Fótbolti

Dortmund segir enga kaup klásúlu í samningi Håland

Anton Ingi Leifsson skrifar
Håland og Sancho hafa báðir verið orðaðir burt frá Mönchengladbach.
Håland og Sancho hafa báðir verið orðaðir burt frá Mönchengladbach. Alex Gottschalk/DeFodi Images via Getty Images

Dortmund hefur neitað því að það sé klásúla í samningi Erling Braut Håland sem geri það að verkum að hann komist frá félaginu áður en samningur hans rennur út.

Norðmaðurinn var keyptur til Dortmund í janúar og hefur síðan þá leikið á alls oddi, sér í lagi í Meistaradeildinni, þar sem hann hefur raðað inn mörkunum.

Þýska blaðið Bild greindi frá því að í samningi Håland væri klásúla að hægt væri að kaupa Håland frían frá samningi sínum í Dortmund með að borga um 60 milljónir punda fyrir hann.

„Það er ekki nein klásúla. Við vonumst til þess að Håland verði hjá okkur lengi og við munum tala við hann og reyna sannfæra hann og umboðsmanninn að vera hér lengi,“ sagði Hans-Joachim Watske, stjórnarformaður Dortmund.

„Ég held að Erling hafi það gott í Dortmund. Hann gerði það rétta í janúar með að koma hingað. Ég vil meina að það verði mistök hjá honum ef hann tekur næsta skref svo fljótt.“

Håland hefur spilað 28 leiki fyrir þá gulklæddu og skorað í þeim 26 mörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×