Hver er flugáætlun framtíðarinnar? Sara Hlín Sigurðardóttir skrifar 6. nóvember 2020 13:01 Það er átakalegt að fylgjast með hve grátt COVID -19 leikur flugheiminn. Þúsundir flugmanna eru án atvinnu og margir þeirra eru í verulega slæmri stöðu, með miklar skuldir á bakinu og jafnvel litla reynslu. Það er ljóst að einhver bið verður á að allur þessi fjöldi komist aftur í flugstjórnarklefann. Hvað finnst okkur um að þeim flugfélögum sem verst koma fram við starfsfólk sitt gangi nú best að þreyja þorrann? Þetta eru félög sem eru laus við að greiða uppsagnarfrest, orlof, launatengd gjöld, greiðslur í lífeyrissjóði, tryggingar og annað sem fylgir því að hafa starfsmenn í beinu ráðningasambandi. Þessi félög hafa byggt upp starfsemi sína með því að leggja alla áhættu hjá starfsfólkinu sem er ráðið inn í búningi verktaka. Starfsfólkið fær gjarnan úthlutað sínu eigin „fyrirtæki“ við ráðningu eða er ráðið í gegnum starfsmannaleigur, oftar en ekki grunlaust um þær lagaflækjur sem slíku fyrirkomulagi fylgja. Nýráðnir flugmenn þurfa að greiða fyrir eigin þjálfun að hluta eða öllu leyti. Þeir heppnu fá að vinna upp í þjálfunarkostnað og eru jafnvel í mörg ár að greiða flugrekandanum fyrir það að fá vinnu! Þurfi starfmaður að fara í fæðingar- eða foreldraorlof gerir hann það á eigin kostnað og án allrar vissu um hvort það henti fyrirtækinu að fá hann aftur til starfa. Endurkomuréttur er enginn. Þessir flugmenn eiga hvorki rétt á launum í veikindaleyfi né á uppsagnarfresti. Þeir þurfa að sjá um eigin trygginar og bera ábyrgð á tjóni sem þeir kunna að valda. Stéttarfélög flugmanna um allan heim hafa opnað dyr sínar fyrir verktakaflugmönnum, boðið þeim aðild og aðstoð eftir því sem kostur er. Mörg lággjaldaflugfélög hafa engu að síður varað sitt fólk við slíkri aðild og hika ekki við að segja upp samningi við flugmenn sem standa upp fyrir hönd hópsins. Uppsögnum hafa ósjaldan fylgt lögsóknir eða hótanir um lögsóknir fyrir brot á starfssamningi og jafnvel eru bornar fram upplognar ásakanir í garð starfsmanna. Þegar illa árar hjá þessum fyrirtækjum er flug-mönnum umsvifalaust fækkað og þeir sitja uppi launalausir og jafnvel án allra félagslegra réttinda. Ekki er starfsaldursreglum til að dreifa en í tölvupósti sem evrópskt lággjaldafélag sendi flugmönnum sínum í vor kom fram að við uppsagnir yrði m.a. litið til; frammistöðu, fjölda veikindadaga og annarra fjarvista, vilja til að vinna á frídögum og almennra liðlegheita viðkomandi. Við flugmenn vitum að vinnusamband eins og hér er lýst er ógn við það sem við metum mest: flugöryggi. Því miður er þetta vinnusamband æ algengara og oft það eina sem ungum og nýútskrifuðum flugmönnum stendur til boða. Á vegum alþjóðasamtaka flugmanna er linnulaust unnið að því að fá regluverki ríkja breytt þannig að komið verði í veg fyrir gerviverktöku flugmanna. Þó að víða sé vel komið fram við verktaka og þeir séu sáttir við sitt eru margfalt fleiri tilfelli þar sem ágóðinn af fyrirkomulaginu fellur allur í skaut vinnuveitandans. Þá er ótalin sú staðreynd að starf flugmannsins samrýmist ekki skilyrðum verktöku. Nú stendur yfir heildarendurskoðun á íslenskum loftferðalögum og hefur FÍA lagt mikla áherslu á að skerpt verði á lagaramma um ráðningu flugmanna með óhefðbundnum hætti (e. atypical employ-ment) með öryggissjónarmið að leiðarljósi. Við viljum að gerðar verði ríkar félagslegar kröfur til flugfélaga sem eru með bækistöð (e. home base) hér á landi og að það verði skýlaus krafa að slík félög lúti íslenskum reglum. Við sáum flugheiminn taka stakkaskiptum í kjölfar tveggja síðustu áfalla; hryðjuverkanna 2001 og fjármálakreppunnar 2008 en þá risu upp ný eða breytt flugfélög með gjörbreytt viðskiptamódel. Nú er tækifæri fyrir löggjafann að bregðast við og tryggja að í þetta sinn verði breytingin til batnaðar! Höfundur er flugmaður, lögfræðingur og situr í stjórn Félags íslenskra atvinnuflugmanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fréttir