Hamrén valdi ekki Ísak en segir að hans tími muni koma Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. nóvember 2020 13:56 Ísak Bergmann Jóhannesson í leik með íslenska sautján ára landsliðinu í fyrra. Getty/Piaras Ó Mídheach Erik Hamrén hefur hrifist eins og aðrir af hinum unga Ísaki Bergmann Jóhannessyni en taldi þetta ekki vera rétta tímann til að taka strákinn í fyrsta sinn inn í íslenska A-landsliðið. Ísak Bergmann Jóhannesson er ekki í íslenska landsliðshópnum sem Hamrén kynnti i dag og strákurinn þarf því að bíða lengur eftir sínu fyrsta tækifæri með íslenska A-landsliðinu. Íslenska liðið er að fara spila upp á sæti á EM næsta sumar í umspilsleik á móti Ungverjum en Ísak Bergmann mun spila með 21 árs landsliðinu á sama tíma. Ísak Bergmann er auðvitað enn bara sautján ára gamall en hann er orðinn fastamaður hjá Norrköping í sænsku úrvalsdeildinni og er auk þess lykilmaður í íslenska 21 árs landsliðinu. Ísak Bergmann hefur staðið sig svo vel í sænsku deildinni að öll helstu stórlið Evrópu hafa sent njósnara sína á leik með Norrköping til að skoða strákinn. Mikið var fjallað um áhuga Liverpool á honum á dögunum. Erik Hamrén, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, var spurður út þá ákvörðun að velja Ísak ekki í landsliðinu að þessu sinni. „Hann hefur hrifið mig eins og aðra með frammistöðu sinni, sérstaklega þegar við áttum okkur á því að hann er ennþá bara sautján ára gamall,“ sagði Erik Hamrén. „Það er fullt af vangaveltum um framtíð hans í sænskum fjölmiðlum og mikið skrifað um það að það sé stórir klúbbar að fylgjast með honum. Hann er inn í myndinni hjá okkur og hans tími mun koma,“ sagði Hamrén. „Við skulum bíða og sjá hvað gerist. Ég er viss um að hann verði mjög góður í framtíðinni. Hann er góður núna að standa sig vel leik eftir leik í sænsku deildinni,“ sagði Hamrén. Leikur Ungverjalands og Íslands verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 fimmtudaginn 12. nóvember klukkan 19.45 en upphitun hefst klukkan 18.45. Áskrift er hægt að kaupa hér en einnig verður í boði að kaupa stakan viðburð á myndlyklum Vodafone og Símans á kr. 990, sem og í vefsjónvarpi Stöðvar 2. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Í beinni: Arsenal - Wolves | Toppliðið tekur á móti botnliðinu Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Sjá meira
Erik Hamrén hefur hrifist eins og aðrir af hinum unga Ísaki Bergmann Jóhannessyni en taldi þetta ekki vera rétta tímann til að taka strákinn í fyrsta sinn inn í íslenska A-landsliðið. Ísak Bergmann Jóhannesson er ekki í íslenska landsliðshópnum sem Hamrén kynnti i dag og strákurinn þarf því að bíða lengur eftir sínu fyrsta tækifæri með íslenska A-landsliðinu. Íslenska liðið er að fara spila upp á sæti á EM næsta sumar í umspilsleik á móti Ungverjum en Ísak Bergmann mun spila með 21 árs landsliðinu á sama tíma. Ísak Bergmann er auðvitað enn bara sautján ára gamall en hann er orðinn fastamaður hjá Norrköping í sænsku úrvalsdeildinni og er auk þess lykilmaður í íslenska 21 árs landsliðinu. Ísak Bergmann hefur staðið sig svo vel í sænsku deildinni að öll helstu stórlið Evrópu hafa sent njósnara sína á leik með Norrköping til að skoða strákinn. Mikið var fjallað um áhuga Liverpool á honum á dögunum. Erik Hamrén, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, var spurður út þá ákvörðun að velja Ísak ekki í landsliðinu að þessu sinni. „Hann hefur hrifið mig eins og aðra með frammistöðu sinni, sérstaklega þegar við áttum okkur á því að hann er ennþá bara sautján ára gamall,“ sagði Erik Hamrén. „Það er fullt af vangaveltum um framtíð hans í sænskum fjölmiðlum og mikið skrifað um það að það sé stórir klúbbar að fylgjast með honum. Hann er inn í myndinni hjá okkur og hans tími mun koma,“ sagði Hamrén. „Við skulum bíða og sjá hvað gerist. Ég er viss um að hann verði mjög góður í framtíðinni. Hann er góður núna að standa sig vel leik eftir leik í sænsku deildinni,“ sagði Hamrén. Leikur Ungverjalands og Íslands verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 fimmtudaginn 12. nóvember klukkan 19.45 en upphitun hefst klukkan 18.45. Áskrift er hægt að kaupa hér en einnig verður í boði að kaupa stakan viðburð á myndlyklum Vodafone og Símans á kr. 990, sem og í vefsjónvarpi Stöðvar 2.
Leikur Ungverjalands og Íslands verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 fimmtudaginn 12. nóvember klukkan 19.45 en upphitun hefst klukkan 18.45. Áskrift er hægt að kaupa hér en einnig verður í boði að kaupa stakan viðburð á myndlyklum Vodafone og Símans á kr. 990, sem og í vefsjónvarpi Stöðvar 2.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Í beinni: Arsenal - Wolves | Toppliðið tekur á móti botnliðinu Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Sjá meira