„Þetta er ekki búið! Falsfréttir!“ Sylvía Hall skrifar 7. nóvember 2020 21:22 Stuðningsmenn Donald Trump vilja meina að kosningasvindl hafi átt sér stað. AP/Morry Gash Stuðningsmenn Donald Trump virðast taka fréttum af sigri Joe Biden illa, ef marka má fjölmiðla vestanhafs. Hópur stuðningsmanna forsetans kom saman við þinghúsið í Georgíu, tóku undir málflutning forsetans og sögðu hægagang við talningu vera merki um kosningasvindl. „Þetta er ekki búið! Þetta er ekki búið! Falsfréttir!“ kölluðu stuðningsmennirnir að því er fram kemur í frétt AP fréttaveitunnar. Voru þeir reiðir og ósannfærðir um að kjör Biden væri lögmætt. Sömu sögu var að segja í borginni Phoenix í Arizona, þar sem talning fer enn fram. Biden hefur verið með forskot í ríkinu, og hefði það ásamt Nevada dugað til að tryggja honum kjörið síðustu daga þegar hann hafði einungis tryggt sér 253 kjörmenn. WATCH: Roughly 100 Trump supporters gathered for a third straight day in front of the elections center in Phoenix, where hundreds of workers were processing and counting ballots. #Election2020 #Vote2020 pic.twitter.com/lBanYvtwc8— Austin Kellerman (@AustinKellerman) November 7, 2020 Líkt og frægt er orðið var það Pennsylvanía sem kom Biden yfir 270 kjörmenn þegar tuttugu kjörmenn ríkisins virtust að öllum líkindum falla til hans. 273 kjörmenn voru þar með svo gott sem komnir í hús. „Það er ekki búið að lýsa yfir úrslitum!“ kallaði Jake Angeli, þekktur stuðningsmaður Trump. „Ekki trúa þessari lygi! Þeir eru með höndina fasta ofan í kökukrúsinni og við ætlum með þetta fyrir Hæstarétt!“ Stuðningsmenn Trump fyrir utan þinghúsið í Phoenix, Arizona.AP/Ross D. Franklin Annar stuðningsmaður sem AP ræðir við, Chris Marks í Michigan-ríki, segist ekki treysta niðurstöðunum. Hann hafi sínar efasemdir um hvernig atkvæði voru talin og leggur til að öll atkvæði verði talin á ný, eða jafnvel að boðað verði til nýrra kosninga. „Ég er bara hissa að þau lýstu ekki yfir sigurvegara fyrir kosningarnar.“ Ólíklegt þykir að ró færist yfir stuðningsmannahóp Trump næstu daga, enda hefur forsetinn gefið það út að hann muni ekki lýsa yfir ósigri. Hann, ásamt framboði sínu, ætli að höfða fleiri dómsmál á næstu dögum til þess að skera úr um lögmæti kosninganna, þrátt fyrir að engar sannanir um kosningasvik hafi enn komið fram. Vopnaður stuðningsmaður Trump fyrir utan kjörstað í norðurhluta Las Vegas í Nevada. Allra augu voru á Nevada um tíma, enda var Biden með mikið forskot þar á lokametrunum og hafði það, ásamt Arizona, geta tryggt sigurinn.AP/John Loche Stuðningsmenn Trump í Milwaukee í Wisconsinríki. Joe Biden vann sigur í ríkinu, sem hafði farið til Donald Trump árið 2016.AP/Morry Gash Stuðningsmenn Trump hafa sínar efasemdir um kosningarnar, líkt og forsetinn sjálfur.AP/Matt York Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Joe Biden Tengdar fréttir Biden sigraði, hvað svo? Joe Biden mun verða 46. forseti Bandaríkjanna eftir að hafa borið sigur úr býtum í forsetakosningum þar í landi samkvæmt mati helstu fjölmiða á úrslitum kosninganna. Biden hefur unnið sigur í ríkjum sem tryggja honum fleiri en þá 270 kjörmenn sem þarf til þess að sigra í kosningunum. En hvað gerist næst? 7. nóvember 2020 20:57 Brosti til stuðningsmanna er hann yfirgaf golfvöllinn Donald Trump var í golfi í Virginíu þegar ljóst þótti að engar líkur væru á því að hann færi með sigur úr býtum í Pennsylvaníu. 7. nóvember 2020 20:20 Ótrúleg fagnaðarlæti víða um Bandaríkin eftir að sigri Biden var lýst yfir Augu heimsbyggðarinnar voru á Pennsylvaníu í dag á meðan beðið var eftir úrslitum forsetakosninganna í Bandaríkjunum. 7. nóvember 2020 19:36 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Fleiri fréttir Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Sjá meira