af flugi Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Það er átakalegt að fylgjast með hve grátt COVID -19 leikur flugheiminn. Þúsundir flugmanna eru án atvinnu og margir þeirra eru í verulega slæmri stöðu, með miklar skuldir á bakinu og jafnvel litla reynslu. Það er ljóst að einhver bið verður á að allur þessi fjöldi komist aftur í flugstjórnarklefann. Hvað finnst okkur um að þeim flugfélögum sem verst koma fram við starfsfólk sitt gangi nú best að þreyja þorrann? Þetta eru félög sem eru laus við að greiða uppsagnarfrest, orlof, launatengd gjöld, greiðslur í lífeyrissjóði, tryggingar og annað sem fylgir því að hafa starfsmenn í beinu ráðningasambandi. Þessi félög hafa byggt upp starfsemi sína með því að leggja alla áhættu hjá starfsfólkinu sem er ráðið inn í búningi verktaka. Starfsfólkið fær gjarnan úthlutað sínu eigin „fyrirtæki“ við ráðningu eða er ráðið í gegnum starfsmannaleigur, oftar en ekki grunlaust um þær lagaflækjur sem slíku fyrirkomulagi fylgja. Nýráðnir flugmenn þurfa að greiða fyrir eigin þjálfun að hluta eða öllu leyti. Þeir heppnu fá að vinna upp í þjálfunarkostnað og eru jafnvel í mörg ár að greiða flugrekandanum fyrir það að fá vinnu! Þurfi starfmaður að fara í fæðingar- eða foreldraorlof gerir hann það á eigin kostnað og án allrar vissu um hvort það henti fyrirtækinu að fá hann aftur til starfa. Endurkomuréttur er enginn. Þessir flugmenn eiga hvorki rétt á launum í veikindaleyfi né á uppsagnarfresti. Þeir þurfa að sjá um eigin trygginar og bera ábyrgð á tjóni sem þeir kunna að valda. Stéttarfélög flugmanna um allan heim hafa opnað dyr sínar fyrir verktakaflugmönnum, boðið þeim aðild og aðstoð eftir því sem kostur er. Mörg lággjaldaflugfélög hafa engu að síður varað sitt fólk við slíkri aðild og hika ekki við að segja upp samningi við flugmenn sem standa upp fyrir hönd hópsins. Uppsögnum hafa ósjaldan fylgt lögsóknir eða hótanir um lögsóknir fyrir brot á starfssamningi og jafnvel eru bornar fram upplognar ásakanir í garð starfsmanna. Þegar illa árar hjá þessum fyrirtækjum er flug-mönnum umsvifalaust fækkað og þeir sitja uppi launalausir og jafnvel án allra félagslegra réttinda. Ekki er starfsaldursreglum til að dreifa en í tölvupósti sem evrópskt lággjaldafélag sendi flugmönnum sínum í vor kom fram að við uppsagnir yrði m.a. litið til; frammistöðu, fjölda veikindadaga og annarra fjarvista, vilja til að vinna á frídögum og almennra liðlegheita viðkomandi. Við flugmenn vitum að vinnusamband eins og hér er lýst er ógn við það sem við metum mest: flugöryggi. Því miður er þetta vinnusamband æ algengara og oft það eina sem ungum og nýútskrifuðum flugmönnum stendur til boða. Á vegum alþjóðasamtaka flugmanna er linnulaust unnið að því að fá regluverki ríkja breytt þannig að komið verði í veg fyrir gerviverktöku flugmanna. Þó að víða sé vel komið fram við verktaka og þeir séu sáttir við sitt eru margfalt fleiri tilfelli þar sem ágóðinn af fyrirkomulaginu fellur allur í skaut vinnuveitandans. Þá er ótalin sú staðreynd að starf flugmannsins samrýmist ekki skilyrðum verktöku. Nú stendur yfir heildarendurskoðun á íslenskum loftferðalögum og hefur FÍA lagt mikla áherslu á að skerpt verði á lagaramma um ráðningu flugmanna með óhefðbundnum hætti (e. atypical employ-ment) með öryggissjónarmið að leiðarljósi. Við viljum að gerðar verði ríkar félagslegar kröfur til flugfélaga sem eru með bækistöð (e. home base) hér á landi og að það verði skýlaus krafa að slík félög lúti íslenskum reglum. Við sáum flugheiminn taka stakkaskiptum í kjölfar tveggja síðustu áfalla; hryðjuverkanna 2001 og fjármálakreppunnar 2008 en þá risu upp ný eða breytt flugfélög með gjörbreytt viðskiptamódel. Nú er tækifæri fyrir löggjafann að bregðast við og tryggja að í þetta sinn verði breytingin til batnaðar! Höfundur er flugmaður, lögfræðingur og situr í stjórn Félags íslenskra atvinnuflugmanna.
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar