Atvinnulífið tekur við keflinu! Soffía Sigurgeirsdóttir og Stella Samúelsdóttir skrifa 9. nóvember 2020 09:00 UN Women hefur verið í fararbroddi í baráttunni fyrir jafnrétti kynjanna og efnahagslegri valdeflingu kvenna á heimsvísu. Byggt á þeim áherslum var Jafnréttissáttmáli UN Women og Global Compact kynntur til að stuðla að aukinni samfélagsábyrgð fyrirtækja í átt að auknu jafnrétti á vinnumarkaði. Árið 2014 ákváð UN Women á Íslandi í samstarfi við Atvinnuvega-og nýsköpunarráðuneytið, Samtök atvinnulífsins og Festa – miðstöð um samfélagsábyrgð að setja á laggirnar Hvatningarverðlaun jafnréttismála. Árið 2017 bættist svo Háskóli Íslands í hóp samstarfsaðila. Markmiðið með verðlaununum er að vekja jákvæða athygli á fyrirtækjum sem hafa stuðlað að jafnrétti á markvissan hátt innan sinna fyrirtækja og jafnframt að hvetja önnur fyrirtæki til að gera slíkt hið sama. Aukið jafnrétti á atvinnumarkaði er ekki einungis lagalega og siðferðislega rétt heldur er það fyrirtækjum til heilla bæði út frá samfélagslegri ábyrgð og viðskiptalegum forsendum. Frá árinu 2014 hafa verðlaunin verið veitt alls sex sinnum til fyrirtækja sem valin hafa verið af dómnefnd vegna áherslna sinna í jafnréttismálum. Á árinu 2014 hlaut Rio Tinto verðlaunin, árið 2015 Orkuveitan, árið 2016 hlaut Íslandsbanki verðlaunin, árið 2017 Vodafone, Sagafilm fékk verðlaunin árið 2018 og á síðastliðnu ári hlaut Landsvirkjun Hvatningaverðlaun jafnréttismála. Öll þessi fyrirtæki eiga það sammerkt að stjórnendur þeirra tóku ákvörðun að breyta stöðunni og efla jafnrétti innan fyrirtækja sinna. Stjórnendur þessara fyrirtækja eru allir sammála um að sú ákvörðun hafi gert fyrirtækið að betra fyrirtæki. Nú er komið að því að veita verðlaunin í sjöunda sinn á rafrænum viðburði þann 18. nóvember næstkomandi. Á þessum árum hafa mörg framfaraskref verið tekin af atvinnulífinu í jafnréttismálum og því ber að fagna. Því teljum við hjá UN Women á Íslandi á þessum tímapunkti, að lokinni afhendingu verðlaunanna í ár, sé komið að því að UN Women á Íslandi dragi sig út úr samstarfinu sem framkvæmdaraðila Hvatningarverðlauna jafnréttismála og afhendir keflið að fullu Samtökum atvinnulífsins og Háskóla Íslands. Það er enn langt í land einkum hvað varðar kynjahlutföll stjórnenda, en við teljum að atvinnulífið sé reiðubúið að leiðrétta það hratt. Stjórnendur eru orðnir meðvitaðir um að jafnréttismál hafa með samkeppnishæfni fyrirtækja að gera. Rannsóknir sýna að fjárfesting í valdeflingu kvenna á atvinnumarkaði dregur úr fátækt, eykur hagvöxt og hefur jákvæð áhrif á sjálfbæra þróun. Við erum þess fullviss að á þessum tímapunkti sé atvinnulífið vel í stakk búið að halda merkjum jafnréttis á lofti og muni halda áfram á þeirri gríðarlegu mikilvægu vegferð að jafna hlut kvenna í atvinnulífinu. Við þökkum fyrir gott samstarf og hlökkum til að fylgjast með á hliðarlínunni. Soffía Sigurgeirsdóttir, stjórnarkona UN Women á Íslandi. Stella Samúelsdóttir, framkvæmdastýra UN Women á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stella Samúelsdóttir Jafnréttismál Félagasamtök Mest lesið Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Sjá meira
