Biden sigraði, hvað svo? Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 7. nóvember 2020 20:57 Joe Biden og Kamala Harris munu stýra Bandaríkjunum næstu fjögur árin. AP/Carolyn Kaster Joe Biden mun verða 46. forseti Bandaríkjanna eftir að hafa borið sigur úr býtum í forsetakosningum þar í landi samkvæmt mati helstu fjölmiða á úrslitum kosninganna. Biden hefur unnið sigur í ríkjum sem tryggja honum fleiri en þá 270 kjörmenn sem þarf til þess að sigra í kosningunum. En hvað gerist næst? Það er spurning sem breski fjölmiðillinn BBC reynir að svara í ítarlegri yfirferð um það hvað gerist á næstu dögum, vikum og mánuðum í Bandaríkjunum eftir að úrslit kosninganna liggja fyrir. JOE BIDEN DEFEATS PRESIDENT DONALD TRUMP The Associated Press declares Joe Biden the winner of a grueling campaign for the American presidency. He will lead a polarized nation through a historic collision of health, economic and social crises. #APracecall pic.twitter.com/lInwqjX3PB— The Associated Press (@AP) November 7, 2020 Það er nefnilega ekki svo að þó að Biden hafi verið lýstur sigurvegari taki hann við lyklavöldunum í Hvíta húsinu á morgun. Það er ýmislegt sem þarf að gerast áður en það gerist. Ferlið sem fer af stað þegar niðurstöður forsetakosninganna gera það að verkum að skipta þarf um forseta gengur alla jafna smurt fyrir sig, þó alls ekki sé víst að sú verði rauninn nú, sökum ósannreyndra fullyrðinga Donald Trump, sitjandi forseta, um að maðkur hafi verið í mysunni, demókrötum í vil við talningu atkvæða. Hvenær liggja endanleg úrslit fyrir? Það er óvíst og fer eftir því hversu vel gengur að telja öll atkvæði. Ástæðan fyrir því að búið er að lýsa yfir sigri Biden er sú að helstu fjölmiðlar Bandaríkjanna hafa greint stöðuna á óyggjandi hátt að ómögulegt sé fyrir Trump að komast upp fyrir Biden. Endanleg og nákvæm úrslit liggja hins vegar ekki fyrir fyrr en að hvert ríki hefur yfirfarið kosninguna í hverju ríki fyrir sig. Að því loknu gefa þau út staðfestingu á því hver endanleg niðurstaða er. Mismunnandi er eftir ríkjum hvenær fresturinn rennur til þess að gefa út umrædda yfirlýsingu. Sex ríki gefa sér viku til þess að fara yfir úrslitin. 26 ríki auk Washington DC gefa sér frest til 10. til 30. nóvember. Fjórtán ríki gefa sér frest fram í desember og fjögur ríki eru ekki með neina sérstaka dagsetningu. Nánar má fræðast um þetta ferli hér. Hvenær verður Biden forseti? Bandaríska stjórnarskráin kveður á um að kjörtímabil forseta eftir forsetakosningar hefjist á hádegi þann 20. janúar. Þann dag verður Biden og varaforsetaefni hans, Kamala Harris, svarin í embætti, í Washington D.C. höfuðborg Bandaríkjanna. Hvaða ferli fer af stað nú? Þegar úrslit kosninganna liggja fyrir og ljóst er að skipta þarf um forseta fer ákveðið umbreytingarferli (e. transition) af stað sem nær alveg þangað til 20. janúar þegar forseti og varaforseti eru svarnir í embætti. Biden mun mynda sérstakt teymi sem mun undirbúa valdaskiptin. Er þetta gert til þess að tryggja það að nýr forseti þurfi ekki að eyða dýrmætum tíma eftir að kjörtímabilið hefst í að skipa ríkisstjórn, helstu ráðgjafa, ræða forgangsmál og svo framvegis. Donald Trump hitti Barack Obama, þáverandi forseta, eftir að niðurstöður kosninganna árið 2016 lágu fyrir. Trump mun þurfa að feta í fótspor Obama og hitta Biden.Getty/WIn McNamee Meðlimir í þessu teymi flykkjast inn í ríkisstofnanir til þess að kynnast starfsemi þeirra. Þeir safna upplýsingum fyrir það starfsfólk forsetans sem kemur nýtt inn til þess að það geti haft sem bestar upplýsingar þegar kjörtímabilið byrjar. Framboð Bidens hefur eytt mörgum mánuðum í að undirbúa vinnu þessa teymis ef svo færi að hann myndi sigra í kosningunum, líkt og nú er raunin. Til að mynda er teymið þegar komið með vefsíðu. En hvað með þessar kærur sem Trump hefur verið að tala um? Donald Trump og liðsmenn hans virðast ekki ætla að gefast upp þegjandi og hljóðalaust. Trump hefur til að mynda neitað að viðurkenna ósigur líkt og hefð er fyrir þegar ljóst er að hinn frambjóðandinn muni sigra. Hefur Trump gefið út að Biden hafi ranglega lýst yfir sigri, ekki sé búið að staðfesta sigur hans auk þess sem að hann boðaði frekari lögsóknir af hálfu framboðs hans til þess að knýja fram úrslit sem yrðu í hag hins sitjandi forseta. What happens next in the U.S. election? Though the winner is clear, there is still a weekslong timeline during which the 538-member Electoral College picks the president. https://t.co/8onGk6mqFv— AP Politics (@AP_Politics) November 7, 2020 Talið er að þar horfi framboðið til póstatkvæða sem eigi að hafa borist of seint, en Trump hefur kvartað mjög undan því hversu hratt atkvæði Biden í vil hrúguðust inn í vikunni og eyddu forskoti sem Trump hafði í helstu lykilríkjum. Margoft var bent á það fyrir kosningar að þetta myndi gerast, þar sem demókratar væru líklegri til þess að kjósa með pósti. Þau atkvæði eru oftar en ekki talinn á eftir atkvæðunum sem greitt eru á kjördegi. Talið er ólíklegt að lögsóknir Trump muni gera eitthvað til þess að ógilda atkvæði í því magni sem hann þarf til þess að ná forskoti aftur í lykilríkjunum. Þannig telur Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor í stjórnmálafræði, að það sé ólíklegt að kærurnar muni hafa teljandi áhrif á niðurstöðurnar. Hvað gerist ef Trump viðurkennir ekki ósigur? Það er löng hefð fyrir því að sá sem tapi í forsetakosningunum hringi í þann sem sigrar til þess að viðurkenna ósigur og óska viðkomandi til hamingju. Það er hluti af því að skapa lögmæti um valdaskiptin. Það er hins vegar ekkert sem segir að sá sem tapi þurfi að hringja þetta símtal eða halda einhvers konar tapræðu. Svo lengi sem yfirvöld staðfesta úrslit kosninganna í hverju ríki fyrir sig á löglegan hátt og að niðurstaðan verði óbreytt, mun Biden taka við sem forseti 20. janúar, hvort sem Trump viðurkennir ósigur eða ekki. Margir hafa dáðst að því hvernig John McCain, frambjóðandi repúblikana í forsetakosningunum í 2008, viðurkenndi ósigur eftir baráttu við Barack Obama. Trump ber þó lagalega skyldu til þess að samþykkja að heimila teymi Bidens að undirbúa þau nauðsynlegu skref sem þarf að taka til þess að valdaskiptin geti átt sér stað. Í frétt BBC segir að embættismenn Trumps segi að það hafi hann þegar gert. Hvaða hlutverki gegnir Kamala Harris í valdaskiptunum? Kamala mun velja sér framkvæmdastjóra (e. chief of staff) sem er hennar nánasti aðstoðarmaður og ráðgjafi. Kamala mun verða með skrifstofu í Hvíta húsinu og mun líklega nýta tímann fram að embættistökunni til þess að afla sér nánari upplýsinga um starfið og allt sem það felur í sér svo dæmi séu tekin. We did it, @JoeBiden. pic.twitter.com/oCgeylsjB4— Kamala Harris (@KamalaHarris) November 7, 2020 Hefð er fyrir því að varaforsetinn og maki hans búi í Number One Observatory Circle, í um tíu mínútna fjarlægð frá Hvíta húsinu. Þar mun Kamala búa ásamt eiginmanni sínum, lögfræðingnum Doug Emhoff. Hann á tvær dætur frá fyrra hjónabandi, þær Cole og Ella, sem sagðar eru kalla Kamölu, Momala, eða Mömmölu, ef við reynum að íslenska það. Hún mun brjóta blað í sögu Bandaríkjanna þegar hún tekur við embætti varaforseta, enda mun hún verða fyrsta konan til þess að gegna því embætti. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Fréttaskýringar Joe Biden Tengdar fréttir Pennsylvanía færir Biden sigurinn Demókratinn Joe Biden hefur nú tryggt sér þá 270 kjörmenn sem þarf til að sigra í forsetakosningunum í Bandaríkjunum eftir hann sigldi fram úr Donald Trump í talningu í Pennsylvaníu. CNN lýsti Biden sigurvegara í ríkinu. 7. nóvember 2020 16:33 Brosti til stuðningsmanna er hann yfirgaf golfvöllinn Donald Trump var í golfi í Virginíu þegar ljóst þótti að engar líkur væru á því að hann færi með sigur úr býtum í Pennsylvaníu. 7. nóvember 2020 20:20 Ótrúleg fagnaðarlæti víða um Bandaríkin eftir að sigri Biden var lýst yfir Augu heimsbyggðarinnar voru á Pennsylvaníu í dag á meðan beðið var eftir úrslitum forsetakosninganna í Bandaríkjunum. 7. nóvember 2020 19:36 Trump viðurkennir ekki ósigur Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hyggst ekki viðurkenna ósigur í forsetakosningum ytra þrátt fyrir að fjöldi fjölmiðla hafi lýst Biden sem sigurvegara eftir að sá síðarnefndi rauf 270 kjörmanna múrinn síðdegis í dag. 7. nóvember 2020 18:09 Mest lesið Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Innlent Fleiri fréttir Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Sjá meira
Joe Biden mun verða 46. forseti Bandaríkjanna eftir að hafa borið sigur úr býtum í forsetakosningum þar í landi samkvæmt mati helstu fjölmiða á úrslitum kosninganna. Biden hefur unnið sigur í ríkjum sem tryggja honum fleiri en þá 270 kjörmenn sem þarf til þess að sigra í kosningunum. En hvað gerist næst? Það er spurning sem breski fjölmiðillinn BBC reynir að svara í ítarlegri yfirferð um það hvað gerist á næstu dögum, vikum og mánuðum í Bandaríkjunum eftir að úrslit kosninganna liggja fyrir. JOE BIDEN DEFEATS PRESIDENT DONALD TRUMP The Associated Press declares Joe Biden the winner of a grueling campaign for the American presidency. He will lead a polarized nation through a historic collision of health, economic and social crises. #APracecall pic.twitter.com/lInwqjX3PB— The Associated Press (@AP) November 7, 2020 Það er nefnilega ekki svo að þó að Biden hafi verið lýstur sigurvegari taki hann við lyklavöldunum í Hvíta húsinu á morgun. Það er ýmislegt sem þarf að gerast áður en það gerist. Ferlið sem fer af stað þegar niðurstöður forsetakosninganna gera það að verkum að skipta þarf um forseta gengur alla jafna smurt fyrir sig, þó alls ekki sé víst að sú verði rauninn nú, sökum ósannreyndra fullyrðinga Donald Trump, sitjandi forseta, um að maðkur hafi verið í mysunni, demókrötum í vil við talningu atkvæða. Hvenær liggja endanleg úrslit fyrir? Það er óvíst og fer eftir því hversu vel gengur að telja öll atkvæði. Ástæðan fyrir því að búið er að lýsa yfir sigri Biden er sú að helstu fjölmiðlar Bandaríkjanna hafa greint stöðuna á óyggjandi hátt að ómögulegt sé fyrir Trump að komast upp fyrir Biden. Endanleg og nákvæm úrslit liggja hins vegar ekki fyrir fyrr en að hvert ríki hefur yfirfarið kosninguna í hverju ríki fyrir sig. Að því loknu gefa þau út staðfestingu á því hver endanleg niðurstaða er. Mismunnandi er eftir ríkjum hvenær fresturinn rennur til þess að gefa út umrædda yfirlýsingu. Sex ríki gefa sér viku til þess að fara yfir úrslitin. 26 ríki auk Washington DC gefa sér frest til 10. til 30. nóvember. Fjórtán ríki gefa sér frest fram í desember og fjögur ríki eru ekki með neina sérstaka dagsetningu. Nánar má fræðast um þetta ferli hér. Hvenær verður Biden forseti? Bandaríska stjórnarskráin kveður á um að kjörtímabil forseta eftir forsetakosningar hefjist á hádegi þann 20. janúar. Þann dag verður Biden og varaforsetaefni hans, Kamala Harris, svarin í embætti, í Washington D.C. höfuðborg Bandaríkjanna. Hvaða ferli fer af stað nú? Þegar úrslit kosninganna liggja fyrir og ljóst er að skipta þarf um forseta fer ákveðið umbreytingarferli (e. transition) af stað sem nær alveg þangað til 20. janúar þegar forseti og varaforseti eru svarnir í embætti. Biden mun mynda sérstakt teymi sem mun undirbúa valdaskiptin. Er þetta gert til þess að tryggja það að nýr forseti þurfi ekki að eyða dýrmætum tíma eftir að kjörtímabilið hefst í að skipa ríkisstjórn, helstu ráðgjafa, ræða forgangsmál og svo framvegis. Donald Trump hitti Barack Obama, þáverandi forseta, eftir að niðurstöður kosninganna árið 2016 lágu fyrir. Trump mun þurfa að feta í fótspor Obama og hitta Biden.Getty/WIn McNamee Meðlimir í þessu teymi flykkjast inn í ríkisstofnanir til þess að kynnast starfsemi þeirra. Þeir safna upplýsingum fyrir það starfsfólk forsetans sem kemur nýtt inn til þess að það geti haft sem bestar upplýsingar þegar kjörtímabilið byrjar. Framboð Bidens hefur eytt mörgum mánuðum í að undirbúa vinnu þessa teymis ef svo færi að hann myndi sigra í kosningunum, líkt og nú er raunin. Til að mynda er teymið þegar komið með vefsíðu. En hvað með þessar kærur sem Trump hefur verið að tala um? Donald Trump og liðsmenn hans virðast ekki ætla að gefast upp þegjandi og hljóðalaust. Trump hefur til að mynda neitað að viðurkenna ósigur líkt og hefð er fyrir þegar ljóst er að hinn frambjóðandinn muni sigra. Hefur Trump gefið út að Biden hafi ranglega lýst yfir sigri, ekki sé búið að staðfesta sigur hans auk þess sem að hann boðaði frekari lögsóknir af hálfu framboðs hans til þess að knýja fram úrslit sem yrðu í hag hins sitjandi forseta. What happens next in the U.S. election? Though the winner is clear, there is still a weekslong timeline during which the 538-member Electoral College picks the president. https://t.co/8onGk6mqFv— AP Politics (@AP_Politics) November 7, 2020 Talið er að þar horfi framboðið til póstatkvæða sem eigi að hafa borist of seint, en Trump hefur kvartað mjög undan því hversu hratt atkvæði Biden í vil hrúguðust inn í vikunni og eyddu forskoti sem Trump hafði í helstu lykilríkjum. Margoft var bent á það fyrir kosningar að þetta myndi gerast, þar sem demókratar væru líklegri til þess að kjósa með pósti. Þau atkvæði eru oftar en ekki talinn á eftir atkvæðunum sem greitt eru á kjördegi. Talið er ólíklegt að lögsóknir Trump muni gera eitthvað til þess að ógilda atkvæði í því magni sem hann þarf til þess að ná forskoti aftur í lykilríkjunum. Þannig telur Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor í stjórnmálafræði, að það sé ólíklegt að kærurnar muni hafa teljandi áhrif á niðurstöðurnar. Hvað gerist ef Trump viðurkennir ekki ósigur? Það er löng hefð fyrir því að sá sem tapi í forsetakosningunum hringi í þann sem sigrar til þess að viðurkenna ósigur og óska viðkomandi til hamingju. Það er hluti af því að skapa lögmæti um valdaskiptin. Það er hins vegar ekkert sem segir að sá sem tapi þurfi að hringja þetta símtal eða halda einhvers konar tapræðu. Svo lengi sem yfirvöld staðfesta úrslit kosninganna í hverju ríki fyrir sig á löglegan hátt og að niðurstaðan verði óbreytt, mun Biden taka við sem forseti 20. janúar, hvort sem Trump viðurkennir ósigur eða ekki. Margir hafa dáðst að því hvernig John McCain, frambjóðandi repúblikana í forsetakosningunum í 2008, viðurkenndi ósigur eftir baráttu við Barack Obama. Trump ber þó lagalega skyldu til þess að samþykkja að heimila teymi Bidens að undirbúa þau nauðsynlegu skref sem þarf að taka til þess að valdaskiptin geti átt sér stað. Í frétt BBC segir að embættismenn Trumps segi að það hafi hann þegar gert. Hvaða hlutverki gegnir Kamala Harris í valdaskiptunum? Kamala mun velja sér framkvæmdastjóra (e. chief of staff) sem er hennar nánasti aðstoðarmaður og ráðgjafi. Kamala mun verða með skrifstofu í Hvíta húsinu og mun líklega nýta tímann fram að embættistökunni til þess að afla sér nánari upplýsinga um starfið og allt sem það felur í sér svo dæmi séu tekin. We did it, @JoeBiden. pic.twitter.com/oCgeylsjB4— Kamala Harris (@KamalaHarris) November 7, 2020 Hefð er fyrir því að varaforsetinn og maki hans búi í Number One Observatory Circle, í um tíu mínútna fjarlægð frá Hvíta húsinu. Þar mun Kamala búa ásamt eiginmanni sínum, lögfræðingnum Doug Emhoff. Hann á tvær dætur frá fyrra hjónabandi, þær Cole og Ella, sem sagðar eru kalla Kamölu, Momala, eða Mömmölu, ef við reynum að íslenska það. Hún mun brjóta blað í sögu Bandaríkjanna þegar hún tekur við embætti varaforseta, enda mun hún verða fyrsta konan til þess að gegna því embætti.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Fréttaskýringar Joe Biden Tengdar fréttir Pennsylvanía færir Biden sigurinn Demókratinn Joe Biden hefur nú tryggt sér þá 270 kjörmenn sem þarf til að sigra í forsetakosningunum í Bandaríkjunum eftir hann sigldi fram úr Donald Trump í talningu í Pennsylvaníu. CNN lýsti Biden sigurvegara í ríkinu. 7. nóvember 2020 16:33 Brosti til stuðningsmanna er hann yfirgaf golfvöllinn Donald Trump var í golfi í Virginíu þegar ljóst þótti að engar líkur væru á því að hann færi með sigur úr býtum í Pennsylvaníu. 7. nóvember 2020 20:20 Ótrúleg fagnaðarlæti víða um Bandaríkin eftir að sigri Biden var lýst yfir Augu heimsbyggðarinnar voru á Pennsylvaníu í dag á meðan beðið var eftir úrslitum forsetakosninganna í Bandaríkjunum. 7. nóvember 2020 19:36 Trump viðurkennir ekki ósigur Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hyggst ekki viðurkenna ósigur í forsetakosningum ytra þrátt fyrir að fjöldi fjölmiðla hafi lýst Biden sem sigurvegara eftir að sá síðarnefndi rauf 270 kjörmanna múrinn síðdegis í dag. 7. nóvember 2020 18:09 Mest lesið Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Innlent Fleiri fréttir Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Sjá meira
Pennsylvanía færir Biden sigurinn Demókratinn Joe Biden hefur nú tryggt sér þá 270 kjörmenn sem þarf til að sigra í forsetakosningunum í Bandaríkjunum eftir hann sigldi fram úr Donald Trump í talningu í Pennsylvaníu. CNN lýsti Biden sigurvegara í ríkinu. 7. nóvember 2020 16:33
Brosti til stuðningsmanna er hann yfirgaf golfvöllinn Donald Trump var í golfi í Virginíu þegar ljóst þótti að engar líkur væru á því að hann færi með sigur úr býtum í Pennsylvaníu. 7. nóvember 2020 20:20
Ótrúleg fagnaðarlæti víða um Bandaríkin eftir að sigri Biden var lýst yfir Augu heimsbyggðarinnar voru á Pennsylvaníu í dag á meðan beðið var eftir úrslitum forsetakosninganna í Bandaríkjunum. 7. nóvember 2020 19:36
Trump viðurkennir ekki ósigur Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hyggst ekki viðurkenna ósigur í forsetakosningum ytra þrátt fyrir að fjöldi fjölmiðla hafi lýst Biden sem sigurvegara eftir að sá síðarnefndi rauf 270 kjörmanna múrinn síðdegis í dag. 7. nóvember 2020 18:09