Stuðningsmenn Donald Trump virðast taka fréttum af sigri Joe Biden illa, ef marka má fjölmiðla vestanhafs. Hópur stuðningsmanna forsetans kom saman við þinghúsið í Georgíu, tóku undir málflutning forsetans og sögðu hægagang við talningu vera merki um kosningasvindl. „Þetta er ekki búið! Þetta er ekki búið! Falsfréttir!“ kölluðu stuðningsmennirnir að því er fram kemur í frétt AP fréttaveitunnar. Voru þeir reiðir og ósannfærðir um að kjör Biden væri lögmætt. Sömu sögu var að segja í borginni Phoenix í Arizona, þar sem talning fer enn fram. Biden hefur verið með forskot í ríkinu, og hefði það ásamt Nevada dugað til að tryggja honum kjörið síðustu daga þegar hann hafði einungis tryggt sér 253 kjörmenn. WATCH: Roughly 100 Trump supporters gathered for a third straight day in front of the elections center in Phoenix, where hundreds of workers were processing and counting ballots. #Election2020 #Vote2020 pic.twitter.com/lBanYvtwc8— Austin Kellerman (@AustinKellerman) November 7, 2020 Líkt og frægt er orðið var það Pennsylvanía sem kom Biden yfir 270 kjörmenn þegar tuttugu kjörmenn ríkisins virtust að öllum líkindum falla til hans. 273 kjörmenn voru þar með svo gott sem komnir í hús. „Það er ekki búið að lýsa yfir úrslitum!“ kallaði Jake Angeli, þekktur stuðningsmaður Trump. „Ekki trúa þessari lygi! Þeir eru með höndina fasta ofan í kökukrúsinni og við ætlum með þetta fyrir Hæstarétt!“ Stuðningsmenn Trump fyrir utan þinghúsið í Phoenix, Arizona.AP/Ross D. Franklin Annar stuðningsmaður sem AP ræðir við, Chris Marks í Michigan-ríki, segist ekki treysta niðurstöðunum. Hann hafi sínar efasemdir um hvernig atkvæði voru talin og leggur til að öll atkvæði verði talin á ný, eða jafnvel að boðað verði til nýrra kosninga. „Ég er bara hissa að þau lýstu ekki yfir sigurvegara fyrir kosningarnar.“ Ólíklegt þykir að ró færist yfir stuðningsmannahóp Trump næstu daga, enda hefur forsetinn gefið það út að hann muni ekki lýsa yfir ósigri. Hann, ásamt framboði sínu, ætli að höfða fleiri dómsmál á næstu dögum til þess að skera úr um lögmæti kosninganna, þrátt fyrir að engar sannanir um kosningasvik hafi enn komið fram. Vopnaður stuðningsmaður Trump fyrir utan kjörstað í norðurhluta Las Vegas í Nevada. Allra augu voru á Nevada um tíma, enda var Biden með mikið forskot þar á lokametrunum og hafði það, ásamt Arizona, geta tryggt sigurinn.AP/John Loche Stuðningsmenn Trump í Milwaukee í Wisconsinríki. Joe Biden vann sigur í ríkinu, sem hafði farið til Donald Trump árið 2016.AP/Morry Gash Stuðningsmenn Trump hafa sínar efasemdir um kosningarnar, líkt og forsetinn sjálfur.AP/Matt York
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Joe Biden Tengdar fréttir Biden sigraði, hvað svo? Joe Biden mun verða 46. forseti Bandaríkjanna eftir að hafa borið sigur úr býtum í forsetakosningum þar í landi samkvæmt mati helstu fjölmiða á úrslitum kosninganna. Biden hefur unnið sigur í ríkjum sem tryggja honum fleiri en þá 270 kjörmenn sem þarf til þess að sigra í kosningunum. En hvað gerist næst? 7. nóvember 2020 20:57 Brosti til stuðningsmanna er hann yfirgaf golfvöllinn Donald Trump var í golfi í Virginíu þegar ljóst þótti að engar líkur væru á því að hann færi með sigur úr býtum í Pennsylvaníu. 7. nóvember 2020 20:20 Ótrúleg fagnaðarlæti víða um Bandaríkin eftir að sigri Biden var lýst yfir Augu heimsbyggðarinnar voru á Pennsylvaníu í dag á meðan beðið var eftir úrslitum forsetakosninganna í Bandaríkjunum. 7. nóvember 2020 19:36 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Fleiri fréttir Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Sjá meira
Biden sigraði, hvað svo? Joe Biden mun verða 46. forseti Bandaríkjanna eftir að hafa borið sigur úr býtum í forsetakosningum þar í landi samkvæmt mati helstu fjölmiða á úrslitum kosninganna. Biden hefur unnið sigur í ríkjum sem tryggja honum fleiri en þá 270 kjörmenn sem þarf til þess að sigra í kosningunum. En hvað gerist næst? 7. nóvember 2020 20:57
Brosti til stuðningsmanna er hann yfirgaf golfvöllinn Donald Trump var í golfi í Virginíu þegar ljóst þótti að engar líkur væru á því að hann færi með sigur úr býtum í Pennsylvaníu. 7. nóvember 2020 20:20
Ótrúleg fagnaðarlæti víða um Bandaríkin eftir að sigri Biden var lýst yfir Augu heimsbyggðarinnar voru á Pennsylvaníu í dag á meðan beðið var eftir úrslitum forsetakosninganna í Bandaríkjunum. 7. nóvember 2020 19:36