Repúblikanaflokkurinn klofinn vegna ásakana Trump Kjartan Kjartansson skrifar 6. nóvember 2020 11:52 Trump hélt fram fjölda ásakana um alls kyns svik gegn sér í ræðu í Hvíta húsinu í gær. Hann virtist þó fremur daufur í dálkinn og ekki eins ákveðinn í orðum sínum og oft áður. Hann tók ekki neinar spurningar eftir að hann lauk máli sínu. AP/Evan Vucci Nokkrir leiðtogar Repúblikanaflokksins á Bandaríkjaþingi tóku undir stoðlausar ásakanir Donalds Trump forseta um kosningasvik eftir ræðu sem hann hélt í gærkvöldi. Einn fyrrverandi forsetaframbjóðandi lýsti yfirlýsingum forsetans aftur á móti sem „hættulegum“. Trump kallaði fréttamenn til fundar í Hvíta húsinu í gærkvöldi en tók ekki við neinum spurningum. Þess í stað hélt hann sautján mínútna langa ræðu með fjölda rangra eða stoðlausra ásakana um stórfelld kosningasvik og bellibrögð í talningu atkvæða. Hélt hann því ítrekað fram að demókratar væru að „stela“ af sér kosningunum. Nokkrar sjónvarpsstöðvar hættu að fylgjast með ræðunni í beinni til þess að upplýsa áhorfendur sína um sannleiksgildi fullyrðinga forsetans. Eftir ræðuna stukku nokkrir þingmenn repúblikana sem eru hliðhollir Trump honum til varnar og tóku undir ásakanirnar, að sögn Washington Post. Lindsey Graham, öldungadeildarþingmaður frá Suður-Karólínu, sagði ásakanirnar „sláandi“. Kevin McCarthy, leiðtogi repúblikana í fulltrúadeildinni, reyndi að gera það tortryggilegt að Biden virtist ætla að sigra í forsetakosningunum á sama tíma og repúblikanar söxuðu á meirihluta demókrata í fulltrúadeildinni. „Trump forseti vann þessar kosningar,“ sagði McCarthy ranglega við Fox-fréttastöðina. Ted Cruz, öldungadeildarþingmaður Texas sem Trump niðurlægði ítrekað í forvali repúblikana árið 2016, gaf í skyn að ríkisþing í lykilríkjum þar sem repúblikanar eru með meirihluta gætu tekið fram fyrir hendurnar á kjörstjórnum og ákveðið að veita kjörmenn ríkjanna til Trump frekar en Biden. Graham útilokaði þann möguleika ekki. Vilja að Trump leggi fram sannanir Ekki voru þó allir repúblikanar eins tilbúnir að styðja stoðlausar ásakanir forsetans. Flestir þeirra reyndu að hafna fullyrðingum forsetans ekki alfarið heldur að leggja áherslu á mikilvægi þess að lagðar væru fram sannanir fyrir þeim. Þannig sagði Chris Christie, fyrrverandi ríkisstjóri New Jersey sem hefur unnið með Trump-framboðinu, að kosningasvik eins og þau sem Trump lýsti ættu sér stað. Hann hafi hins vegar ekki séð neinar sannanir frá forsetanum. „Sem saksóknari er þetta eins og að segja mér að ákæra einhvern án þess að sýna mér neinar sannanir,“ sagði Christie sem hefur verið einn álitsgjafa ABC-sjónvarpsstöðvarinnar í kosningaumfjöllun hennar. „Eina sem þetta gerir er að æsa fólk upp án þess að upplýsa það,“ sagði Christie sem var eitt sinn saksóknari. Chris Christie says it’s Trump’s “right to pursue legal action, but show us the evidence. We heard nothing today about any evidence.”“This kind of thing, all it does is inflame without informing, and we cannot permit inflammation without information.” https://t.co/GwwRl4EUb3 pic.twitter.com/d8EZc9rDIy— ABC News (@ABC) November 6, 2020 Á CNN sagði Rick Santorum, sem bauð sig fram í forvali repúblikana árið 2012, að margir teldu að svik væru í tafli og að kosningunum væri stolið en það væri þó ekki vitað. „Að forsetinn haldi því fram án sannana er hættulegt,“ sagði Santorum. Enginn kjörinn fulltrúi ætti að segja þá hluti sem Trump sagði í ræðu sinni. Marsha Blackburn, öldungadeildarþingmaður repúblikana frá Tennessee, sagðist einnig vilja sjá forsetann leggja fram sannanir fyrir fullyrðingum sínum. „Ef það er misræmi, skráum það,“ sagði hún um svikabrigsl forsetans. Marco Rubio, annar repúblikani sem Trump lagði að velli í forvalinu 2016, hefur hafnað því að það séu kosningasvik að telja öll atkvæði. Hann reyndi að vera diplómatískur á Twitter í gær þegar hann sagði að Trump og framboð hans ættu fullan rétt á að leita réttar síns fyrir dómstólum teldi það á sig hallað. If a candidate believes a state is violating election laws they have a right to challenge it in