UN Women hefur verið í fararbroddi í baráttunni fyrir jafnrétti kynjanna og efnahagslegri valdeflingu kvenna á heimsvísu. Byggt á þeim áherslum var Jafnréttissáttmáli UN Women og Global Compact kynntur til að stuðla að aukinni samfélagsábyrgð fyrirtækja í átt að auknu jafnrétti á vinnumarkaði. Árið 2014 ákváð UN Women á Íslandi í samstarfi við Atvinnuvega-og nýsköpunarráðuneytið, Samtök atvinnulífsins og Festa – miðstöð um samfélagsábyrgð að setja á laggirnar Hvatningarverðlaun jafnréttismála. Árið 2017 bættist svo Háskóli Íslands í hóp samstarfsaðila. Markmiðið með verðlaununum er að vekja jákvæða athygli á fyrirtækjum sem hafa stuðlað að jafnrétti á markvissan hátt innan sinna fyrirtækja og jafnframt að hvetja önnur fyrirtæki til að gera slíkt hið sama. Aukið jafnrétti á atvinnumarkaði er ekki einungis lagalega og siðferðislega rétt heldur er það fyrirtækjum til heilla bæði út frá samfélagslegri ábyrgð og viðskiptalegum forsendum. Frá árinu 2014 hafa verðlaunin verið veitt alls sex sinnum til fyrirtækja sem valin hafa verið af dómnefnd vegna áherslna sinna í jafnréttismálum. Á árinu 2014 hlaut Rio Tinto verðlaunin, árið 2015 Orkuveitan, árið 2016 hlaut Íslandsbanki verðlaunin, árið 2017 Vodafone, Sagafilm fékk verðlaunin árið 2018 og á síðastliðnu ári hlaut Landsvirkjun Hvatningaverðlaun jafnréttismála. Öll þessi fyrirtæki eiga það sammerkt að stjórnendur þeirra tóku ákvörðun að breyta stöðunni og efla jafnrétti innan fyrirtækja sinna. Stjórnendur þessara fyrirtækja eru allir sammála um að sú ákvörðun hafi gert fyrirtækið að betra fyrirtæki. Nú er komið að því að veita verðlaunin í sjöunda sinn á rafrænum viðburði þann 18. nóvember næstkomandi. Á þessum árum hafa mörg framfaraskref verið tekin af atvinnulífinu í jafnréttismálum og því ber að fagna. Því teljum við hjá UN Women á Íslandi á þessum tímapunkti, að lokinni afhendingu verðlaunanna í ár, sé komið að því að UN Women á Íslandi dragi sig út úr samstarfinu sem framkvæmdaraðila Hvatningarverðlauna jafnréttismála og afhendir keflið að fullu Samtökum atvinnulífsins og Háskóla Íslands. Það er enn langt í land einkum hvað varðar kynjahlutföll stjórnenda, en við teljum að atvinnulífið sé reiðubúið að leiðrétta það hratt. Stjórnendur eru orðnir meðvitaðir um að jafnréttismál hafa með samkeppnishæfni fyrirtækja að gera. Rannsóknir sýna að fjárfesting í valdeflingu kvenna á atvinnumarkaði dregur úr fátækt, eykur hagvöxt og hefur jákvæð áhrif á sjálfbæra þróun. Við erum þess fullviss að á þessum tímapunkti sé atvinnulífið vel í stakk búið að halda merkjum jafnréttis á lofti og muni halda áfram á þeirri gríðarlegu mikilvægu vegferð að jafna hlut kvenna í atvinnulífinu. Við þökkum fyrir gott samstarf og hlökkum til að fylgjast með á hliðarlínunni. Soffía Sigurgeirsdóttir, stjórnarkona UN Women á Íslandi. Stella Samúelsdóttir, framkvæmdastýra UN Women á Íslandi.
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun