Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Hólmfríður Gísladóttir skrifar 25. nóvember 2025 06:42 Selenskí og eigikona hans Olena tóku þátt í minningarathöfn um helgina um hungursneyðina í Sovét-Úkraínu, þar sem milljónir létu lífið. AP/Forsetaskrifstofa Úkraínu Stjórnvöld í Úkraínu hafa gert umfangsmiklar breytingar á svokallaðri "friðaráætlun" Bandaríkjanna og Rússlands, sem stendur nú í nítján atriðum í stað 28. Upphaflega plaggið, sem samið var af Kirill Dmitriev, sérlegum sendifulltrúa Vladimir Pútín Rússlandsforseta, og Steve Witkoff, fulltrúa Donald Trump Bandaríkjafoseta, hljóðaði upp á eftirgjöf Úkraínumanna á landsvæði sem er enn á þeirra valdi, takmarkanir á stærð úkraínska heraflans og tryggingu fyrir því að Úkraína gangi ekki í Atlantshafsbandalagið. Það er sagt hafa tekið verulegum breytingum í viðræðum fulltrúa Úkraínu og Bandaríkjanna í Sviss í gær en Úkraínumenn og leiðtogar Evrópu hafa meðal annars lagt áherslu á að miðað verði við framlínuna eins og hún stendur í dag. Nýja útgáfan virðist raunar útiloka viðurkenningu á yfirráðum Rússa yfir því landsvæði sem þeir hafa söslað undir sig frá því að þeir hófu innrás sína 2022. Þá segir að það sé undir Úkraínu komið hvort hún gengur í Evrópusambandið eða Nató. Vólódimí Selenskí Úkraínuforseti greindi frá því í gær að ákveðin „viðkvæm“ málefni, eins og möguleg innganga Úkraínu í Nató, yrðu rædd af honum og Trump. Síðarnefndi hafði kallað eftir því að Úkraína gæfi eftir og samþykkti upphaflegu áætlunina á fimmtudag en Evrópuleiðtogar segja að gefa þurfi viðræðunum tíma. Fulltrúar Úkraínu í viðræðunum í gær eru sagðir hafa lýst nýju tillögunum sem „raunhæfari“ valkosti. Þá er Selenskí sagður hafa rætt við JD Vance, varaforseta Bandaríkjanna, í gær og hvatt hann til að greiða fyrir þátttöku Evrópuríkjanna í viðræðunum. Er síðarnefndi sagður hafa tekið jákvætt í það. Athygli vekur að þrátt fyrir að upphaflegu drögin hafi hljómað eins og óskalisti stjórnvalda í Kreml, sögðu þau í gær að þær tillögur þörfnuðust frekari vinnu. Guardian greindi frá. Úkraína Rússland Bandaríkin Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Fleiri fréttir Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Sjá meira
Upphaflega plaggið, sem samið var af Kirill Dmitriev, sérlegum sendifulltrúa Vladimir Pútín Rússlandsforseta, og Steve Witkoff, fulltrúa Donald Trump Bandaríkjafoseta, hljóðaði upp á eftirgjöf Úkraínumanna á landsvæði sem er enn á þeirra valdi, takmarkanir á stærð úkraínska heraflans og tryggingu fyrir því að Úkraína gangi ekki í Atlantshafsbandalagið. Það er sagt hafa tekið verulegum breytingum í viðræðum fulltrúa Úkraínu og Bandaríkjanna í Sviss í gær en Úkraínumenn og leiðtogar Evrópu hafa meðal annars lagt áherslu á að miðað verði við framlínuna eins og hún stendur í dag. Nýja útgáfan virðist raunar útiloka viðurkenningu á yfirráðum Rússa yfir því landsvæði sem þeir hafa söslað undir sig frá því að þeir hófu innrás sína 2022. Þá segir að það sé undir Úkraínu komið hvort hún gengur í Evrópusambandið eða Nató. Vólódimí Selenskí Úkraínuforseti greindi frá því í gær að ákveðin „viðkvæm“ málefni, eins og möguleg innganga Úkraínu í Nató, yrðu rædd af honum og Trump. Síðarnefndi hafði kallað eftir því að Úkraína gæfi eftir og samþykkti upphaflegu áætlunina á fimmtudag en Evrópuleiðtogar segja að gefa þurfi viðræðunum tíma. Fulltrúar Úkraínu í viðræðunum í gær eru sagðir hafa lýst nýju tillögunum sem „raunhæfari“ valkosti. Þá er Selenskí sagður hafa rætt við JD Vance, varaforseta Bandaríkjanna, í gær og hvatt hann til að greiða fyrir þátttöku Evrópuríkjanna í viðræðunum. Er síðarnefndi sagður hafa tekið jákvætt í það. Athygli vekur að þrátt fyrir að upphaflegu drögin hafi hljómað eins og óskalisti stjórnvalda í Kreml, sögðu þau í gær að þær tillögur þörfnuðust frekari vinnu. Guardian greindi frá.
Úkraína Rússland Bandaríkin Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Fleiri fréttir Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Sjá meira