Hér sést hvernig briminu tókst að girða stöðuvatnið frá hafinu Kristján Már Unnarsson skrifar 7. nóvember 2020 21:54 Svona leit malarkamburinn við Kollavíkurvatn út í dag. Hérna var skarðið fram á síðustu helgi. Sjá má hvalshræið sem tvær þústir til vinstri í vatninu við Mölina. Mynd/Vigdís Sigurðardóttir Innan við ellefu mánuðir liðu frá því brimaldan við Þistilfjörð rauf skarð í sjávarkambinn Mölina þar til hún var sjálf búin að fylla í það og loka því. Ljósmyndir sem Vigdís Sigurðardóttir, bóndi í Borgum, tók í dag, sýna vel hvernig malarkamburinn er búinn að girða Kollavíkurvatn að nýju frá hafinu. Skarðið, eins og það var áður, sást vel í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi. Það var í illviðrinu sem gekk yfir landið fyrir síðustu jól, dagana 10. og 11. desember, sem skarðið rofnaði. Um leið opnaðist leið fyrir saltan sjó til að flæða inn í Kollavíkurvatn sem við það breyttist úr stöðuvatni í sjávarlón. Mölin séð frá bænum Borgum í dag. Ekkert skarð sést lengur. Langanes út við sjóndeildarhringinn.Vigdís Sigurðardóttir Tveir bæir eru við vatnið, Kollavík og Borgir. Báðir njóta hlunninda af silungsveiði, sem óttast var að myndi spillast vegna þess sem bændurnir lýstu sem náttúruhamförum. Það var svo síðastliðinn þriðjudag, eftir stífa norðan- og norðvestanátt dagana á undan, sem bændurnir sáu að skarðið hafði lokast. Að sögn Vigdísar virðist það hafa gerst um eða eftir síðustu helgi. Skarðið síðastliðið sumar. Til hægri má sjá búrhvalshræið. Fjær sést í bæina Borgir og Kollavík.Stöð 2/Arnar Halldórsson „Já, það getur allt gerst ef að gerir mikið brim eins og í fyrra,“ sagði hún um þessi umskipti náttúrunnar. Þegar eiginmaður hennar, Eiríkur Kristjánsson, og sonur þeirra, Sigurður Eiríksson, fóru að ströndinni á miðvikudag sýndist þeim að þar sem skarðið var áður væri malarkamburinn orðinn rúmir tveir metrar á hæð. Myndirnar sem Vigdís tók í dag sýna vel hvernig briminu hefur tekist að loka skarðinu. Hér var skarðið þar sem sjórinn streymdi inn og út. Sjá má glitta í búrhvalshræið ofarlega fyrir miðri mynd. Vigdís Sigurðardóttir Það er sennilega ekki oft sem frést hefur af hvalreka inni í stöðuvatni en það gerðist þarna síðastliðið vor. Það var í apríl sem dauður búrhvalur sást á reki inni í Kollavíkurvatni en álykta má að honum hafi skolað inn í gegnum skarðið. Hvalshræið er ennþá á þeim stað þar sem það strandaði við Mölina innanverða. Svalbarðshreppur Veður Landbúnaður Tengdar fréttir Skarðið lokaðist og bændur endurheimta Kollavíkurvatn Kollavíkurvatn við Þistilfjörð, sem í stórviðri í fyrravetur breyttist í brimsalt sjávarlón, þegar skarð rofnaði í sjávarkamb, virðist núna hafa breyst aftur í stöðuvatn. 6. nóvember 2020 22:14 Veiðivatnið varð að sjávarlóni, svo fengu þau búrhval í lónið Bændur í afskekktri vík við Þistilfjörð, sem urðu fyrir því í vetur að illviðri breytti stöðuvatninu þeirra í brimsalt sjávarlón, og fengu svo stærðar búrhval í lónið, sitja enn uppi með úldnandi hvalinn. Silungur veiðist þó enn í vatninu. 13. ágúst 2020 20:12 Búrhvalur í stöðuvatni við vestanverðan Þistilfjörð Hræ af stórhveli hefur sést mara í hálfu kafi við Þistilfjörð síðustu sólarhringa. Hið óvenjulega er að hvalurinn er í Kollavíkurvatni, stöðuvatni sem gengur inn af vestanverðum Þistilfirði, en mjór malarkambur skilur vatnið frá sjónum. 8. apríl 2020 12:31 Illviðrið breytti stöðuvatni við Þistilfjörð í brimsalt sjávarlón Stöðuvatn við vestanverðan Þistilfjörð virðist hafa breyst í sjávarlón eftir að stórt skarð rofnaði í sjávarkamb í illviðrinu í desember. Íbúar við vatnið líkja þessu við náttúruhamfarir. 14. janúar 2020 21:30 Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira
Innan við ellefu mánuðir liðu frá því brimaldan við Þistilfjörð rauf skarð í sjávarkambinn Mölina þar til hún var sjálf búin að fylla í það og loka því. Ljósmyndir sem Vigdís Sigurðardóttir, bóndi í Borgum, tók í dag, sýna vel hvernig malarkamburinn er búinn að girða Kollavíkurvatn að nýju frá hafinu. Skarðið, eins og það var áður, sást vel í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi. Það var í illviðrinu sem gekk yfir landið fyrir síðustu jól, dagana 10. og 11. desember, sem skarðið rofnaði. Um leið opnaðist leið fyrir saltan sjó til að flæða inn í Kollavíkurvatn sem við það breyttist úr stöðuvatni í sjávarlón. Mölin séð frá bænum Borgum í dag. Ekkert skarð sést lengur. Langanes út við sjóndeildarhringinn.Vigdís Sigurðardóttir Tveir bæir eru við vatnið, Kollavík og Borgir. Báðir njóta hlunninda af silungsveiði, sem óttast var að myndi spillast vegna þess sem bændurnir lýstu sem náttúruhamförum. Það var svo síðastliðinn þriðjudag, eftir stífa norðan- og norðvestanátt dagana á undan, sem bændurnir sáu að skarðið hafði lokast. Að sögn Vigdísar virðist það hafa gerst um eða eftir síðustu helgi. Skarðið síðastliðið sumar. Til hægri má sjá búrhvalshræið. Fjær sést í bæina Borgir og Kollavík.Stöð 2/Arnar Halldórsson „Já, það getur allt gerst ef að gerir mikið brim eins og í fyrra,“ sagði hún um þessi umskipti náttúrunnar. Þegar eiginmaður hennar, Eiríkur Kristjánsson, og sonur þeirra, Sigurður Eiríksson, fóru að ströndinni á miðvikudag sýndist þeim að þar sem skarðið var áður væri malarkamburinn orðinn rúmir tveir metrar á hæð. Myndirnar sem Vigdís tók í dag sýna vel hvernig briminu hefur tekist að loka skarðinu. Hér var skarðið þar sem sjórinn streymdi inn og út. Sjá má glitta í búrhvalshræið ofarlega fyrir miðri mynd. Vigdís Sigurðardóttir Það er sennilega ekki oft sem frést hefur af hvalreka inni í stöðuvatni en það gerðist þarna síðastliðið vor. Það var í apríl sem dauður búrhvalur sást á reki inni í Kollavíkurvatni en álykta má að honum hafi skolað inn í gegnum skarðið. Hvalshræið er ennþá á þeim stað þar sem það strandaði við Mölina innanverða.
Svalbarðshreppur Veður Landbúnaður Tengdar fréttir Skarðið lokaðist og bændur endurheimta Kollavíkurvatn Kollavíkurvatn við Þistilfjörð, sem í stórviðri í fyrravetur breyttist í brimsalt sjávarlón, þegar skarð rofnaði í sjávarkamb, virðist núna hafa breyst aftur í stöðuvatn. 6. nóvember 2020 22:14 Veiðivatnið varð að sjávarlóni, svo fengu þau búrhval í lónið Bændur í afskekktri vík við Þistilfjörð, sem urðu fyrir því í vetur að illviðri breytti stöðuvatninu þeirra í brimsalt sjávarlón, og fengu svo stærðar búrhval í lónið, sitja enn uppi með úldnandi hvalinn. Silungur veiðist þó enn í vatninu. 13. ágúst 2020 20:12 Búrhvalur í stöðuvatni við vestanverðan Þistilfjörð Hræ af stórhveli hefur sést mara í hálfu kafi við Þistilfjörð síðustu sólarhringa. Hið óvenjulega er að hvalurinn er í Kollavíkurvatni, stöðuvatni sem gengur inn af vestanverðum Þistilfirði, en mjór malarkambur skilur vatnið frá sjónum. 8. apríl 2020 12:31 Illviðrið breytti stöðuvatni við Þistilfjörð í brimsalt sjávarlón Stöðuvatn við vestanverðan Þistilfjörð virðist hafa breyst í sjávarlón eftir að stórt skarð rofnaði í sjávarkamb í illviðrinu í desember. Íbúar við vatnið líkja þessu við náttúruhamfarir. 14. janúar 2020 21:30 Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira
Skarðið lokaðist og bændur endurheimta Kollavíkurvatn Kollavíkurvatn við Þistilfjörð, sem í stórviðri í fyrravetur breyttist í brimsalt sjávarlón, þegar skarð rofnaði í sjávarkamb, virðist núna hafa breyst aftur í stöðuvatn. 6. nóvember 2020 22:14
Veiðivatnið varð að sjávarlóni, svo fengu þau búrhval í lónið Bændur í afskekktri vík við Þistilfjörð, sem urðu fyrir því í vetur að illviðri breytti stöðuvatninu þeirra í brimsalt sjávarlón, og fengu svo stærðar búrhval í lónið, sitja enn uppi með úldnandi hvalinn. Silungur veiðist þó enn í vatninu. 13. ágúst 2020 20:12
Búrhvalur í stöðuvatni við vestanverðan Þistilfjörð Hræ af stórhveli hefur sést mara í hálfu kafi við Þistilfjörð síðustu sólarhringa. Hið óvenjulega er að hvalurinn er í Kollavíkurvatni, stöðuvatni sem gengur inn af vestanverðum Þistilfirði, en mjór malarkambur skilur vatnið frá sjónum. 8. apríl 2020 12:31
Illviðrið breytti stöðuvatni við Þistilfjörð í brimsalt sjávarlón Stöðuvatn við vestanverðan Þistilfjörð virðist hafa breyst í sjávarlón eftir að stórt skarð rofnaði í sjávarkamb í illviðrinu í desember. Íbúar við vatnið líkja þessu við náttúruhamfarir. 14. janúar 2020 21:30