Van Basten segist hafa átt að hætta fyrr: „Sársaukinn var ekki þess virði“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 6. nóvember 2020 08:00 Marco van Basten varð tvisvar sinnum Evrópumeistari með AC Milan. getty/Alessandro Sabattini Marco van Basten, fyrrverandi framherji Ajax, AC Milan og hollenska landsliðsins, segir að hann hefði átt að hætta fyrr í fótbolta. Van Basten lagði skóna á hilluna þegar hann var þrítugur eftir að hafa glímt við erfið ökklameiðsli í langan tíma. Meiðslin hafa enn áhrif á Hollendinginn og hann segist varla geta sparkað í bolta í dag. „Allur sársaukinn var ekki þess virði. Ökklameiðslin höfðu svo mikil áhrif á mig, líka á daglegt líf. En á þessum tíma var fótboltinn mér allt,“ sagði Van Basten við BBC. „Núna þegar ég er eldri á ég mér líf án fótboltans. Það er meira í lífinu en fótbolti. Í dag hefði ég tekið aðra ákvörðun.“ Eftir að hafa ekkert spilað í tvö ár hætti Van Basten loks í fótbolta 1995. „Ég dó sem fótboltamaður,“ sagði Van Basten. „Ég get ekki spilað fótbolta í dag. Það er of erfitt. Ég get ekki skotið boltanum eða gert neitt með fætinum. Það kom varla sá dagur sem ég snerti ekki bolta en síðan var þetta allt skyndilega búið. Það var mjög sársaukafullt.“ Van Basten varð Evrópumeistari með hollenska landsliðinu 1988 og var hluti af frábæru liði Milan í kringum 1990. Hann varð þrisvar sinnum ítalskur meistari með Milan og tvisvar sinnum Evrópumeistari. Van Basten fékk Gullboltann í þrígang á ferlinum. Fótbolti Hollenski boltinn Holland Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Fleiri fréttir Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Sjá meira
Marco van Basten, fyrrverandi framherji Ajax, AC Milan og hollenska landsliðsins, segir að hann hefði átt að hætta fyrr í fótbolta. Van Basten lagði skóna á hilluna þegar hann var þrítugur eftir að hafa glímt við erfið ökklameiðsli í langan tíma. Meiðslin hafa enn áhrif á Hollendinginn og hann segist varla geta sparkað í bolta í dag. „Allur sársaukinn var ekki þess virði. Ökklameiðslin höfðu svo mikil áhrif á mig, líka á daglegt líf. En á þessum tíma var fótboltinn mér allt,“ sagði Van Basten við BBC. „Núna þegar ég er eldri á ég mér líf án fótboltans. Það er meira í lífinu en fótbolti. Í dag hefði ég tekið aðra ákvörðun.“ Eftir að hafa ekkert spilað í tvö ár hætti Van Basten loks í fótbolta 1995. „Ég dó sem fótboltamaður,“ sagði Van Basten. „Ég get ekki spilað fótbolta í dag. Það er of erfitt. Ég get ekki skotið boltanum eða gert neitt með fætinum. Það kom varla sá dagur sem ég snerti ekki bolta en síðan var þetta allt skyndilega búið. Það var mjög sársaukafullt.“ Van Basten varð Evrópumeistari með hollenska landsliðinu 1988 og var hluti af frábæru liði Milan í kringum 1990. Hann varð þrisvar sinnum ítalskur meistari með Milan og tvisvar sinnum Evrópumeistari. Van Basten fékk Gullboltann í þrígang á ferlinum.
Fótbolti Hollenski boltinn Holland Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Fleiri fréttir Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Sjá meira