court & produce evidence in support of their claims. https://t.co/knsFLLBPke— Marco Rubio (@marcorubio) November 6, 2020 Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Nokkrir leiðtogar Repúblikanaflokksins á Bandaríkjaþingi tóku undir stoðlausar ásakanir Donalds Trump forseta um kosningasvik eftir ræðu sem hann hélt í gærkvöldi. Einn fyrrverandi forsetaframbjóðandi lýsti yfirlýsingum forsetans aftur á móti sem „hættulegum“. Trump kallaði fréttamenn til fundar í Hvíta húsinu í gærkvöldi en tók ekki við neinum spurningum. Þess í stað hélt hann sautján mínútna langa ræðu með fjölda rangra eða stoðlausra ásakana um stórfelld kosningasvik og bellibrögð í talningu atkvæða. Hélt hann því ítrekað fram að demókratar væru að „stela“ af sér kosningunum. Nokkrar sjónvarpsstöðvar hættu að fylgjast með ræðunni í beinni til þess að upplýsa áhorfendur sína um sannleiksgildi fullyrðinga forsetans. Eftir ræðuna stukku nokkrir þingmenn repúblikana sem eru hliðhollir Trump honum til varnar og tóku undir ásakanirnar, að sögn Washington Post. Lindsey Graham, öldungadeildarþingmaður frá Suður-Karólínu, sagði ásakanirnar „sláandi“. Kevin McCarthy, leiðtogi repúblikana í fulltrúadeildinni, reyndi að gera það tortryggilegt að Biden virtist ætla að sigra í forsetakosningunum á sama tíma og repúblikanar söxuðu á meirihluta demókrata í fulltrúadeildinni. „Trump forseti vann þessar kosningar,“ sagði McCarthy ranglega við Fox-fréttastöðina. Ted Cruz, öldungadeildarþingmaður Texas sem Trump niðurlægði ítrekað í forvali repúblikana árið 2016, gaf í skyn að ríkisþing í lykilríkjum þar sem repúblikanar eru með meirihluta gætu tekið fram fyrir hendurnar á kjörstjórnum og ákveðið að veita kjörmenn ríkjanna til Trump frekar en Biden. Graham útilokaði þann möguleika ekki. Vilja að Trump leggi fram sannanir Ekki voru þó allir repúblikanar eins tilbúnir að styðja stoðlausar ásakanir forsetans. Flestir þeirra reyndu að hafna fullyrðingum forsetans ekki alfarið heldur að leggja áherslu á mikilvægi þess að lagðar væru fram sannanir fyrir þeim. Þannig sagði Chris Christie, fyrrverandi ríkisstjóri New Jersey sem hefur unnið með Trump-framboðinu, að kosningasvik eins og þau sem Trump lýsti ættu sér stað. Hann hafi hins vegar ekki séð neinar sannanir frá forsetanum. „Sem saksóknari er þetta eins og að segja mér að ákæra einhvern án þess að sýna mér neinar sannanir,“ sagði Christie sem hefur verið einn álitsgjafa ABC-sjónvarpsstöðvarinnar í kosningaumfjöllun hennar. „Eina sem þetta gerir er að æsa fólk upp án þess að upplýsa það,“ sagði Christie sem var eitt sinn saksóknari. Chris Christie says it’s Trump’s “right to pursue legal action, but show us the evidence. We heard nothing today about any evidence.”“This kind of thing, all it does is inflame without informing, and we cannot permit inflammation without information.” https://t.co/GwwRl4EUb3 pic.twitter.com/d8EZc9rDIy— ABC News (@ABC) November 6, 2020 Á CNN sagði Rick Santorum, sem bauð sig fram í forvali repúblikana árið 2012, að margir teldu að svik væru í tafli og að kosningunum væri stolið en það væri þó ekki vitað. „Að forsetinn haldi því fram án sannana er hættulegt,“ sagði Santorum. Enginn kjörinn fulltrúi ætti að segja þá hluti sem Trump sagði í ræðu sinni. Marsha Blackburn, öldungadeildarþingmaður repúblikana frá Tennessee, sagðist einnig vilja sjá forsetann leggja fram sannanir fyrir fullyrðingum sínum. „Ef það er misræmi, skráum það,“ sagði hún um svikabrigsl forsetans. Marco Rubio, annar repúblikani sem Trump lagði að velli í forvalinu 2016, hefur hafnað því að það séu kosningasvik að telja öll atkvæði. Hann reyndi að vera diplómatískur á Twitter í gær þegar hann sagði að Trump og framboð hans ættu fullan rétt á að leita réttar síns fyrir dómstólum teldi það á sig hallað. If a candidate believes a state is violating election laws they have a right to challenge it in court & produce evidence in support of their claims. https://t.co/knsFLLBPke— Marco Rubio (@marcorubio) November 6, 2020
Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira