Fimm sundmenn gætu misst Ólympíuverðlaun vegna eins manns Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. nóvember 2020 10:01 Brenton Rickard með gullverðlaun sín frá HM 2009. EPA/PATRICK B. KRAEMER Ný tækni í baráttunni við ólögleg lyf í íþróttum gerir það að verkum að íþróttafólk getur enn fallið á mjög gömlum lyfjaprófum. Nýjasta dæmið um það kemur frá átta ára gömlum Ólympíuleikum. Ólöglegt efni fannst í sýni ástralska sundmannsins Brenton Rickard þegar sýni hans frá ÓL í London 2012 var skoðað upp á nýtt. Brenton Rickard: Australian Olympic swimmer reveals positive drug test eight years after London Games https://t.co/HoIdzlXY6u— Guardian Australia (@GuardianAus) November 6, 2020 Í sýninu fannst örlítið af efninu furosemide sem er notað til að fela ólögleg efni. Brenton Rickard hefur sjálfur harðneitað því að hafa einhvern tímann tekið ólöglegt lyf. Þegar sýnið var kannað enn betur fannst ekkert annað ólöglegt lyf. Rickard sagðist vera „algjörlega niðurbrotinn“ í tölvupósti til liðsfélagar sína sem Sydney Morning Herald birti. Hann segir málið vera mjög ósanngjarnt og ætlar að berjast fyrir sakleysi sínu. Þetta gæti ekki aðeins bitnað á honum sjálfum því allt ástralska boðssundslandsliðið gæti misst verðlaun sín frá því á leikunum í London. Átralska sveitin vann bronsverðlaun í 4 x 100 fjórsundi og liðfélagar hans, þeir James Magnussen, Christian Sprenger, Hayden Stoeckel, Matt Targett og Tommaso D’Orsogna, gætu því allir þurft að skila bronsinu sínu. Breaking: Australia could be stripped of Olympic swimming medals for the first time after world champion breaststroker Brenton Rickard returned a positive drug test | @SamJaneLane https://t.co/ZsnyC0FrLo— The Sydney Morning Herald (@smh) November 6, 2020 Þetta er líka mikið áfall fyrir Ástrala sem hafa lengi hreykt sér að því að hafa aldrei fallið á lyfjaprófi. Þetta yrði í fyrsta sinn sem Ástralar myndu missa verðlaun á leikunum vegna slíks brots. Alþjóðaólympíunefndin ætlar að taka hart á þessu máli og ætlar með það fyrir Alþjóða íþróttadómstólinn með það markmið að ógilda öll úrslit Brenton Rickard frá því á Ólympíuleikunum í London 2012. Brenton Rickard komst einnig í úrslit í 100 og 200 metra bringusundi þar sem hann varð sjötti og sjöundi. Sund Ólympíuleikar Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Fótbolti Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Bandarískar deildir fyrirferðamiklar Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Sex í röð hjá Napólí „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Juventus lagði AC Milan Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Sjá meira
Ný tækni í baráttunni við ólögleg lyf í íþróttum gerir það að verkum að íþróttafólk getur enn fallið á mjög gömlum lyfjaprófum. Nýjasta dæmið um það kemur frá átta ára gömlum Ólympíuleikum. Ólöglegt efni fannst í sýni ástralska sundmannsins Brenton Rickard þegar sýni hans frá ÓL í London 2012 var skoðað upp á nýtt. Brenton Rickard: Australian Olympic swimmer reveals positive drug test eight years after London Games https://t.co/HoIdzlXY6u— Guardian Australia (@GuardianAus) November 6, 2020 Í sýninu fannst örlítið af efninu furosemide sem er notað til að fela ólögleg efni. Brenton Rickard hefur sjálfur harðneitað því að hafa einhvern tímann tekið ólöglegt lyf. Þegar sýnið var kannað enn betur fannst ekkert annað ólöglegt lyf. Rickard sagðist vera „algjörlega niðurbrotinn“ í tölvupósti til liðsfélagar sína sem Sydney Morning Herald birti. Hann segir málið vera mjög ósanngjarnt og ætlar að berjast fyrir sakleysi sínu. Þetta gæti ekki aðeins bitnað á honum sjálfum því allt ástralska boðssundslandsliðið gæti misst verðlaun sín frá því á leikunum í London. Átralska sveitin vann bronsverðlaun í 4 x 100 fjórsundi og liðfélagar hans, þeir James Magnussen, Christian Sprenger, Hayden Stoeckel, Matt Targett og Tommaso D’Orsogna, gætu því allir þurft að skila bronsinu sínu. Breaking: Australia could be stripped of Olympic swimming medals for the first time after world champion breaststroker Brenton Rickard returned a positive drug test | @SamJaneLane https://t.co/ZsnyC0FrLo— The Sydney Morning Herald (@smh) November 6, 2020 Þetta er líka mikið áfall fyrir Ástrala sem hafa lengi hreykt sér að því að hafa aldrei fallið á lyfjaprófi. Þetta yrði í fyrsta sinn sem Ástralar myndu missa verðlaun á leikunum vegna slíks brots. Alþjóðaólympíunefndin ætlar að taka hart á þessu máli og ætlar með það fyrir Alþjóða íþróttadómstólinn með það markmið að ógilda öll úrslit Brenton Rickard frá því á Ólympíuleikunum í London 2012. Brenton Rickard komst einnig í úrslit í 100 og 200 metra bringusundi þar sem hann varð sjötti og sjöundi.
Sund Ólympíuleikar Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Fótbolti Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Bandarískar deildir fyrirferðamiklar Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Sex í röð hjá Napólí „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Juventus lagði AC Milan Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Sjá meira