Hamrén valdi ekki Ísak en segir að hans tími muni koma Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. nóvember 2020 13:56 Ísak Bergmann Jóhannesson í leik með íslenska sautján ára landsliðinu í fyrra. Getty/Piaras Ó Mídheach Erik Hamrén hefur hrifist eins og aðrir af hinum unga Ísaki Bergmann Jóhannessyni en taldi þetta ekki vera rétta tímann til að taka strákinn í fyrsta sinn inn í íslenska A-landsliðið. Ísak Bergmann Jóhannesson er ekki í íslenska landsliðshópnum sem Hamrén kynnti i dag og strákurinn þarf því að bíða lengur eftir sínu fyrsta tækifæri með íslenska A-landsliðinu. Íslenska liðið er að fara spila upp á sæti á EM næsta sumar í umspilsleik á móti Ungverjum en Ísak Bergmann mun spila með 21 árs landsliðinu á sama tíma. Ísak Bergmann er auðvitað enn bara sautján ára gamall en hann er orðinn fastamaður hjá Norrköping í sænsku úrvalsdeildinni og er auk þess lykilmaður í íslenska 21 árs landsliðinu. Ísak Bergmann hefur staðið sig svo vel í sænsku deildinni að öll helstu stórlið Evrópu hafa sent njósnara sína á leik með Norrköping til að skoða strákinn. Mikið var fjallað um áhuga Liverpool á honum á dögunum. Erik Hamrén, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, var spurður út þá ákvörðun að velja Ísak ekki í landsliðinu að þessu sinni. „Hann hefur hrifið mig eins og aðra með frammistöðu sinni, sérstaklega þegar við áttum okkur á því að hann er ennþá bara sautján ára gamall,“ sagði Erik Hamrén. „Það er fullt af vangaveltum um framtíð hans í sænskum fjölmiðlum og mikið skrifað um það að það sé stórir klúbbar að fylgjast með honum. Hann er inn í myndinni hjá okkur og hans tími mun koma,“ sagði Hamrén. „Við skulum bíða og sjá hvað gerist. Ég er viss um að hann verði mjög góður í framtíðinni. Hann er góður núna að standa sig vel leik eftir leik í sænsku deildinni,“ sagði Hamrén. Leikur Ungverjalands og Íslands verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 fimmtudaginn 12. nóvember klukkan 19.45 en upphitun hefst klukkan 18.45. Áskrift er hægt að kaupa hér en einnig verður í boði að kaupa stakan viðburð á myndlyklum Vodafone og Símans á kr. 990, sem og í vefsjónvarpi Stöðvar 2. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Íslenski boltinn „Ég er mjög þreyttur“ Íslenski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Leiknir selur táning til Serbíu Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Sjá meira
Erik Hamrén hefur hrifist eins og aðrir af hinum unga Ísaki Bergmann Jóhannessyni en taldi þetta ekki vera rétta tímann til að taka strákinn í fyrsta sinn inn í íslenska A-landsliðið. Ísak Bergmann Jóhannesson er ekki í íslenska landsliðshópnum sem Hamrén kynnti i dag og strákurinn þarf því að bíða lengur eftir sínu fyrsta tækifæri með íslenska A-landsliðinu. Íslenska liðið er að fara spila upp á sæti á EM næsta sumar í umspilsleik á móti Ungverjum en Ísak Bergmann mun spila með 21 árs landsliðinu á sama tíma. Ísak Bergmann er auðvitað enn bara sautján ára gamall en hann er orðinn fastamaður hjá Norrköping í sænsku úrvalsdeildinni og er auk þess lykilmaður í íslenska 21 árs landsliðinu. Ísak Bergmann hefur staðið sig svo vel í sænsku deildinni að öll helstu stórlið Evrópu hafa sent njósnara sína á leik með Norrköping til að skoða strákinn. Mikið var fjallað um áhuga Liverpool á honum á dögunum. Erik Hamrén, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, var spurður út þá ákvörðun að velja Ísak ekki í landsliðinu að þessu sinni. „Hann hefur hrifið mig eins og aðra með frammistöðu sinni, sérstaklega þegar við áttum okkur á því að hann er ennþá bara sautján ára gamall,“ sagði Erik Hamrén. „Það er fullt af vangaveltum um framtíð hans í sænskum fjölmiðlum og mikið skrifað um það að það sé stórir klúbbar að fylgjast með honum. Hann er inn í myndinni hjá okkur og hans tími mun koma,“ sagði Hamrén. „Við skulum bíða og sjá hvað gerist. Ég er viss um að hann verði mjög góður í framtíðinni. Hann er góður núna að standa sig vel leik eftir leik í sænsku deildinni,“ sagði Hamrén. Leikur Ungverjalands og Íslands verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 fimmtudaginn 12. nóvember klukkan 19.45 en upphitun hefst klukkan 18.45. Áskrift er hægt að kaupa hér en einnig verður í boði að kaupa stakan viðburð á myndlyklum Vodafone og Símans á kr. 990, sem og í vefsjónvarpi Stöðvar 2.
Leikur Ungverjalands og Íslands verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 fimmtudaginn 12. nóvember klukkan 19.45 en upphitun hefst klukkan 18.45. Áskrift er hægt að kaupa hér en einnig verður í boði að kaupa stakan viðburð á myndlyklum Vodafone og Símans á kr. 990, sem og í vefsjónvarpi Stöðvar 2.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Íslenski boltinn „Ég er mjög þreyttur“ Íslenski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Leiknir selur táning til Serbíu Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Sjá meira