Gáttuð á hræsni borgaryfirvalda Jónína Sigurðardóttir skrifar 6. nóvember 2020 08:30 Í gærkvöldi kom út þáttur hjá Kveik á Rúv um rakaskemmdir, myglu og heilsufarslegar afleiðingar sem það getur haft í för með sér. Kveikur er þekktur fyrir að vera almennt mjög málefnalegur og faglegur þáttur, það á svo sannarlega við um þáttin sem birtist í gærkvöldi. Þátturinn var virkilega vandaður og um málefni sem snertir fleiri en okkur grunar, málefni sem er falið og oft erfitt að greina. Það kemur þó ekki í veg fyrir að vandamálið sé til staðar. Eftir þáttinn í gær er tvennt sem situr eftir í mér. Í fyrsta lagi er það þegar rætt var við hóp kvenna sem allar unnu í húsnæði á vegum Orkuveitu Reykjavíkur og veiktust mjög alvarlega af myglu. Konurnar áttu það sameiginlegt að það trúði þeim enginn. Hagur barna ekki hafður að leiðarljósi Í þættinum í gær var rakavandamál í Fossvogsskóla sérstaklega tekið fyrir. Ég og aðrir foreldrar barna í skólanum höfum gert það sem í okkar valdi stendur til þess að þrýsta á að eitthvað verði gert. Við eigum það öll sameiginlegt að eiga börn sem hafa veikst mikið sökum húsnæðisins, farið hefur verið í framkvæmdir sem hafa ekki skilað tilskildum árangri því börnin okkar eru enn veik. Við höfum því neyðst til þess að fara í fjölmiðla og opinbera okkur og börnin okkar til þess að reyna að knýja í gegn að eitthvað verði gert því það trúir okkur enginn. Börnin okkar fá óstjórnlega höfuðverki og blóðnasir, útbrot, beinverki, miklir andlegir erfiðleikar, öndunarerfiðleikar og svo lengi mætti telja. Þau eiga það öll sameiginlegt að engin skýring hefur fundist á heilsubresti þeirra og þau lagast öll þegar þau eru ekki í skólanum og fjöldi þeirra barna sem finna fyrir einkennum og veikjast stækkar með hverri viku. Að standa í stappi við Reykjavíkurborg Það er ólýsanlega erfitt að standa í slíku máli við Reykjavíkurborg og hvað þá í eins langan tíma og þetta mál hefur staðið yfir. Foreldrum sem eru að leita svara vegna ráðaleysis og ótta af heilsufari barna sinna er bannað að setja sig í samband við aðila sem hafa raunverulega eitthvað um málið að segja og okkur bent á að beina öllum fyrirspurnum til skólastjórnenda. Kennurum barna hefur verið bannað að segja foreldrum frá því hvernig ástandið sé inni í kennslustofum, við komum alls staðar að lokuðum dyrum. Þegar við höfum reynt að spyrjast fyrir hjá borgaryfirvöldum um hvað eigi að gera hefur okkur verið bent á að það sé vænlegast að við tökum börnin okkar úr skólanum sem hljómar helst eins og leið til þess að þagga niður í okkur. Það hefur því miður gengið illa að beina fyrirspurnum okkar til skólastjórnenda, stundum er okkur ekki svarað eða okkur svarað með útúrsnúningi og ekki er að finna að hagur barna sé í fyrirrúmi. Í nýlegu samtali sem ég átti við skólastjóra skólans er dregið verulega í efa að um að eitthvað sé raunverulega að húsnæðinu þar sem mælingar gefi í skyn að húsnæðið sé í lagi, sem er ekki rétt. Ófullnægjandi mælingar Annað sem situr eftir hjá mér eftir þátt gærkvöldsins er að það var gefin góð og skýr mynd á muninum á myglu og gró. Í samtali við Sylgju Dögg Sigurjónsdóttir, fagstjóra hjá Eflu, kemur fram að gró myglu sé alls staðar. Gróin dreifist auðveldlega og hratt en fer ekki að valda skaða fyrr en það kemur raki og þá vaxa gróin upp í myglusveppi. Þetta virðast þeir sérfræðingar sem Reykjavíkurborg hefur ráðið í verkið ekki gera sér grein fyrir. Nýverið kom út skýrsla frá Verkís um stöðuna í húsnæðinu þar sem ítrekað er talað um að það sé verið að taka sýni og mæla gró. Gró sem finnst alls staðar. Það segir sér sjálft að slíkar mælingar skili ekki árangri og segi ekkert til um raunverulega stöðu húsnæðisins. Að lokum þótti mér sláandi að heyra það í þættinum í gær að Sylgja sagði að hún og samstarfsfólk hennar hafi oft verið beðið um að hagræða niðurstöðum rannsókna þannig að þær komi ekki fram, sem hún segir að þau hafi ekki gert. Rétt eins og vandamálið muni einfaldlega hverfa ef það komi ekki fram í skýrslum, staðan er hins vegar sú að vandamál af þessum toga stækkar bara og veldur meiri skaða ef ekki er brugðist hratt og rétt við. Ég er algjörlega gáttuð á hræsni borgaryfirvalda og vona að farið verði eins fljótt og mögulegt er í að taka rétt sýni og forða börnum og starfsfólki frá því að veikjast enn frekar. Þau eiga betra skilið en þetta! Höfundur er meistaranemi í uppeldis- og menntunarfræðum og ráðgjafi hjá Reykjavíkurborg. Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rómur Reykjavík Heilbrigðismál Mest lesið Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Sjá meira
Í gærkvöldi kom út þáttur hjá Kveik á Rúv um rakaskemmdir, myglu og heilsufarslegar afleiðingar sem það getur haft í för með sér. Kveikur er þekktur fyrir að vera almennt mjög málefnalegur og faglegur þáttur, það á svo sannarlega við um þáttin sem birtist í gærkvöldi. Þátturinn var virkilega vandaður og um málefni sem snertir fleiri en okkur grunar, málefni sem er falið og oft erfitt að greina. Það kemur þó ekki í veg fyrir að vandamálið sé til staðar. Eftir þáttinn í gær er tvennt sem situr eftir í mér. Í fyrsta lagi er það þegar rætt var við hóp kvenna sem allar unnu í húsnæði á vegum Orkuveitu Reykjavíkur og veiktust mjög alvarlega af myglu. Konurnar áttu það sameiginlegt að það trúði þeim enginn. Hagur barna ekki hafður að leiðarljósi Í þættinum í gær var rakavandamál í Fossvogsskóla sérstaklega tekið fyrir. Ég og aðrir foreldrar barna í skólanum höfum gert það sem í okkar valdi stendur til þess að þrýsta á að eitthvað verði gert. Við eigum það öll sameiginlegt að eiga börn sem hafa veikst mikið sökum húsnæðisins, farið hefur verið í framkvæmdir sem hafa ekki skilað tilskildum árangri því börnin okkar eru enn veik. Við höfum því neyðst til þess að fara í fjölmiðla og opinbera okkur og börnin okkar til þess að reyna að knýja í gegn að eitthvað verði gert því það trúir okkur enginn. Börnin okkar fá óstjórnlega höfuðverki og blóðnasir, útbrot, beinverki, miklir andlegir erfiðleikar, öndunarerfiðleikar og svo lengi mætti telja. Þau eiga það öll sameiginlegt að engin skýring hefur fundist á heilsubresti þeirra og þau lagast öll þegar þau eru ekki í skólanum og fjöldi þeirra barna sem finna fyrir einkennum og veikjast stækkar með hverri viku. Að standa í stappi við Reykjavíkurborg Það er ólýsanlega erfitt að standa í slíku máli við Reykjavíkurborg og hvað þá í eins langan tíma og þetta mál hefur staðið yfir. Foreldrum sem eru að leita svara vegna ráðaleysis og ótta af heilsufari barna sinna er bannað að setja sig í samband við aðila sem hafa raunverulega eitthvað um málið að segja og okkur bent á að beina öllum fyrirspurnum til skólastjórnenda. Kennurum barna hefur verið bannað að segja foreldrum frá því hvernig ástandið sé inni í kennslustofum, við komum alls staðar að lokuðum dyrum. Þegar við höfum reynt að spyrjast fyrir hjá borgaryfirvöldum um hvað eigi að gera hefur okkur verið bent á að það sé vænlegast að við tökum börnin okkar úr skólanum sem hljómar helst eins og leið til þess að þagga niður í okkur. Það hefur því miður gengið illa að beina fyrirspurnum okkar til skólastjórnenda, stundum er okkur ekki svarað eða okkur svarað með útúrsnúningi og ekki er að finna að hagur barna sé í fyrirrúmi. Í nýlegu samtali sem ég átti við skólastjóra skólans er dregið verulega í efa að um að eitthvað sé raunverulega að húsnæðinu þar sem mælingar gefi í skyn að húsnæðið sé í lagi, sem er ekki rétt. Ófullnægjandi mælingar Annað sem situr eftir hjá mér eftir þátt gærkvöldsins er að það var gefin góð og skýr mynd á muninum á myglu og gró. Í samtali við Sylgju Dögg Sigurjónsdóttir, fagstjóra hjá Eflu, kemur fram að gró myglu sé alls staðar. Gróin dreifist auðveldlega og hratt en fer ekki að valda skaða fyrr en það kemur raki og þá vaxa gróin upp í myglusveppi. Þetta virðast þeir sérfræðingar sem Reykjavíkurborg hefur ráðið í verkið ekki gera sér grein fyrir. Nýverið kom út skýrsla frá Verkís um stöðuna í húsnæðinu þar sem ítrekað er talað um að það sé verið að taka sýni og mæla gró. Gró sem finnst alls staðar. Það segir sér sjálft að slíkar mælingar skili ekki árangri og segi ekkert til um raunverulega stöðu húsnæðisins. Að lokum þótti mér sláandi að heyra það í þættinum í gær að Sylgja sagði að hún og samstarfsfólk hennar hafi oft verið beðið um að hagræða niðurstöðum rannsókna þannig að þær komi ekki fram, sem hún segir að þau hafi ekki gert. Rétt eins og vandamálið muni einfaldlega hverfa ef það komi ekki fram í skýrslum, staðan er hins vegar sú að vandamál af þessum toga stækkar bara og veldur meiri skaða ef ekki er brugðist hratt og rétt við. Ég er algjörlega gáttuð á hræsni borgaryfirvalda og vona að farið verði eins fljótt og mögulegt er í að taka rétt sýni og forða börnum og starfsfólki frá því að veikjast enn frekar. Þau eiga betra skilið en þetta! Höfundur er meistaranemi í uppeldis- og menntunarfræðum og ráðgjafi hjá Reykjavíkurborg. Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni.
Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni.
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun