Telur að kærur Trump muni ekki breyta niðurstöðu kosninganna Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 7. nóvember 2020 19:30 Silja Bára Ómarsdóttir. Forsætisráðuneytið Prófessor í stjórnmálafræði segir ljóst að Donald Trump sé búinn að tapa kosningum til forseta Bandaríkjanna. Hann geti reynt að kæra útkomur en það muni ekki breyta niðurstöðunni. Þær liggi fyrir. Demókratinn Joe Biden hefur nú tryggt sér þá 270 kjörmenn sem þarf til að sigra í forsetakosningunum í Bandaríkjunum eftir að hann sigldi fram úr Donald Trump í talningu í Pensilvaníu. Stuðningsmenn Bidens fögnuðu meðal annars á svölum húsa og með því að leggjast á bílflautuna. Trump lýsti því yfir á Twitter 45 mínútum áður en fjölmiðlar vestanhafs tilkynntu Biden sem sigurvegara kosninganna, að hann hefði unnið kosningarnar með miklum meirihluta. Trump lýsti því yfir á Twitter að hann hefði sigrað kosningarnar með yfirburðum um 45 mínútum áður en fjölmiðlar vestanhafs sögðu Biden sigurvegara.STÖÐ2 Endanleg úrslit liggja enn ekki fyrir í Georgíu, Arizona og Nevada en Biden gæti einnig unnið þau ríki. Atkvæði verða talin aftur í Georgíu vegna þess hversu litlu munar á frambjóðendunum þar. Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor í stjórnmálafræði segir að hægt sé að búast við niðurstöðum frá Nevada og Arizona í kvöld eða á morgun. Niðurstöður frá Georgíu og Norður Karólínu verði lengur á ferðinni. Trump búinn að vera „Eins og þetta lítur úr núna þá held ég að Biden endi með 290 eða 306 kjörmenn og yfirgnæfandi forskot í kosningunum á landsvísu,“ sagði Silja Bára en ítarlegt viðtal við hana má sjá hér að neðan. „Hvað sem Trump segir núna um að hann vilji kæra útkomur og þess háttar þá er ólíklegt að það muni gera neitt til að breyta niðurstöðu kosninganna. Þær liggja fyrir.“ Er einhver möguleiki fyrir Trump, er hann algjörlega búinn að tapa þessu? „Hann er búinn að tapa það er ljóst,“ sagði Silja Bára. Þá segir hún að búið sé að vísa frá flestum þeim málu sem Trump hafi skotið til dómstóla. Trump heldur áfram að kynda undir óróleika Hún segir sigurinn ekki lengur tæpan. „Það er ekki alveg ljóst. Ef Trump vinnur allt sem er útistandandi þá er frekar mjótt á munum en það lítur ekki út fyrir að það verði þannig. Það er mjög algengt að sjá útkomur öðru hvoru megin við 300 atkvæði. Trump sjálfur vann með 306 atkvæðum og með minnihluta kjósenda á bakvið sig. Þannig að það verður erfitt fyrir hann að segja að þetta sé tap ef Biden nær 306 atkvæðum og meirihluta atkvæða,“ segir Silja Bára. „Undir venjulegum kringumstæðum myndi maður búast við uppgjafarræðu frá sitjandi forseta eða þeim sem tapar. Það er hluti af því að skapa lögmæti um valdaskiptin. Það býst engin við því að það verði raunin í dag eða á næstu dögum.“ Trump hefur lýst því yfir að hann ætli ekki að viðurkenna ósigur. Hillary Clinton, forsetaframbjóðandi Demókrata árið 2016 segir nýjan kafla í sögu Bandaríkjanna runninn upp. Biden tekur við embætti forseta Bandaríkjanna þann 20. janúar. „Þegar að þessum tíma kemur þá gef ég mér að kerfið fari að virka og að sitjandi forseti verði fluttur út úr Hvíta húsinu að morgni 20. janúar eins og vaninn er og að nýr forseti flytji inn nokkrum mínútum síðar.“ Sameining gæti reynst erfið Hún segir að það verði erfitt fyrir Biden að sameina Bandarísku þjóðina. „Það er mjótt á munum í mörgum ríkjum en breitt á milli í öðrum. Það sýnir að það er eitthvað sem þarf að laga í samfélaginu ef það á að virka sem heildstætt samfélag. Ég held að verkefni Bidens verði að gera það.“ „Sem þingmaður og varaforseti þá lagði hann mikið upp úr því að miðla málum og ná til fólks beggja vegna. En hvort honum tekst að gera það með almenning það er auðvitað svolítið annað en að eiga við stjórnamálaflokk eingöngu.“ Silja Bára efast um að við sjáum mikla breytingu í Bandaríkjunum. „Breytingin verður að skilaboðin úr Hvíta húsinu verða rólegri og lágstemmdari. Það verði stefna á bakvið þær yfirlýsingar sem fylgja frekar en að þetta séu yfirlýsingar sem ekki er búið að hugsa út í hvernig eigi að innleiða eða hvaða áhrif þær hafi á almenning.“ Biden aftur á móti vilji vera forseti allra landsmanna. „Ég held að við munum sjá mikla breytingu á yfirborðinu en hversu djúpt hún nær að rista. Það er svo annað.“ Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Fréttaskýringar Donald Trump Joe Biden Tengdar fréttir Pennsylvanía færir Biden sigurinn Demókratinn Joe Biden hefur nú tryggt sér þá 270 kjörmenn sem þarf til að sigra í forsetakosningunum í Bandaríkjunum eftir hann sigldi fram úr Donald Trump í talningu í Pennsylvaníu. CNN lýsti Biden sigurvegara í ríkinu. 7. nóvember 2020 16:33 Íslendingar bregðast við sigri Bidens: Fékk gæsahúð hjá mjólkurhillunni með CNN í eyrunum Joe Biden hefur verið lýstur sigurvegari forsetakosninganna af fjölda erlendra miðla. Hann er sagður hafa borið sigur úr býtum í Pennsylvaníu, sem tryggir Biden 20 kjörmenn og er hann nú kominn með 273 kjörmenn en 270 þarf til að sigra kosningarnar. 7. nóvember 2020 17:45 Trump viðurkennir ekki ósigur Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hyggst ekki viðurkenna ósigur í forsetakosningum ytra þrátt fyrir að fjöldi fjölmiðla hafi lýst Biden sem sigurvegara eftir að sá síðarnefndi rauf 270 kjörmanna múrinn síðdegis í dag. 7. nóvember 2020 18:09 Forsætisráðherra sendir Biden og Harris hamingjuóskir Forsætisráðherra Íslands óskar Biden og Harris til hamingju með kjörið. 7. nóvember 2020 18:21 Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fleiri fréttir Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi Sjá meira
Prófessor í stjórnmálafræði segir ljóst að Donald Trump sé búinn að tapa kosningum til forseta Bandaríkjanna. Hann geti reynt að kæra útkomur en það muni ekki breyta niðurstöðunni. Þær liggi fyrir. Demókratinn Joe Biden hefur nú tryggt sér þá 270 kjörmenn sem þarf til að sigra í forsetakosningunum í Bandaríkjunum eftir að hann sigldi fram úr Donald Trump í talningu í Pensilvaníu. Stuðningsmenn Bidens fögnuðu meðal annars á svölum húsa og með því að leggjast á bílflautuna. Trump lýsti því yfir á Twitter 45 mínútum áður en fjölmiðlar vestanhafs tilkynntu Biden sem sigurvegara kosninganna, að hann hefði unnið kosningarnar með miklum meirihluta. Trump lýsti því yfir á Twitter að hann hefði sigrað kosningarnar með yfirburðum um 45 mínútum áður en fjölmiðlar vestanhafs sögðu Biden sigurvegara.STÖÐ2 Endanleg úrslit liggja enn ekki fyrir í Georgíu, Arizona og Nevada en Biden gæti einnig unnið þau ríki. Atkvæði verða talin aftur í Georgíu vegna þess hversu litlu munar á frambjóðendunum þar. Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor í stjórnmálafræði segir að hægt sé að búast við niðurstöðum frá Nevada og Arizona í kvöld eða á morgun. Niðurstöður frá Georgíu og Norður Karólínu verði lengur á ferðinni. Trump búinn að vera „Eins og þetta lítur úr núna þá held ég að Biden endi með 290 eða 306 kjörmenn og yfirgnæfandi forskot í kosningunum á landsvísu,“ sagði Silja Bára en ítarlegt viðtal við hana má sjá hér að neðan. „Hvað sem Trump segir núna um að hann vilji kæra útkomur og þess háttar þá er ólíklegt að það muni gera neitt til að breyta niðurstöðu kosninganna. Þær liggja fyrir.“ Er einhver möguleiki fyrir Trump, er hann algjörlega búinn að tapa þessu? „Hann er búinn að tapa það er ljóst,“ sagði Silja Bára. Þá segir hún að búið sé að vísa frá flestum þeim málu sem Trump hafi skotið til dómstóla. Trump heldur áfram að kynda undir óróleika Hún segir sigurinn ekki lengur tæpan. „Það er ekki alveg ljóst. Ef Trump vinnur allt sem er útistandandi þá er frekar mjótt á munum en það lítur ekki út fyrir að það verði þannig. Það er mjög algengt að sjá útkomur öðru hvoru megin við 300 atkvæði. Trump sjálfur vann með 306 atkvæðum og með minnihluta kjósenda á bakvið sig. Þannig að það verður erfitt fyrir hann að segja að þetta sé tap ef Biden nær 306 atkvæðum og meirihluta atkvæða,“ segir Silja Bára. „Undir venjulegum kringumstæðum myndi maður búast við uppgjafarræðu frá sitjandi forseta eða þeim sem tapar. Það er hluti af því að skapa lögmæti um valdaskiptin. Það býst engin við því að það verði raunin í dag eða á næstu dögum.