Lífið

Geoffrey Palmer látinn

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Geoffrey Palmer (t.h.) er látinn 93 ára að aldri. Með honum á myndinni eru leikararnir Clive Swift (t.v.) og Gernard Cribbins.
Geoffrey Palmer (t.h.) er látinn 93 ára að aldri. Með honum á myndinni eru leikararnir Clive Swift (t.v.) og Gernard Cribbins. Vísir/Getty

Leikarinn Geoffrey Palmer, sem er best þekktur fyrir hlutverk sín í grínþáttunum Butterflies, As Time Goes By og The Fall and Rise of Reginald Perrin, er láttinn 93 ára að aldri. Hann lést á heimili sínu að sögn umboðsmanns hans.

Palmer lék á móti Judi Dench í As Time Goes By, The Madness of King George og í James Bond myndinni Tomorrow Never Dies.

Þá lék hann í fjölda sjónvarpsþátta, svo sem The Army Game, The Saint, Fawlty Towers og The Avengers og kom hann einnig fram í vinsælu bresku þáttunum Doctor Who. Fjöldi leikara minntust Palmers á Twitter í dag auk þess sem Twitter-síða Doctor Who birti færslu um leikarann.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.