og þá kannski eftir okkar samtal treysta þau sér frekar að ræða við einhvern eða við hjálpum þeim að tilkynna í gegnum ábendingarlínu Barnaheilla,“ segir Sandra Björk. Hér má sjá Kompásþáttinn um kynferðisofbeldi gegn börnum á netinu.
Kompás Ofbeldi gegn börnum Kynferðisofbeldi Lögreglumál Geðheilbrigði Tengdar fréttir „Ég óska engum að lenda í þessu“ Allt niður í sjö ára íslensk börn senda af sér nektarmyndir á netinu og eru mörg dæmi um að myndirnar endi á klámsíðu. Einnig hefur málum fjölgað hjá lögreglu þar sem börn eru þvinguð af fullorðnum til að senda af sér kynferðislegt myndefni, til dæmis samneyti við yngri systkini. 4. nóvember 2020 09:00 Hefur fengið hundruð reynslusagna um kynferðislegt ofbeldi á netinu gegn ungum konum Kona sem heldur úti instagramsíðu um stafrænt kynferðisofbeldi segir hundruð ungra kvenna hafa sent sér reynslusögur af slíku ofbeldi. Það vanti úrræði og auka þurfi kynfræðslu. 4. nóvember 2020 20:01 Vill aukna réttarvernd þeirra sem verða fyrir því að nektarmyndum af þeim er dreift Dómsmálaráðherra segir núverandi löggjöf veita aðeins brotakennda réttarvernd þegar kemur að kynferðisbrotum sem framin eru með stafrænum hætti. Hún mun mæla fyrir frumvarpi í næstu viku sem felur meðal annars í sér aukna vernd þeirra sem verða fyrir því að nektarmyndum af þeim sé dreift. 5. nóvember 2020 12:51 Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Fleiri fréttir Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Sjá meira
„Ég óska engum að lenda í þessu“ Allt niður í sjö ára íslensk börn senda af sér nektarmyndir á netinu og eru mörg dæmi um að myndirnar endi á klámsíðu. Einnig hefur málum fjölgað hjá lögreglu þar sem börn eru þvinguð af fullorðnum til að senda af sér kynferðislegt myndefni, til dæmis samneyti við yngri systkini. 4. nóvember 2020 09:00
Hefur fengið hundruð reynslusagna um kynferðislegt ofbeldi á netinu gegn ungum konum Kona sem heldur úti instagramsíðu um stafrænt kynferðisofbeldi segir hundruð ungra kvenna hafa sent sér reynslusögur af slíku ofbeldi. Það vanti úrræði og auka þurfi kynfræðslu. 4. nóvember 2020 20:01
Vill aukna réttarvernd þeirra sem verða fyrir því að nektarmyndum af þeim er dreift Dómsmálaráðherra segir núverandi löggjöf veita aðeins brotakennda réttarvernd þegar kemur að kynferðisbrotum sem framin eru með stafrænum hætti. Hún mun mæla fyrir frumvarpi í næstu viku sem felur meðal annars í sér aukna vernd þeirra sem verða fyrir því að nektarmyndum af þeim sé dreift. 5. nóvember 2020 12:51