“ Trump hefur lýst því yfir að hann ætli ekki að viðurkenna ósigur. Hillary Clinton, forsetaframbjóðandi Demókrata árið 2016 segir nýjan kafla í sögu Bandaríkjanna runninn upp. Biden tekur við embætti forseta Bandaríkjanna þann 20. janúar. „Þegar að þessum tíma kemur þá gef ég mér að kerfið fari að virka og að sitjandi forseti verði fluttur út úr Hvíta húsinu að morgni 20. janúar eins og vaninn er og að nýr forseti flytji inn nokkrum mínútum síðar.“ Sameining gæti reynst erfið Hún segir að það verði erfitt fyrir Biden að sameina Bandarísku þjóðina. „Það er mjótt á munum í mörgum ríkjum en breitt á milli í öðrum. Það sýnir að það er eitthvað sem þarf að laga í samfélaginu ef það á að virka sem heildstætt samfélag. Ég held að verkefni Bidens verði að gera það.“ „Sem þingmaður og varaforseti þá lagði hann mikið upp úr því að miðla málum og ná til fólks beggja vegna. En hvort honum tekst að gera það með almenning það er auðvitað svolítið annað en að eiga við stjórnamálaflokk eingöngu.“ Silja Bára efast um að við sjáum mikla breytingu í Bandaríkjunum. „Breytingin verður að skilaboðin úr Hvíta húsinu verða rólegri og lágstemmdari. Það verði stefna á bakvið þær yfirlýsingar sem fylgja frekar en að þetta séu yfirlýsingar sem ekki er búið að hugsa út í hvernig eigi að innleiða eða hvaða áhrif þær hafi á almenning.“ Biden aftur á móti vilji vera forseti allra landsmanna. „Ég held að við munum sjá mikla breytingu á yfirborðinu en hversu djúpt hún nær að rista. Það er svo annað.“
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Fréttaskýringar Donald Trump Joe Biden Tengdar fréttir Pennsylvanía færir Biden sigurinn Demókratinn Joe Biden hefur nú tryggt sér þá 270 kjörmenn sem þarf til að sigra í forsetakosningunum í Bandaríkjunum eftir hann sigldi fram úr Donald Trump í talningu í Pennsylvaníu. CNN lýsti Biden sigurvegara í ríkinu. 7. nóvember 2020 16:33 Íslendingar bregðast við sigri Bidens: Fékk gæsahúð hjá mjólkurhillunni með CNN í eyrunum Joe Biden hefur verið lýstur sigurvegari forsetakosninganna af fjölda erlendra miðla. Hann er sagður hafa borið sigur úr býtum í Pennsylvaníu, sem tryggir Biden 20 kjörmenn og er hann nú kominn með 273 kjörmenn en 270 þarf til að sigra kosningarnar. 7. nóvember 2020 17:45 Trump viðurkennir ekki ósigur Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hyggst ekki viðurkenna ósigur í forsetakosningum ytra þrátt fyrir að fjöldi fjölmiðla hafi lýst Biden sem sigurvegara eftir að sá síðarnefndi rauf 270 kjörmanna múrinn síðdegis í dag. 7. nóvember 2020 18:09 Forsætisráðherra sendir Biden og Harris hamingjuóskir Forsætisráðherra Íslands óskar Biden og Harris til hamingju með kjörið. 7. nóvember 2020 18:21 Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fleiri fréttir Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi Sjá meira
Pennsylvanía færir Biden sigurinn Demókratinn Joe Biden hefur nú tryggt sér þá 270 kjörmenn sem þarf til að sigra í forsetakosningunum í Bandaríkjunum eftir hann sigldi fram úr Donald Trump í talningu í Pennsylvaníu. CNN lýsti Biden sigurvegara í ríkinu. 7. nóvember 2020 16:33
Íslendingar bregðast við sigri Bidens: Fékk gæsahúð hjá mjólkurhillunni með CNN í eyrunum Joe Biden hefur verið lýstur sigurvegari forsetakosninganna af fjölda erlendra miðla. Hann er sagður hafa borið sigur úr býtum í Pennsylvaníu, sem tryggir Biden 20 kjörmenn og er hann nú kominn með 273 kjörmenn en 270 þarf til að sigra kosningarnar. 7. nóvember 2020 17:45
Trump viðurkennir ekki ósigur Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hyggst ekki viðurkenna ósigur í forsetakosningum ytra þrátt fyrir að fjöldi fjölmiðla hafi lýst Biden sem sigurvegara eftir að sá síðarnefndi rauf 270 kjörmanna múrinn síðdegis í dag. 7. nóvember 2020 18:09
Forsætisráðherra sendir Biden og Harris hamingjuóskir Forsætisráðherra Íslands óskar Biden og Harris til hamingju með kjörið. 7. nóvember 2020 18:21